Vísir - 17.07.1973, Blaðsíða 7

Vísir - 17.07.1973, Blaðsíða 7
Visir. Þriftjudagur 17. júli 1973 7 Samband móöur og barns fyrstu sólarhringana er undirstaöa öryggistilfinningar barnsins og sambands þess við aöra það sem eftir er — krafan um endurskipulagöar fæöingardeildir, með þetta fyrir augum, verður sifellt háværari um allan heim, hin nýja álma Fæöingardeildarinnar, veröur fyrsta deildin hér á landi sem hefur „rooming in” kerfi, þar sem móöir og barn geta verið saman allan daginn.— IIMIMI = SÍ-DAIM = Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir Skiljið nýfœdda barnið ekki við móðurina Rannsóknir á tilfinningalifi ný- fæddra barna leiða stööugt ný viöhorf i dagsljósið. Fram til þessa hefur verið álitiö, að tilfinn- ingalif barna fyrstu dagana sé næsta frumstætt, en nýjar rann- sóknir sýna hið gagnstæða. Þess vegna hafa æ fleiri tekið upp bar- áttuna fyrir bættum aðbúnaði mæðra og barna fyrstu dagana eftir fæðingu. Hvaða áhrif hefur það á barn, sem fæðist i heiminn, kannski með töluverðri kvöl, að vera slitið gersamlega frá hlýjum likama móðurinnar nema á mat- málstimum, fyrstu vikuna i lifi sinu? Hvaða áhrif hefur löng og erfið fæðing á sálarlif barnsins? Þessi spurning hefur einnig fætt af sér liflegar umræður, þar sem sannað er að sársauki og köfnun- artilfinning geta orsakað tauga- áfall hjá nýfæddum börnum, þótt hvort tveggja sé i miklu minna mæli, en oft er við fæðingar. Hið svokallaða „rooming in” kerfi, sem æ fleiri fæðingardeildir um allan heim hafa komið upp, er einmitt byggt upp með það fyrir augum að gefa barninu tækifæri til þess að vera sem allra mest i snertingu við móðurina. En það segir sig sjálft, að slikt kerfi hefur takmarkaða þýðingu, ef móðirin er mjög eftir sig á sál og likama, eins og oft vill verða eftir erfiðar fæðingar. Bent hefur verið á það, að si og æ er tönnlazt á þvi, að t.d. 2ja til 4ra ára barn hafi þörf fyrir móður sina. Konur, sem vinna úti, fá oft að heyra þetta og alls kyns kerl- ingabækur um móðurhlutverkið. En fyrstu vikurnar i lifi barnsins, er i rauninni eina timabilið/Sem frumskilyrði er, að barnið sé i mjög nánum tengslum við móður sina, en fáir virðast gefa þessu gaum. Fyrstu dagana, sem setja grundvallartengsl á milli móður og barns, og þegar þörf barnsins fyrir móðurina, er næstum lifs- nauðsyn, þykir allt i lagi, að barn- ið sé einangrað mest allan sólar- hringinn i rúmi sinu, grátandi eða hlustandi á grát i hinum börnun- um. Innan skamms verður hin nýja álma Fæðingardeildar Reykja- vikur tekin i notkun og rétt er að benda á, að þar verður einmitt tekið i notkun i fyrsta sinn á Is- landihiðnýja „rooming in” kerfi. Pétur Jakobsson yfirlæknir Fæð- ingardeildarinnar tjáði blaðinu, að fyrirhugað sé að hafa börnin i sem mestum tengslum við mæð- urnar, þó að slikt sé að sjálfsögðu algerlega háð heilsufari bæði móður og barns. Verður þvi einn- ig aðstaða til að hafa móðurina og barnið einangrað, þegar þörf krefur. Sagði Pétur ennfremur, að þetta væri hinn gamli siður, sem nú væri verið að hverfa til, en auðvitað voru börnin alltaf inni hjá mæðrum sínum á gömlu sveitaheimilunum, þar sem kon- urnar ólu börnin i rúmum sinum. Sálfræðingurinn Ines Aagard Pedersen hefur barizt ötullega til þess að fá sjúkrahússtjórnir og foreldra til þess að skilja þýðingu fyrstu dagana i lifi barnsins. „Allar gamlar kerlingabækur um, að börn eigi að vera kyrr i rúminu og drekka á ákveðnum timum, hafa verið visindalega af- sannaðar. Börnum liður bezt i vöggum, eða á hreyfingu, sem samsvarar eðlilegum ganghreyf ingum, eða um 50 hreyfingar á minútu. Fyrstu dagarnir i lifi Vöggur eru líklega hollustu rúm ungbarnsins, og auðvelt er að koma sér upp vöggu, sem cr fest i loftiö með stálkrókum. Rammi er settur utan um og undir venjulega barnakörfu og festur meö köðlum I loft- ið. Hreyfingin vcrkar róandi á barniö og það getur séð umhverfi sitt. Það lærir að stjórna hreyfingum sinum, þegar það finnur að eigin hreyfing framkallar hreyfingu á vöggunni. Ines. Rannsóknir hafa sýnt, aö flestar mæður bera börn sin á vinstri handlegg, enda liður börn- unum bezt, ef þau heyra hjart- slátt. Jafnvel vekjaraklukka róar börn, sem eru i súrefniskassa. Hinn gamli siður, að raða nýfædd um börnum saman á stofu, fjarri mæðrunum, þarsem þau gráta öll í kór og vekja þannig stanzlaust hvert annað, þykir úreltur og jafnvel skaðlegur. ~m barnsins þurfa að vera sem lik- asti siðustu mánuðunum i legi móðurinnar. Barnið þarf hreyf- ingu, snertingu og hlýju.” segir Að liggja á maga móðuririnar, er kannski sú stelling, sem barn- inu liður bezt i, en margar mæður forðast, vegna þess að þær eru hræddar um að sofna og missa barnið, eða velta sér ofan á það. Strax eftir tvo sólarhringa getur barnið greint á milli einlits flatar og mislits, og barnið kýs sterka liti framyfir daufa, það kýs hreyf- ingu framyfir kyrrð og það vill helzt horfa á hluti sem eru i 20 cm fjarlægð. Allar þessar niðurstöð- ur eru fengnar eftir viðtækar rannsóknir. 1 Bandarikjunum hefur verið gerö mjög athyglis- verö rannsókn og samanburður á mæðrum sem höföu „rooming in” kerfi, og sem höfðu hið almenna kerfi, á fæðingardeildunum þar sem barnið og móöirin eru aðskil- in nema á matartimum. Við „rooming in” gátu 58,5% mæðr- anna haft börnin á brjósti eftir að heim kom, en hinar aðeins 35% tilfella. Þær sem höfðu „rooming in” hringdu 90% sjaldnar á sjúkrahús eða lækni vegna barn- anna en hinar. Jafnframt þvi, sem áherzla er lögð á að gera um- skiptin hjá barninu sem þægileg- ust og fyrstu dagana sem likasta siðustu dögunum fyrir fæðingu, er þýðingarmikið að gefa móðurinni tækifæri til þess að kynnast barn- inu strax. Börn eru mismunandi einstaklingar, og það þarf að koma fram við þau sem slik alveg frá upphafi. Hjúkrunarkonur hafa hvorki tima né getu til þess að meðhöndla nýfædd börn á mis- munandi máta, en það gera mæð- urnar ósjálfrátt. Lögö er áherzla á að barnið sé ekki við fótagafl móðurinnar, heldur viö hliðina, bæði svo að móðirin geti séð það og ekki siður til þess að barnið finni nærveru móðurinnar. Sá leiði siður, sem maður sér svo oft hér á íslandi, að dúða börn i dún- sæng, svo að þau sjá ekkert og engin sjái þau, er nánast skaðleg- ur, þar sem mjög þýðingarmikið er, að börnin sjái umhverfi sitt þegar frá upphafi. Skermar á vögnum eiga að vera niðri yfir sumarið, svo framarlega sem ekki er hávaðarok eða rigning, þannig að barnið geti séð þann sem ekur því. Ines leggur áherzlu á að þessar fyrstu vikur i lífi barnsins skeri úr um samband móður og barns og hafi miklu meiri þýðingu, fyrir samband þessara aðila þótt móðirin sé úti að vinna, eftir að barnið stækkar. Fyrstu mánuðina getur barnið ekki þekkt nema tvö andlit, og þvi er æskilegast að þetta séu andlit foreldranna, eða andlits karls og konu. Siðar, þegar liður á fyrsta árið, er gott að fleiri andlit verði kunnugleg smátt og smátt um leið og sjóndeildarhringur barnsins vikkar og það losnar undan likamlegu sambandi við móður- ina. Ef tekst að byggja upp þessa keðju, sem byrjar á likamssnert- ingu við móðurina, þróast yfir i jafnt samband við báða foreldr- ana og siðan við ýmsa fleiri aðila hefur barnið fengið ómetanlegt vegarnestifyrir lifið. I slikum til- fellum verður barninu oftast ekk- ert um, þótt það sé i gæzlu yfir daginn fjarri foreldrum sinum, er það stækkar svo framarlega sem gæzlan er góð og persónuleg og foreldrarnir gæta þess að halda ætið lifandi sambandi sinu við barnið þegar vinnudegi þeirra lýkur. Að lokum er hér gott ráð handa foreldrum, sem eru að byrja að setja barn sitt i gæzlu. Uppúr þvi að barnið er hálfs árs, má búast við að það gráti eða mótmæli á einhvern hátt, þegar foreldrarnir skilja það eftir i umsjá ókunn- ugra. Barnið hefur enga tima- skynjun og finnst, að þegar for- eldrarnir eru horfnir, þá séu þeir horfnir fyrir fullt og allt. Felu- leikur á bak við hurðir, húsgögn, púða og hvað sem nærtækt er, er ótrúlega þýðingarmikill uppeldis- leikur á þessu timabili. Þannig þorskast smátt og smátt tima- og fjarlægðarskynjun barnsins, og það lærir að skilja að það sem hverfur, kemur aftur. þS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.