Vísir - 26.09.1973, Page 6
6
Vísir. MiOvikudagur 26. september 1973
vísir
Útgefandi:-Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: SkOli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
^fgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Siftumúla 14. Slmi 86611 (7,irnur)
Á'skriftargjald kr. 360 á mánubi innanlands
i lausasölu kn 22.00 eintakiö.
Blaöaprent hf.
Heimskan er hershöfðingi
Heimskan er lifseigur fugl, sem skýtur upp
kollinum á ótrúlegustu og hæstu stöðum. Brezkir
embættismenn þykjast nú núa saman höndum af
ánægju yfir þvi, að íslendingar segi upp stjórn-
málasambandi við Breta. Þeir segja íslendinga
munu tapa meira á þvi. Mikið óskaplega geta
þessir menn verið skammsýnir, svo sem öll með-
ferð landhelgismálsins sýnir.
Auðvitað hafa Bretar sára þörf fyrir að koma
sér sjálfir upp 200 milna auðlindalandhelgi. Þeim
væri nær að sinna sliku lifshagsmunamáli en að
gera sig að glæpamönnum hér norður i höfum. í
atkvæðagreiðslu á hafréttarráðstefnunni á næsta
ári mun koma fram, að rúmlega tveir þriðju hlut-
ar rikja heims fylgja 200 milna auðlindaland-
helgi. Eftir það er tilgangslitið fyrir Breta að
vera i nýlenduveldisleik á íslandsmiðum.
Brezk flotayfirvöld og stjórnvöld hafa hagað
sér eins og skepnur i landhelgismálinu. Mælirinn
er löngu fullur. Við slitum nú stjórnmálasam-
bandi við brezk stjórnvöld, ekki til að hefna okkar
á efnahagslegu sviði, heldur til að sýna þeim og
umheiminum fyrirlitningu okkar á framferði
þeirra. Um leið gefum við til kynna, að leiðum til
samkomulags i fiskveiðideilunni hefur endanlega
verið lokað.
Við skulum svo leyfa sögunni að upplýsa, hvaða
árangri Bretar munu ná með striðsleik sinum á
íslandsmiðum. Ætli niðurstaðan verði ekki sú, að
þeim hefði verið nær að semja friðsamlega i tæka
tið. Þá hefðu þeir átt kost á margvislegum
undanþágum. En heimskan riður ekki við ein-
teyming. Hún drottnar i stjórnarráðum og rikis-
stjórnum sem annars staðar. Hún er eins konar
Haig hershöfðingi i landhelgisstriði Breta.
—JK
Okkar óþörfu ýkjur
Allir islenzku fjölmiðlarnir nema Visir segja,
að kvikmyndirnar af árekstrum brezkra her-
skipa og islenzkra varðskipa sýni, að brezku
skipin hafi siglt á hin islenzku. Þessi óskhyggja er
ekki i nægilegu samræmi við raunveruleikann.
Það, sem brezku herskipin gera, er að sigla fyrir
islenzku varðskipin og valda þar með árekstri.
Sök brezku herskipanna er ekki minni fyrir
það, að þau sigla ekki beinlinis á islenzku varð-
skipin. Tilgangurinn er hinn sami, hvort sem um
beina eða óbeina ásiglingu er að ræða. Við gerum
ekki greinarmun á beinni og óbeinni ásiglingu,
þegar við segjum upp stjórnmálasambandi við
Bretland. Við höfum fengið sannanir fyrir þvi, að
brezku herskipin valda árekstrunum, og það
nægir okkur.
Við þurfum þvi ekki að hagræða sannleikanum
og segja Bretana hafa siglt á. Sá, sem hefur góð-
an málstað, þarf ekki á sliku að halda. Ýktar full-
yrðingar um ásiglingar herskipanna gefa brezku
stjórninni tækifæri til að halda uppi þeirri ein-
földu og auðveldu vörn i málinu, að kvikmyndirn-
ar sýni einmitt hið gagnstæða, að varðskipin sigli
á herskipin.
Við skulum þvi hætta að láta hlaupa með okkur
i gönur og halda okkur eingöngu við það, sem
kvikmyndirnar sanna, að brezku skipin valda
árekstrunum, þótt þau sigli ekki beinlinis á.
Sannleikurinn er nefnilega sagna beztur.
—JK
„ÍSLAND íINS OG
LYKILL AÐ MIÐSJÁV-
ARHRYGGJUNUM"
skrifar prófessor
V. Béloúsof,
einn af rússnesku
leiðangursmönnunum,
sem hér hafa starfað
að jarðfrœðirannsóknum
lí 3 sumur
Þrjú sumur, 1971-73, starfaði
sovézkur jaröfræöaleiöangur á
tslandi og á hafinu umhverfis
það. Leiðangur þessi var skipu-
lagður af Vlsindaakadem lu
Sovétrikjanna I samræmi við
áætlun um alþjóðlegar rann-
sóknir á dýpri lögum jaröar og
áhrifum þeirra á þá jarðfræðilegu
þróun, sem á sér stað á yfirborö-
inu.
Lega Islands gerir landið að
einhverju helzta viðfangsefni
rannsókna þeirra, sem nú eru
brýnastar á byggingu og þróun
|jarðskorpunnar. Landið er á Miö-
atlanzhryggnum — en sá hluti
|hans sem næstur er Islandi er
kallaður Reykjaneshryggur. En
íalmennt er nú álitið, að þeir
neðansjávarhryggir sem er að
|finna miðsvæðis I öllum úthöfum
hafi mjög miklu hlutverki að
jgegna I myndun jarðskorpunnar.
Stór hópur fræðimanna telur, að
eftir neðansjávarhryggjunum
lendilöngum komi bergkvikuefni
úr efri hluta möttuls jarðar (lags
þess sem tekur viö neðan jarð-
'skorpunnar) upp á yfirborðið, og
að 'þegar þetta efni storknar
myndi það ný og ný skorpubelti,
en að eldri belti þokist til hliðar.
(Kenningin um landrek) Skoðanir
okkar á jörðinni I heild geta
breytzt með mjög róttækum hætti
eftir þvi hvort þessar kenningar
eru réttar eða ekki.
En þar eð mikið vatnsmagn
liggur á neðansjávarhyggjunum I
höfunum verða þeir aðeins
kannaðir með óbeinum aðferðum
jarðeðlisfræðinnar, og niðurstöð-
ur þessara kannana má túlka á
ýmsan veg. A siðustu misserum
hefur borun á hafsbotni orðið æ
þýðingarmeiri.
En enn sem komið er hefur
aðeins verið um fáa borunarstaöi
að ræða, og auk þess ganga bor-
holurnar aðeins niður á litið dýpi
ofan I laus setlög. En með því að
Island liggur á Miðatlanzhryggn-
um, þá má líta á landið sem hluta
hans sem hafi á vissu svæði lyfzt
upp úr yfirborði hafsins. Af sjálfu
leiðir að þennan hluta
hryggjarnins er auðveldara að
athuga og að hægt er að nota
beinar aöferðir viö jarðfræðilegar
athuganir á jarðlögum og aðstæð-
um, sem réðu skipan þeirra. Af
þessum sökum er Island eins og
lykill, að réttum skilningi á þvi
hvað miðsjávarhryggirnir eru i
raun og veru. Þetta er forsendan
fyrir þvl aö hinn sovézki leiðang-
ur var skipulagður, en hann hefur
nú lokið gagnasöfnun sinni.
Leiðangurinn skiptist I tvennt
— I starf á landi og sjó. Þeir
leiöangursmenn sem störfuðu I
landi gerðu jaröfræðilegar, jarð-
Þessi mynd var tekin af einum sex bila leiðangursmanna við Hraun-
vötn i sumar.
efnafræðilegar og jarðskjálfta-
fræöilegar athuganir á veru-
legum hluta islenzks lands. 1 sögu
rannsókna á Islandi var þetta
fyrsti meiri háttar leiðangurinn
sem vann að fjölþættum
rannsóknum eftir einni áætlun —
bæði á byggingu landsins,
þróunarsögu þess og
jaröhræringaferlum sem þar eiga
sér stað. Hinn hluti leiðangurs-
manna vann sumrin 1971 og 1973
um borð I rannsóknaskipínu Aka-
demik Kúrtsjatof og 1972 um borð
I Mikhall Lomonosof að athugun-
um á gerð hafsbotnsins I Norður-
Atlantshafi, einkum norður af ts-
landi.
Enn er of snemmt að ræða um
endanlegar niðurstöður leiðang-
ursins, þar eð enn er eftir mikil
vinna á rannsóknastofum að úr-
vinnslu á gögnum. En leiðangurs-
menn vonast til að geta sett
saman nýtt yfirlitsjarðfræðikort
íslands, sem byggir á itarlegri
rannsókn á aldri jarðlaga og
jaröskorpuhreyfingamyndana.
Þeir vonast til að geta sagt eitt-
hvað nýtt um uppruna þeirra
bergtegunda, sem mynda ts-
land Eldstöðvar og jarðhita-
svæði hafa verið itarlega könnuð
og gerðir hafa verið útreikningar
á orku þeirra. Nýjar heimildir
hafa fengizt um jarðskjálfta-
virkni inorðurhéruðumlslands, og
varpað hefur verið ljósi á tengsli
hennar við jarðmyndanir. Hin al-
mennasta niðurstaða er á þá leið
að enda þótt jarðskorpan „gliðni”
á Islandi, þá er það í mjög litlum
mæli, og miklu minni en menn
hafa hingað til haldið aö gerðist I
miðsjávarhryggjum. Hér af leiöir
bersýnilega, að nauðsyn ber til að
endurskoða þær hugmyndir, sem
menn gera sér nú um stundir um
eöli miðsjávarhryggjanna.
Mikilvægasta niðurstaðan af
starfi þeirra sem unnu á
rannsóknaskipunum felst i nýjum
upplýsingum um gerö íslenzku
neðansjávarsléttunnar svo-
nefndu, sem liggur milli Islands
og Jan Mayen. Þar mátti finna
einkenni um að slétta þessi hefði
áður verið þurrlendi eöa mjög
grunnt haf, sem siðan sökk I sæ.
Sams konar þróunarsaga virðist
og eiga við um þröskuldinn milli
Islands og Færeyja. Allt neyðir
þetta menn til að lita með nýjum
hætti á sögu alls Norður-Atlanz-
hafs, sem getur reynzt vera
sokkið meginland. Það er for-
vitnilegt, að þessar niðurstöður
beina okkur að einhverju leyti
aftur til hugmynda, sem nor-
rænir fræöimenn létu í ljósi þegar
I byrjun okkar aldar. En þær
kenningar hafa að undanförnu
þótt hæpnar.
Allt starf leiðangursins fór
fram I mjög náinni samvinnu við
Islenzka vlsindamenn. Hin vin-
samlegustu samskipti hafa tekizt
milli íslenzkra og sovézkra jarö-
fræðinga úr ýmsum greinum, og
hefur þetta að sjálfsögðu gert
leiðangurinn árangursrfkari. Dr.
Guömundur Pálmason, sem sam-
ræmdi samskiptin milli leið
angursmanna og heimamanna,
prófessorarnir Trausti Einars-
son, Sigurður Þórarinsson,
Þorleifur Einarsson, Þorbjörn
Sigurgeirsson og margir aðrir,
hjálpuðu leiðangrinum með
ráðum sinum og sýndu framvindu
hans jafnan mikinn áhuga.
Af hálfu islenzkra stjórnvalda
veitti Rannsóknaráð leyfi til að
leiðangurinn starfaðiá tslandi, og
forstjóri þess, Steingrimur Her-
mannsson, veitti leiðangrinum
jafnan aðstoð að því er skipulags-
mál varðar. Leiðangursmenn
urðu að snúa sér með mörg al-
menn mál og persónuleg til
ýmissa stofnana og einstaklinga
bæði I Reykjavlk og annars
staðar og mættu þeir ávallt vin-
semd og hjálpfýsi.
Þegar leiðangursmenn nú ljúka
störfum á Islandi taka þeir með
sér djúpstæöar minningar sem
alls ekki eru endilega tengdar
fræöum þeirra. Þeir munu lengi
muna hiö tæra loft tslands, lands-
lag þess, sem ýmist bregður á
glaölega litadýrö eða slær á
þunga og ómstriöa strengi, og þó
einkum muna þeir hið starfsama
og gestrisna fólk i landinu.
Viö erum sannfærðir um aö
samstarf visindamanna tslands
og Sovétrikjanna mun halda
áfram að þróast báðum þjóöum
til hagsbóta.
Reykjavik 19. september 1973.
V. Béloúsof.
Fjórir af leiðangursmönnum Rússa, sem hér störfuöu viö jarðfræðirannsóknirnar
greinarhöfundur, próf dr.
Vladimir Beloussov.
Alexander Krasnov
dr.
Nicolar Logattchev,
dr.
Alfred Geptner