Vísir - 17.07.1973, Blaðsíða 2

Vísir - 17.07.1973, Blaðsíða 2
2 Vísir. Þriðjudagur 17. júli 1973 VÍSBSm: Hvernig finnst yöur hafa veriö staöiö aö áróöri i landhelgismál- inu? Páll Finnbogason, prentmynda- geröarmaöur: — Eftir atvikum hefur það veriö afskaplega vel unnið af hendi rikisstjórnarinnar. Þetta hefur gengið erfiðlega, en ég held að staða okkar hafi styrk zt. En aðalatriðið er auðvit- að það að hvika hvergi. Guömundur Jónasson, verka- maöur: — bað hefur verið áróður á báða bóga, og okkar menn hafa staðið sig vel, og mér finnst varla hægt að gera meira. Marta Iljálmarsdóttir, meina- tækninemi: — Ekki nógu vel, t.d. finnst mér vanta i áróðurinn er- lendis að benda á að Bretar hafi 200 milna oliulögsögu. Hér heima þarf varla áróður, þvi allir eru svo heitir, en þaö má taka myndir af atburðum og athæfum, og senda til útlanda. Friöjón örn Friöjónsson, nemi: — Mætti vera meiri. Það má taka fleiri myndir á varöskipunum, og gefa út áróðursbæklinga. Aróöursfyrirtækið i Bretlandi mætti gjarna standa sig betur i stykkinu, og einnig aö hafa fastan mann úti. Hilmar Jónsson, veitingastjóri: — Þaö mætti vera meira um áróðursbæklinga á erlendum tungumálum, t.d. frönsku og þýzku, en ekki bara ensku. Ann-. ars hefur áróðurinn alls ekki ver- ið lélegur hingað til. En það þarf að kynna itarlega af hverju við erum að slást. Ingibjörg Kristjánsdóttir, skrif- stofumær: — Bara nokkuð vel, og ég vona fastlega, aö sá áróður, sem nú er hafður i frammi, gagni. um helgina Ég sendi bara gúmmí- tékkana í sakadóm. Lúðvik á haröaspani um allt land haldandi ræður og fundi um landhelgismálin og Tómas Timaritstjóri stórmóögaöur og næstum reiður yfir þvi, að sami Lúðvik skuli ekki stjórna betur landinu, þó ekki væri nema að halda i skottið á Jóhannesi Nordal, sem ku vera aö riöa öllu tl fjandans þessa dagana. Mér finnst þetta óþarfa af- skiptasemi i Tómasi, þvi ef ein- hver af okkar pólitikusum er fundar-og ræðuglaöur þá er það Lúðvik, og þvi ekki að leyfa landsbyggðinni að njóta hans. Það eru nógir til að stjórna landinu og fá færri en vilja. Mér er rétt sem ég heyri Lúð- vik vandaumvið Nordal: Lúð- vfk: Þessi bankabygging þarna i Arnarhólnum er afskaplega óvinsæl og við i rfkisstjórninni megum ekki við miklu. Þú verð- ur að fresta framkvæmdum Nordal: ...þó ekki væri nema aö halda i skottiö á honum. þangað til næsta viöreisnar- stjórn tekur við völdum. Nordal: (glottandi) Ef þið er- uð með eitthver múöur, þá sendi ég bara gúmmitékkana hans Halldórs E. i sakadóm. Skák og mát. Já, svona er þetta einfalt mál fyrir hann Nordal, hann getur bara sagt þessum stjórnarherr- um að eta það>sem úti frýs, og á meðan pinir Styrmir Moggarit- stjóri Ólaf Jóh. forsætisráð- herra til að segja af eöa á um það, hvort við eigum aö halda áfram að vera i Atlantshafs- bandalaginu. Aibert sparkar faliega A föstudaginn fór ég á Völlinn til að horfa á „pressuna” glansa og fyrir framan mig sátu voða fin hjón og þegar Albert fékk boltann stundi frúin og sagði: „Voða sparkar Albert fallega”. Og þegar útséð var um það, að Albert sparkaði nógu fallega til að geta gert mark þá sagði fina frúin: „Agalega er hann Albert góður, þaö er bara enginn til að taka við boltunum hans.” Já, þær láta ekki að sér hæða finu frúrnar og fátt er þeim óvið- komandi. Auðvitað sparkaði Al- bert boltanum fallega, en það var ekki þaö, sem ég ætlaði aö minnastá heldur fylliriið á Vell- inum. Kornungir strákar, blindfullir á bekk fyrir aftan mig eyðilögðu alla ánægju af leikjunum á föstudagskvöldið. Þeir voru si- röflandi, sparkandi i mig og félaga minn rétt einsog við vær- um fótboltatuðrur og þeir i landsliöinu. Ég spyr: „Af hverju er þetta látið óátaliö af Vallaryfirvöldum? ” Maður borgar stórfé fyrir að horfa á misjafnlega skemmtilegan fót- bolta og um leiö nauðbeygður til að hlusta á drykkjuraus og haf- andi alls kyns óþægindi af fylli- byttum borgarinnar. Hópurinn, sem stundar Völlinn eingöngu i þvi skyni að drekka brennivin fer stækkandi með hverju sumrinu og þaö er fyrir löngu kominn timi til að gripa i taum- ana, svo að viö þessar fáu hræö- ur, sem komum þangað til að horfa á iþróttir,getum fengið að vera i friði. Eyrarkarlar spæla góðborgara. „Hann ætlar ekki að birta i dag” sagði konan min um hádegið á sunnudaginn og ég heyrði ekki betur en vottaði fyr- ir ofurlitilli illkvittni i rómnum. Hún er nefnilega nýkomin aust- an af fjöröum þar sem var sól Lúðvik: Hvers vegna ekki að leyfa landsbyggðinni að njóta hans? upp á hvern einasta dag og nú er ekki um annað talað en þetta béað veðraviti hér fyrir sunnan. Karlarnir i kaffivagninum af- greiddu veörið stuttaralega, sögöu bara: „Þessu heldur svona áfram allt til hundadag- anna, vertu bara viss”. Og svo þegar hundadagarnir koma þá veröur sagt: „Hann styttir ekki upp fyrr en hundadögunum lýk- ur.” Þannig er þetta alltaf, sumarið er gengiö hjá áöur en það byrjar. Albert: „Voðalega sparkar hann fallega”. Fisksalinn vinur minn var ekki i kaffivagninum i morgun, og ég hafði eiginlega engan til að tala við og varö að þykjast vera lesa blöðin meðan ég lapti kaffið mitt. Maður fær alltaf gott kaffi i vagninum á Grandanum og það sem meira er hlýlegt viðmót, og ef enginn vill tala við mann, þá eru dagblöðin til reiðu nýkomin úr pressunni og það er svo sem ekki ónýtt að geta flett 40 blað- siðum Timans ókeypis og skoðað myndirnar. Mikið blað Timinn, að minnsta kosti um helgar. Og nú er komið fram yfir há- degi og dumbungur i lofti, svo að ekkert verður úr sunnudags- ökutúrnum og Fiatinn fær að hvila sig i dag. A morgun verður Björn Jóns- son ráðherra og þá verður áreiðanlega uppi typpið á Eyrarkörlunum á Akureyri þegar þeir mæta góðborgurun- um á torginu fyrir framan KEA. b. Lesendur JSl hafa \fjkarét<f Óréttlátt Aðalbjörg Jóhannsdóttir Hvera- gerði: „Hvers eigum við Hvergerðingar að gjalda? Okkur finnst við vera slitin úr sambandi við þjónustu Land- simans. A Selfossi er sjúkra- húsið, lögreglan og sýsluskrif- stofan, sem er jú okkar eins og Selfyssinga. Þegar við hringjum þangað, þurfum við að greiða tólf krónur á minútu plús svo söluskatt, eða eins og öll langlinusimtöl. Sama er að segja um Þorlákshöfn, ef viö hringjum þangað. Til Eyrarbakka kostar simtalið 16 krónur á minútuna plús sölu- skatt og Stokkseyri lika. Arsfjórðungsgjaldið er það sama og Reykvikingar greiða, eða 1340 krónur, — En hvað skildu Reykvikingar hafa mörg númer á innanbæjargjaldi á sama tima og við Hver- gerðingar höfum 250—260 númer. Það þarf varla að taka það fram að þetta er allt sama svæðisnúmerið ...eða nr. 99.... Hvaða sanngirni er nú þetta? Og svari þeir,sem vita.” „Frjósamur” hringdi: „Þessa dagana er mikið rætt og ritað um fóstureyðingar, og hina nýju fóstureyðingarlöggjöf, sem nú er verið að koma með tillögur um. Ég hef nú hingað til haft litlar áhyggjur af þessum málum, og taliö, að þrátt fyrir fremur stranga löggjöf, þá væri fóstur- eyðing framkvæmd af skynsemi, og þeir sem ákvörðuöu fóstur- eyðingu, sæju I gegnum lögin, þegar nauðsyn krefði. Svo birtir Vlsir á fimmtudaginn nokkur dæmi um að umsókn um fóstureyðingu hafi verið synjað. Þegar ég fór að lesa þessi dæmi, þá rann upp fyrir mér hve óhugn- anlega mikið vald ein nefnd hefur. Þarna var sagt frá til- fellum, þar sem sótt var um fóstureyðingar, og hver heilvita maður hefði umsvifalaust leyft fóstureyðingu i þessum tilfellum. „Því stimpil vantaði..." K.S.t. hringdi, og var ekki ánægð- ur með meðhöndlun hreindýra- kjöts: „Þið talið um að það ofbjóði blaöinu, að nú kosti hreindýrakjöt á matsölustöðum 825 krónur, og En hvað haldið þið að blessuð nefndin geri? Hún synjar ölium umsóknunum á hinum flflaleg- ustu forsendum, eins og t.d. i til- fellinu þar sem geðveik stúlka sótti um fóstureyðingu. Þá hafnaði nefndin umsókninni af þvi að vottorð voru illa skrifuð, og af þvi að stúlkan vildi ekki ræða við nefndina. Er hægt að veita örfáum manneskjum slikt ægivald? Hver segir, að þetta fólk sé eitthvað hæfara til að úrskurða i slikum málum en hver annar, sér i lagi þar sem nefndin hefur sýnt að hún er allsendis óhæf til þessa verks, eins og dæmin sanna. Mér finnst að nefndin eigi að koma fram opinberlega og útskýra þessar fáránlegu synjanir sinar. t framhaldi af þessu langar mig að vekja athygli á ummælum séra Ragnars Fjalar Lárussonar, sé þar af leiðandi lang dýrasta kjötið, dýrara en nautakjöt. Þess vegna finnst mér þaö skjóta skökku við, aö i haust voru 2tonn af nautakjöti keyrð á eld og það eyðilagt, vegna þess, aö þaö var ekki með sláturhúsastimpil. En á meðan er þetta dýrasta kjöt fengiö á ákaflega sóðalegan hátt, og hreinlætinu við öflun þess ekki til að dreifa. Hreindýr eru drepin út um holt og hóla, hent siðan inn i skott á bilum, eða upp á topp- grindur. Siðan er ekiö fleiri tugi sem birtust á sömu siðu i sama blaði. Það er auðséð að hann hefur ekki verið búinn að lesa þessi dæmi, þvi hann sagði að ekki ætti að gefa móðurinni svona mikið vald, og sér fyndist það rangt^ef það yrði gert. Þá langar mig að spyrja þennan ágæta guðsmann: Á einhver þröngsýn nefnd úti i bæ, sem ekkert þekkir til aðstæðna, aö hafa þetta vald i höndum sér. Sýna dæmin ekki einmitt að nefndin er allsendis ófær um þetta hlutverk? Að lokum langar mig að biðja blaðið að birta nöfnin á þeim sem skipa nefndina, svo maður geti séð hverjir þessi afburða gáfuðu menn eða konur eru, sem geta sett upp yfirlætissvip og sagt neiá virðulegan hátt, og eyðilagt lif manneskja um leið og þeir þykj- ast vera að bjarga öðru.” eða hundruð kllómetra á rykug- um moldarvegum. Ekki er hreinlætinu fyrir að fara við slátrunina á þessum gripum, en samt er sala á þessu til finustu veitingastaða, og eng- inn kvartar undan að það vanti sláturhúsastimpilinn. Ég veit þaö, að þetta nautakjöt, sem var eyðilagt i haust, var frá mjög hreinlegu og góðu heima- sláturhúsi, en bara af þvi að vant- aði stimpilinn, var þvi ekið i eld- inn.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.