Vísir - 08.11.1973, Blaðsíða 12

Vísir - 08.11.1973, Blaðsíða 12
Fjölhœfni Ólafs kaffœrði Víkinga w m — og Islandsmeistarar Vals unnu fyrsta leik Islandsmótsins með sex marka mun — 24:18 Ágúst Ögmundsson Val skoraði fyrsta markið i 1. deildar- keppni íslandsmótsins, eftir góða linusendingu frá Gunnsteini Skúla- syni. Það tók Valsmenn hátt i þrjár minútur að koma knettinum i mark Vikinga. Fyrsta sóknar- lota þeirra var löng og fjórum sinnum reyndu þeir markskot en án árangurs. Sigur Vals lá alltaf i loftinu og eftir tólf minútna leik voru þeir komnir sex mörkum yfir 7-1. Lokatölurnar urðu 24-18, þeim i vil. Athyglisverðast i leiknum var kannski það hve fjölhæfni Ólafs Jónssonar kom vel fram. Ólafur, sem átti góðan leik með lands- liðinu fyrir nokkrum dögum, stöðugt ógnandi og uppbyggjandi fyrir skotmennina. 1 leiknum gegn Vikingum i gær skoraði hann sjö mörk og átti flestar linu- sendingar. Dýrmætur leikmaður Ólafur — bæði fyrir Val og lands- liðið. Eina skiptið, sem Vikingar náðu jöfnu var, þegar Einar Magnússon skoraði föstu lang- skoti og jafnaði 1-1 fyrir Viking i byrjun leiksins. Einar gerði einnig annað mark Vikinga, þegar hann hljóp inn i Valsvörn- ina og sendi knöttinn i netið. En það var ekki fyrr en á 13. minútu hálfleiksins og eftir það mark var staðan orðin 7/2 — fimm marka munur fyrir Val og þann mun áttu Vikingar aldrei möguleika á að vinna upp. Rétt á eftir varði Ólafur Bene- Nýjasta Vika er óvenju glæsileg. Hún er 68 síður að stærð, þar af eru 36 síður litprentaðar á myndapappír. Sérstakur BLAÐAUKI fylgir með fallegum litmyndum af tízkufatnaði unga fólksins á íslandi. í þessu blaði hefst hin vinsæla JÓLAGETRAUN VIKUNNAR, en vinningar eru 500 leikföng af ýmsum stærðum og gerðum. — Af ef ni blaðsins má nefna palladóm eftir Lúpus um Svövu Jakobsdóttur, alþingismann, og viðtöl við Margréti Guðmundsdóttur, leikkonu, og Ingveldi Einarsdóttur, sem lauk bílstjóraprófi næst fyrst íslenzkra kvenna. NO KEMST ENGINN ■ ■ ■ ■ HJA ÞVI ■ ■ -ja ■ M ^ssam____________~ AÐ KAUPA VIKUNA ■ ■ ■ Rf ■■ TIZKUFATNAÐUR UNGA FOLKSINS j't'i Ikvl ♦ Pfl fá i*| lil iti rrs ♦ rrs i ♦ fei itpi | ■ «!> | rjLj't'B ItHtl ÍtUÍ 6^1 ufl M'n ywj diktsson vitaskot frá Einari Magnússyni. Stefán Halldórsson hafði komizt inn i sendingu hjá Valsmönnum og eftir hraðaupp- hlaup var Skarphéðinn kominn frir inn á linu, þegar brotið var á honum og dæmt viti. barna á eftir kom upp undir fimm minútna leikkafli, sem eng- in mörk voru skoruð. Ólafur Jóns- son tók siðan af skarið og sendi knöttinn i netið-stöngina og inn. Rétt á eftir gerði Jón Hjaltalin Magnússon þriðja mark Vikinga og komst þar með á blað. Sóknar- leikur Vikinga byggist eðlilega mjög i kringum stórskytturnar tvær, þá Jón Hjaltalin og Einar Magnússon. Yfirleitt virkaði sóknarleikur þeirra þannig að eitthvað vantaði — eitthvað, sem verið væri að reyna að fá fram. Hraðinn var ekki mikill og oft stöðvaðist sóknin alveg og öll ógnun hvarf úr leiknum. Valsmerin höfðu nánar gætur á þeimJóniHj. og Einari og þó þeim tækist að gera 12 mörk samtals, nægði það engan veginn til að halda i við Valsmenn. Staðan i hálfleik var 11 mörk gegn 5 — örugg Vals forusta. Einar Magnússon gerði sjötta mark Vikinga strax i byrjun siðari hálfleiks og Ólafur Jónsson svaraði i sömu mynt strax á eftir, þegar hann brunaði inn i hægra horninu og skoraði. Ekki batnaði staðan fyrir Viking og komust Valsmenn i sjö marka forskot á áttundu minútu, þegar Ágúst ögmundsson gerði þeirra fjórt- ánda mark eftir góða linusend- ingu frá Ólafi Jónssyni. Mark leiksins skoraði Einar Magnússon nokkrum minútum siðar, — þrumuskot fyrir utan punktalinu og enginn áttaði sig fyrr en knötturinn hvein i netinu. — Sannarlega mark, sem ekki sést nema kannski einu sinni eða tvisvar á vetri. Markamunurinn var siðan þetta fimm til sex mörk — Valsforustan örugg. Gisli Arnar, sem fékk knöttinn sendan á linu á tuttugustu minútu sendi knöttinn til Hermanns, sem einnig var á Amerískar kuldaúlpur Stærðir 8-20 og XS. S.M.L. XL. Sendum i póstkröfu. VINNUFATABÚÐIN Laugavegi 76 og Hverfisgötu 26. Sími 15425. Landsliðsmaðurinn Ágúst ögmundsson, Val, skoraði fyrsta markið á islands- mótinu. linunni og skoraði. Laglega gert hjá Gisla. Siðustu minútur leiksins voru ekkert til að hrópa húrra yfir, varnir beggja liða opnuðust og allt var á ferð og flugi. Valsliðið er greinilega ekki eins gott og i fyrravetur en sigur þeirra i þess- um leik 24-18 var sanngjarn og tvö stigin vafalaust kærkomin i stiga- safnið. Vikingsliðið með stórskytturn- ar Einar og Jón Hjaltalin sem aðalmenn, blandar sér varla i baráttuna um fyrstu sætin i vetur. Liðið er þó þannig — með góða einstaklinga, sem oft sýna góða hluti — að þeir geta hvenær sem er ógnað flestum liðum. Ólafur Jónsson var marka- hæstur Valsmanna með sjö mörk, Gisli Blöndal gerði 6, Hermann og Agúst þrjú, Bergur tvö og Stefán, Jón Karlsson og Gunnsteinn eitt hver. Einar Magnússon gerði sjö mörk fyrir Viking, Jón Hjaltalin fimm, ólafur Fr. og Guðjón Magn. tvö hver, Skarphéðinn og Viggó eitt hvor. — ÓG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.