Vísir - 08.11.1973, Blaðsíða 3

Vísir - 08.11.1973, Blaðsíða 3
Visir. Fimmtudagur 8. nóvember 1973. 3 fram, að miðlar séu visvitandi að blekkja. Reyndar fór ég einu sinni á miðilsfund, það var erlendis, og sá milill var skömmu siðar hand- tekinn, hann var uppvis að svindli”. Þú telur þá, að það sé ekkert yfirnáttúrlegt til isambandi við miðilssamband? „Það getur vel verið, að yfir- náttúrlegir hlutir, svo sem framliðnar vitundarverur, séu á kreiki — en það er tóm vitleysa að hugsa um þetta — mér er alveg sama og tek enga afstöðu”. Úir og grúir af villum i Skálholtsbókinni Rósa Þorsteinsdóttir rithöfund- ursegist vera ættfróð manneskja og mjög vel að sér einmitt i þvi tfmaskeiði, sem bók Akur- eyringanna fjallar um. Og hún staðhæfir, að „ósköpin öll séu af villum i bókinni”. Og hún spyr: „Hvernig stendur á þvi, að Brynjólfur biskup, sem þannig talar út úr heimi fram- liðinna, minnist ekki orði á mál, sem ætti að vera viðkvæmt? Torfhildur Hólm segir i bók sinni um hann, að talið sé, að hann, Brynjólfur biskup, hafi barnað stúlku eitt sinn, er hann var á ferðalagi austur á Siðu. Þessi stúlka á svo að hafa leitað biskupinn uppi, hann þá gengizt við barninu og séð fyrir þvi og móðurinni. Hvers vegna kemur Brynjólfur þessu ekki til skila, þar eð hann vill leiðrétta sin mál gegnum miðilinn?” Rósa Þorsteinsdóttir er full- orðin kona, en hún hefur, að eigin sögn verið siskrifandi, er hún hafði tóm frá störfum, en hún starfaði áður sem kjólameistari. 1970 kom út eftir hana bókin „Hulinn harmur”, sem er skáld- saga, og nú á hún bók tilbúna i handriti, sem ber nafnið „Katrin Tómasdóttir”. Einnig hefur hún skrifað smásögur, m.a. eina sem lesin var i útvarpið i janúar sl., en sú saga fjallar um Guðbjörgu Sveinsdóttur, þá er átti tvibura með Daða Halldórssyni, barns- föður Ragnheiðar Brynjólfs- dóttur. ,,Má ekki fara illa með fólk” „Það má ekki fara illa með fólk”, segir Rósa Þorsteinsdóttir, „það má ekki fara illa með sögu- persónur eins og Skálholtsfólkið með þvi að gefa út bækur undir þvi yfirskini, að um framliðna rit- höfunda sé að ræða. Ég álit að Guðrún Sigurðardóttir sé skáld, en enginn talar i gegnum hana. Ég kannast við þetta, að oft munar ekki nema hársbreidd, þegar ég sjálf skrifa þætti af dánu fólki, að mér finnist það vera ein- hver annar en ég sjálf sem skrifar eða talar. En ég læt ekki eftir mér að fara með að hugsa um þess konar vitleysu”. —GG Halldór engist þó (Lag: Lýsti sól, Tindastól.) i Iðnó, ein er Fló, alls kyns dót á fjölum. Hlæja þar höfðingjar, Haildór engist þó af kvölum. Leikfélag, lit þin hag, láttu þagna sfmann. Hættu að leika, lestu bara Timann A. HRINGIÐ í Sl'MA 86611 KL13-15 Mega brjóta allar umferðarreglur ,,Við megum aka eins hratt og þörf þykir á og brjóta umferðar- reglur. t raun og veru mega slökkvi- og sjúkrabilar fara, hvernig sem þeir vilja, en ef þeir lenda svo i einhverjum óhöppum, þá stendur öku- maðurinn i sömu sporum og aðrir öku- menn”. Þetta sagði Hjalti Benedikts- son, varðstjóri hjá Slökkviliðinu i Reykjavik. Undanfarið hefur borið tals- vert á þvi, að slökkvi- og sjúkra- bifreiðar þeystu ekki beint áfram, eins hratt og mögulegt væri, heldur hikuöu, t.d. við gatnamót, þar sem bifreiðarnar koma á rautt ljós. Hjalti sagði, að sjúkra- bifreiðarnar stöðvuðu alltaf á rauðu ljósi og færu ekki yfir gatnamótin, nema öruggt væri að fara yfir. „Þáð hefur nokkrum sinnum komið fyrir, að ökumenn þessara bifreiða hafi misst öku- réttindin eða fengið sektir, vegna þess að þeir lentu i einhverjum vandræðum eða öhöppum á bilunum. Fyrir nokkrum árum missti einn öku maður réttindin i eitt ár, en þá lézt kona sem ók á grænu ljósi á slökkvibil, sem var á rauðu Ijósi. Ég tel þó ekki, að þessum reglum verði breytt. Þetta er þó nokkuð bagalegt, þar sem i sumum tilfellum geta nokkrar sekúndur skipt máli um lif eða dauða, sérstaklega þar sem hjartaáföll gerast algengari. En — en ef þeir lenda í klandri, þó fó þeir sektir eða dóma á móti kemur svo, að ef var- kárni er ekki sýnd i umferðinni, þá getur það einnig kostað slys eða dauða”, sagði Hjalti. Hjalti sagði, að það væri bagalegt, hversu menn hliðruðu oft illa til fyrir sjúkra- og slökkvibilum i útkalli. Það hefði oft á tiðum valdið stórfelldum vandræðum og seinkað för þessara bifreiða. Hann sagði, að ef menn vikju eða stöðvuöu alveg, i hvert sinn sem heyrðist i bil i útkalli, þá myndi það muna mjög miklu i tima. —Oll — ennþó hefur ekki þurft að leita til Júgóslavíu eftir vinnuafli til Sigöldu A meðan fiskiðjuver og útgerð- armenn kvarta sáran iindan skorti á vinnuafli, má heyra verk- takana við Sigöldu hrósa happi yfir meira en nógu starfsliði. Enn sem komið er virðist þó ekki vera um neina samkeppni að ræða þar á milli. Við Sigöldu starfa um þessar mundir nær einvörðungu þu ngavinnuvélamcnn og aðrir slikir, sem ekki væru Ilklegir til að starfa annars við fiskvinnslu. Þessa dagana eru um þrjátiu manns starfandi við Sigöldu og þar af eru ekki nema þrir eða fjórir Júgóslavar. Þessir menn búa sig undir að grafa fyrir stöðvarhúsinu og vinna við það núna að grafa skurð til þess að veita ánni framhjá, á meðan þeir eru að gera stiflu yfir árfarveg- inn. Þegar liða tekur að vori, tekur þeim svo að fjölga, sem vinna munu að Sigölduvirkjun. Flestir verða þeir um 500 talsins, en það yrði á árinu 1975. Hafa júgóslavn- esku verktakarnir látið sér þau orð um munn fara, að trúlega þurfi ekki að sækja vinnukraft til Júgóslaviu, eins og i fyrstu var álitið. Hér virtust vera nógu margir reiðubúnir til að vinna við virkjunarframkvæmdirnar. Að sjálfsögðu er júgóslavnesku verktökunum skylt að fara að is- lenzkum lögum, en þau mæla svo fyrir, að hingað megi ekki ráða erlenda starfskrafta án þess að leila álits viðkomandi verkalýðs- félags hér. Þá er einnig nauðsyn- legt að fá atvinnuleyfi fyrir hvern og einn einstakan. Og á meðan hér eru nógu margir reiðubúnir til starfa við Sigöldu, verður innflutningur Júgóslava ekki heimilaður. Það er hins vegar óhjákvæmilegt, að hingað komi nokkrir erlendir menn, sem sérfróðir eru um viss atriði, sem að virkjuninni lúta. —■ ÞJIVI ENN EIN SKÁLHOLTSBÓK — sagnfrœðirit um Brynjólf biskup eftir Þórhall Guttormsson, sagnfrœðing Brynjólfur biskup Sveinsson og fjölskylda hans verður væntanlega ofarlega i hugum islcndinga um næstu jól. Isafold mun þessa dagana vera að gefa út bók eftir Þórhall Guttormsson, cand.mag., og heitir sú bók „Brynjólfur biskup Sveinsson”. „Þetta er sagnfræðileg bók og kemur út i flokknum „Menn i öndvegi”, sagði Þórhallur i samtali við Visi. „Bókin snýst ekki um einkalif biskupsins, að undanskildum einum kafla, sem ber heitið „Heimilisböl”. Og það má kannski geta þess, að niðurstaða min varðandi eiðtöku Ragnheiðar er hin sama og þeirra, sem að miðilsbókinni standa: Að . Ragnheiður hafi svarið rahgan eið”. Hefur þú lesið miðils-bókina? „Nei. Ég hef ekki áhuga á þvi ' — væri enda leiðinlegt að tina þar upp villur. Ég trúi þvi ekki, að bókin hafi orðið til með þeim hætti, sem sagt er”. —G G STÆRSTU FARAKTÆKI Á IANDINU? Þessi farartæki niunu vera meðal þeirra slærstu, sem ekið hafa um islenzka vcgi, cn þau eru á leið upp að Sigölduvirkjun, þar sem þau verða notuð til jarðvegsflulninga utan vega- kerfisins. Burðarmagn þeirra er 35 tonn, en tveir bilanna fóru austur i gærdag. Aðrir fim m eru þegar komnir lil landsins og fara austur fljótlega, en cigendur tækjanna eru Júgósla varnir, sem reisa Sigölduvirkjun. Við sjáum glögglcgaámyndinni stærðina á bflunum, en lijólin eru mann- hæðahá. Þeir eru af gerðinni Caterpillar 7B9B, en í gær fóru cinnig austur fleiri stórvirk tæki, jarðýta og hjólaskófla af sömu tegund og bílarnir. Myndin er tckin inn við Borgar- skála, skömmu áður en bilarnir lögðu af stað i gær. —ÞS Stjórnarfrumvarp MIÐAST LANDGRUNN VIÐ 200 MÍLUR „íslendingar hafa þegar skipað sér i hóp þeirra þjóða, sem nú berjast fyrir alþjóðlegri viður- kenningu á rétti strandrikja til 200 milna auðlindalögsögu”, segir i greinargerð fyrir stjórnarfrum- varpi uin heimild fyrir islenzk stjórnvöld til að ákvarða fisk- veiðilögsögu allt að 200 milum. Frumvarpið gengur út á að breyta landgrunnslögunum, frá 1948, sem byggt hefur verið á við allar útfærslur landhelginnar siðan. Sagt er, að nokkuð óvissa hafi verið um það, við hvaða mörk landgrunnið skuli miðað. Hafi verið algengast að miða það við 200 metra dýpi, þegar lögin voru sett 1948. Siðan hafi komið fram margar hugmyndir um skilgrein- ingu á landgrunni og i sumum til- fellum hafi verið miðaö við allt að 2000 metra segir i greinargerð- inni. Vegna óvissu um skilgrein- ingu á hugtakinu „landgrunn” þyki rétt, að fslendingar setji nú skýrari mörk i lög um rétt sinn til lögsögu. —HH MEIRI ÁHUGI FYRIR SIGÖLDU EN FISKI?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.