Vísir - 08.11.1973, Blaðsíða 10

Vísir - 08.11.1973, Blaðsíða 10
Vísir. Fimmtudagur 8. nóvember 1973. Visir. Fimmtudagur 8. nóvember 1973. Umsjón: Hallur Símonarson Bakvörðurinn Alec Lindsay hjá Liverpool var Arsenal erfiður sl. laugardag. Eftir aukaspyrnur hans voru bæði mörk Liverpool skoruð, en meistararnir sigruðu Arsenal með 2-0. Á myndinni eltir Lindsay knöttinn eftir að hafa haft betur i viðureign við Ray Kennedy, sem liggur á vellinum Fyrsta tipp ó leikár- inu gaf 411 þús. kr. Enn kom upp stórvinn- ingur i getraununum um siðustu helgi. Aðeins einn seðill fannst með ellefu réttum og kom þar í hlut 411 þúsund krónur. Potturinn var aðeins minni en vikuna á undan. Það var kona, sem átti seðilinn með 11 réttum — fyrsta tipp hennar á þessu leikári. Þá komu ekki fram margir seðlar með 10 réttum — aðeins 18 — og þar kom i hlut 9800 krónur. Tólfti seöill leikársins viröist bjóða upp á marga heimasigra og spá blaðs- ins er þvi þannig: Birmingham-Southampton x Burnley-Leeds Chelsea-Everton Ipswich-Derby Leicester-Newcastle Liverpool-Wolves Manch.City-Arsenal QPR-Coventry Stoke-Norwich Tottenham-Manch.Utd West Ham-Sheff .Utd Luton-Bolton x 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 A siöasta leiktimabili gerðu Birmingham og Southampton jafntefli —það var fyrsta ár Birmingham i 1. deild i langan tima. Burnley og Leeds hafa ekki leikið saman i i 1. deild i þrjú ár. Þá sigraöi Leeds i Burnley — áður var jafntefli og tveir Burnley-sigrar. Chelsea, hið óútreiknanlega lið úr miöri Lundúnaborg, hefur gert jafn- tefli viö Everton i fimm af siðustu sex leikjum liðanna á Stamford Bridge. Jafntefli virðist þvi liklegt, en við höfum meiri trú á Chelsea et'tir hina góðu leiki liðsins að undanförnu. Ipswich vann Derby i fyrra — og hefur nú ekki tapað leik i langan tima. Við spáum lika Leicester sigri vegna þess, að allir beztu sóknarmenn Newcastle eru frá leik. Liverpool hefur unnið alla deildaleiki sina heima — og úlfana siöustu þrjú árin á Anfield. Arsenal vann á Maine Road i Manchester i fyrra, en er ekki sama lið nú. QPR er i hvað mestri sókn allra liða 1. deildar — en stöðugt sigur á ógæfu- hliö hjá Coventry. Stoke vann Norwich á heimavelli á siðasta leiktimabili — fyrsta ár Norwich i 1. deild. Totten- ham hefur unnið Manch.Utd. tvivegis á heimavelli siöustu fimm árin — tvisvar jafntefli. Þrátt fyrir slæma stöðu eru batamerki á West Ham liðinu. Sigur gegn Sheff Utd. kæmi sér nú vel. Rétt er þó að hafa i huga, að West Ham hefur engan heimaleik unnið enn — þrjú jafntefli, fjögur töp. Luton er eitt bezta lið 2. deildar og tap- laust heima. Bolton, það gamalfræga lið, á niðurleið eftir góöa byrjun. Gunnar var í landsliðsstuði varði 9 línuskot, eitt vítil — og Haukar nóðu jafntefli á nýbakaða Reykjavíkurmeistara Fram í 1. deildinni, 19-19. Gunnar Einarsson markvörður Hauka var sannarlega i essinu sinu i gær i leiknum á móti Fram og hreinlega sá um, að annað stigið i leiknum fór til Hafnar- fjarðar. Alveg eins og i landsleiknum varði hann glæsilega á örlaga- Leeds komst ófram — Albert var eftirlitsmaður á leiknum í Edinborg í gœr Leeds komst áfram i UEFA-keppninni i gær á kostnað Hibernian i siðari leik liðanna i Edinborg i gær. Jafntefii varð 0-0 eins og i fyrri leiknum i Leeds — en i vitaspyrnukeppni eftir leikinn hafði Leeds betur. Ipswich komst einnig áfram i sömu keppni, þó svo liðið tapaði leik sinum i Rómaborg i gær 2-4 gegn Lazio. Ipswich vann heima- leik sinn 4-0 og þvi 4-6 samanlagt, Hins vegar féllu Úlfarnir út í gær I, UEFA-keppninni, þó svo þeir næðu stórsigri gegn Lolomotiv Leipzig 4-1. Þýzka liðið vann fyrri ieikinn 3-0 og markatalan var þvi, jöfn 4-4, en útimark Leipzig-liðs- ins í gær taidi tvöfait. Þá vann Tottenham góðan sigur i sömu keppni gegn Aberdeen I gær — 4-1 á leikvelli sinum I Lundúnum. Fyrri leiknum lauk með jafntefli 1-1. Meistarar Ajax slegnir út Það er þjóðarsorg í Hollandi — dýrlingar landsmanna, leik- menn meistaraliðsins Ajax, voru slegnir út i Evrópubikar- keppninni í Sofia í gær, svo þeir verða nú af Evrópu- meistaratitlinum, sem Ajax hefur haldið síðustu þrjú árin. Eftir fyrri leik liðanna á leikvelli Ajax i Amsterdam sigruðu Hollend- ingarnir aðeins með 1-0. Sofiuliðið CSKA var þvi talið hafa góða mögu- leika að komast i þriðju umferð. Það reyndist rétt. 1 gær lék búlgarska liðið snilldarlega og vann með 2-0, og þar með var draumur Ajax búinn. Liðið hefur ekki verið hið sama og áður eftir að Johan Cruyff var seldur til Barcelona i haust. Hann var aðal- markskorari liðsins og eftir að hann fór til Spánar hefur leikmönnum Ajax gengið heldur illa að skora mörk. Það kom áþreifanlega fram i leiknum i Sofia i gær. Þrátt fyrir allgóð tækifæri tókst Ajax ekki að skora. Enn meira áberandi var þetta i fyrri leik liðanna i Amsterdam — þá sótti Ajax nær lát- laust, en uppskeran var aðeins eitt mark. 1 sömu keppni tókst Skotlands- meisturunum, Glasgow Celtic, að merja sigur gegn Danmerkurmeistur- unum frá i fyrra, Vejle Boldklubb. Lið- in léku i Velje á þriðjudag og sigraði Celtic með eina markinu, sem skorað var i leiknum. Það nægði, þvi jafntefli varð i leik liðanna i fyrri leiknum á Parkhead i Glasgow, 0-0. Bobby Lennoc skoraði mark Celtic. Bayern Munchen, sem talið var i mikilli hættu, tókst að komast i þriðju umferðina i Evrópukeppni meistara- liða — þeirri sömu og við höfum sagt frá hér á undan. Bayern lék i gær i Dresden við Dynamo. Um úrslit i leiknum vitum við þvi miður ekki — fjarritasamband við útlönd er alveg i molum — ekki stafur af viti á NTB og AP. Eftir fyrri leik liðanna, sem háður var á Olympiuleikvanginum i Munchen, sigraði Bayern með 4-3 i stórskemmtilegum leik. Þeir Muller, Beckenbauer og Co. hafa þvi haldið jöfnu eða unnið austur-þýzka liðið i gærkvöldi. 1 1. umferð keppninnar kom Dynamo mjög á óvart og sló italska meistaraliðið Juventus út. t gær sögðum við frá þvi, að Rauða stjarnan frá Belgrad sigraði Liverpool i Evrópukeppninni. Um önnur úrslit vitum við ekki. Sarja, Sovétrikjunum, lék við Spartak Trnava, Tékkó- slóvakiu — Alletico Madrid gegn Dynamó Búkarest, og ætti spánska liðið með 2-0 forustu frá leiknum i Rúmeniu að komast áfram og Brugge, Belgiu, lék við Basel Sviss — t átta liða úrslit keppninnar eru sem sagt þessi lið komin. Rauða stjarnan,, Bayern Munchen, CSKA, Sofia, Ujpest Dosza og Celtic — og sennilega hafa bætzt við þann hóp Atletico, Brugge og Sarja. Ujpest Dosza og Benfica léku i Budapest i gær og sigraði ungverska liðið með 2-0. Eusebio og félagar hans eru þvi úr leik — unnu fyrri leikinn með aðeins eins marks mun. Síðustu fréttir Nokkru áður en blaðið fór i prentun fréttum við, að Spartak hefðikomizt i átta- liða úrslit. Sigraði sovézku meistaranna Sarja með 1-0. Jafntefli varð i leiknum i Tékkóslóvakiu 0-0. Þá vann Bayern Munchen leik sinn i Dresden með 3-1. stundum og hélt marka- muninum stöðugt innan þeirra marka, að Haukar drógust aldrei verulega aftur úr Frömurum. Gott dæmi um þetta er, þegar hann varði vitaskot Axels á 13. minútu síðari hálfleiks. Skot Björgvins hafði farið stöng I stöng og siðan út aftur en brotið var á Björgvini, en Gunnar varði skot Axels eins og áður sagði. Þá var staðan 14-13 fyrir Fram og Haukar nær búnir að vinna upp forskot Framara, sem var fjögur mörk i byrjun hálfleiksins — tólf mörk gegn átta. Stefán Jónsson gerði fyrsta mark leiksins fyrir Hauka, en Björgvin jafnaði strax fyrir Fram eftir hraðaupphlaup. Leikurinn var i járnum alveg þangað til að llða tók á seinni hluta fyrri hálf- leiks, að Fram náði tveggja marka forustu eftir að Stefán Þórðarson og Pálmi Pálmason höfðu báðir skorað með lang- skotum. Var þetta bezti hluti sóknarleiksins hjá Fram og náði liðið aldrei betur saman en þennan tima. Dýrðin stóð þó ekki lengi og Hörður Sigmarsson og Ólafur ólafsson komu stöðunni aftur I 7-7. Axel Axelsson, markakóngur- inn úr landsleiknum við Frakka á dögunum, bætti siöan einu marki viö. Það var sannarlega „skot a la Axel” og engan veginn verj- andi. Annars bar ekki mikiö á Axel i þessum leik. t lok hálfleiksins var staðan orðin 11-8 fyrir Fram. Fyrri hálfleikur byrjaöi með marki Björgvins en siðan tók Gunnar Einarsson til sinnai ráöa og varði tvö linuskot frá Björgvin og eitt frá Arnari Gunnlaugssyni. Gunnar lét ekki þar við sitja i leiknum, en varði til viðbótar linuskot frá Sigurbergi, Pálma og einnig tvö frá Björgvin . Svo sannarlega mega Haukar þakka honum stigið, sem þeir kræktu i heldur óvænt i þessum leik. Þrýstingur ó Albert Formaður KSÍ, Albert Guðmundsson, var eftirlits- maður Evrópusambandsins á leik Hibernian og Leeds i Edinborg I gærkvöldi — en hann er væntanlegur heim aftur á föstudag. Þing Knattspyrnusambandsins verður nú um helgina — og þar verður kjörinn nýr for- maður. Albert Guðmundsson er ákveðinn I þvi að láta af störfum scni formaður KSt — hann bókstaflega kemst ekki yfir allt, sem hann hefur á sinni könnu. Hins vegar má reikna með þvi, að mikill þrýstingur verði á Albert á þinginu um heigina um að haida áfram störfum. Ólik- legt er þó, að hann gefi eftir og má þvi fastlega vænta þess.að Ellert Schram verði næsti formaður KSl. Þrir aörir stjórnarmenn eiga að ganga úr stjórn — Jens Sumarliðason, Jón Magnússon og Hreggviður Jónsson. Allar likur eru á að þeir verði endurkjörnir — kannski er Hreggviður I ein- hverri hættu með sæti sitt. Báráttan var i algleymingi allan siðari hálfleikinn. Framarar héldu þó alltaf forust- inni þar til á 18. mínútu, þegar Guðmundur Haraldsson komst inn hægra megin og gerði sextánda mark Hauka — 16-16. Siðan skaut Hörður Sigmarsson af færi 17-16 fyrir Hauka. Fór nú að fara um Framaðdáenduc Ætluðu nýbakaðir Reykjavikur- meistarar að tapa tveim fyrstu stigunum i Islandsmótinu i fyrsta leik? Ekki bætti úr að Gunnar varði i þessu bili linuskot frá Björgvin. Pálmi jafnaði 17-17. Ólafur gaf á Hörð hægra megin á linunni — 18-17 fyrir Hauka. Sigurbergur jafnar fyrir Fram, og Pálmi nær forustunni, þegar hann kemst i gegn vinstra megin — 19-18 fyrir Fram. Ofsaleg spenna var i leiknum og sigur Hauka lá i loftinu. Framarar voru að missa tökin. Sá eini þeirra, sem ekki virtist fara úr jafnvægi var Pálmi og hann batt spilið saman. Hörður Sigmarsson komst inn á linu, þegar þrjár minútur voru eftir og jafnaði 19-19. Rétt á eftir átti hann tvö skot i stöng. Nú voru aðeins tæpar tvær minútur eftir, Fram var i sókn. Pálmi komst inn vinstra megin og skýtur en Gunnar ver enn einu sinni. Ensku bikar- meistararnir slegnir út! Bikarmeistarar Eng- landS/ Sunderland úr 2. deild, sóttu ekki gull í greipar Sporting Lissabon í gærkvöldi 1 Evrópukeppni bikarhafa. Portúgalska liöið sigraði með 2-0 og sló þar með Sunderland úr keppninni. Þetta var fyrsta tap Sunderland i sextán bikarleikjum — en liðið vann fyrri leikinn á heimavelli sinum, Roker Park, með 2-1, Sporting heldur þvi áfram á markatölunni 3-2 samanlagt. Afar skemmtilegur leikur vari Glasgow i sömu keppni milli Rangers og Borussia Mönchen- gladbach, sem voru mótherjar Vestmannaeyinga i fyrstu umferð Rangers sigraði með 3-2, en það nægði skammt, þvi þýzku bikar- meistararnir sigruðu i fyrri leikn- um með 3-0 — sem sagt 5-3 samanlagt. Meistararnir frá i vor i Evrópu- keppni bikarhafa AC Milanó komust i átta-liða úrslit. 1 Vinar- borg i gær sigraði italska liðið með 2-0 og var það gott afrek þvi fyrri leiknum ( i Milanó — lauk með jafntefli án þess mark væri skorað. Norður-irska liðið Glentoran komst áfram i keppninni á kostnað Brann i Bergen og er það i fyrsta skipti, sem irskt lið kemst i átta-liða úrslit i Evrópukeppni. Glentoran vann 3-1 i Belfast i gær, en i fyrri leiknum i Bergen varð jafntefli 1-1. Þá komst Saloniki, Grikklandi, áfram á kostnað Olympique Lyon, Frakklandi. Vann i Saloniki I gær með 4-0, en jafntefli varð i Lyon 3-3. t UEFA-keppninni i gær vann hollenzka liðið Twente stærsta sigurinn i hinum ýmsu Evrópu- mótum. Það sigraði Panachaiki Patras, Grikklandi, með 7-0 á heimavelli sinum. t fyrri leiknum i Grikklandi, varð janftefli 1-1. Um önnur úrslit i Evrópu- mótunum er blaðinu ekki kunnugt. 34 sekúndur eftir — Haukar voru með knöttinn, brotið á Herði á linunni, en ekkert verður úr fri- kastinu. Fram nær knettinum og sækir fram, þeir missa knöttinn — ná honum aftur og fá frikast og siðan annað en leikurinn er búinn. Haukar kræktu sér óvænt i annað stigið lokastaðan 19 mörk gegn 19. Hetja dagsins var sannarlega Gunnar Einarsson, sem varði glæsilega. Hörður Sigmarsson var marka- hæstur Hauka með sjö mörk, Stefán Jónsson gerði fimm. Ólafur Ólafsson fjögur, Guðmundur Haraldsson tvö og Sigurður Jóakimsson eitt. Hjá Fram gerðu þeir Stefán Þórðason og Pálmi Pálmason fimm mörk hvor, Axel Axelsson fjögur, Björgvin Björgvinsson þrjú og Arnar og Sigurbergur eitt hvor. —ÓG Hörður Sigmarsson gnæfir yfir vörn Fram og sendir knöttinn i markið. Ilann var markhæstur Hauka með sjö mörk i leiknum. Ljösmynd Bjarnleifur. Avocado Nýi Ijósgrœni liturinn frá ' Svíþjóð Eldavélar, uppþvottavélar, kœliskápar, frystiskápar, kœli- og frystiskápar og gufugleypar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.