Vísir - 08.11.1973, Blaðsíða 4

Vísir - 08.11.1973, Blaðsíða 4
4 Vísir. Fimmtudagur 8. nóvember 1973. Allt að 2/0 ára fangelsi fyrír „kynþáttahatur" Sumir segja, að (s- lendingar séu í raun- inni miklir „kynþátta- hatarar", en það fer að verða dýrt, ef satt er. Sektir, varðhald eða allt að 2ja ára fangelsi bíður „kynþáttahat- ara", ef Alþingi samþykkir stjórnar- frumvarp, sem kom fram í fyrradag. Sú verður þá refsing hvers, sem „meö háöi, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar eða trúarbragða,” eins og segir i frumvarpinu. „Bæði orð og annarskonar viljatjáning falla undir hið refsiverða svið, svo sem til dæmis myndir,” segir i athuga- semdum. „Með orðinu hæða er meðal annars átt við lltilsvirð- andi háttsemi, svo sem að teikna myndir eða birta þær, sem lút að útliti einstakra kynþátta, sem til háðs má telja,” stendur þar. „Verknaður er bundinn við háttsemi, sem höfð er uppi opinberlega, enda þykir of langt gengið að lýsa til dæmis háð refsivert, ef slfkt á sér stað i einkasamtali,” segir i athugasemdunum. Þá er tekið fram, að um veröi aö ræða að háttseminni sé beint gegn hópi, ef hún eigi að vera refsiverð, en þó segir það ekki alla sögu. Þannig segir, að sé til dæmis ummælum, myndagerö og slíku beint aö einstaklingi, þá geti verið, að með þvi sé gefið til kynna háð, smánun eöa rógur um hóp manna, þar sem ein- staklingur „er talinn tákn fyrir heild”. 1 þvi tilviki sé unnt að beita refsiákvæðinu. Ennfrem- ur sé „ekki útlokaö” að beita ákvæðinu um ummæli, sem séu höfð i frammi á vettvangi, sem ekki teljist opinber,” ef viðkomanda gat ekki dulizt, að þau myndu verða eftir honum höfð á opinberum vettvangi, til dæmis i blaöi,” segir I athug- semdum frumvarpsins. Þó er tekið fram, aö I slfkum tilvikum „geti orðið torvelt að sanna,” að um refsivert athæfi sé að ræða. Verknaöurinn verður aö vera framinn af ásetningi, ef hann á að teljast refsiverður, segir i at- hugasemdunum. Kefsingar eru sagðar svipaðar og i lögum annarra Norðurlanda. Frumvarpið er samið af hegningalaganefnd. I henni áttu sæti, þegar um það var fjallað, Armann Snævarr, hæstaréttar- dómari, sem var formaður, Jónatan Þórmundsson prófess- or, Þórður Björnsson yfirsaka- dómari og Valdimar Stefánsson saksóknari rikisins. Frumvarpið er fram komið I framhaldi samnings, sem Sameinuðu þjóðarinnar beittu sér fyrir og var gerður I desember 1965. Laganefndir á öðrum Noröurlöndum hafa at- hugað hvaða lög þyrfti að setja þess vegna og er töluvert stuðzt við það hér. — HH Satt að segja færðu ótrúlega mikið fyrir peningana í Heilsuræktinni TÖKUAA T.D. ALMENNA ÞJÁLFUN 2 X í VIKU — í ÞVÍ NÁMSKEIÐI FELST: „TfJbúfifii að leggja veginn" — segir Sverrir 50 min. líkamsþjálfun ásamt jógaæfingum og jógaslökun og síðan frjáls afnot að eigin vild af kerlaugum með hvera- vatni, sauna, sturtuböðum, háfjallasól, infrarauðum Ijósum, hvildarbekkjum, hvíldartækjum og þrekþjálfunartækjum. Og hvað kostar svo þetta allt saman? Runólfsson — vantar bara valtara, fiefif og tank — skal leggja slitlag Jú, 3ja mán. námskeið kostar fyrir einstaklinga kr. 2 þús. á mánuði ef allt námskeiðið, kr. 6 þús., er greitt í einu eða tvennu lagi, og fyrir hjón aðeins3.167.00á mánuði. HEILSURÆKTIN GLÆSIBÆ SÍMI 85655 Auglýsing um innlausnarverð verðtryggða spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNAR- TÍMABIL INNLAUSNARVERÐ x) 10.000 KR. SKÍRTEINI 1964 10.01.74—10.01.75 KR. 76.028,- 1965-2.FL. 20.01.74—20.01.75 KR. 52.489,- 1966-2.FL. 15.01.74—15.01.75 KR. 44.964,- 1968-l.FL. 25.01.74—25.01.75 KR. 37.334,- 1968-2.FL. 25.02.74—25.02.75 KR. 35.310,- 1969-l.FL. 20.02.74—20.02.75 KR. 26.560,- X) Innlausnarvcrð cr höfuöstóll, vextir, vaxtavextir og veröbót. Innlausn spariskirteina rikissjóðs fer fram i afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skirteinin. Sala verðtryggðra spariskirteina i 2. flokki 1973 er nú hafin hjá venjulegum söluaðilum. Reykjavik, 7. nóvember 1973. SEÐLABANKI ÍSLANDS á allan Þingvallaveginn nœsta vor ,,f:g ætla að sanna ágæti þessarar tækni i þessum mánuði”, sagði Sverrir Kunólfsson, vegagerðarmaður, sem Visir ræddi við i morgun. „Ég hef hrærivélina, sem til þarf, ég flutti ekki inn alla véla- samstæðuna, en ég get sannað mitt mál með þvi að nota hræri vélina, en þá þarf ég að fá að láni veghefil, valtara og tank”. — Þú hlýtur að fá svoleiðis tæki strax? „Nei, það er nú hængurinn á — það gengur illa. Við höfum veriðað reyna hjá Reykjavikur- borg núna siðast, en það hefur gengið illa”. Fáirðu þessi tæki, ferðu þá upp á Kjalarnes með þau og malbikar kaflann frá Ártúnsá að Tiðaskaröi? „Nei — þar vantar allt undir- lag. Þessi kafli, sem mér var skammtaður þarna á Kjalar- nesinu, er bara einhvers staðar úti i mýri. Ég þarf undirlag. Gamian veg, það væri það bezta. Mér hefur helzt komið til hugar afleggjarinn til Þorláks- Æafnar. Þar eru frábærar aðstæður. Ég þarf bara að blanda bindiefni i grunnefnið á staðnum — þvi er hrært saman | og sett i einn hrygg á miðjan veginn, og siðan koma veg- hefillinn, valtarinn og tankur- inn”. Og þú ert tilbúinn núna i nóvember? „Já, já — og það, sem ég vil taka fram, er aðeins þetta: Ég vil, að vegir séu lagðir hér með fullkomnustu tækni, sem völ er á, fyrir eins litið fé og hægt er. Ég skal setja varanlegt slitlag á Þingvallaveginn árið 1974. Við hljótum að gera það fyrir hátiðarhöldin á þvi merkisári — en fyrst verð ég að fá að sanna mitt mál, og það núna”. Og það er aðeins einn valtari, einn veghefill og einn tankur, sem stendur i vegi Sverris. —GG lllo við hippana Idi Amin forseti Uganda hefur gefið öryggissveituni lands sins fyrirmæli um að handtaka alia hippa i landinu, samkvæmt fréttum Nairobi-útvarps- ins. Það var haft eftir honum, að hann hafði sagt stjórn sinni, að meðan Uganda byði ferðamenn velkomna til landsins, þá kærði það sig hins vegar ekkert um hippa. „Enginn i þessum heimi kærir sig um hippa”, var haft eftir forsetanum. 0g settu því Holl- land í olíubann SAUDI Arabia setti Holland i olíu- bann i siðasta mánuði vegna þess að hoilenzka stjórnin hunzaði úrslitakosti Feisals konungs um að lýsa opinber- lega yfir stuðninga við Araba, „eða”. Þetta fullyrðir timaritið As Sayyad i Beirút I gær, en getur þó engra heim- ilda að þessari frétt sinni. Blaðið heldur þvi samt fram, að þessir úr- slitakostir hefi verið settir fram i sendiráði Hollands i Jidda I Saudi Arab.iu og eins kunngerðir rikisstjórn Hollands af sendiherra Saudi Arabiu i Amsterdam. Blaðið segir, að Feisal konungur hafi gefið Hollendingum tveggja daga frest til þess að birta yfirlýsingu um stuðning við málstað Araba i deilunni við Israelsmenn. Til Venus Mercury-eldflaug, sem ber heitiö Mariner 10, var skotið á loft um helgina frá Canaveral-höfða I átt til Venusar. Þetta 500 kg geimfar, sem sést hér á myndinni fyrir neðan lyftast frá jörðu, mun koma að Venusi snemma árs 1974 til rannsókna. Hins vegar hefur verið frestað að skjóta á loft geimförunum þrem, sem eiga að annast lokaáfangann i Sky- lab-geimstööinni. Vegna bilunar var hætt við skotið og mun því verða frestað i 5 daga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.