Vísir - 08.11.1973, Blaðsíða 8

Vísir - 08.11.1973, Blaðsíða 8
8 Vísir. Fimmtudagur 8. nóvember 1973. x 2 — 1 x 2 11. leikvika — leikir 3. nóvember, 1973. Úrslitaröðin: 222 — XIX — 11X — XX2 1. vinningur 11 réttir — kr. 414.000.00: 14358. 2. vinningur: 10 réttir — kr. 9.800.00: 2760 21796 35858 38131 39554 40549 16841+ 22109 37088 38861 40182 40551 18986 23074 37545 39531 40433 41286+ +nafnlaus. Kærufrestur er til 26. nóv. kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöö fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 11. leikviku veða póstlagðir eftir 27. nóv. Handhafar nafnlausra seöla verða aö framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiösludag vinninga. Getraunir — Iþróttamiöstööin — Reykjavik. Skrifstofuhúsnæði til leigu Sjóvátryggingarfélag Islands h.f. flytur i nýtt húsnæði á Suðurlandsbraut 4 um næstkomandi áramót og býður þvi til leigu skrifstofuhúsnæði i húsi sinu Ingólfsstræti 5. Nánari upplýsingar gefur Sigurður Jóns- son, framkvæmdastjóri. Sjóvátryggingarfélag íslands h.f. Auglýsing um skoðun léttra bifhjóla í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur Mánudaginn 12. nóvember R- 1 til R- 50 Þriftjudaginn 13. nóvember R- 51 til R-100 Miðvikudaginn 14. nóvember R-101 til R-150 Fimmtudaginn 15. nóvember R-151 til R-200 Mánudaginn 19. nóvember R-201 til R-250 Þriðjudaginn 20. nóvember R-251 til R-300 Létt bifhjól, sem bera hærra skráningar- númer en R-300 og ekki hafa mætt til aðal- skoðunar, skulu koma miðvikudaginn 21. nóvember. Skoðunin verður framkvæmd fyrrnefnda daga við bifreiðaeftirlitið að Borgartúni 7, kl. 09.00 til 16.30. Sýna ber við skoðun, að lögboðin vátrygg- ing sé i gildi. Tryggingargjald ökumanns fyrir árið 1973 og skoðunargjald ber að greiða við skoðun. Skoðun hjóla, sem eru i notkun i borginni, en skrásett eru i öðrum umdæmum, fer fram fyrrnefnda daga. Vanræki einhver að koma hjóli sinu til skoðunar umrædda daga, verður hann lát- inn sæta sektum samkvæmt umferðarlög- um og hjólið tekið úr umferð, hvar sem til þess næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavik, 6. nóvember 1973. Sigurjón Sigurðsson. „Sjómennskan ekki lengur í tízku" — aukin skattfríðindi og húsnœði úti ú landi myndi fjölga fólki í fiskiðnaði — viðtöl við þútttakendur ó fiskiþingi „Manneklan i fiskiðn- aðinum á ísafirði á án efa eftir að hafa mikil áhrif i vetur, ef ekki rætist úr. Ég held, að fyrst og fremst þurfi að auka ibúðarbyggingar á ísafirði til þess að fá fleira fólk þangað til starfa” sagði Marias Þ. Guðmundsson frá | ísa- firði, en hann er forseti fiskiþingsins, sem haldið er i Reykjavik Marfas l>. Guðniundsson frá lsa- firði þessa dagana. Við ræddum við hann og nokkra fleiri þátt- takendur um mann- ekluna á sjó og landi i fiskiðnaði á hinum ýmsu stöðum á landinu. Marfas sagði, að nú ættu Isfirðingar um 50 rækjubáta og 3 skuttogara og einn væntanlegan. Sagði hann tekjurnar vera svipaðar á rækju og á skut- togurum, en þó væru tekjurnar á togurunum heldur meiri til lengdar. Nýi skuttogarinn er væntanlegur til tsafjarðar um miðjan febrúar i vetur. Vantar mikið á nú, að hægt sé að útvega þvi fólki, sem vinnur við fiskiðnað á tsafirði, viðunandi húsnæði. Meiri skattfriðindi fyrir fók i fiskiðnaði. ,,Það vantar mikið af fólki bæði á sjóinn og til vinnu við fiskinn i landi. Við munum ræða hér á fiskiþinginu um þann möguleika til úrbóta að skattfriðindi verði aukin til muna fyrir fólk, sem vinnuraðfiskiðnaði. Það er enginn vafi á þvi, að manneklan mun hafa mikil áhrif á næstu vertið, ef ekki rætist úr þessu”, sagði Þorsteinn Jóhannesson úr Garði. Verbúðir eru nú i byggingu i Garði og sagði Þorsteinn, að mikið vantaði á að nægileg lán hefðu fengizt til þess að unnt væri að ljúka við þá byggingu, og væri svipað ástand viðar á landinu. ,,Það er allt útlit fyrir, að við verðum að leggja nokkrum bátum vegna skorts á mannskap”, sagði Þorsteinn ennfremur. Engin skilyrði fyrir skuttogara á ólafsfirði ,,Hjá okkur er ekki svo mikil mannekla, nema þá helzt yfir veturinn, en hins vegar eru hafnarskilyrðin mjög slæm. Við erum með einn skuttogara, en höfum i rauninni engin skilyrði fyrir hann”, sagði Sigvaldi Þor- leifsson frá Ölafsfirði. Ölafsfirðingar gera nú út tvo stóra báta og einn skuttogara, og hefur gengið vel að manna bátana. Hins vegar skortir nokkuð á, að nægilegur mann- skapur sé i landi til að vinna úr fiskinum i frystihúsunum tveimur. Þorsteinn Jóhannesson úr Garði ,,Við erum nokkuð bjartsýnir með næstu vertið, og það er mikil gróska hjá minni bátunum. En okkur vantar tilfinnanlega fjár- magn tii þess að bæta höfnina", sagði Sigvaldi ennfremur. 30 milljónir til Hornafjarðar en 600 til Þorlákshafnar ,,Það er augljóst, að ef það kostar Þorlákshöfn 600 milljónir að byggja höfn, þá gerum við litið fyrir 30 milljónir á Hornafirði. Margir halda, að lánið, sem fengið var hjá Alþjóðabankanum vegna gossins i Eyjum, eigi að skiptast jafnt á milli Horna- fjarðar, Þorlákshafnar og Sigvaldi Þorleifsson frá Ólafs- firði. Grindavikur, en það er algjör misskilningur”, sagði Kristján Gústafsson frá Höfn i Hornafirði. Þar eystra vantar mjög sjómenn á flotann og hefur legið við, að leggja þurfi bátum af þessum sökum. Hornfirðingar eiga nú um 15 báta, en engan skuttogara, en stefna að þvi að fá skuttogara þangað austur. Ekki hefur verið teljandi skortur á fólki til vinnu i frystihúsinn, en vegna húsnæðis- leysis hefur sumt af þessu fólki þurft að búa á hótelinu. ,,Ég held ekki, að neitt leysist við það að auka skattfriðindi sjó- manna. Sjómennskan er bara ekki lengur i tizku. Þetta er hugarfarsbreyting hjá þjóðinni”, sagði Kristján. Hornfirðingar leggja nú mikla áherzlu á að byggður verði hafnargarður úr Einholtsklettum út i Hvanneyjarsker, sem gæti orðið lifhöfn fyrir Hornfirðinga Er ljóst er, að ekki verður mikið gert fyrir þær 30 milljónir, sem Hornfirðingum eru ætlaðar af láni Alþjóðabankans. —ÞS Kristján Gústafsson frá Höfn i Hornafirði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.