Vísir - 26.09.1973, Side 9
Nú er aðeins vika i landsleikina við Norðmenn í handboltanum — þeir verða leiknir i Norcgi. Kin breyt-
ing hefur verið gerð á islenz-ka landsliðinu — Auðunn Óskarsson, varnar- og linumaðurinn sterki i Fll,
kemst ekki til Noregs og var Jón Sigurðsson, Viking, valinn i hans staö. Norðmenn hafa búið sig vel
undir leikina og tclja sig hafa góða sigurmöguleika. Myndin hér að ofan var tekin á norska mcistara-
mótinu i útihandknattleik — úrslitalcikurinn milli Oppsal og Bækkelaget var háður i Osló i þessum
mánuði. Oppsal sigraði með 23-14.
Moore ekki volinn
í enska landsliðið!
— sem leikur gegn Austurríki á Wembley í kvöld
Fyrirliði enska landsliðs-
ins undanfarin 9 ár— mað-
urinn, sem á heimsmet
hvað landsleikjaf jölda
snertir, Bobby Moore, var
ekki valinn i enska lands-
liðið, sem leikur í kvöld
gegn Austurríki á Wembl-
ey. Stöðu hans í landsliðinu
tekur Norman Hunter,
Leeds, en þó enski lands-
liðsþjálfarinn hafi tekið
þessa afstöðu nú er þó ekki
þar með sagt, að dagar
Moore sem landsliðsmanns
séutaldir. Hann hefur leik-
ir 107 landsleiki — einum
meira en Bobby Charlton.
brátt fyrir mikil skrif enskra
blaða, að nauðsyn væri á gjör-
byltingu á enska liðinu heldur
Ramsey sig við „gamla kjarn-
ann”. Aðeins þessi breyting með
Moore, og að Peter Storey,
Arsenal, komst ekki i liðið. Fyrir-
liði i stað Moore verður Martin
Peters, Tottenham, sá eini, sem
er i liðinu af gömlu heimsmeist-
urunum frá 1966 — nema ef Alan
Ball er i liðinu, þrátt fyrir, að
hann geti ekki leikið i HM-leikn-
um gegn Póllandi.
Markvörður verður Peter Shil-
ton, Leicester, — siðan Madeley,
Leeds, og Hughes, Liverpool, sem
bakverðir og Hunter og McFar-
land, Derby, miðverðir. Tengilið-
ir verða Peters og Bell, Manch.
City, og annað hvort Ball eða
Currie, Sheff. Utd. — 1 framlin-
unni eru Martin Chivers, Totten-
ham, Mike Channon, Southamp-
ton, og Alan Clarke, Leeds.
Moore og Storey eru i vara-
mannahópnum — einnig til dæmis
Osgood, Chelsea, Hector og Todd,
Derby, og Watson, Sunderland.
Heimsmet
Burglinde Pollak, Austur-
býzkalandi setti nýtt heimsmet I
fimmtarþraut i Evrópukeppninni
i Bonn á laugardag. Hinn 22ja ára
Polla, sem varð 3ja á 01. i
Munchcn hlaut, 4932 stig. Hún
hafði einnig fyrr i sumar sétt
heimsmet — hlaut 4831 stig i Em-
keppninni i Sofia.
Þau
hafa
drepið
gœsina
sem
verpti
GULLEGGJUNUM!
— Enginn tilgangur með fleiri tennisleikjum í „baráttu kynjanna"
Houston (AP). — Bobby
Riggs heimtar að fá að keppa
við Billy Jean King á ný og
Billy Jean segist ætla að hugsa
málið. Við skulum vona, að
þau sjái að sér og gleymi þessu
öllu saman. Hin svokallaða
rBarátta kynjanna" í tennis
var falleg og óvenjuleg í fyrsta
skipti. Spennandi í annað
skiptið, þegar Hollywood-mað-
urinn Jerry Perrenchic setti
svip sinn á keppnina og undir-
búninginn. En þriðja keppni?
oo o
Ahorfendur á iþróttaleiki mundu
ekki mæta. Hugmyndin er nú orðin út-
þynnt. Enginn mundi borga fyrir, að
sjá þau Billy Jean og Bobby i keppni á
ný — nákvæmlega eins og enginn haföi
áhuga á, að sjá Margréti Court mæta
hinum 55 ára Riggs aftur.
En hvað sönnuöu þessir leikir? —
Bobby Riggs, miðaldra maður hvers
hreyfingar eru orðnar hægar, sigraði
frú Court 6-2 og 6-1, en árangur hennar
undanfarin ár skipar henni þó óum-
ræðanlega sæti sem „Drottningu
tennisvallanna”.
Frú Billy Jean, 29 ára og fimm-
faldur sigurvegari i einliðaleik kvenna
á Wimbledon-mótinu, lék sér hins
vegar að karli sl. fimmtudag, 6-4, 6-3
og 6-3.
Svo matið skýrsluvélarnar — þurr-
ausið sérfræðingana — látið' fara fram
þjóðarkönnun — og hvað kemur út?
Það, að einn dag getur Riggs,
sterkur og taktiskur, sigrað beztu
tenniskonu heims — annan dag getur
hann ekki haldið á spaða gegn
ákveðnum kven-meistara. En ef
Bobby Riggs fær annað tækifæri gegn
Billy Jean, eða Margrét fær annað
tækifæri á Bobby, eða jafnvel hin vin-
sæla, litla Chris Evert, yndi áhorfenda
frá Florida, mætir karli — hvern
skiptir það máli?
Bobby og Billy hafa leikið sitt hlut-
verk. Fólk hreifst af þvi meðan það
stóð yfir. Bæði fengu stórpeninga i sinn
hlut — Billy Jean King ekki undir 200
þúsund dollurum, Riggs 100 þúsund
dollara, En þau hafa drepið gæsina,
sem verpti gulleggjunum.
Látum þau nú snúa sér að öðrum
mótherjum. Þau hafa gert iþrótt
þeirri, sem þau leika og elska, gagn.
Tennisiþróttin er nú i nýjum hæðum.
Hún er nú „stór-iþrótt”. Hún getur
keppt við fótbolta og hornabolta um
bandariska áhorfendur — fyllt vellina.
En ekki með leiðinlegum leikjum og
endurleikjum milli gamals manns og
þeirra beztu meðal kvenna. Það eru
kannski yfir 300 menn i heiminum,
sem geta sigrað Riggs, nokkrir á svip-
uðum aldri og hann. Yngri og sterkari
menn heföu ekkert fyrir þvi að sigra
Billy Jean.
Yfir 30000 áhorfendur komu til að sjá
leikinn i Astrodome-iþróttahöllinni
milli Bobby Riggs, litla mannsins,
sem gengur eins og önd, og Billy Jean.
Samkvæmt skýrslum þeirra, sem bezt
þekkja til, sáu yfir 50 milljónir leik
þeirra i sjónvarpi. Viða — utan
Bandarikjanna — vakti fólk fram á
nótt til að fá fréttir að úrslitunum. 1
Astraliu eyddi fólk matartima sinum
i að horfa á sjónvarpssendingu af
leiknum beint. Slikt heppnast kannski
einu sinni á 100 árum i sporti.
Þau birtust á vellinum. Bobby gaf
Billy heljarmikinn spýtubrjóstsykur,
sem endist i nokkra daga — en hún
færði honum gris — manninum, sem
látiö hafði þau orð falla eftir sigurinn
gegn Margréti, að ef hann væri svin
þá vildi hann vera svin nr. 1 i heim-
inum. Skólahljómsveit Houston-há-
skóla lék dillandi fjörug lög —- meðan
ungar stúlkur sýndu listir sinar á
vellinum.
Ahorfendaskarinn var næmur fyrir
öllu — eins og fólk á nautaati. Það var
hrópað og kallað — aldrei þögn, mikill
munur frá i eina tið i sambandi við
þessa iþrótt „rika mannsins”. „Mér
fannst það stórkostlegt” sagði Billy
Jean eftir á. „Það var langþráður
draumur að heyra fólk hrópa i tennis-
keppni”.
Billy Jean King meö tékkinn góða —
hundrað þúsund dollara — sem hún
fékk fyrir það eitt aö sigra karlinn
Bobby Riggs.
Ahorfendur skiptust i tvo hópa —
enginn var hlutlaus. Eiginmenn voru
á móti eiginkonum — strákar gegn
stelpum. Bobby barðist til loka -- en
allt kom fyrir ekki, þó hann hefði
gleypt 415 vitaminpillur þann daginn
— og talað stanzlaust dagana á undan.
Þetta var góð skemmtun meðan hún
stóð — en eins og hjá Muhamed Ali —
þegar taparinn ætlaði að halda áfram
að tala, þá hlustaði enginn.
Hibernian býður 5000
pund
Hooley hœtlur!
— Keflvíkingar taka ákvörðun síðar í dag hvort þeir taka tilboði Hibernian
Við tökum ákvörðum
síðar í dag hvort við leikum
gegn Hibernian aftur á
Easter Road í Edinborg,
sagði Hafsteinn Guð-
mundsson, formaður IBK,
þegar blaðið ræddi við han
i morgun. Keflvikingum
hefur borizt tilboð frá
skozka liðinu, sem er reiðu-
búið til að greiða IBK 5000
sterlingspund fyrir leikinn
ef hann verður í Edinborg
— en Keflvíkingar greiða
af því ferða- og hótelkostn-
að. Tilboð Hibs er því upp á
700 þúsund krónur fríar.
Þetta tilboð Hibs barst i
gærdag.
Er Joe Hooley hættur hjá Kefl-
vikingum, spurðum við Haf-
stein.
Ja, það er mikið vandamál.
Hann kom ekki með okkur heim
aftur eftir leikinn i Edinborg — og
ég sé sannarlega eftir honum.
Hann er afbragðsþjálfari —
árangur liðs okkar sannaði það i
sumar — og sá langbezti, sem
STORLEIKIRIHM
Nokkrir afar þýðingar-
miklir leikir í HM-keppn-
inni í knattspyrnu verða
leiknir í kvöld. Meðal ann-
ars leika Austur-Þjóð-
verjar í Leipzig við
Rúmena í 4. riðli.
Ef Þjóðverjarnir vinna eru þeir
sem gott komnir i úrslitakeppn-
ina — þurfa þá aðeins aö vinna
Albaniu. Rúmenia er með sjö stig
eftir 4 leiki — vann A-Þýzkaland
heima 1-0 — en Þýzkaland með 4
stig úr 3 leikjum. Rúmenia tapaði
stigi gegn Finnum i Helsinki.
Þá leika Pólverjar og Wales I
Póllandi, en löndin eru i riðli
ásamt Englandi. Sigri Wales með
einu marki, þarf England að
vinna Pólland með fjögurra
marka mun á Wembley i október.
Veröi jafntefli eða sigri Pólverjar
ræður leikur Englands og Pól-,
lands algjörlega úrslitum —
Wales kemst áfram á betri
markatölu en hin löndin ef jafn-
tefli verður i báðum leikjunum.
Þarna er spenna þvi mjög mikil.
Wales er með sitt sterkasta lið —
Mike England, Tottenham, leikur
l >
f ■
- '-mSCi f '
Billy Jean King nær lágum bolta rétt
við netið i annarri lotunni gegn Riggs.
Hún lék mjög vel allan timann og gaf
Riggs aldrei tækifæri á þvi aö rétta
sinn hlut.
með að nýju, en bezta mann Pól-
verja, Lubanski, vantar.
I Moskvu leika Sovétrikin við
Chile um réttinn I úrslitakeppn-
ina og siðari leikur landanna
verður i Santiago i Chile 21.
nóvember.
í Sheffield leika Norður-lrland
og Búlgaria i 6. riðli. Sigri
Búlgarar eru þeir komnir i úr-
slitakeppnina næsta sumar. —
eiga eftir leik gegn Kýpur heima.
Búlgaria er með 6 stig úr 3
leikjum — Portúgal 5 úr fjórum
leikjum og á eftir að leika við
Búlgariu og Noröur-lrland á
heimavelli.
Jeffries
til Palace
Crystal Palace keypti I gær
miðvörð Manch.City — Derek
Jeffries — fyrir 110 þúsund
sterlingspund. Hann mun leika
sinn fyrsta leik fyrir Lundúna-lið-
ið, sem er neðst i 2. deild, á
laugardag gegn Sheffield Wed.
þjálfaði hér. Við vorum búnir að
ráða hann næsta sumar einnig, en
maðurinn ér skapmikill og tók illa
jafnteflinu við Breiðablik i sið-
asta leiknum I Islandsmótinu.
Nei, við erum ekki farnir að
hugsa um eða leita eftir öðrum
þjálfara. En það verður að viður-
kennast, að þjálfunin hjá okkur i
sumar, var nánast eins og hjá at-
vinnumönnum. Já, ég sé eftir
Hooley.
Síðustu fréttir
Forráðamenn Hibs
höfðu samband vi^ IBK
nokkru fyrir hádegi —
sögðu þá tilboð sitt alls
ekki endanlegt, og
möguleiki væri á, að
þeir hækkuðu það veru-
lega.
En hvaö með leikinn við
Hibernian?
— Við höfum nú fengið vilyrði
fyrir Laugardalsvellinum 3. októ-
ber, þó með þvi skilyrði að tið
batni, þvi eins og völlurinn er nú
er varla hægt að bjóða upp á leik
þar. Þetta er I fimmta skipti, sem
ÍBK tekur þátt i Evrópukeppni og
liöið hefur alltaf leikið heimaleik
sinn hér á tslandi. Auövitaö hálf-
langar okkur til að leika heima —
mér finnst að við séum svolitið að
svikjast undan merkjum með þvi
að taka tilboði Hibernian — það
er gagnvart hinum tryggu áhang-
endum liðs okkar. En það væri
mikið happdrætti að ákveða
leikinn hér heima — rigni eitt-
hvaö að ráði næstu daga verður
Laugardalsvöllurinn óleikhæfur.
Við erum sem sagt milli steins og
sleggju — og ekki að vita hvaö
kemur út úr fundinum siðar i dag.
Við þurfum að gefa ákveðið svar
fyrir kvöldið. Ef við leikum úti
færist leikurinn fram til þriðju-
dagsins 2. október , þar sem hitt
Edinborgarliðið Hearts á leik 3.
október á leikvelli sinum.
Við höfðum haft samband viö
Albert Guðmundsson, formann
KSl, og ef um breytingu verður að
ræða er hann reiðubúinn að at-
huga hvort Evrópusambandið
samþykkir breytinguna, sagði
Hafsteinn að lokum.
Denis Law
miðherji
Denis Law, Manch. City,
hefur jafnað sig af meiðslun-
um, sem hann hlaut i siðustu
viku, og verður miðherji
Skotlands i hinum þýðingar-
mikla HM-leik I kvöld á
Hampden-Park i Giasgow.
Skotar leika þá við Tékka —
- og ef Skotar sigra i leiknum
eru þeir komnir i úrslita-
keppnina i Vestur-Þýzka-
iandi næsta sumar. Ef önnur
úrslit veröa i leiknum —
jafntefli eða sigur Tékka —
ræður siðasti leikurinn i riðl-
inum úrsiitum. Tékkar og
Skotar leika 17. október i
Tékkóslóvakiu. Þetta verður
45. landsleikur Law.
Einn nýliði er i skozka lið-
inu, Hutchison, Coventry, en
liðið er þannig skipað. Hunt-
er, Ccltic, Jardine, Rangers,
McGrain, Celtic, Holton
Manch. Utd. Bremner,
Leeds, Conolly, Celtic, Hay,
Celtic, Morgan, Manch. Utd.
Law, Manch. City, Dalglish,
Celtic, og Hutchison, Coven-
try.
, EM
Island
Frá Stefáni Guðjohnsen, Ost-
ende:
E v róp u m eis tara m ótinu i
bridge lauk i gær. islenzka sveitin
varð I 14. sæti. Vann báða leiki
sina i gær. Fyrst Noreg meö 12-8
og siðan Finnland meö 20 minus 3,
og þá fyrst unnum við leik með
fullu húsi stiga. Karl og Stefán
spiluðu báða leikina — Jón og Páll
gegn Noregi, en Ásmundur og
Hjalti gegn Finnlandi.
Leikur okkar gegn Noregi var
verri en algjöri tapleikurinn gegn
írum kvöldinu áður, þó svo okkur
tækist að vinna með 12-8. Við
höfðum 30 stig yfir i hálfleik 48-18.
Þrjú spil kostuðu okkur 59 IMP-
stig, en við töpuðum s.h. þó ekki
nema 26-48. Leiknum er bezt lýst
með þvi að kalla hann „martröð i
slemmum”.
Italir urðu EM-meistarar i
báðum flokkum. í opna flokknum
spiluðu Belladonna, Garozzo, Vi-
valdi, Pedrini, dr Falco og
Franco. t kvennaflokknum. Bi-
anchi, Valenti, Jabes, Robaudo,
Canessa og Venturini.
Lokastaðan i opna flokknum
var þessi. 1. ttalia 379 2. Frakk-
land 329 3. Pólland 284 4. Sviss 281
5. Austurriki 281 6. tsrael 277 7.
Noregur 271 8. Bretland 269 9. Svi-
þjóð 256 10. Belgia 240 11. írland
231 12. Júgóslavia 228 13. Spánn
í bridge í Ostende lokið:
varð í 14. sœti
226 14. Island 221 15. Tyrkland 212
16. Holland 203 17. Danmörk 197
18. Tékkar 194 19. Þýzkaland 178
20. Finnland 176 21. Ungverjaland
155 22. Libanon 91 og 23. Portúgal
45. Kvennaflokkur. 1. ttalia 191
stig 2. írland 174 3. Bretland 157.
Úrslit i 22. umferð.
Tékkar—ttalia 1-19, Noregur—ts-
land 8-12, Finnland-Libanon 20-0,
Portúga 1 — H o 11and 9-11,
Sviss—Ungverjaland 11-9, Frakk-
land—Sviþjóð 17-3, Israel—Spánn
20-0, Bretland—Júgóslavia 14-6,
Danmörk—Austurriki 8-12. Pól-
land sat yfir.
23. umferð. Þýzkaland—ttalia
1-19, Irland—Tékkar h-3-20, Tyrk-
land—Noregur 0-20, Is-
land—Finnland 20-^3, Liba-
non—Portúgal 17-3, Hol-
land—Sviss 5-15, Ungverja-
land—Pólland 3-17, Svi-
þjóð—tsrael 14-6, Spánn—Bret-
land 9-11, Júgóslavía—Danmörk
10-10, Austurriki—Belgia 11-9.
Frakkland sat yfir.
Alan Ball slapp augnablik frir á
vítateigspunkti i ieiknum á
Highbury — fékk knöttinn og
skoraði sigurmark Arsenal
gegn Stoke á laugardag. A
myndinni sést hann senda
knöttinn framhjá Farmer,
markverði Stoke. Allan Bali er I
enska landsliðinu — en hann má
ekki leika hinn þýðingarmikla
leik gegn Pólverjum 17. októ-
ber, þar sem hann var rekinn af
velli i HM-leiknum i Póllandi i
sumar.