Vísir - 17.07.1973, Blaðsíða 6

Vísir - 17.07.1973, Blaðsíða 6
6 Vísir. Þriöjudagur 17. júli 1973 VÍSIR Otgefandi:-Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson y Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla; Hverfisgötu 32. Slmi 86611 Ritstjórn: Síöumúla 14. Simi 86611 f7 llnur) Askriftargjald kr. 300 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 18.00 einfakiö. Blaöaprent hf. Grænt sumar í borg Þessa mildu sumardaga skartar Reykjavik sinu bezta. Aðkomumenn, sem koma aðeins á nokkurra ára fresti til borgarinnar, sjá, hve ört borginni fleygir fram að svip og fegurð. Heima- menn sjá þetta siður, þvi að i þeirra augum verða breytingarnar fljótt gamlar. Það er ekki langt siðan flestar götur i Reykja- vik voru malargötur, sem rykið grúfði yfir. Og það er ekki langt siðan flest hús borgarinnar voru oliukynt og spúðu reykmekki. Ekki er lengra siðan Hljómskálagarðurinn og Arnarhóllinn voru einu verulegu grænu blettirnir i borginni. Nú er öldin önnur. Þrátt fyrir gifurlega hraða útþenslu borgarinnar, fyrst austur fyrir Norður- mýri og siðan langt austur fyrir Elliðaárvog, hefur Reykjavikurborg tekizt að auka þjónustu sina mun hraðar. Fyrir nokkrum árum náðist það markmið að koma hitaveitu i öll hverfi borgarinnar. Nú er hitaveita lögð i allar nýbyggingar. Fyrir bragðið lækkar byggingakostnaður og hitunarkostnaður, auk þess sem andrúmsloftið hefur hreinsazt. Skemmra er siðan borginni tókst að koma mal- bikuninni fram úr byggingaframkvæmdum. Á Breiðholtinu voru götur malbikaðar áður en byrjað var á húsunum. Ibúar nýjustu hverfanna þurfa þvi ekki lengur að búa við umferðarryk fyrstu árin. Og nú i ár er jafnvel farið að malbika gangstiga áður en húsin risa. Þetta var reynt i sumar á Breiðholti i fyrsta sinn. Þetta endurspeglar hinn stóraukna áhuga á umferð gangandi fólks og er einkum vel þegið á sumardögum eins og verið hafa að undanförnu. Breið ræktarbelti girða nú sumar helztu umferðaræðarnar eins og Miklubraut og Kringlu- mýrarbraut og gefa borginni notalegan svip i augum þeirra, sem um borgina aka. Miklatún og Laugardalur hafa verið ræktuð upp og kjarrlendi er komið i suðvestanverðri öskjuhlið. Ræktun Sogamýrar og útisvæða i Árbæ og Breiðholti er hafin, og ættu þau svæði að geta komið að gagni siðla þessa sumars. Ekki má gleyma Heiðmörkinni, hinu viðáttu- mikla útisvæði innan borgarmarkanna, sem verður gróðurrikara og skemmtilegra með hverju sumrinu, sem liður. Og nú er skógræktin i Elliðaárdal farin að draga að sér athygli fólks. Sá dalur verður senn með fallegustu útivistar- svæðum Reykvikinga. Siðan lokið var mestu átökunum i hitaveitu og malbikun gatna hefur sennilega ekkert atriði fjárhagsáætlunar Reykjavikurborgar hækkað hlutfallslega eins ört og ræktun og frágangur úti- vistarsvæða. Enn er að visu ólokið verulegum verkefnum á þvi sviði, enda geta fáar borgir heimsins státað af skipulagi jafnmikilla úti- vistarsvæða og grænna belta og einmitt Reykja- vik. Nú er sá timi ársins, er við kunnum bezt að meta þessar öru framfarir, hreina loftið og grænu svæðin, sem bjóða borgarbúum upp á margvis- lega möguleika til leikja og gönguferða. — JK Hinn sextán ára sonarsonur milljónamæringsins hélt sig mikiö á hippaslóöum I Róm. Sextíu og þriggja ára gömlum skurðlækni frá smáríkinu/ San Mariono, og dóttur hans var rænt í lok júní, en þau komu bæði fram heil á húfi núna um helgina. Það hefur ekki veriö látiö uppi, hvort oröiö var við kröfum ræn- ingjanna um 5 milljón króna lausnargjald, en þótt hinn kunni skurölæknir, Italo Rossini, heföi goldið mannræningjunum skatt- inn fyrir sig og 25 ára dóttur sina, Rossella, þá eru 5 milljónir engan veginn hæsta gjald, sem bófar hafa þvingaö út úr fólki á ítaliu aö undanförnu. 1 febrúar siöastliönum létu mannræningjar lausan skammt frá Milanó iöjuhöld, sem sagður er hafa greitt þeim 200 milljónir króna I lausnargjald. Ef satt er, þá er það algert heimsmet I sögu lausnarfjár. En þótt Rossini læknir og dóttir hans hafi fundizt heil á húfi, ráf- andi eftir fáförnum vegi nærri Arezzo á miöri Italiu (um 65 km fram San Marino). Þá getur móö- ir J. Paul Getty III ekki veriö of viss um aö heimta son sinn á /sama hátt aftur heilan á húfi. 1 rauninni getur ekkert fórnar- lamba mannræningja veriö öruggt um lif sitt. Mál Rossinis læknis er eitt þaö siöasta af fimmtiu slikum tilvik- um mannrána, sem framin hafa iverið á Italiu siöustu tvö árin. Lögreglan i Róm gizkar á, aö glæpamenn hafi haft upp úr þess- um ránum samtals um einn millj- larð króna i lausnargjöldum. En lögreglunni hefur hins vegar ekki tekizt að upplýsa nema sárafá þessara tilvika, enda hafa ekki nærri öll þeirra veriö tilkynnt lög- reglunni af ótta viö aö ræningj- arnir mundu þá láta þaö bitna á fórnardýrum sinum. Athygli manna tók aö beinast ’aö þessari óhugnanlegu iðju jglæpamanna Italiu, þegar frétt- 'ist, að sonarsonur, auöugasta ,manns heims, væri horfinn. Það 'er haldiö, aö honum hafi verið ,rænt, en þó er enginn vissa talin 'vera fyrir þvi. Þegar móðir J. Paul Getty III, Gail Harris fyrrum leikkona, kom til heimilis sins i Róm eftir viku- iangt feröalag, uppgötvaði hún, aö sonur hennar hafði veriö að I heiman allan timann á meöan. Nú eru liðnar alls tvær vikur, siöan Iþessi sextán ára unglingur sást siðast. Siminn hringdi hjá frú Getty fljótlega eftir að hún kom heim, og karlmannsrödd sagöi i siman- um: „Við höfum rænt syni þinum. Hafðu lausnarféð til reiðu. Við höfum samband við þig siðar.” — Hún sagði, að sá, sem hringdi, Mann- róna- brans- inn í Róm llllllllllll Umsjón: Guðmundur Pétursson J. Paul Getty III hefur hugsan- lega sett rániö á sjálfum sér á sviö! hafi ekki haft samband viö hana aftur. Fyrst hélt hún, aö þetta væri eitthvert gabb, en nú uggir hana oröiö, aö þarna sé þvi miöur blá- köld alvara á feröinni. — Nema aö eitt komi til: Frú Getty skýröi lögreglunni i Róm frá þvi, aö sá möguleiki væri fyrir hendi, aö sonur hennar kunni að hafa sjálfur sett rániö á sjálfum sér á sviö, til þess að reyna að ná fé út úr hinni auöugu fjölskyldu sinni. Ung stúlka, sem segist hafa veriö vinkona Pauls Getty III, heldur þvi fram, aö hún hafi heyrt hann eitt sinn hafa orö á þvi, aö hann kynni aö taka upp á sliku. Paul Getty III er byrjandi i málaralist og oftast fjárþurfi, eft- ir þvi sem vinir hans á hippaslóð- um Rómar segja. Sér til fjáröfl- unar seldi hann stundum skart- gripi á torgum.... skartgripi, sem hann hafði gert sjálfur. Þetta hljómar ögn ótrúlega i eyrum þeirra sem vita ekki annað en strákur er sonur J. Paul Getty, jr., sem aftur er sonur J. Paul Getty, sam talinn hefur verið auðugasti maður veraldar. — Þau J. Paul Getty jr. og Gail Harris skildu fyrir nokkrum árum, og gekk hann þegar aö eiga fyrirsæt- una Talitha Pohl, sem lézt i fyrra eftir aö hafa tekið of stóran skammt af heróini. Þaö hefur ekki veriö barnalánið á Paul gamla Getty, þvi að annar sonur hans, George Franklin Getty II, lézt i síöasta mánuöi af völdum ofneyzlu áfengis og fikni- efna, og var þá aðeins 48 ára aö aldri. Vegna lifernis sona sinna hefur Paul Getty ekki veitt þeim nema takmarkaðan aögang i sjóði sina, og þótt sæmilega væri séö fyrir Gail Harris eftir skilnaðinn við Paul Getty jr., þá var ekki um aö ræða neitt rikidæmi, sem ætla mætti af þeim.er verið hafði I Getty-fjölskyldunni. Þegar lögreglan hóf rannsókn málsins og fór að leita fyrir sér um ferðir og lifnaðarhætti Paul Getty III, komst hún fljótlega að raun um það, að drengurinn lifði ekki þvi, sem kalla mætti reglu- sömu liferni. — Húsvörðurinn i húsi þeirra mæðgina hafði ekki saknað hans, þótt drengurinn hefði ekki verið heima i heila viku, „vegna þess að drengurinn kom oft ekki heim fyrr en undir morgun, ef hann gisti þá ekki annars staðar.” í janúarmánuði sl. var Paul Getty III handtekinn i mótmæla- aðgerðum vinstri manna gegn nýfasistaflokknum. En lögfræð- ingur hans fékk hann lausan tveim dögum siðar á þeim for- sendum, að drengurinn hefði að- eins verið á leið þarna hjá, en ekki þátttakandi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.