Vísir - 01.09.1973, Side 4
4
Vlsir. Laugardagur 1. september 1973
KIRKTAN Odr ÞTOÐIM
Helgidómurinn í Höfnunum
Horft inn eftir Kirkjuvogskirkju.
Kirkjuvogskirkja fyrir endur-
bygginguna
Kirkjuvogskirkju, hefur hún ekki
hafnaö nútimaþægindum. baö
finnur maður strax og gengiö er
inn i þennan helgidóm. Oti er hrá-
slagi regnsins — inni er notalegur
ylur rafmagnsins. Hér er þvi
hægt að una sér vel og skoöa allt i
rólegheitum helgrar kyrröar án
þess að setji að manni hroll. Hér
er allt i þekkilegu samræmi án
iburðar eða óþarfa skrauts. Það
mun mest að þakka tveim mönn-
um: Herði Agústssyni skóla-
stjóra, sem ráðið hefur litunum,
og Þorsteini Gunnarssyni arki-
tekt og leikara, sem teiknaði þær
breytingar og endurbætur, sem
gerðar voru innan dyra.—
Fyrst er komiö inn i hlýja, rúm-
góða forkirkju. Þar er fátt að sjá
nema litinn steinkross lagðan upp
að vegg. Hann er höggvinn úr
hraunhellu, gott dæmi um, að
löngu liðnar kynslóðir hafa notað
grjótið á Reykjanesi fyrir efni i
helgitákn. Sem slikur nyti hann
sin vel en i dag, væri honum vel
fyrir komið við innganginn i
helgidóminn. —
Strax og komið er inn i kirkjuna
finnur maður, að yfir henni og i
henni býr helgur blær trúar og til-
beiðslu. Hér er hvorki of né van,
Því verður ekki móti
mælt/ að frekar finnst
manni húnþungbúin yfirlit-
um með sínum svörtu
veggjum og dökkrauða
þaki/ enda þótt hvítir
gluggar hennar lífgi hana
upp/ kirkjan i Kirkjuvogi í
Höfnum. Hún minnir
mann fyrst á konu i sorgar-
klæðum. Og kannske er hún
líka i sorg.
Svo mikið er vist, að strax i
fyrstu bernsku komst hún 1 kynni
við átakanlega harma lifsins.
Þegar hún var byggð 1860-61 bjó á
Kalmannstjörn Stefán Sveinsson,
mikill formaður og kappsfullur
sjósóknari. Hann fórst við 15.
mann á heimleið úr róðri á þriðja
i páskum — 29. marz 1864. Þegar
slysiö varð, átti skipið svo
skammt til lands, að kona hans og
heimilisfólk gat horftá atburðinn.
Stefán sat sjálfur undir stýri og
úti á kinnung, þvi að fiskur var
mikill aftur i skipinu. Kom þá ó-
lag og tók hann út. Hljóp annar
undir stýri, en hásetar felldu þeg-
ar segl og var snúiö upp I til þess
að reyna að bjarga Stefáni. t þvi
bili kom nýtt ólag eða holskefla á
skipið og grandaði þvi og öllum
mönnunum.
Aður en Stefán fórst hafði hann
pantaö klukku, sem hann ætlaði
aö gefa kirkju sinni. Aö manni
sinum látnum afhenti ekkja hans
kirkjunni klukkuna áletraða nafni
þessa djarfa og dugmikla sjó-
sóknara. Ef til vill hefur hljómur
klukknanna alltaf siðan minnt
kirkjuna á þetta mikla sjóslys?
Þeir, sem eitthvað eru kunnug-
ir sögu þeirrar sóknar, sem
Kirkjuvogskirkja hefur þjónað i
aldanna rás, vita, að hún má
sannarlega muna fifil sinn fegri.
Þaö var einmitt I Höfnunum, sem
ófáir af Suöurnesjaaölinum
gamla áttu heima i fyrri daga.
Einn I þeirra hópi var hinn
merki héraðshöfðingi, Vilhjálmur
Kristinn Hákonarson i Kirkju-
vogi, f. 1812 d. 1871. Hann á aö
hafa sagt, aö „eftir þvi sem hann
gerði meira gott óx auður hans.”
Hann reisti Kirkjuvogskirkju áriö
Kirkjuvogskirkja
Var nú tekið til óspilltra mál-
anna og hafizt handa sumarið
1970. Var fyrst byrjað á undir-
stöðunni — eins og vera bar — og
grunnur steyptur. Þvi næst voru
flestir máttarviöir endurnýjaðir
enda reyndust þeir bæði feysknir
og fúnir. Utan var hún klædd
timbri i stað múrhúðarinnar og
sett á hana nýtt þak. Þannig má
með sanni segja, að ytra borðið
hafi verið endurnýjaö og vandaö
svo sem bezt má vera.
Enda þótt haldið hafi veriö i hiö
forna form við endurbyggingu
1861 og lagöi til hennar drjúgan
hlut en uppkomin kostaði hún, að
þvi er talið var 300 kýrverö. —
Merki þessa veglynda höfðings-
manns er hér enn til staðar. 1 veð-
urvitanum á kirkjuturninum,
sem sifellt snýst fyrir Suöur-
nesjagolunni eru stafir hans og
byggingarár helgidómsins W.Ch.
H. Ar 1861.
Þegar Vilhjálmur lét byggja
þessa kirkju voru i Höfnunum
sumir rikustu menn Suðurnesja.
En þetta hefur mikiö breytzt og á
það sinar orsakir, sem ekki verða
raktar hér. Mörgum börnum sin-
um hefur Kirkjuvogskirkja mátt
sjá á eftir ,,út i heiminn”. Þau
hafa horfið i ýmsar átti með
breyttum atvinnuháttum — inn i
Keflavik, til Reykjavikur, á Völl-
inn o.s.frv. Þessi fækkun i sókn-
inni hefur sjálfsagt meö öðru
fleiru orsakaö það, aö viðhald
hinnar stóru kirkju hefur verið
erfitt. Þó var stundum gert nokk-
urt átak til að halda i horfinu,
m.a. var hún eitt sinn múrhúðuð
utan enda nóg af skelinni á Suður-
nesjum. En þetta reyndist ekki
vel frekar en viða annars staðar
og svo var loks komið að gagn-
gerð endurbót varð ekki umflúin
eöa — það sem sumir vildu —
byggja nýja kirkju á nýjum staö.
Þó varð það að ráði að halda sér
við þá gömlu og færa hana sem
mest i sitt upprunalega form. Og
nú kom húsfriðunarnefnd með
þjóðminjavörð i broddi fylkingar
til skjalanna og lét til sin taka —
ekki þó með ráðriki eða fyrir-
gangi heldur i ljúfri samvinnu við
prest og sóknarnefnd.
\
Vilhjálmur Kr. Hákonarson.
nema ef vera skyldi hvitar ljós-
kúlur hliðarveggjanna, sem
manni finnst vart eiga þar heima.
— Allir litir eru mildir og mjúkir.
Veggir hvitir niður fyrir glugga,
siöan mosagrænir. Hvelfingu
kórs og kirkju er skipt I 102 reiti,
ljósbláa meö gylitum stjörnum.
Ljósakrónur eru tvær, ónnur með
16 kertum — hin með
6. Á altarinu ber mest á 7 arma
ljósastjaka úr dökkum viði með
útskorinni Kristsmynd eftir
Hafnamanninn Martein mynd-
skera Guðmundsson. Altaristafl-
an er eftirliking af töflunni i
Reykjavikurdómkyrkju. Hún er
máluð af Sigurði Guðmundssyni.
Sætin eru einfaldir trébekkir,
rúmir og góðir, þótt ekki séu þeir
neinir hægindastólar eins og
sums staðar sjást i hinum nýju
kirkjum. Sú var lika tilætlunin
með endurbyggingu Kirkjuvogs-
kirkju eins og fyrr er sagt, að
halda henni sem mest I sinu upp-
runalega formi en ekki færa hana
i nein tizkuklæði. Innan við bekk-
ina er hálfhár skilveggur meö
nettum pilárum, logagylltum.
Skal nú lokið ófullkominni lýs-
ingu og að siðustu sagt við þann
sem þetta les: Sjón er sögu rikari.
Þegar þú átt leið um Hafnirnar,
eða þegar þú sérð auglýsta messu
i Kirkjuvogskirkju, þá leggðu
þangað leið þina. Þar munt þú
eiga rólega, helga stund og geta
séð hvernig þessi aldni helgidóm-
ur hefur gengiö I endurnýjungu
lifdaganna.
Siglir ekki
Evrópa...?
Siglir ekki Evrópa, já allur
hinn kristni heimur Vestur-
landa, burt frá uppruna sinum,
burt frá uppsprettu ailrar
blessunar? Hver þekkir nú á
dögum frið föðurhúsanna, sem
Matthias Claudius lofsöng i
kvöldljóði sinu, þegar veröldin
hvilir öll i faðmi Guðs og skáldið
sér i anda „litinn bæ við lygna
vík, þar lifsins gleði er djúp og
rik.”?
Eru sjónvörpin og frysti-
kisturnar að bregðast okkur?
Já, vitanlega. Þvi að við
ætiuðum þeim allt of mikið hlut-
verk. Þessi tæki og önnur lifs-
þægindi eru ekki ill i sjálfutn
sér. En við ætluðum þeim að
vcra uppbót á innantómu og
friðlausu lifi. Samt hrifumst við
enn svo mikið af tækniafrekum
okkar, að margir ætla, að
kommúnistar muni falla i stafi
af hrifningu yfir öllu þessu dóti
okkar. Þvert á móti held ég, að
kommúnistar muni fyllast við-
bjóði á þeini manni sem
sólundað hefur föðurarfi sinum
og þvælist um á vigvellinum,
tuldrandi fáeinar úrkynjaöar,
kristnar hugmyndir. Evrópa,
hinn kristni, vestræni heimur,
er að breytast i ótrúlegan
óskapnað.
(úr ræðu eftir Helmut
Thielicke) '