Vísir - 17.07.1973, Blaðsíða 4

Vísir - 17.07.1973, Blaðsíða 4
4 Vlsir. Þriðjudagur 17. júli 1973 Umsjón Edda Andrésdóttir r A síðustu stundu . . . Llkaminn krefst þess, að kastað sé vatni öðru hverju. t hjólreiöakeppni, sem átti sér stað I Montreal nýlega breytti likaminn engu þar um frekar en vanalega, og þessir hjól- reiðamenn hröðuðu sér sem mest þeir máttu út að næsta trjávegg til þess aö gera sig klára, ef svo má segja, en þá var stutt I að skotið yrði af byssunni, sem táknaði að keppnln væri hafin. Endurnýja þau hjónabandið í Róm? Eigum fyrirliggjandi flestar gerðir af PIRA hillum og skdpum í eik og tekk % "Tl! L-jto l)\ Bjf i iJ §: i? : A Sendum i póstkröfu um allt land Hringið og biðjið um myndalista. HÚSGAGNAVERZLUN REYKJAVÍKUR Brautarholti 2. Simi 11940. Taylor og Burton munu hittast í Róm og jafnvel búa þar saman að sögn talsmanna þeirra. Algjör skilnaður á við engin rök að styðjast öllum gróusögum um fyrirhug- aðan skilnaö þeirra hjúa Eliza- beth Taylor og Richard Burtons frá boröi og sæng hefur veriö vlsað á bug af talsmönnum hvors aðila fyrir sig. 1 þýzku tlmariti var fyrir stuttu birt viötal við Elizabeth Taylor, þar sem hún segir, að þau hjón Ihugi algjöran skilnað. Tals- maður Taylor hefur þó neitað þessu algjörlega, og Taylor segir viðtal þetta vera uppspuna frá byrjun til enda. Enginn blaða- maöur frá þessu timariti hafi haft viötal við hana. Eigi að heldur Richard Burton. Þann 21. júll hyggst Elizabeth Taylor halda til Róm. 1 þeirri borg hófst einmitt ástarævintýri þeirra hjúa og þar segja vinir þeirra að hjónabandið muni verða endurnýjað að nýju. Richard Burton er þegar kominn til Rómar. Þangaö flaug hann á fimmtudag slðastliðinn. Bæði hann og Taylor eiga að hef ja þar leik I kvikmyndun I þessum mánuði. Feröin og kvikmynda- tökurnar i Róm voru ákveðnar áður en aðskilnaöur þeirra hjóna átti sér stað fyrir 10 dögum. „Viö vitum, að þau munu verða saman l Rómog hittast oft”, segir talsmaöur Taylor ennfremur. „Við vonum að þau muni koma sér saman aftur, en þetta er lengsti aðskilnaður þeirra hingað til. 1 New York sagði lögfræðingur Burtons, Aaron Frosch, að vinir þeirra hjóna byggjust við þvl, að aðskilnaður þeirra tæki enda I Róm. Hann sagöi, að llklegt væri, að þau hjón tækju einbýlishús á leigu I borginni og byggju þar saman á meðan á kvikmyndatöku stæöi. Elizabeth Taylor á að hefja kvikmyndaleik við kvikmyndina „Drivers Seat”, en Richard Burton mun fara með aðalhlut- verkið I kvikmynd Vittorio de Sica. Astarævintýri þeirra Burtons-- hjóna hófst árið 1964, þegar bæði léku saman I kvikmynd. Sam- band þeirra vakti geysi mikla athygli og hneykslun viða, en bæði uröu að skilja viö þáverandi maka sina áður en þau gengu I hjónaband. Elizabeth Taylor hefur eytt slðustu dögum I að dvelja hjá sjúkri móður sinni. Einnig hefur hún hitt marga gamla vini frá dögum sínum I Hollywood, þar á meðal Roddy McDowell, Peter Lawford, og sálfræðing sinn dr. Rex Kennamer. Richard Burton hélt til Moskvu fyrir stuttu siðan til þess að vera viöstaddur frumsýningu kvik- myndar, sem þau hjón léku I, en hann lét þess getið, að Elizabeth Taylor hefði ekki getað komið sökum veikinda móður sinnar. Hann lét einnig I það skina, að þau kæmu til með að hittast I Róm. VINSÆLDALISTAR Lagið hans George Harrison virðist aðeins vera farið að dala á flestum vinsældarlistum, að minnsta kosti eftir þeim i Bretlandi og Bandaríkjunum að dæma. „Give me love” er nú komið niður I fjórða sæti á bandariska vinsældalistanum, i stað fyrsta sætis áður, en í fyrsta sæti er lagið, „Will it go round in circles” með Billy Preston. Paul Simon með lagið sitt „Kodachrome” er kominn upp I annað sæti i stað 3. sætis siðast. 1 þriðja sæti er lagið „Shambla” með „Three dog night”. Tvö ný lög eru á listanum að þessu sinni. Það er lagið í 8. sæti. „Yesterday once more” með Carpenters, sem var i 12. sæti áður og lagið „Smoke on the water með Deep Purple”, sem var i 13. sæti áður. AMERIKA Billy Preston. Paul Simon. Three dog night. George Harrison. Clint Holmes. Bloodstone. Jim Croce. Carpenters. Deep Purple. Doobie brothers. 1. (2) Wiil it go round in circles 2. (3) Kodachrome 3. (5) Shambala 4. (1) Give me love 5. (4) Playground in my mind 6. (7) Natural high 7. (10) Bad, bad Leroy Brown 8. (12) Yesterday once more 9. (13) Smoke on the water 10. (9) Long train running. ENGLAND David Bowie kom mörgum aðdáendum sinum á óvart og olli þeim mikillar gremju, þegar það var tilkynnt, að hann kæmi ekki oftar fram á sviði. Lagið hans Life on mars er nú komið alla leið upp 13. sæti en var i 10. sæti siðast. Paul Simon vegnar vel þrátt fyrir aðskilnaðinn við Art Garfunkel, og hann er kominn i 7. sæti með lagið sitt „Take me to the mardi gras”, sem var 112. sæti siðast. Ein af allra vinsælustu hljómsveitunum i Bretlandi um þessar mundir, Slade, er i fyrsta sæti með lagið „Skweeze me, pleeze me”. Þeir voru einnig i fyrsta sæti I siðustu viku. Það má þá geta þess, að trommuleikari þeirra, sem nýlega lenti i miklu bilslysí mun ná sér fyllilega til þess að setjast við trumburnar á ný. 1. (lj Skweeze me, pleeze me 2. (2) Welcomehome 3. (10) Life on mars 4. (3) Rubber bullets 5. (4) Aibatross 6. (9) Born tobe with you 7. (1) Take me to the mardi gras 8. (5) Snoopy versus the red baron 9. (7) Give me love 10. (6) The groover Slade. Peters. David Bowie. 10 c.c. Fleetwood Mac Dave Edmunds Paul Simon. Hot Shots. George Harrison. T.rex.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.