Vísir - 17.09.1973, Blaðsíða 6
6
'Vísii'. Mániida'gur 17.' séþtémber 1973
VÍSIR
Otgefandi:-Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
^Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611 (7,lfnur)
Áskriftargjald kr 360 á mánuöi innanlands
i lausasölu kr 22.00 eintakiö.
Blaöaprent hf.
Sendimaður frá NATO
Joseph Luns, framkvæmdastjóri Atlantshafs-
bandalagsins, hefur reynt að miðla málum i land-
helgisdeilunni. Hann hefur litlu fengið áorkað.
Komið hefur fram, að hann hafi reynt að telja
brezku stjórnina á að kalla flota sinn burt af ís-
landsmiðum, meðan reynt verði að semja. Við
þetta hefur framkvæmdastjórinn notið stuðnings
flestallra rikja Atlantshafsbandalagsins.
Aðaltilgangur Islandsferðar hans nú er að ræða
við islenzku rikisstjórnina um framtið stöðvar
NATOs á Keflavikurflugvelli. íslenzka stjórnin
hafði beðið bandalagið að gera úttekt á þýðingu
stöðvarinnar fyrir varnir bandalagsins.
Niðurstaða bandalagsins hefur orðið sú, að
mikilvægi stöðvarinnar hafi ekki orðið minna,
þótt nokkuð hafi dregið úr væringum risaveld-
anna. Einmitt vegna tilraunanna til að fá fram
samninga austurs og vesturs um minnkun her-
afla i Evrópu, sé háskalegt að gefa Sovétmönnum
nú frjálsara spil með þvi að leggja niður varnir á
íslandi. Stöðin á Keflavikurflugvelli hefur það
aðalverkefni að fylgjast með ferðum sovézkra
skipa og flugvéla, og þetta eftirlit er hið mikil-
vægasta fyrir allt varnarkerfi bandalagsins. úr
þvi hefur siður en svo dregið i seinni tið, með þvi
að floti Sovétrikjanna og flugvélar gerast sifellt
umsvifameiri á Norður-Atlantshafi, sem meðal
annars hefur komið fram i vaxandi fjölda
sovézkra flugvéla við ísland.
Það er vafalaust rétt, sem sagt er vera sjónar-
mið Luns, að íslendingar mundu verða fyrir
miklu meiri pólitiskum þrýstingi bæði úr austri
og úr vestri, ef hér væri ekkert varnarlið. Islend-
ingar vildu geta án erlends varnarliðs verið, og
við bindum vonir við það, að „þiðan” i samskipt-
um austurs og vestur leiði til raunhæfra samn-
inga og tryggari friðar, svo að það geti farið.
Einmitt nú, næstu mánuði, hefjast viðræður
Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalags-
ins um leiðir til að draga úr viðsjám, og þess er
vænzt, að þær leiði til nokkurs árangurs og siðan
verði haldið áfram á þeirri braut. Þvi ættu þeir,
sem hvað pirraðastir eru yfir dvöl erlends
varnarliðs hér á landi, að geta fallizt á það
sjónarmið, að rétt sé að biða þessara samninga.
Sendiför framkvæmdastjóra Atlantshafs-
bandslagsins hefur jafnframt mikið gildi fyrir
málstað okkar i landhelgisdeilunni. Það er haft
eftir embættismönnum hjá NATO, að Islendingar
vilji alltaf tala um fisk. Landhelgismálið er okkar
aðalhagsmunamál, og um það viljum við enn
ræða við framkvæmdastjóra Atlantshafsbanda-
lagsins.
Honum mun vera ljóst, að yfirgangur eins
helzta NATO-rikisins, Bretlands, yfir íslending-
um er fleygur i samstarf þjóða i NATO. Að visu
hefur bandalagið ekki vald til að segja rikis-
stjórnum aðildarrikja þess fyrir verkum. En
forystumenn bandalagsins og rikja þess geta haft
mikil áhrif, ef þeir beita sér af alefli að þvi að
koma vitinu fyrir brezku stjórnina. Til þess þurfa
þeir að leggja sig betur fram en þeir hafa gert.
—HH.
Þetta var kannski hámarkið i stúdentaóeiröunum i Bandarikjunum, fyrir þær sakir, aö lögreglan skaut
til bana stúdenta i Kentháskóianum, eins og siöar kom betur I ljós, aö tilefnislausu.
Hvar er heito ■■■■■iiiiiii
sumarið fró
í fyrra?
„Heitt sumar" var bæöi hér á
landi og erlendis notað ekki aö-
eins um svitaböö i sólskini heldur
um uppreisn æskunnar, sem geis-
aöi um öll Vesturlönd og viöar.
Þaö var víst Gunnar Dal rithöf-
undur, sem skrifaöi bók ,,A heitu
sumri”. Oft fannst mönnum af
fréttum um uppþot stúdenta og
annars æskufólks dag eftir dag,
aö búast mætti viö byltingu.
Suma byltingarsinna dreymdi um
þaö. En hvað er nú orðiö af „heitu
sumrunum”? Af hverju er æsku-
fólk oröið svona „rólegt?”. Þvi
litiö ber nú á uppþotunum i frétt-
unum, samanborið viö þaö, sem
var fyrir svo sem tveimur árum
eða þremur, þó aö auövitaö komi
siikt fyrir stöku sinnum.
Er æskufólk lagzt i dvala eitur-
lyfja? Hefur það allt i einu upp-
götvað, að pabbi ogmammahöfðu
rétt fyrir sér? Finnst þvi nú orðið,
að „kerfið” sé svo gott? Auðvitað
hafa sumir þeir, sem fremst voru
i fylkingu i götubardögunum, orð-
ið eldri og ráðsettari. Væntanlega
hefur „kerfið” keypt suma þeirra
eins og gengur, þeir hafa kannski
útskrifazt úr skólum og orðið ofan
á. Stofnað heimili og farið að
strita fyrir daglegu brauði i kerf-
inu eins og hinir. En þetta getur
ekki verið skýringin. Að minnsta
kosti skýrir þetta aðeins að litlu
leyti þau straumhvörf, sem hafa
orðið. Þannig koma nýir ungir
menn i stað hinna, þegar þeir eld-
ast, og hvers vegna skyldu þeir
vera hógværari en hinir?
Eins og verka-
lýðsbylting i
byrjun aldarinnar
Einkennandi fyrir straum-
hvörfin er til dæmis, að i Banda-
rikjunum hafði verið starfrækt
stofnun til að rannsaka eðli og or-
sakir ofbeldis af þessu tagi, og nú
hefur hún verið lögð niður.
Markmið stofnunarinnar voru
eðlilega að komast fyrir um or-
sakir óeirða og hvað gera mætti
til að koma i veg fyrir þær, eitt-
hvert versta vandamál banda-
risks þjóðfélags, töldu stjórnvöld.
Stofnunin átti að hafa holl áhrif á
almenning og stjórnvöld með þvi
að uppfræða um það, sem hún
hefði komizt á snoðir um. Vanda-
málið var orðið slikt um skeið, að
á fimmtán mánaða timabili
1969—70 voru færð i bækur 4330
sprengjutilræði, 1475 tilraunir til
sprengjutilræða og 35.000 hótanir
um sprengjutilræði i Bandarikj-
unum.
Hámarki náði óöldin með
morðunum, sem lögreglan
framdi á stúdentum i Kentháskól-
anum og Jacksonháskólanum i
mal 1970. Nú er unnt að tala um
„morð” þarna, þvi að i ljós hefur
komið, að um „skotglaða” lög-
regluþjóna var að ræða, sem
skutu niður stúdenta, sem ekki
ógnuðu lifi þeirra eða annarra.
Slikt var sem betur fer sjaldgæft i
óeirðunum, þvert á móti fóru
stjórnvöld, og þá sérstaklega há-
skólayfirvöld, með einstakri gát i
þessum efnum.
Kentmorðin áttu sinn þátt i að
sýna fólki, hversu hryllilegt
vandamálið var orðið. Einkum
varð hógværari mönnum það
ljóst, að það væri vatn á myllu
öfgamanna beggja vegna, að
átökin yrðu hörð. En athyglis-
verðust er sú kenning bandarisku
rannsóknarstofnunarinnar, að
likja megi uppþotum stúdenta og
baráttu kerfisins við þá verka-
lýðsbaráttu á fyrstu tugum þess-
arar aldar, þegar viða kom til
blóðugra bardaga og manntjón
varð i átökum verkalýðs og lög-
reglu.
Þessi átök voru mjög svo ein-
kennandi fyrir þá tima, og „slag-
ir” af svipuðu tagi voru einnig
háðir á tslandi. Nú er ljóst, að
mikil breyting hefur orðið á, og
jafnvel i harðvitugustu verkföll-
um okkar tima kemur á Vestur-
löndum örsjaldan til slikra bar-
daga. Kemur þar til, að bæöi
sækja verkamenn mál sitt ekki af
sama hita og „kerfið” er orðið
annars eðlis en það þá var. Or-
sakir átakanna þá lágu i vaxandi
stétt iðnverkafólks og stækkun
bæja. Karl Marx sagði fyrir um
átökin, en hann sá ekki, að
„málamiðlun” mundi takast, þar
sem var viðurkenning á félögum
verkafólks og áherzla á friðsam-
lega samninga jafnrétthárra
aðiia, samhliða aukinni fram-
leiðslu, sem léiddi til bættra kjara
ails almennings og gerði slika
„málamiðlun” stéttanna kleifa.
Umsjón
Haukur Helgason
„Eins og strútur
gleypir appelsinu”
Þvi er nú bent á, að uppreisn
æskunnar, sem setti svip sinn á
siðasta áratug allt þar til sumarið
1972 gekk i garð, og auðvitað eim-
ir eftir af viða, varð til vegna
mikillar fjölgunar fólks i skólum
og i árgöngunum 14—24ra ára.
Samhliða þessu kom yfir banda-
riska háskólastúdenta eins og
opinberun sú hugmynd, að það
sem var þyrfti ekki að vera.
Lengi höfðu stúdentar allra landa
gengið eins og svin til slátrunar,
þakklátir fyrir að „fá að læra” og
verða siðan ofan á hinum, sem
ekki fengu að læra, I þjóðfélaginu,
uppaldir og „menntaöir” til að
verða embættismenn kerfisins,
krossaðir i bak og fyrir. Þær hug-
myndir komu að utan og fengu
styrk, þegar margir þekktir
kerfismenn fóru að mótmæla þvi
kerfi, sem sendi unga menn i til-
gangslausan dauða og volæði
austur i Asiu, að óhætt væri að
spyrja, hvort það þyrfti að vera,
sem hafði verið, og hvaðan hafði
eldri kynslóðin fengið „kerfi”
sitt. Þá kom i ljós, að það var ekki
„fengið úr bibliunni”, nema að
litlu leyti.
Eins og strútur, sem gleypir
appelsinu, hefur verið sagt, þann-
ig urðu Bandarikin að að gleypa
þessa æskulýðsbyltingu, og eins
og var um verkalýðsbyltingu
fyrstu áratugi aldarinnar, þannig
leituöu menn nú enn að „mála-
miðlun”, sem gæti sætt andstæð-
urnar. Hvarvetna var i skólum
sitthvað gert til að laga námsefni
og veita stúdentum áhrif, að ein-
hverju leyti eftir þvi, sem þeir
kröfðust.
Eftir verður að sjá, hvort sú
málamiðlun, sem fengizt hefur,
og hæg þróun, sem á eftir mun
koma, veröur nóg, eða hvort kröf-
ur æskufólks verða meiri en svo
aö kýliö bólgnar unz það springur
að nýju á „heitu sumri”.
„Heitu sunirin” eru horfin, þótt enn fari ungt fólk auðvitað annað
veifið i mótmælagöngur, eru þær bæöi sjaldnar og átakaminni en áður