Vísir - 26.09.1973, Page 5
Visir. Miðvikudagur 26. september 1973
5
AP/NTB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson
„Brauzt inn
í góðri trú"
í Watergate
sagði Howard Hunt, sem lauk vitnisburði
sínum fyrir Watergatenefnd þingsins í gœr
Einn af innbrots-
mönnunum i Watergate-
bygginguna, E. Howard
Hunt, lauk tveggja daga
vitnisburði sínum fyrir
þingnefndinni i gær með
þvi að segja, að hann
hefði unnið ,,með vitund,
vilja og undir stjórn æðri
embættismanna stjórn-
arinnar”.
,,Af þvi leiðir”, segir
hann um innbrotið i
aðalstöðvar demókrata-
flokksins i Watergate og
skrifstofur sálfræðings
Ellsbergs, ,.,að ég var að
vinna að löglegum að-
gerðum”.
Hunt viðurkenndi, aB hann
hefði stjórnað hópi Kúbuættaðra
Bandarlkjamanna, sem hann
hafði ráðið til starfa, i góðri trú
um, að innbrotið i Watergate væri
löglegt. Eins urri innbrotið i skrif-
stofu sálfræðingsins i Los
Angeles.
Lowell Weicker öldunga-
deildarþingmaður spurði Hunt,
að hverjum rannsóknin ætti að
beinast, fyrst hann teldi sig sak-
lausan af ólöglegu athæfi.
„John D. Ehrlichman, fyrrver-
andi ráðgjafa forsetans, Egil
Krogh, starfsmanni i Hvita
húsinu”, svaraði Hunt að bragði
þegar um var að ræða innbrotið
hjá sálfræðingi Daniels Ells-
bergs. (Ellsberg var eins og
menn muna sóttur til saka vegna
birtingarPentagonskjalanna svo-
nefndu, en eftir nokkurt mála-
vafstur var málið látið niður
falla). — En vegna Watergateinn-
brotsins?
Þá tiltók Hunt John Mitchell,
þáverandi dómsmálaráðherra,
John Dean, ráðunaut i Hvita
húsinu, Magruder og Gordon
Liddy, sem þegar hefur hlotið
dóm fyrir sinn hlut i Watergate-
málinu, og „kannski Charles
Colson, fyrrum ráðgjafa i Hvita
húsinu”.
Hann sagðist ekki hafa neitt,
sem benti til þess, að Nixon
forseti væri viðriðinn innbrots-
samsærið.
„FBI spurði mig ekki mikils,
þegar það rannsakaði innbrotið”,
sagöi hann i annan stað og lét þá
fylgja, að upplýsingarnar um, að
Ellsberg væri undir handleiðslu
sálfræðings, hefðu verið fengnar
úr skýrslu hjá FBI.
Nauta-
dráparar
Lögreglan i bænum Janakpur i
Nepal hefur hafið umfangsmikla
leit að fjórum mönnum, sem
grunaðir eru um að hafa drepið
kýr, en einn félagi þeirra hefur
játað á sig slika glæpi.
Kúadráp þykir svivirðilegur
glæpur meðal Nepalmanna, sem
eru hindu-trúar, og likt og Ind-
verjar lita á kúna, sem heilagt
dýr. Sá, sem drepur naut i bif-
reiðaslysi, á yfir höfði sér allt að
ævilangt fangelsi.
En flokkur manna er nú
grunaður um að hafa siðustu tvær
vikurnar eitrað fyrir nautgripi (5
kýr og 10 tudda) til þess að hirða
húðirnar og selja fyrir 50 krónur
stykkið.
Syngja messu
yfir Allende
Samkvæmt fréttum, sem borizt hafa frá Chile, eru milli 5000 og 6000
manns hafðir i haidi á stærsta knattspyrnuvellinum i Santiago. Er það
ýmist fólk, sem þekkt er að róttækni, eða menn, sem herinn hefur i hús-
leit sinni fundið vopn hjá. Auk svo liklega fjölda, sem tekinn hefur verið
i hita byltingarinnar i misgripum. Þessi mynd var tekin á leikvang-
inum.
Komnir
að ofan
Geimfararnir lentu
í gœr með gögn sín
Klyfjaðir myndum,
skýrslum og gögnum, sem
þeir hafa safnað síðustu 59
dagana, lentu geimfararnir
þrír úr geimrannsóknar-
stöðinni „Skylab” á Kyrra-
hafi kl. 11 i gærkvöldi, og
var þeim bjargað strax úr
geimfarinu um borð í flug-
möðurskipið „New Orle-
ans".
„Við skemmtum okkur vel
uppi,” sagði Bean, sem var
stjórnandi þeirra þriggja.
En frekari orðaskipti uröu ekki
við þá félaga, sem læknar tóku
strax i sina vörzlu. Þeir voru
sagðir likamlega vel á sig komn-
ir, þrátt fyrir nær 15 vikna veruna
úti i geimnum. Þó þurfa þeir tima
til þess að llkami þeirra venjist
þvi að koma úr þyngdarleysinu.
Oti i geimnum, þar sem þyngd-
arleysis gætir, vinnst likamanum
allt léttar og þarfnast ekki alls
þess vöðvaafls, sem maðurinn
ræður yfir. Vilja vöðvar hans
rýrna af þessum sökum og þar á
meðal hjartavöðvinn.
Miklar vonir eru bundnar
meðal visindamanna viö þau
gögn, sem þeir Bean, Lousma og
Garriott hafa meö sér utan úr
geimnum. Þar á meðal eru um
77.500 myndir af sólinni (teknar á
sérstakar filmur) og á annað þús-
und ljósmyndir af jörðinni. Telja
menn, að af þessu megi i fyrsta
lagi öðlast meiri þekkingu á
leyndardómum sólarinnar og svo
ennfremur frekari upplýsingar
um litt könnuð svæði jarðar og
auðlindir náttúrunnar.
Ekkja Allende forseta,
frú Hortensia Bussi de
Allende, kom til Havana
á Kúbu i gær til þess að
vera viðstödd minning-
arathöfn um mann
sinn, en hún fer fram á
föstudaginn.
Minningarathöfn fór fram i
Mexikóborg vegna fráfalls All-
ende, og hefur þetta tvennt vakið
nokkra athygli, vegna þess að ka-
þólska kirkjan umber ekki sjálfs-
morð og syngur ekki messur yfir
fólki, sem látið hefur lifið fyrir
eigin hendi.
Þvi er greinilegt, að kaþólska
kirkjan i Mexikó og Kúbu litur
ekki svo á, að Allende forseti hafi
framið sjálfsmorð. — Ekkja hans
og nokkrir vinir halda þvi fram,
að Allende hafi særzt i bardögun-
um um forsetahöllina, og fyrstu
herflokkar sem inn I höllina réð-
ust hafi veitt honum banasár.
Kaþólskir í Mexikó og Kúbu taka ekki
sjálfsmorðið trúanlegt
Myndin hér var tekin af föngum, sem leiddir eru inn á knattspyrnuleik-
vanginn I Santiago til yfirheyrslu.
Geimfcrðir til Skvlab-geimstöðvarinnar voru ekki einu sinni byrjaðar,
þegar hafizt var handa við að leggja drög að geimskoti Bandarikja-
manna til Mars. Þessi mynd er af likani af tæki, sem sent verður
þangað til rannsóknar á yfirborði plánctunnar, en til þess þarf geiifi-
farið að lenda mjúkri lendingu.
Leitaði israel
róða hjá þeim
Johnson forseta
og Nixon?
i nýútkominni ísraelskri
bók, sem ber titilinn
„Jerúsalem — borg án
múra", heldur höfundur
bókarinnar, Uzi Benziman,
því fram, að Israelsmenn
hafi kynnt sér álit Banda-
ríkjamanna, áður en þeir
lögðu undir sig austurhluta
Jerúsalemborgar.
Höfundur heldur þvi fram, að
leitað hafi verið álits Johnsons
þáverandi forseta og Nixons, sem
var liklegastur frambjóðandi
repúblikana, og hafi þeir látið i
ljós þá skoðun sina „að stjórn
ísraels muni breyta heimskulega,
ef hún ákvæði að sleppa hendi af
austurhluta Jerúsalem”.
Höfundurinn, Benziman, full-
yrðir, að stjórn Israels hafi siðan
ákveðið að iáta austurhluta
borgarinnar ekki af hendi á
grundvelli þessára upplýsinga.—
Israelsmenn hertóku jórdanska
hluta Jerúsalem 8. júni og
spönnuðu siöan lögsagnarum-
dæmi sitt yfir hann þrem vikum
siðar.
I annan staö segir bókar-
höfundur, að Israelsmenn hafi
boðizt til þess að bæta stöðu
kaþólsku kirkjunnar i landinu
helga f skiptum fyrir viður-
kenningu Páls páfa á stjórn og
yfirráðum tsraelsmanna yfir
borginni helgu. — Páll páfi er I
bókinni sagðúr hafa hafnað til-
boðinu og svarað þvi til, að tsra-
el væri riki án viöurkenndra
landamæra, og þvi gæti Páfariki
ekki gert við þaö samninga —
Páfariki viðurkennir ekki enn
tsrael, þótt páfi hafi veitt Goldu
Meir móttöku i Páfagarði fyrir
nær 9 mánuðum.