Vísir - 17.09.1973, Side 11

Vísir - 17.09.1973, Side 11
Lokastaðan í I. deild Úrslit i lokaleikjunum i 1. deild urðu þessi: KR-Akureyri 1-1 ÍBK-Valur 1-1 IBK-Breiöablik 4-4 Lokastaöan i deildinni 1973 varö þessi: Keflav. 14 12 2 0 33-9 26 Valur 14 9 3 2 34-20 21 ÍBV 14 8 1 5 28-16 17 Fram 14 5 2 7 19-23 12 Akrancs 14 4 3 7 32-27 11 Akureyri 14 4 3 8 14-28 11 KR 14 3 3 8 14-27 9 Breiöab. 14 1 3 10 23-45 5 Markahæstu ieikmenn uröu: llermann Gunnarsson, Val, 17 Matthias llallgrimsson, 1A 12 örn óskarsson, IBV 12 Steinar Jóhannsson, IBK 11 Teitur Þóröarson, 1A II Bikarmeistarar KR i körfuboltanum, ásamt formanni KR, Einari Sæ mundssyni. Ljósmynd Bjarnleifur. KR Bikarmeistari í körfu í fimmta sinn — Sigraði stúdenta í úrslitaleiknum í gœr með 71 stigi gegn 68 Það er erfitt að ráða við KR-inga i Bikar- keppni körfuknattleiks- sambandsins. Liðið komst i úrslit eftir sigur meðal annars gegn hættulegustu mótherj- um sinum gegnum árin, ÍR, og i úrslitaleiknum, sem leikinn var i íþróttahúsinu i Hafnar- firði i gærdag, tókst íþróttafélagi stúdenta ekki að hefta sigurgöngu KR. Það var skemmti- legur leikur, en KR sigraði með þriggja stiga mun 71-68. Það var fimmti sigur KR i Bikarkeppninni — eða i öll skiptin, sem keppt hefur verið. Fyrsta bikarkeppnin var 11969. Úrslitaleikurinn i gær var afar tvlsýnn lengi framan af. KR-ing- ar þó alltaf yfir — þetta frá einu upp I fimm stig framan af fyrri hálfleiknum. Þegar þrjár minút- ur voru eftir stóð 31-30 fyrir KR, en leikmenn liðsins nýttu loka- minútur hálfleiksins vel — skor- uðu 10 stig gegn einu stigi stú- denta. Gerðu þarna raunverulega út um leikinn. Staðan I hálfleik var þvi 41-32. Framan af siðari hálfleiknum juku KR-ingar forskotið — kom- ust mest i 56-43. Sigurinn var i höfn, þó svo stúdentar væru ekki á þvi að gefast upp. Allan loka- kafla leiksins smá sigu þeir á KR- inga. En það nægði ekki. Þriggja stiga munur var I lokin, 71-68. Leikurinn var skemmtilegur og allvel leikinn. Munaði þar mestu fyrir KR framlag Kolbeins Páls- sonar. Hann bar mjög af öðrum leikmönnum i leiknum — jafnt i sókn sem vörn — brauzt hvað eft- ir annað upp eða komst inn i sendingar mótherjanna og skor- aði hvorki meira né minna en 28 stig i leiknum. Þá átti Birgir Guð- björnssön — upprennandi lands- liðsmaður hjá KR — einnig skin- andi leik, og skoraði tuttugu stig. 1 liði stúdenta skoruðu þeir Fritz Heinemann og Ingi Stefáns- son mest. Fritz var með 19 stig, og Ingi með fimmtán. I liði stú- denta vantaði bezta manninn — Bjarna Gunnar. . Hann á nú i fangbrögðum við sildina i Norðursjó, en Bjarni hefur verið bezti maður ÍS undanfarin ár. Ilermann Gunnarsson — marka- kóngur 1973. Hve lengi viltu biða ef tir f réttunum? Viltu fá þærheim til þín samdægurs? Eóa viltu bíóa til næsta morguns? VÍSIR flytur fréttir dagsins ídag! Sigur Ármanns að komast í höfn Sigur Ármanns í stigakeppni Reykja- vikurfélaganna i frjáls- um iþróttum er nú að komast i höfn eftir keppni i sleggjukasti. Þá á aðeins eftir að keppa i einni grein 4x1500 metra boð- hlaupi, og ÍR vinnur varla upp rúmlega þús- und stiga mun i þeirri grein. Lyftingamenn Armanns komu við sögu I sleggjunni á laugardag og tryggðu raun- verulega sigur félagsins. Met- hafinn Erlendur Valdimarsson, IR, gat ekki keppt sökum meiðsla og munaði það miklu fyrir IR — nokkrum þúsundum stiga. I sleggjunni sigraði lyftinga- maðurinn kunni, Óskar Sigur- pálsson, A, með 50.26 metra. Jón Magnússon, 1R, varð annar með 47.34. Þá kom Jón O. Þor- móðsson, IR, með 35.36 m. Stefán Jóhannsson, Á, með 33.16 og siðan lyftingamennirnir Finnur Karlsson, Á, með 30.44 m. og Gústav Agnarsson, Á, með 29.12 m. Guðni Halldórsson keppti sem gestur og kastaði 41.86 m. sem er nýtt HSÞ-met. Eftir þessa grein er Ármann með 45.086 stig, IR er i öðru sæti með 44.040 stig og KR i þriöja sæti með 15.304 stig — en það kom á óvart hve KR-ingar lögðu litla áherzlu á keppnina. abc SKOLARITVELIN yKUC^ SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. \ + Hverfisgötu 33 Sími 20560

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.