Vísir - 17.07.1973, Blaðsíða 16

Vísir - 17.07.1973, Blaðsíða 16
VÍSIR Þriöjudagur 17. júli 1973 BP-STÖÐ- INNI VERÐUR LOKAÐ — verður benzín- afgreiðslunni líka lokað? Leki er á Smurstöö B.P. á KIöpp viö Skúlagötu sennilegast undir bónstööinni og er þaö vega- olia, sem rennur þarna út i sjóinn. Þetta er sem bctur fer ekki mikiö magn en smitar mikiö út frá sér, Þegar fjara er, sér undir bónstööina á gamla leiöslu sem átti aö vera hætt aö nota sagöi Stefán Bjarnason hjá Siglingamálastofnun rfkisins, þegar viö höföum samband viö hann i morgun. Fyrir u.þ.b. -hálfum mánuði uröu einhver mistök þannig að þetta gamla rör, sem um er að ræöa, var ekki frátengt dælunni og fór þviolíaaö renna i sjóinn. Ekki er enn fariö aö gera við þetta, en þaö heiur veriö þrifiö upp. Það voru flugmenn frá Flug- skóla Helga Jónssonar sem tóku eftir þessu og létu vita t'yrir helgina og nú hefur verið fyrir- skipaö aö taka röriö úr sambandi. B.P. stööin á Klöpp er orðin þáö gömul aö hún hefur ekki þaö steypta plan undir tönkunum meö lckuðum veggjum allt i kring, r-em getur tekið við magni úr neilum oliugeymi, ef hann spriugur eins og skylda er, heldur hefur hún veriö á undanþágu. Eins hafa þær giidrur, sem notaðar eru til aö ná oliunni úr vatninu þegar geymarnir eru hreinsaöir, ekki verið notaðar eins og á aö nota þær. Að sögn stöðvarstjórans hjá B.P. smurstöðinni á Klöpp stendur til að loka stöðinni mjög bráðlega. En á meöan hún er opin er ekki annað hægt en að krefjast þess, að settum reglum um meðferð á oliu sé framfylgt, sagöi Stefán. —EVI Sólin mun stando stutt við Sunnanátt og skýjað í kvöld Sól og logn hreppum við höfuð- borgarbúar i dag, sem sagt hiö ákjósanlegasta veöur. En það veröur vist varla mikið lengur en I dag, sem við fáum að sjá heiö- skiran himin , þvi aö strax i kvöld má búast við að hann dragi tii sunnanáttar og að það verði skýjað. Þetta sögöu veöurfræöingar þegar viö röbbuðum við þá i morgun, og þeir fræddu okkur einnig á þvi, að þannig væri veðrið um allt vestanvert landið að minnsta kosti, þaö er bjart og sæmilega hlýtt. Búast má viö 13-14 stiga hita hér i Reykjavik, en i morgun var hlýjast á Kirkjubæjarklaustri, 11 stiga hiti, en kaldast var á Raufarhöfn, 4 stiga hiti. Á morgun má búast við þvi veöri, sem sækir á i kvöld, sunnan átt og skýjuöum himni. —EA NÝR FUNDUR VIÐ AÐALSTRÆTI: Hlóðir Ing- ólfs ó Upp salalóð? Nýlega fundust rústir gamals eldstæðis, þar sem verið er að grafa eftir bæ Ingólfs Arnarsonar á Uppsalalóðinni niðri i Aðalstræti. Áður höfðu fundizt þarna bæjarrústir, sem greinilega eru frá söguöid, og menn gera sér vonir um að séu rústir af bæ Ingólfs. í kringum stæðið sem er hlaðið, er aska, og virðist það tilheyra torfveggjunum, sem i fyrra fundust þarna. Það er Else Nordal, fornleifa- fræöingur, sem stjórnar upp- greftrinum, en hún er ekki á landinu sem stendur, Við hittum ungan fornleifafræðinema, Ingu Dóru Björnsdóttur niðri i Aðal- stræti,en svæðið, sem grafið er á, hefur verið afgirt. Dró hún plastdúk af hlóðunum, sem lagður hafði verið til þess að verja minjarnar, og mátti greinilega sjá móta fyrir hlöðnu eldstæði i moldinni og ösku i kringum það. Oti i Suðurgötu er einnig verið aö grafa, og þar hafa einnig fundizt húsarústir, en liklegra er talið að rústirnar i Aöalstrætinu séu af bæ Ingólfs. Þó er hugsanlegt, að bærinn hafi verið stór og hluti hans verið úti við Suðurgötuna. Er nokkur i góðu sam- bandi við Ingólf? Við Suðurgötuna hittum við Mjöll Snæsdóttur, en hún er við nám i fornleifafræði i Uppsölum. Hún sagði okkur, að þarna hefðu fundizt húsarústir, hluti af eldstæði og smiðja með viöarkolum. Væri ljóst, að húsarústirnar næðu undir skúra,sem eru norðan við rúst- irnar og væri fyrirhugað að reyna að grafa þar undir. Ljós- myndarinn okkar skýtur þvi að Mjöll, hvort ekki sé fljótlegast að fá Ingólf gamla bara á miðilsfund og láta hann segja frá bæjarstæöi sínu, og Mjöll svarar um hæl: „Blessaður, það hefur verið reynt, en hann vill ekkert segja okkur enda erum við svo jarðbundin. En ef einhver er i góðum samböndum við karl, væri ekki úr vegi að reyna að ná einhverjum upp- lýsingum úr honum”. ______þg Inga I)óra sýnir okkur eldstæðið, sem ótvírætt bendir til að rústirnar séu af ibúðarhúsum frá þvi á söguöld. D HUS HRYNJA STOÐUGT UNDAN ÖSKULAGINU Ekki tekizt að komast fyrir hita Jarðskjólftakippir fundust í Eyjum Hús, sem liggja undir öskulagi i Eyjum, eru nú farin að gefa sig og hrynja undir öskunni. Hafa þegar mörg hús hrunið undir ösku- laginu. Hús þessi standa austast i bænum, en þetta eru hús sem engin tilraun hefur verið gerö til aö grafa upp.Um leið og húsin hrynja myndast stórar og miklar gryfjur, og er það tekið til bragðs aö fylla upp i þær. Gryfjurnar geta skapaö hættu, þar sem ekki er alltaf auövelt aö sjá þær, fyrr en aö þeim er komið, og þá sérstaklega fyrir börn, sem þegar er oröið mikið af i Eyjum. Ekki hefur tekizt að komast fyrir hita þann sem leitað hefur vestar i bæinn og er hann nú þegar kominn aö Túngötu og virðist sækja þar niöur. Litiö er hægt að gera annað en aö grafa skurði i jarðveginn til þess að komast fyrir hann. Þaö viröist hafa haft sitt aö segja á ýmsum stööum. Lundaveiðin hafin af fullum krafti Ein uppáhaidsiðja Eyjaskeggja er nú hafin af fullum krafti. Er þar um að ræða lundaveiðarnar, sem þeir eru frægir fyrir. Lundaveiðar hefjast þegar 11 vikur eru af sumri, og standa fram i ágústmánuö. Gamlir lundaveiöimenn og vanir sækja nú af kappi út til Vestmannaeyja og sföan i úteyjar, þar sem lundinn er veiddur, og dveljast þar nokkra daga i senn við veiöarnar. Finnst þeim litiö sumar ef lundaveiðunum er ekki fyrir að fara. Stööugur túristastraumur er til Eyja og ekki virðist hann minnka. Einn áætlunarbill hefur hingað til verið i Eyjum við að aka túristum um Eyjarnar, en nú eru þeir orönir þrir. Er nú öllu auöveldara að koma feröamönnum um Eyjar, heldur en var. —EA Skuröur, stór og mikill, hefur veriðgrafinn i Helgafellsbraut, og veröur greftrinum haldiö áfram. 1 fyrradag fundust tveir jarð- skjálftakippir I Eyjum. Komu þeir kippir fram á mælum sem staösettireruáStórhöföa, en þeir reyndust ekki mjög snarpir. EA Ráðuneyti varar túr- ista við íslandsferð Landhelgisdeilan við Breta hefur viða sin áhrif, og nú fyrir nokkrum dögum tók skozk ferða- skrifstofa þá ákvörðun að aftur- kaila hér viðkomu farþegaskips- ins „Uganda”, sem koma átti hér við um miðjan ágúst með um það bil 1100 farþega. Samkvæmt upplýsingum Tómasar Zoéga, hjá Feröaskrif- stofu Zoéga hf„ sem sér um mót- töku flestra skemmtiferðaskipa, sem hingað koma árlega, tóku Skotarnir þessa ákvöröun sam- kvæmt ráðlegginum frá brezka utanrikisráðuneytinu. Að sögn þeirra hafi þeir ekki talið ráð- legt að koma með svo 'stóran hóp Breta hingað á meðan ástandið er slikt, sem það er i landhelgismálinu. Viö höföum samband við Dennis H. Fowler, 1. sendiráðsritara, hjá Brezka sendiráðinu og spurðum hann hvort sendiráöið i Reykjavik heföi haft einhver af- skipti af þessu máli. Aö sögn hans skýröi Brezka sendiráðið aö- stæður hér fyrir hinni skozku feröaskrifstofu og taldi þaö hugsanlegt, að koma svo mikils fjölda, sem 1100 manns gæti haft i för meö sér hættu á mótmælaaö- gerðum. 1 þvi sambandi heföu þeir haft i huga atburðina við Brezka sendiráðiö i vor, þegar nær allar rúður voru brotnar i húsinu Aðspuröur kvaöst Mr. Fowler, aðeins tvisvar hafa vitað til þess að brezkir ferðamenn hefðu orðið fyrir áreitni hér á landi eftir aö landhelgisdeilan hófst. Þar var um að ræöa eldri manneskjur, sem aðeigin sögn höfðu orðiö fyrir óþægilegu orðakasti á veitinga- stað i borginni. í júnimánuði siðastliðnum komu aðeins rúmlega 500 Bretar hingað til lands á móti um þaö bil 900, sem komu i sama mánuði i fyrra. —OG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.