Vísir - 17.07.1973, Blaðsíða 3

Vísir - 17.07.1973, Blaðsíða 3
Visir. Þriöjudagur 17. júli 1973 3 Starfsmenn skiptast ó að stjórna fyrirtœkinu Hjá fyrirtækinu Frjálst framtak hf. hefur verið tekin ákvörðun um.að hver starfsmaöur skuli vera for- stjóri fyrirtækisins í eina viku í senn. Við brugöum okkur þvi i smá- heimsókn til fyrirtækisins og töl- uðum fyrst við Jóhann Briem framkvæmdastjóra þess og spurðumst nánar fyrir um þetta fyrirkomulag. „Akvörðunin hafði tvimælalaust þegar þau áhrif, að allir fengu meiri áhuga fyrir þvi, sem er að gerast i fyrirtækinu. Þarna fær fólkiö tækifæri á að koma hug- myndum sinum i framkvæmd, sem annars hefðu jafnvel aldrei séö dagsins ljós. Viö höfum aö visu veriö meö hugmyndasam- keppni á siöasta ári og þar komu fram nokkrar hugmyndir, en eng- in gagngjör breyting varö fyrir tilstilli þeirra. Verðlaun fyrir beztu hugmyndina voru 10 þús. kr. og 5 þús. fyrir næstbeztu,” sagði Jóhann. Mánaöarlegir fundir hafa veriö meö starfsfólk- inu, sem eru 12 manns. E'rjálst framtak h.f. er með stærstu útgáfufyrirtækjum hér á landi fyrir utan dagblöðin og Hilmi h.f. og fyrir valinu til aö stjórna fyrirtækinu fyrstu vikuna en þaö var siöaslliðin vika, var Erna Freyja Oddsdóttir. ,,Ég get nú ekki annaö sagt, en ég hafi veriö dálitiö áhyggjufull fyrst, en allt stóöst áætlun og mér tókst að gera allt sem til stóö og var það reglulega skemmtilegt” sagöi Erna þegar viö spurðum hana hvernig heföi gengiö. Hún hefur aöeins unnið hjá fyr- irtækinu siðan i september i fyrra og aldrei unnið á skrifstofu. Hún er húsmóðir og hefur unniö áöur hjá Mjólkursamsölunni. Þegar vikan var liðin, var fund- ur meö Jóhanni Briem Ernu og næsta stjórnanda ungri 18 ára stúlku úr Verzlunarskólanum Ingu Rósu Þórðardóttur og var rætt um, hvernig hefði gengið og hvernig ætti að haga störfum næstu viku. ,,Ég get nú ekki annaö sagt, en ég kviöi dálitið fyrir, en þar sem Ernu gekk svo vel þá er ég nú miklu rólegri,” sagði Inga. Inga var i 5. bekk I vetur og var hjá Frjálsu framtaki part úr degi i tvo og hálfan mánuö á meöan hún var i skólanum, en vinnur nú allan daginn þar. Hún hefur meö- al annars séö um að senda út bók- ina „tslenzk fyrirtæki,” sem kemur út einu sinni á ári og senda kynningu á timaritinu „Frjálsri verzlun” viðs vegar um landið auk þeirra fjöldamörgu verkefna sem þurfa úrlausnar við daglega. Þaö var ekki annað aö heyra á þessum tveim stúlkum, en aö þær hefðu ekkert á móti þvi aö stjórna fyrirtækinu áfram, en þó aöeins eina og eina viku i senn. Þaö fannst þeim nóg i bili aö minnsta kosti. Þaö kemur sér vafalaust ágæt- lega fyrir framkvæmdastjórann, þvi að hann tekur það rólega þessa dagana aö hans eigin sögn. Hann er i hálfgeröu sumarfrii og jafnframt er verið að undirbúa stofnun nýs skóla,eins konar viö- skiptaskóla. Skólinn á aö hafa það markmiö aö ýta undir og hjálpa þvi fólki, sem vill komast út á vinnumark- aöinn á ný eöa þvi, sem gjarnan vill afla sér meiri þekkingar i þvi starfi, sem þaö þegar er i. Mun þetta veröa 6-8 vikna skóli meö kennslu m.a. i bókhaldi, málum og almennum verzlunarfræöum. Engar kröfur eru geröar til Inga Rósa Þórðardóttir, sem er forstjóri þessa vikuna, ræðir við Jóhann Briem framkvæmdastjóra áður en hún tekur við. Xú verður það hún semtekur ákvarðanir og hann verður bana að hlusta. prófs, en frjálst er að ganga und- ir það, ef vill. Samkvæmt áliti Jóhanns ættu hlutirnir i fyrirtækjum að geta gengiö miklu hraðara og betur fyrir sig, ef starfsmennirnir eru vel kunnugir rekstri þeirra. Meö þessari tilraun er veriö aö leita aö betri og fjölbreyttari stjórnunar- aðferðum. „Aðalatriðiö er, aö starfsfólkiö geti leyst hin daglegu störf af hendi hjá fyrirtækjunum svo aö stjórnendur geti gefiö sér tima til að vinna aö ákveönu markmiði og gera áætiun um, hvernig þeim megi ná,” sagði Jóhann aö lok- um. —EVT RÚTA MEÐ 25 ÞJÓÐ- VERJUM ÚT í SKURÐ Rúta, sem var meö hóp þýzkra feröamanna á vegum Ferðaskrifstofu rlkisins, fór út af veginum á milli Skóga og Seljalandsfoss I gærkvöldi, og skemmdist hún mikið. Þjóö- verjarnir voru 25 að tölu, og slösuðust flestir eitthvað. Rútan, sem er i eigu Strætis- vagna Kópavogs, var á leiö austur, og var hún miöja vegu á milli Seljalandsfoss og Skóga, þegar hún fór útaf i beygju, og stakkst á framendann ofan i skurö. Hún skreiö eftir skuröinum, og lyftist upp úr honum aftur, og var þá aftur- endinn ofan i. Þjóðverjarnar hentust til i rútunni, og meiddust þeir yfir- leitt á fótum eöa höföi. 5 þeirra voru keyrðir i snarhasti i bæinn, og voru þeir fluttir á Slysavarö- stofuna, og þar á meðal farar- stjórinn, sem var þýzkur. Sjúkrahúsiö á Selfossi haföi ekki aöstööu til aö taka á móti þeim. Slysiö varð um klukkan 19.30 i gærkvöldi. Leigubill, sem átti leið hjá, flutti þá mest slösuöu til Reykjavikur, en hinir uröu eftir, og biöu eftir lögregl- unni á Hvolsvelli, sem reyndar var stödd á Selfossi er slysið gerðist. Reyndist erfiðleikum bundið að ná i lögreglu, bæði á Selfossi og Hvolsvelli, til að fara á slysstað. -ÓH ísland og landhelgismálið í iapan „Ef Jóhannessyni verða á mis- tðk gœti hann klofið NATO" „Jafnvel útkjálkablaö norður á Hokkaido i Japan birtir mynd af ólafi Jóhannessyni forsætis- ráðherra meö grein, sem japanskur fréttaritari i London hefur skrifað. Það er viða getið um „vesenið” á landanum (Reyndar segja Japanir Rondon i staö London. Þeir eiga óskap- lega erfitt meö að segja „ell”.) Þetta segir Jón Björgvinsson meöal annars i bréfi sinu, sem hann sendi okkur á Visi, en hann er staddur á Hokkaido. Hér á siðunni sjáum við svo greinina um Island eins og hún birtist i þessu japanska blaði, Prauda. Þetta er svo sannarlega eitt- hvað annað en viö eigum að venjast, og satt að segja er það hálf furðulegt aö sjá mynd af forsætisráðherra mitt i öllu út- flúrinu. Letrið er svo sannarlega flók- iö, enda eiga liklegast fæstir jafn margbrotiö ritmál. Jón fræðir okkur á þvi i bréfi sinu, aö i Japan séu til hundraö orð, jafnvel meira, sem þýða aðeins: ég. „Með framtið her- stöðvarinnar að vopni”. I flestum tungumálum gengur auöveldlega aö læra orð eins og ég, þú, og. En I Japan eru notuð mörg orö, sem tákna þessi orð. Notkun þeirra fer þó eftir þvi viö hvern talað er, aldur, stöðu og fleira sem snertir viðkom- andi. En þannig hljóðar greinin. (Hún er lesin niður og frá hægri til vinstri). Undir myndinni stendur Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra, eöa Yo-ha-ne- so-n. Stóra fyrirsögnin þýöir: ísland setur pressu á Nato. Sið- an kemur frá hægri: Þorska- striöiö færist út. Jafnvel Bandarikin eru að blandast i málið gegn vilja sinum. Island reynir meö framtið herstöðvar- innar i Keflavik að voþni.aö þvinga Nato til stuðnings gegn Englandi. 1 greininni er sagt frá þvi, aö tsland hafi sett kröfur sinar i fiskveiðideilunni fram á fundi i Brussel, en að engin niöurstaöa hafi fengizt vegna ósamstöðu á fundinum. A sama tima tilkynnti A-gu- su-to-so-n (Einar Ágústsson) utanrikisráöherra Nato aö vanarsáttmálinn viö Island yröi aö endurnýjast. Frá þvi 1971 hefur vinstri stjórn veriö á Is- landi og frá þeim tima hefur vilji stjórnarinnar og þjóðarinn- ar veriö að leggja niöur her- stööina eöa að endurnýja samninginn með tilliti til hag- smuna Islands, segir blaðið. Um þetta hefur alla tið verið rætt, en nú eru raddirnar háværar. Það er skoðun brezkra stjórnmálamanna, segir i grein- inni, að Islendingar notfæri sér herstöðina i Keflavik, ekki að- eins til að reyna að þvinga Nato sem samtök til stuðnings við sig i þorskastriðinu, heldur einnig til að blanda aðildarþjóðum NATO i máliö, svo að þær þurfi að taka sjálfstæða afstöðu i málinu og vænti þess þar með að fá stuðning gegn Englending- um. Island hefur átt i miklum deil- um I sambandi viö útfærslu landhelginnar án þess að aðrar þjóðir hafi sýnt málinu áhuga, segir blaðið. En nú reyni þeir að beina athyglinni að sér með þvi að blanda NATO og Bandarikj- unum I máliö og reyni að fá stuðning þeirra. Þó svo megi virðast, sem Is- land sýni mikla hörku i málinu, verði þó að hafa hugfast, að inn- an NATO falli þeir smáu al- gjörlega i skugga þeirra stóru og eigi erfitt með að koma hug- myndum sínum á framfæri. En nú vilji smáu rikin að á sig sé hlustaö. Smáu aðildarþjóðirnar hafi rekið sig á þetta vandamál i des. 1972 þegar Danmörk og Holland hafi verið andstæðar Bandarikj- unum, sem hafi viljaö koma meira af ábyrgð og útgjöldum NATO á herðar hinna þjóðanna. Ef Jóhannessyni verða á mis- tök I þessari deilu, segir blaðið, gæti hann klofið NATO I stórar þjóðir og smáar. „íslendingar geri her- stöðina „óvirka”. Siðan kemur i japanska blað- inu stuttu grein frá AP-frétta- stofunni. Þar er fyrirsögnin: Aðvörun til forseta Bandarikjanna. Johannesson segir að NATO geti orðið óvirk. Innihald greinarinnar er i stórum dráttum þetta: Islenzkir fréttaritarar segja, aö svo lengi sem enskir togarar séu innan 50 milna landhelginnar, sé vel möguleiki á þvi, að tsland hætti að gegna skyldum sinum i NATO. Þetta er staöfest af Jóhannes- syni nú i viðtali hans viö Nixon og Pompidou að fundi þeirra loknum þann 31. mai. Jóhannesson sagði I fyrsta lagi, að herskip við Island yrðu að kallast burt tafarlaust. 1 ööru lagi, að nú kæmi i ljós, hversu góð tengsl væru milli tslands og Bandarikjanna. Ef þessir tveir punktar yrðu virtir að vettugi, gæti svo farið að Island hætti aö gegn skyldum sinum i NATO og hætti siðan að- ild sinni að varnarbandalaginu. Jóhannesson tjáði Nixon, að ef Bandarikin veita íslandi ekki stuðning? gætu þeir hægt þaö mikið á störfum herstöðvarinn- ar.aö hún yrði óvirk. Þannig skýrir japanska pressan frá málum Islands. — EA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.