Vísir - 17.07.1973, Blaðsíða 5

Vísir - 17.07.1973, Blaðsíða 5
Visir. Þriðjudagur 17. júli 1973 5 AP/INITB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Rússar í geimstöð USA Rússnesku geimfararnir, Leonov og Rudavishinkov, sem eru i hópi Rússaua. er undanfarið hafa dvalizt hjá Geimferðarstofnun Banda- rikjanna, sjást hér skoða einn þjálfunarklefann i Johnsons geim- miðstöðinni. Heimsókn þeirra er liður i undirbúningi sameiginlegs geimskots Bandarikjamanna og Rússa 1975. Heimsmeistara- mót unglinga Heimsmeistaramót unglinga i skák hófst i Thornby-on-Tees i Englandi i gær. Voru þar mættir 50 þátttakendur frá 48 löndum og þeirra á meðal einn Islendingur, Kristján Guðmundsson. Teflt verður i tveimur riðlum, jafnsterkum, og fyrri hluti móts- ins, undanúrslit — einar sjö umferðir. Sigurstranglegastur er talinn Alexander Beylavsy. Fýkur í aðal- skjól hass- neytenda Konungsrikið Nepal f Hima- Stjórnin tilkynnti bannið með layafjöllum er nú ekki lengur fyrirvara i júni. Voru samin paradís hassreykjandi ung- bráðabirgðalög, en frumvarp menna af Vesturlöndum — að þvi til staðfestingar verður lagt minnsta kosti ekki opinberlega. fyrir þingið á næstunni. Frá og með deginum i gær Margir Nepalbúar sem bannaði rikisstjórnin fram- kynslóð fram af kynsíóð hafa leiðslu á hampi og sölu á hash- haft að lifibrauði að selja hash- ish og ópfum, og þar með eru ish og ópium, vérða nú að snúa hinir ljúfu timar hassneytend- sér að öðru. Strax i morgun voru anna liðnir hjá. verzlunareigendur byrjaðir að rifa niður auglýsingaskilti sin. Þessi mynd var tekin af söngkonunni, Janie Jones, inni í Iögreglubif- reiö á leið til réttarhaldanna Dómþingin eru haldin til rannsóknar á því, hvort tilefni er til málshöfðunar á hendur söngkonunni, sem gefið er að sök að hafa átt milligöngu i vændi, að hafa bruggað fyrrv. eigin- manni sinum banaráð og að hafa beitt fjárþvingunum. Hleruðu líka Nixon og gestí hans SEGULBANDSUPPTÖKUR í HVÍTA HÚSINU Leiðtogi rússneska kom múnista f lokksins, Leonid Bresjnev, kanslari V-Þýzkalands, Willy Brandt og forsætis- ráðherra Stóra-Bretlands, Edward Heath, eru trú- lega meðal þeirra, sem hafa verð hleraðir, meðan fundir þeirra við Nixon forseta stóðu yfir í Hvíta- húsinu. Allir þrir hafa átt fundi meö Nixon i Hvita húsinu á s.l. tveim árum, en samkvæmt vitnisburöi eins vitnanna, sem þingnefndin yfirheyrði i gær vegna Wat- ergatemálsins, hafa öll samtöl inni á skrifstofu Nixons verið hleruð siðan á árinu 1971, og jafnframt verið tekin upp á segulband. Alexander Buetterfield, sem áöur tilheyröi starfsliði Hvita hússins, skýröi þingnefndinni frá þessu i gær, og um leiö frá þvi, að Nixon hefði aldrei beöiö um aö segulbandið væri stöövaö — ,,Þannig að ekkert ætti að vera auðveldara nefndinni en að kanna, hvort Nixon hafi verið Ofter i holti heyrandi nær. kunnugt um Watergatenjósn- irnar eða yfirhylmingartil- raunir, og þá hvenær hann hafi komizt á snoðir um það”, sagði Buetterfield. ,,Það þarf bara að athuga segulbandsspólurnar”. Butterfield skýrði frá þvi, að tilgangurinn meö þessum hler- unum heföi veriö sá aö varö- veita samtöl Nixons forseta á spólum til notkunar siðar meira annaðhvort við bókarskrif eða skráningu sögunnar. — Hann sagöi ennfremur, aö hann hefði heyrt, að slikur viðbúnaöur, hefði verið, þegar Lyndon Johnson var forseti, en það hefði ekki verið notað fyrstu tvö árin, sem Nixon gengdi forsetaem- bættinu. Watergatenefnd þingsins hefur þegar lagt drög að þvi aö fá segulbandsspólurnar afhentar, en blaðafulltrúi forsetans neitaði aö svara spurningum fréttamanna i nótt um það, hvort þær yrðu látnar af hendi. Má vel vera, að meöal sam- tala sem geymd eru á segul- bandsspólunum, séu viöræður Nixons og forsætisráöherra Italiu, Andreotti, Eþiópiu- keisara, Haile Sealssie, for- sætisráðherra Israels, Goldu Meir, Jórdaniukonungs, Husseins eða forsætisráðherra Indlands, Indhiru Gandhi, en þau hafa öll átt fundi með Nixon á siðustu mánuðum. Mœttu ekki í veizlu Heats og Caetanos Nokkur hundruð mót- mælenda hrópuðu ókvæðis- orðum að Marcello Cae- tano/ forsætisráðherra Portúgals og Edward Heath, forsætisráðherra Bretlands, þegar þeir komu til kvöldverðar, sem Heath hélttil heiðurs gesti sínum i gærkvöldi. En forystumenn stjórnarand- stööuflokkanna, sem höfðu verið boönir til veizlunnar mættu ekki til hennar til þess að sýna hug sinn vegna ásakanna gegn Portú- gal um fjöldamorð i Mozambique. Það kom til minniháttar átaka milli lögreglu og mótmælenda, en það tók fljótlegaaf.Hafa ýmsir að- ilar bundizt samtökum um mót- mælaaðgerðir alla dagana (4), sem Caetano er i opinberri heim- sókn i Bretlandi. Lögreglan hefur öflugan vörð um portúgalska for- sætisráöherrann og mikinn við- búnað. Neðri deild brezka þingsins mun taka til umræðna i dag heim- sókn Caetanos, og er það algert einsdæmi i sögu brezka þingsins, að slikar umræöur eigi sér stað um erlendan gest — einmitt meðan hann er staddur i landinu. Harold Wilson, leiötogi verka- mannaflokksins, fékk Heath for- sætisráöherra til að samþykkja umræöurnar, en Wilson hafði á sinum tima krafizt þess að heim- sókn Caetanos yrði frestaö, meðan gengið yrði úr skugga um, hvað hæft væri i ásökunum um aö Portúgalar hefðu myrt 400 manns i þorpinu Wiriyamu i Mozambique. Caetano, forsætisráðherra. Hafði vœndiskvennaher Skýrsla eins plötusnúðanna, sem við- riðinn var hneykslið hjá brezka útvarps- og sjón- varpsfyrirtækinu BBC, var lesin upp i rétti i London i gær, þar sem fjallað er um mál Janie Jones, söngkonunnar. Lýsti plötusnúðurinn, sem ekki var nafn- greindur, kynsvalli, sem söngkonan hafði efnt til, og játaði hann sinn þátt i þvi. Janie Jones (34 ára) er sökuð um að hafa i 26 tilvikum notað vændiskonur til þess að telja stjórnendur og framleiðendur út- varps- og sjónvarpsþátta BBC á að leika ákveðnar hljómplötur i þáttum sinum. Ennfremur er henni gefið að sök að hafa reynt að telja mann nokkurn á að myrða fyrrum eiginmann hennar, John Christina Dee, dægurlagahöfund. I skýrslu plötusnúðarins kom fram, að hann og framleiðandi sjónvarpsþáttar hans hefðu verið að heimili Janie Jones eitt sinn, og var þeim þá boðið'að standa á gægjum meðan þrjá stúlkur léku listir sinar i svefnherberginu. „Sfðan bauö Janie okkur að taka þátt i leiknum — hvað við gerðum,” sagði plötusnúðurinn. Ein vændiskonan skýrði frá þvi, hvernig hún hefði heimsótt nokkrum sinnum ákveðinn sjón- varpsframleiðanda fyrir Janie Jones, og leyft honum að berja sig með svipu. Mál þetta hefur vakið mikla hneykslan á Bretlandseyjum og hefur það nánast skyggt á hneykslið, þegar tveir ráðherrar stjórnar Heaths, reyndust vera i tygjum við simavændiskonur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.