Vísir - 01.09.1973, Blaðsíða 16

Vísir - 01.09.1973, Blaðsíða 16
ARNAÐ HEiLLA Laugardaginn 21. júli voru gefin saman i hjónaband i Dómkirkj- unni af sr. Þóri Stephensen, ung- frú Guörún Jóhannesdóttir og hr. Ævar Guömundsson. Heimili þeirra veröur aö Sólvallagötu 8 R. (Ljósm.st. Gunnars Ingimars Suðurveri — simi 34852) Laugardaginn 21. júli voru gefin saman i hjónaband i Bústaöa- kirkju af sr. Ölafi Skúlasyni ung- frú Margrét Hreinsdóttir og hr. Kolviður Helgason. Heimili þeirra verður aö Dúfnahólum 2 R. (Ljósm.st. Gunnars Ingimars Suöurveri — simi 34852). Pósthúsið í Kópavogi óskar eftir að ráða bréfbera til starfa nú þegar. Upplýsingar hjá stöðvarstjóra simi 4-12-25. AUGLÝSIÐ í VÍSI ELDAVÉLAR Raftækjaverzlun H. G. Guðjónssonar Stigahliö 45 S: 37637 NAUTASKROKKAR Kr.kg. iiinifaliö i Pökkun. vcrði: Merking. 245/’ Útbeining. Kæling. KJÖTMIÐSTÖÐIN L»k|«rveíl, Laugalæk 2, tlml 35020 fréttunum? Mltu fá þærheim til þín samdægurs? Eða viltu bíóa til næsta morguns? VÍSIR flytur fréttir dagsins í dag! Ityrstur með ¥TT£3'1 fréttimar y JLl^XJCt __________________ Vlsir. Laugardagur I. september 1973 j í DAG j í KVÖLD I í DAG Þeim viröist koma ágætlega saman Páli Heiöari Jónssyni og Guörúnu A. Simonar, en Guörún veröur meö fimm minútna dagbók i þættinum ..Vikansem var”,sem Páll Heiöarsérum. Utvarpið í dag kl. 15,00: „Vikan sem var" Olíudauði fugla SJÓNVARP • * Laugardagur 1. september 20.00 Fréttir. 20.20 Veöur og auglýsingar. 20.25 Brellin blaöakona. Ofurstinn. Þýöandi Heba Júliusdóttir. 20.50 Vandséö cr veöur aö morgni. Bandarisk fræöslu- mynd um veðurspár og rannsóknir á veðurfari. Þýöandi og þulur Jón D. Þorsteinsson. 21.20 Þrir dansar. Stuttur dansþáttur frá egypzka sjónvarpinu. 21.35 Svipurinn og frú Muir. (The Ghost and Mrs. Muir). Bandarisk biomynd frá ár- inu 1947, byggö á sögu eftir R.A. Dick. Leikstjóri Joseph L. Mankiewicz. Aöalhiutverk Gene Tierney, Rex Harrison og George Sanders. Þýöandi Jóhanna Jóhannsdóttir. Ung og fögur ekkja, Lucy Muir aö nafni, ákveður aö setjast aö meö dóttur sinni i gömlu og viröulegu stórhýsi á strönd- inni. Ættingjar mannsins hennar sáluga gera allt, sem I þeirra valdi stendur, til að hindra fyrirætlanir hennar, og auk þess berast henni til eyrna sögur um, að engum sé vært i húsinu, þar eö fyrri eigandi þess, Gregg skipstjóri, gangi þar aftur. Hún lætur þetta þó ekki aftra sér. Ekki liöur á löngu, þar til hún veröur vör við höfuösmanninn, sem gefur * henni í skyn, aö hún sé óvel- komin i húsiö, en hins vegar sé það ósk hans, aö húsiö verði gert aö dvalarheimili fyrir aldurhnigna sjómenn. 23.20 Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 2. september|1973 17.00 Endurtekiö efni. Lengi býr aö fyrstu gerö. Banda- rfsk fræðslumynd um rann- sóknir á atferli og eiginleik- um ungra barna. Þýöandi og þulur Gylfi Pálsson. Aöur á dagskrá 17. júni siöastl. 18.00 Töfraboltinn. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. Þul- ur Guörún Alfreösdóttir. 18.10 Maggi nærsýni. Þýöandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.25 Einu sinni var.... Endur- tekinn þáttur meö gömlum ævintýrum i leikformi. Þul- ur Borgar Garöarsson. 18.45 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Emma. Nýr iramhalds- myndaflokkur frá BBC, byggður á sögu eftir brezku skáldkonuna Jane Austen (1775—1817). Leikstjóri John Glenister. Aöalhlut- verk Doran Godwin, John Carson, Donald Eccles og Constance Chapman. Þýð- andi Jón O. Edwald. Aðal- persóna sögunnar er Emma Woodhouse, ung og glæsileg stúlka, vel gefin og glaö- lynd, en haldin ólæknandi á- ráttu til að „koma fólki saman” og stofna til trúlof- ana, þar sem færi gefst. 21.10 Teiknimyndir. Tvær stuttar, bandariskar mynd- ir. Þýðandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. 21.20 Hlið Kina opnast. Bandarisk kvikmynd gerð 1972 um Kinaveldi og sögu þess siðustu fimmtiu árin. Yfirlit þetta er gert af Kina- sérfræöingnum John Roder- ick, og er þar rakin þróun kinverskrar menningar og breytingar, sem orðið hafa á atvinnumálum og stjórn- arfari á þessu timabili. Þýö- andi og þulur Ellert Sigurbjörnsson. 22.20 Aö kvöldi dags. Sr. Garðar Þorsteinsson flytur hugvekju. 22.30 Dagskrárlok ,,Ég minnist ársafmælis út- færslu landhelginnar og hef viötal viö Ólaf Jóhannesson for- sætisráöherra,” sagöi Páll Heiöar Jonsosn sem sér um þátt inn „Vikan sem var” f út- varpinu i dag. Þá verður viðtal við önund Asgeirsson forstjóra B.P., en eins og kunnugt er spunnust deilur á milli önundar og Þórunnar Siguröardóttur blaða- manns Vísis, vegna þess, aö hann taldi, aö hún heföi haft rangt eftir honum i sambandi viö fugla, sem dræpust af völd- um ollubrákar. t tilefni af viötalinu viö Önund eru athuga- scmdir frá blaöamanni Visis Þórunni Siguröardóttur. Þá faum viö aö heyra 5 minútna dagbók Guðrúnar A. Simonar, sem vafalaust er hressileg, ef aö líkum lætur. Fjallaö verður um hunda og hundasýningar, og ýmsilegt fleira verður af góögæti aö vanda. EVI. Sjónvarpið í kl. 20,25: „Brellin biaðakona" Tekst þeím að koma í veg fyrir byggingu olíuhreinsunarstöðvarinnar? „t þetta sinn á hún vinkona okkar Shiriey McLaine aö skrifa grein um oliuhreinsunarstöð, sem veriö er aö reisa”, upplýsti þýöandinn Heba Júliusdóttir, þegar viö forvitnuöumst um efni myndarinnar, „Brellin blaöa- kona” aö þessu sinni. Gamall hertogi býr þarna rétt hjá og er mjög reiöur yfir þessari byggingu, þar sem hún byrgi útsýniö hjá honum og þar aö auki muni þetta valda meng- un. Reynir hann allt, sem hann getur til þess aö hætt sé viö framkvæmdir. Shirley slæst auðvitað I liö með honum og reyna þau nú alls konar spellvirki til þess að tefja fyrir byggingunni. Forstjóri oliufyrirtækisins hefur hins veg- ar leyfi sveitarstjórans fyrir framkvæmdum og vill ekki láta sig. Þau taka nú m.a. upp á þvi aö flytja öll tæki og vinnuvélar inn á lóö forstjórans í von um að hann sjái aö sér. Ýmislegt fleira taka þau til braögs en frá þvi megum viö ekki segja hér. — EVI. Sjónvarpið í kvöld kl. 21,35: „Svipurinn og frú Muir" HVERNIG GENGUR HENNI AÐ SEMJA VIÐ VOFUNA? „Þetta er mjög vel leikin og skemmtileg mynd, sagöi Jó- hanna Jóhannsdóttir þýöandi myndarinnar „Svipurinn og frú Muir”, sem sjónvarpiö sýnir I kvöld. Hún fjallar um unga og fagra ekkju, Lucy Muir að nafni, sem ákveður aö setjast aö meö dótt- ur sinni i gomlu virðulegu stór- hýsi á ströndinni. Ættingjar mannsins hennar sáluga gera allt, sem i þeirra valdi stendur, til að hindra fyrirætlanir hennar, og auk þess berasthenni til eyrna sögur um, að engum sé vært i húsinu, þar eö fyrri eigandi þess, Gregg skipstjóri, gangi þar aftur. Hún lætur þetta þó ekki aftra sér. Ekki liöur samt á löngu, þar til hún veröur vör viö skipstjór- ann, sem gefur henni í skyn, aö hún sé óvelkomin i húsið, en hins vegar er það ósk hans, að húsiö veröi gert að dvalar- heimili fyrir aldurhnigna sjó- menn. Með aöalhlutverkin fara Gene Tireny, sem við könnumst viö úr „Lyklar himnarikis, Rex Harri- son, sem t.d. lék prófessor Higgins i „My fair Lady” og Georg Sanders, sem við sáum nýlega i sjónvarpinu i „All about Eve”. Allt eru þetta vel þekktir og frægir leikarar. — EVI Gene Tierney (Frú Muir) og Rex Harrison (skip- stjórinn) I „Svipurinn og frú Muir”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.