Vísir - 08.11.1973, Blaðsíða 5

Vísir - 08.11.1973, Blaðsíða 5
í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Vlsir. Fimmtudagur 8. nóvember 1973. Þannig lítur skopteiknari brezka blaOsins „Sun” á afstöðu EBE og yfir- lýsingu utanrfkisráðherranna niu. ,,Jé, já, herra — við lofum að láta engan hafa með okkur" Á reki í 6 daga Bandariska strandgæzlan fann I fyrradag konu cina, sem haföi veriöá reki á fleka i Karfbahafinu f sex daga.. Tveir menn, sem ætiuðu að synda i iand, eru taldir af. Hefur ekkert til þeirra spurzt og þykir liklegt, að þeir hafi örmagnazt á sundinu og drukknað. Menn þessir voru dr. Zerhouni, oliusérfræðingur frá Alsir, og Jean Ives Bergbeder, franskur hag- fræðingur. Flugvél strandgæziunnar kom auga á fleka á reki suöur af Puerto Rico og gerði skipum strand- gæzlunnar viðvart. Þau þrjú höfðu lagt af stað frá smárfkinu St. Kitts á miövikudag í siöustu viku og voru á leið til Nevis. Bilun varð i utanborösmótor gúmflekans, og þegar hann hafði rekið svo langt.að einungis þrjár milur voru eftir til Nevis, reyndu mennirnir að synda I land. Það var fyrir sex dögum. Siðan hefur konan verið ein á flekanum, en þraukað þrátt fyrir þorsta og hungur. Líður að brullaupi Þetta er aðaiekill Bretlands- drottningar, Arthur Showell, með eykið, sem brúðhjónin ungu, Anna prinsessa og Mark Philips, munu sitja I, þegar þau aka um Lundúnaborg þann 14. nóvember, en þann dag fer hjónavigslan fram. Aðeins einn hestur verður spenntur fyrir skrautkerruna, grái gæöingur- inn Rio, sem lét tilleiöast að stilla sér upp með Showell fyrir Ijósmyndarann. Afvopnunartil- raunir yfirskin" segja Kínverjar og fullyrða, að hœttan ó kjarnorkustyrjöld sé meiri nú en óður Fulltrúi Kina hjá Sam- einuðu þjóðunum sakaði i gær Rússa um að vinna að afvopnun og friði með vinstri hendinni, en reka yfirgangs- og útþenslu- stefnu með þeirri hægri. Wang Ming-Hsiu, full- trúi Kina, kallaði afvopnunarumleitanir Rússa huliðsreyk og krafðist hann þess, að Sovétrikin og Bandarikin lýstu þvi yfir, að þau skyldu ekki verða fyrst til þess að beita kjarnorku- vopnum. Sovétmenn svöruðu um hæl fullum hálsi og sögðu, að Kinverjar hefðu fjandsamlega og algerlega neikvæða afstööu til afvopnunar og aukins alþjóðlegs öryggis. — Og nokkrir fulltrúar annarra rikja létu I ljósi óþolinmæði vegna mis- heppnaðra tilrauna stórveldanna ti! þess að ná samkomulagi um afvopnun kjarnorkuvopna. „Smærri rikin” sagði Templeton, fulltrúi Nýja Sjálands „eru að missa þoíinmæðina meö alveg undursamlegri hæfni stórveldanna til þess að taka afstöðu, sem þau vita fyrirfram, að hinn aðilinn getur aldrei samþykkt”. Þessar umræður urðu á alls- herjarþinginu i gær i stjórn- málanefndinni, en þar er orðinn fastur árlegur viðburður, að umræður verði þar um afvopnunarmál. — Nokkur riki höfðu að þessu sinni borið fram tillögu um bann við öllum tilraunum með kjarnorkuvopn. „Dagblað alþýðunnar” i Kina hafði i leiðara sagt, að hættan á kjarnorkustyrjöld hefði aukizt siðustu árin i stað þess að minnka. Og var þar gagnrýnt harðlega samkomulag Nixons og Brezhnevs til þess að koma i veg fyrir kjarn- orkustyrjöld og bent á, að ekki ein einasta grein þess samkomulags tæki fram, ,,að Sovétrikin og Bandarikin mundu halda sig frá þvi að beita kjarnorkuvopnum”. „Það blasir við”, segir i leiðaranum”, að Sovétrikin hafa unnið sér frest með alls konar sam- komulagsgerðum um falskar afvopnunartilraunir og reyna að nota þann frest til þess að komast upp að hlið Bandarikjanna og helzt fram ú þeim i hernaðarstyrk”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.