Vísir - 17.09.1973, Blaðsíða 20

Vísir - 17.09.1973, Blaðsíða 20
Vfsir. Mánudagur 17. september 1973 TILKYNNINGAR • Arbæjarsafn. Frá 15. sept. til 31. maí verður safnið opið frá kl. 14 til 16 alla daga nema mánudaga, og verða einungis Arbær, kirkjan og skrúö- húsið til sýnis. Leið 10 frá Hlemmi. Félagsstarf eldri, borgara. Mánudaginn J.7. september verður „Opið hús” að Hallveigar- stöðum frá kl. 13.30 eftir hádegi. Kvenfélag óháða safnaðarins. Aríöandi félagsfundur næstkom- andi mánudagskvöld kl. 8.30 i Kirkjubæ. MINNINGARSPJÖLD • Minningarkort 'jslenzka kristniboðsins i Konstí fást i skrifstofu Kristniboðs’- sambandsins, Amtmar.nsstig 2b og i Laugarnesbúðinni, Laugarnesvegi 52. . . Minningarkort Styrktarsjóðs vistmanna Ilrafnistu D.A.S. eru seld á eftirtöldum stöðum i Reykjavik, Kópavogi og Hafnar- firði: Happdrætti DAS. Aðalum- ^boð Vesturveri, simi 17757. Sjó- mannafélag Reykjavikur Lindar- götu 9, simi 11915. Hrafnista DAS Laugarási, simi 38440. Guðni Þórðarson gullsm. Laugaveg. 50a, simi 13769. Sjóbúðin Granda- garði, simi 16814. Verzlunjn Straumnes Vesturberg 76, simi 43300. Tómas Sigvaldason Brekkustig 8, simi 13189. Blóma- skálinn við Nýbýlaveg Kópavogi, 1 simi 40980. Skrifstofa sjómanna- 'iélagsins Strandgötu 11, Hafnar- firði, simi 50248. Minningarkort Flugbjörgunar- svcitarinnar fást á eftirtöldum stöðum. Sigurður M. borsteinsson, Goð- heimum 22, simi 32060. Sigurður Waage, Laugarásvegi 73, simi 34527, Stefán Bjarnason, Hæðar- garði 54, simi 37392, Magnús- Þórarinsson, Alfheimum 48, simi 37407, Húsgagnaverzlun Guð-' mundar Skéifunni 15, simi 82898 og Bókabúð Braga Brynjólfs- sonar. Minningarspjöld Háteigskirkju eru afgreidd hjá Guðrúnu bor- steinsdóttur, Stangarholti 32, simi. 22051, Gróu Guðiónsdóttur. Háa- leitisbraut 47, simT 31339, Sigriði. Benðnýsdóttur.Stigahliö 49, simi 82959 og i bókabúðinni Hliðar, .Miklubraut 68. Minningarspjöld Minningar- sjóðs Dr. Victors Urbancic fást á eftirtöldum stöðum: Bókaverzlun Isafoldar, Austurstræti, bóka- verzlun Snæbjarnar Hafnarstræti 4 og Landsbanka tslands, Ingólfs- hvoli, 2. hæð. Minningarspjöld Barnaspitalasjóðs Hringsins fást á eftirtöldum stöðum: Blóma- verzlunin Blómið, Hafnarstræti — Skartgripaverzlun Jóhannesar Norðfjörð, Laugavegi 5 og Hverfisgötu 49. — Þorsteinsbúð, Snorrabraut 60. — Vesturbæjar- ápótek — Garðsapótek. — Háa leitisapótek. — Kópavogsapótek. — Lyfjabúð Breiðholts, Arnar- bakka 6. — Landspitalinn. Og i Hafnarfirði fást spjöldin I Bókabúð Olivers Steins. + andlat Elin Björg Þorvaldsdóttir, Rauðalæk 35, lézt 10. september, 79 ára að aldri. Hún verður jarð- sett frá Fossvogskirkju kl. 10.30 á morgun. Edmund Eriksen, Austurbrún 6, lézt 10. september, 81 árs að aldri. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju kl. 13.30 á morgun. Oddfriður Sveinsdóttir, Sæviðar- sundi 31, lézt 9. september, 68 ára að aldri. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju kl. 15 á morgun. Friðbjörg Sigurjóna Friðriksdóttir - F. 25. 3. 1905 Þó að siðustu samfundir okk- ar yrðu eftir að reikningsskilum var i raun réttri lokið, þar sem Jóna var búin að koma suður i siðustu heimsóknina, færa okk- ur öllum góðar gjafir og kveðja, þá finnst mér nú, að i dag, þegar hún verður bonn til moldar, verði ég að segja frá þvi, að meö Jónu er horfinn úr hópi sam- ferðamanna minna einn þeirra, sem mér er nú að meiri eftirsjá en flestum þeim öðrum, sem þó var ekki sársaukalaust að missa. Saga hennar er að ytri gerð ekki mjög stórbrotin. Hún fædd- ist að Hring i Fljótum af góðu en barnmörgu foreldri, þurfti snemma að standa á eigin fót- um og afla sér af sjálfsdáðum þeirrar menntunar, sem olli þvi, að Jóna, eins og hún var jafnan nefnd, varð frábær að allri verkmenningu og prýðilega hlutgeng i öllum skynsamlegum viðræðum fólks um hugðarefni þess. Hún vann um árabil i Kaup- mannahöfn, þar sem sú vinátta hófst, er varð alla tið siðan dýr- mæt i fjölskyldu minni. Jóna eignaðist son, Sigurð Viðar, sem varð augasteinn hennar, og er raunar hvers manns hugljúfi. Siðustu árin bjó Jóna á Akur- eyri, þar sem hún vann lengst i sjúkrahúsi, og þar lauk svo lifi hennar. Hin löngu og þungbæru veik- indi verða mér mjög minnis- stæð, þar sem viðhorf hennar til þeirra voru mjög einkennandi fyrir persónuleika hennar. Þeg- ar banameinið var augljóst orð- ið, má segja, að hinu eiginlega lifsstarfi Jónu væri að fullu lok- ið. Hún var búin að koma syni sinum prýðilega til manns, hafði tryggt sér eigið húsnæði og átti fjölda vina, sem hún hafði veitt af hjartahlýju sinni og fjármunum mjög örlátlega. Nú hlakkaði hún til þess að mega njóta ástrikis og þakk- lætis sonar sins og konu hans, fylgjast með farsæld þeirra og frama og blanda geði við þá mörgu góðvini, sem allir voru á það eitt sáttir, að af hennar hálfu hefði aldrei fallið þar á skuggi, er birtu var unnt upp að bregða. Flestum öðrum hefði orðið D. 8. 9. 1973 það óbærilegur dómur að veröa nú að hverfa úr leik. En Jónu var þessi fullvissa ekkert annað en hvöt til þess eins að taka óumflýjanlegum örlögum af þvi æðruleysi, skapfestu og still- ingu, sem einkennt hafði alltaf viðhorf hennar til þess, er að höndum bar. Nú undirbjó hún brottför sina af þeirri forsjálni, myndugleik og fyrirhyggju, sem sá einn býr yfir, er veit sig með réttu engum skulda annað en þökk fyrir samfylgdina. 6g hef aldrei átt þess kost að ræða um dauðann af þviliku hispursleysi við þann, sem hon- um hafði verið vigður, og þegar við Jóna spjölluðum um það, sem hún ætlaði að ljúka fyrir brottför sina, aldrei kynnzt þvi- likri hetjulund. Og þó var þaö eitt, sem hún færðist undan að samþykkja. Hún vildi fá að lifa það að sjá fyrsta barnabarn sitt lita dags- ins ljós, þess dags, sem henni var nú að hverfa. Fyrr vildi hún ekki fará. Hún talaði um þetta I hálfgerðu gamni, en við vissum það, vinir hennar, að þetta var henni mikið alvörumál, og svo vel þóttumst við bæði þekkja Jónu og þann dauða, sem beið hennar, að það yrði hinum siðarnefnda örðug glima að loka augum hennar fyrr en þetta ljós hafði fyrir þau borið. Við vissum, að hér var i raun- inni um algert brot á öllum náttúrulögmálum að ræða. En við þekktum hana Jónu Frið- riksdóttur, og nú vitum við, að þarna vann hún sinn siðasta og áreiðanlega frækilegasta sigur. Jóna brást við hverjum vanda er henni bar að höndum, af öruggri dómgreind, ósveigjan- legum sjálfsaga og stálvilja. Hún átti það til að ganga á hólm við örðugleika, sem taldir voru ósigrandi, og koma þaðan með sæmd. Og þó að hún félli nú að visu i síðustu viðureigninni, þá varð það þó ekki fyrr en sigur- inn var unninn. Með Jónu er mikil sæmdar- kona til moldar borin. Ég þakka órofa tryggð hennar, óbrigðulan drengskap, hið fals- lausa, hreina hjarta, hetjulund- ina og trúarstyrkinn i lifi og dauða. S.M. í DAG | í KVÖLD HEILSUGÆZLA • Slysavarðstofan: sími 81200, eftir skiptiborðslokun 81212. Sjúkrabifreið: Reykjavik og Kópavogur simi 11100, Hafnar- fjörður simi 51336. - APÓTEK • Kvöld, nætur og helgidaga- varzla apóteka I Reykjavik vikuna, 14. til 20. september verður i Laugavegs Apóteki og Holts Apóteki. Næturvarzla er i Laugavegs Apóteki. Það apótek, sem fyrr en nefnt, annast eitt vörzluna á sunnu- ■dögum, helgidögum og al- mennum fridögum. Einnig næturvörzlu frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga, en kl. Í0 á sunnudögum, helgidögum og almennum fridögum. ' Kópavogs Apótek. Opið öll kvöld til kl. 7 nema laugardaga til kl. 2.Sunnudaga milli kl. 1 og 3. Læknar • Tteykjavik Kópavogur. Dagvakt: kl. 08.00 — 17.00 mánud. — föstudags, ef ekki jiæst i heimilislækni simi 11510. Kvöld- og næturvakt: kl. 17:00 —■*" 08.00 mánudagur —■ fimmtudags, simi 21230. Hafnarfjörður — Garðahreppur ■Nætur- og helgidágavarzla upplýsingar lögregluvarðstofunni sþni '50131. A laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar, en læknir er til viðtals á göngudeild Landspitala, simi 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjabúðaþjónustu eru gefnar i simsvara 18888. Lögregla^slökkvilið • Reykjavik:Lögreglan simi 1*1166, slökkvilið og Isjúkrabifreið, simi 11100. Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. llafnarfjörður: Lögreglan simi 50131, slökkvilið simi 51100, sjúkrabifreið sími 51336. BIIANATILKYNNINGAR • Rafmagn: 1 Reykjavik og Kópa- vogi i sima 18230. 1 Hafnarfirði, simi 51336. Hitaveitubilanir simi 25524 Vatnsveitubilanir simi 35122 Simabilanir simi 05. — Upptekin af sjálfri mér? Hvað i ósköpunum fær þig til að halda það? HEIMSÓKNARTÍMI • Borgarspitaiinn: Mánudaga til föstudaga 18.30—19.30. Laugar- daga og sunnudaga 13.30—14.30 og 18.30—19. Landspitalinn: 15-16 og 19-19.30 alla daga. Barnaspitali Hringsins: 15-16 virka daga, 15-17 laugardaga og 10-11.30 sunnudaga. Fæðingardeildin: 15-16 og 19.30 - 20 alla daga Læknir er til viðtals alla virka daga frá kl. 19-21, laugardaga frá 9-12 og 15-17, sunnudaga 15-17 á Landspitalanum. Samband frá skiptiborði, simi 24160 Landakotsspitalinn: Mánudaga til laugardaga 18.30—19.30. Sunnudaga 15—16. Barnadeild, alla daga kl. 15—16. Hvftabandið: 19—19.30 alla daga, nema laugardaga og sunnudaga kl. 15—16 og 19—19.30. Heilsuverndarstöðin: 15—16 og 19—19.30 alja daga. Kleppsspitalinn: 15—16 og ,18.30—19 alla daga. Vifilsstaðaspitali: 15—T6 og 19.30— 20 alla daga. Fastar ferðir frá B.S.R. Fæðingarheimiliðvið Eiriksgötu: 15.30— 16.30. Flókadeild Kleppsspitaláns, Flókagötu 29-31: Heimsóknartimi kl. 15.30—17 daglega. Viðtalstimi sjúklinga og aöstandenda er á þriðjudögum kl. 10—12. Félags- ráðunautur er i sima 24580 alla virka daga kl. 14—15. Sólvangur, Hafnarfirði: 15—16 og 19.30— 20 alla daga nema sunnu- daga og helgidaga, þá kl. 15—16.30. Kópavogshælið: A helgidögum kl. 15—17, aðra öaga eftir umtali.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.