Vísir - 01.09.1973, Síða 7
Vlsir. Laugardagur 1. september 1973
7
INN
I SÍÐAN J
Umsjón:
Erna V. Ingólfsdóttir
Ætli það séu ekki ftest
okkar, sem einhvern tíma
hafa átt í stríði við að
losna við, ja, að minnsta
kosti nokkur kíló. Og þeg-
ar hinu langþráða marki
hefur verið náð, að vigtin
loks sýnir viðunandi tölu,
þá hvað? Jú, fyrsta
hugsunin er að halda nú
hátíðaf tilefninu og fá sér
nú ærlega í svanginn.
Og þá er ekkitil það,
sem mann langar ekki í,
franskar kartöflur, kjöt
með vel útílátinni sósu út
á, auðvitað tilheyrandi
grænmeti af þeirri teg-
und, sem mest er fitandi.
Og svo sakar ekki að fá
sér gott rauðvín með
matnum, desert á eftir og
svo kaffi með rjóma út í
allra seinast. Ah, hvað
manni líður nú vel. En
hvað er nú þetta samvizk-
an farin eð segja til sín
um leið, ætli maður bæti
nú öllum kílóunum á sig
svona bara með einni
máltíð.
Það er nú einmitt það,
sem við ætlum að spjalla
um hérna á innsíðunni f
dag.
Ivar Werner næringasérfræö-
ingur við háskólaspitalann i
Uppsölum i Sviþjóð segir:
„Okkur hefur lengi grunað og
nú hafa athuganir staöfest að
aðeins 10% af þeim, sem fara i
matarkúr bæta ekki aftur á sig
þeim kg. sem þeim tókst að
missa”.
Venjulega tókst megrunin vel,
jafnvel hjá feitustu sjúklingum
og þvi lengur, sem sjúklingarnir
voru i umsjá læknis, þvi fleiri kg
misstu þeir, En þegar umsjá
læknisins naut ekki lengur við
sýndi það sig aö um 90% höfðu
eftir lengri eða skemmri tima
náð þeirri vigt sem þeir höfðu
áður en þeir byrjuðu á matar-
kúrnum. Og þar sem venjan er
sú að fók bætir á sig kg. hægar
en þegar það tapar kg. þá tekur
það ekki eftir þvi, fyrr en það er
orðið alveg eins feitt og það var
'vár i upphafi.
Það eru bæði likamlegar og
sálarlegar orsakir fyrir þessu,
alveg eins og hormónajafnvægi
hjá þeim, sem megra sig, hefur
áhrif á megrunina. Staðreyndia-
er sú, að það eru aðeins 10%
sem ekki fitna aftur, og þá er
það spurningin hvers vegna.
Borðið eftir vissum regl-
um
„Venjan er sú að þessu fólki
tókst að skapa sér aðrar hætti i
mataræöi”, segir dr. Werner.
Hann segir, að þegar farið sé i
matarkúr, sé lifaö eftir öðrum
reglum en vani sé að gera.
Nauðsynlegt er að lifa alveg eft-
ir þeim reglum sem settar eru
og ef vikið er út af þeim þegar
fólk hefur náð sér niöur, þá er
hættan sú að farið verði að
borða á sama hátt og áður en
byrjað var i matarkúrnum.
En hvernig á þá aö venja sig á
þessar nýju matarvenjur sem
fylgja megrunarkúrnum?
Það er ekki um annað að gera
en horfast i augu við það, að
fólk verður að breyta matar-
HVERNIG EIGUM VIÐ AÐ
HALDA OKKUR GRÖNNUM?
Það er ágætt að fá sér epli á
milli mála, er ef maður er mjög
svangur. Það er lfka ágætt i
salöt t.d. með rauðrófum og
hvítkáli.
Borðið appelsinuna alla, en
drekkið ekki bara safann þegar
hún er pressuð. Það er sami
hitaeiningafjöldi I henni þannig
og hún er meira mettandi.
Við getum gjarnan fengið okkur
eina rjómaboliu á viku, en betra
væri að fá sér eitthvað annað,
sem er meira seðjandi.
Það er mikið af A-vitaminum i
tómötum og litið af hitaeining-
um. Sem sagt ágætis megrunar-
fæða.
venjum sinum áfram, ef þaö
ætlar að vera áfram i sömu vigt.
Það er þó ekki alveg nauðsyn-
legt fyrir þann, sem passar upp
á vigtina að neita sér um allt,
sem þeim þykir gott. Það er allt
i lagi t.d. að fá sér eina rjóma-
pönnukömu einu sinni i viku, en
bara ekki tvær. Það ætti að
halda sig ákveðiö við þær
matarvenjur, sem fólk hefur
vanið sig á á matarkúrnum.
Ekki má gera undantekningu
jafnvel þó að farið sé út að
borða. Ef að á að borða eina
brauðsneið i morgunmat, þá má
ekki vera með undanlátssemi
við sjálfan sig og borða tvær,
jafnvel þó að brauðið sé alveg
sérlega gott þann morguninn.
Hitaeigingatafla fest á
ískápinn
Hreyfingar? Jú, það er um að
gera, þvi meira sem maður
hreyfir sig þvi meira brennir
maður og getur þá leyft sér að
borða örlitið meira af þeim mat,
sem er á matseöli' megrunar-
kúrsins og auðvitað gerum við
okkur grein fyrir hversu marg-
ar hitaeiningar eru i hverju fyr-
ir sig.
Margir hætta einmitt af þvi að
það er svo leiðinlegt að hreyfa
sig en þarna kemur dr. Werner
einmitt með ráð.
— Gerið það að vana að borða
ykkur södd á morgnana eða i
hádeginu, gjarnan má borða
hádegisverð i seinna lagi jafn-
vel ekki fyrr en milli kl. 2-3. Sá
sem er I megrun veit nefnilega
að þessum máltiðum brennir
likaminn yfir daginn, en það er
kvöldmaturinn svo ekki sé talað
um kvöldkaffið, sem hefur þann
eiginleika að setjast að á verstu
stöðum.
Sá, sem á bágt, með að biða
með að borða þangað til á næsta
matmálstima fær sér nokkur
vatnsglös að drekka milli mála.
Vatn fyllir og við það að drekka
það minnkar matarlystina.
Sá, sem i alvöru er i megrun
hefur lista yfir hversu margar
hitaeiningar eru i hverju, limd-
an á isskápinn. Hann fer yfir,
hversu margar hitaeiningar eru
i majones, kökum, hveitibrauði
eða einhverju álika.
Svo er það sá, sem gjarnan
vill spara. Hann getur gert sér
það til gamans hversu mikiö
hann sparar á viku með þvi að
kaupa sér ekki súkkulaði, kara-
■ mellur konfekt eða kók.
Sá duglegasti i megrunar-
kúrnum hefur fundið út, að
með þvi að spila fótbolta hand-
bolta eða hlaupa er hægt, að
eyða fleiri hundruð hitaeining-
um á klukkutima.
Það finnast lika þeir, sem
hafa fundiö út að sundlaugarnar
opna snemma á morgnana og
með þvi að synda 1 klst eyöast
um 400 hitaeiningar á klst. og þó
ekki sé synt nema 1/2 klst þá er
það lika ágætt Sund er lika
sport, sem einna hollast er
likamanum.
Leikfimi fyrir þá latari
Sá, sem litið er hrifinn af
miklum hreyfingum gétur með-
an hann situr fyrir framan sjón-
varp eða útvarp dregið magann
inn á meöan hann telur upp á
sex, slappað af og siöan endur-
tekið þetta nokkrum sinnum.
Ef æfingarnar eru gerðar
standandi eru. þær einnig
góöar fyrir lærvöðvana.
Agætt er einnig, ef fólk er
læramikið af löngum setum að
draga saman vöðvana i lærun-
um telja upp á sex, slappa af, og
gera þetta svo nokkrum sinnum
og þá standandi. Þessar æfingar
er hægt aö gera, hvar sem er,
hvort sem beðið er eftir strætó
eða i biðröð.
Við þessar æfingar tapast að
visu ekki margar hitaeiningar,
en likaminn styrkist mikið.
Að lokum verðum við svo að
vona, að þeim sem einu sinni
hefur tekizt að venja sig á aðrar
og hollari matarvenjur geti
haldið áfram að vera i þeirri
vigt, sem hann eða hún hefur
helzt kosið sér.
— EVI.
Kaupum
hreinar
léreftstuskur
Blaðaprent Síðumúla 14
Sími 85233