Vísir - 08.11.1973, Blaðsíða 6

Vísir - 08.11.1973, Blaðsíða 6
6 Vísir. Fimmtudagur 8. nóvember 1973. VÍSIR Ctgefandi:-Reykjapci»nt hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Slmar 11660 86611 Afgreibsla: Hverfisgötu 32. Slmi 86611, Ritstjórn: Slbumúla 14. Slmi 86611 (7,Ifnur) Askriftargjald kr. 360 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 22:00 eintakib. Blabaprent hf. Senn þarf svæðisþróun Einhvern tima á næsta aldarfjórðungi kemur að þvi, að Reykjavik verður fullbyggð. Borgin hefur takmarkað landrými, þvi að Kópavogur takmarkar vöxt hennar til suðurs og Mosfells- hreppur til norðurs. Eina stóra svæðið i Reykja- vik, sem enn hefur ekki verið skipulagt, er Korpúlfsstaða- og úlfarsfellssvæðið. Reykjavik hefur þanizt óvenju ört út að undan- förnu. Hverfin i Breiðholti verða greinilega full- byggð eftir um það bil fjögur ár i stað þeirra tiu ára, sem gert var ráð fyrir i aðalskipulagi borgarsvæðisins. Það reynist þvi væntanlega nauðsynlegt að hefja byggingar á nýja svæðinu við norðurmörk borgarlandsins þegar á árinu 1978 eða þar um bil. Undirbúningurinn að skipulagi nýja svæðisins er óvenju vandaður. Kannaðir og kortlagðir hafa verið allir þættir náttúrufarsins, sem áhrif hafa á byggð, svo sem landslag, hæð yfir sjávarmáli, skjól, úrkoma, birta, útsýni og jarðvegsdýpt. Á kortunum má sjá, hvaða svæði eru hentug til hverrar tegundar af landnýtingu. Þessu starfi er nærri lokið. Þegar gerðar hafa verið ý msar aðrar athuganir, svo sem spár um mannfjölgun i borginni á næstu árum og áratug- um, er hægt að hefja sjálft skipulag svæðisins. Ekkert ætti að geta hindrað, að skipulagi fyrstu hverfanna verði lokið i tæka tið, þegar fram- kvæmdum i Breiðholti fer að ljúka. Ráðamenn borgarinnar hafa unnið afrek i Breiðholti. Þeim hefur nokkurn veginn tekizt að láta þjónustuframkvæmdir borgarinnar koma i takt við uppbyggingu svæðisins, þótt fólk hafi byggt þar miklum mun hraðar en nokkurn gat ór- að fyrir. Borgarkerfið er ekki svo stirt i vöfum, að það geti ekki lagað sig að slikum aðstæðum og flýtt sínum eigin framkvæmdum. Engin ástæða er til að óttast, að Reykjavik- urborg hafi ekki sitt skipulag og undirbúning i lagi, þegar menn fara að byggja yfir sig á Korpúlfsstaða- og Úlfarsfellssvæðinu. Það verða allt önnur vandamál, sem menn horfast þá i augu við. Þau vandamál felast i þvi, að sveitarfélögin i nágrenni Reykjavikur standa þá andspænis þeirri skyldu að taka við allri fólksfjölgun svæðisins, þegar Reykjavik verður fullbyggð. Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri benti nýlega á þann möguleika, að sveitarfélögin i ná- grenni Reykjavikur gerðust aðilar að þróunar- stofnun borgarinnar. Með þeim hætti gætu allar sveitarstjórnir Reykjavikursvæðisins unnið sameiginlega og af miklum krafti að risavöxnu verkefni, fullbyggingu alls Reykjavikur- svæðisins. Með sliku afli er hægt að vinna verk, sem einstök sveitarfélög hafa ekki bolmagn til að vinna. Það væri æskilegt, að þetta samstarf eða annað slikt gæti eflzt sem fyrst. Sveitarfélögin i ná- grenni Reykjavikur verða að vera vel undir það búin, að einhvern tima á næsta aldarfjórðungi geti Reykjavik ekki lengur borið hitann og þung- ann af mannfjölguninni á svæðinu. Til þess að sú breyting komi ekki eins og reiðarslag, þurfa sveitarfélögin umhverfis Reykjavik smám saman að efla getu sina til að úthluta lóðum, þannig að þau geti létt álaginu af Reykjavik skref fyrir skref á löngum tima. Slikt verður bezt gert með sameiginlegu átaki svæðisins. -JK. mann veifa fána slnum til merkis um, aö Israelski herflokkurinn I varð- stöð þessari við Súezfióa hafi gefizt upp fyrir Egyptum. Varðstööin var á eiði og varð að róa meö striðsfangana 37 i land, en siðan hefur ekkert til þeirra spurzt. Bim Gyðingur, sem er hlýtt tii Egypto, v«r þó stríðs- fongi þeirra Eini israelski striðsfanginn, sem sendur hefur verið heim frá Egyptalandi, segir, að fangaiff i Kairo feli i sér sjónvarp, stereo og skoðunarferðir til pýramídanna. ,,fcg hefði gaman af að fara þangað aftur einhvern daginn og þá sem ferðamaður, en ekki fangi”, sagði Dan Avidan, örkumla Gyðingahermaður, sem i þrjú ár og ellefu mánuði var fangi Egypta. Avidan sneri heim til konu og þriggja barna fyrir mánuði, þegar Israel krafðist heim- sendingar hans og niu annarra striðsfanga, sem hafa verið i haldi þrjú ár eða meira...og auk þess 320 tsraelsmanna annarra, sem teknir voru til fanga i þessu siðasta striði á dögunum. Þessi þrjátiu og niu ára gamli fyrrverandi bóndi birtist i Israelska sjónvarpinu núna i byrjun vikunnar og kom þá mörgum landa sinum mjög á óvart, þegar hann lýsti þvi, hvernig með hann og félaga hans var farið, meðan þeir voru á valdi Egypta. „Við höfðum okkar eigið sjón- varpstæki, útvarpsviðtæki og stereo-plötuspilara,” sagði Avidan og sneri mikið upp á þykka efrivararskeggið, sem hann hafðik safnað i fangavist- inni. — „Egyptarnir létu okkur einnig fá prjónavél”. „Við hlustuðum á Bach, Beet- hoven, Tchaikowsky og grað- hestamúsík, prjónuðum peysur, húfur, yfirhafnir og jafnvel ábreiður”, sagði Avidan, sem var skotinn niður og tekinn til fanga i launsátri við Súezskurðinn 14. des. 1969. Hann var liðsforingi i varaliðinu. — Núna hefur hann verið lagður inn á sjúkrahús til meðferðar vegna sundurskotinna fótleggjanna. Það, sem eftir var af herflokki Avidans.féll fyrirkúlum Egypta. En i fangavistinni bjó hann með sjö flugliðsforingjum, israelskum, einum hermanni og tveim óbreyttum borgurum, sem allir höfðu verið teknir til fanga á árinu 1970. En þrátt fyrir frásögn Avidans um þægilegt lif i fangavistinni, er Israelsmönnum mjög i mun að vita um örlög fanganna, sem teknir voru i siðasta striði. Dráttur Egypta á þvi að gera grein fyrir þeim hefur vakið al- menna reiði i Israel. Embættismenn Rauða krossins hafa staðfest, að Egyptar hafi einungis gefið upp nöfn 90 israelskra striðsfanga og hafi einungis leyft fjörutiu og fimm þeirra að fá heimsókn einu sinni, og það er liðnar þrjár vikur siðan. Moshe Dayan, varnamálaráð- herra Israels, segir, að Eygptar beiti striðsföngunum fyrir sig i þvingunarskyni. Þeir ætia með kúgunum að fá tsrael til þess að láta af hendi eitthvað af vinning- um sinum i Jom Kippur-striðinu. segir Dayan. Avidan gat aðeins greint frá sinni fangavist og þeirra tiu, sem höfðu verið svona lengi i haldi. Enginn veit neitt um hina, sem teknir voru núna siðast. Avidan sagði, að þeir hefðu haft „márgar bækur” við höndina og lagt stund á tungumálanám, stærðfræði. eðlisfræði og arkitektúr. Þeir byrjuðu hvern dag með leikfimiæfingum og bjuggu „likt og gerist á sámyrkjubúunum”. Avidan, sem llllllllllll Umsjcn: Guðmundur Pétursson er sonur hershöfðingja frá strið- inu 1948, _en sá er núna stjórn- málamaður. er ættaður frá samyrkjubúinu Kubbutz hjá En Hashofet nærri'Haifa. Hann lauk lofsorði á „góða meðferð”, sem hann fékk hjá Egyptum. og brosandi benti hann sjónvarpsáhorfendum á: „Eg lit vel út, ekki satt?” — Ef frá voru taldir fæturnir. þá gerði hann það. Israelsmaðurinn sagði, að hann og félagar hans.hefðu fengið að hafa bökunarofn og bakað sin eigin brauð og eidað ofan I sig sjálfir.—Siðan dró hann fram úr pússi sinu ljósmyndir, sem hann hafði tekið hjá Sfinxinni og pýra- midum. Avidan var skilað á stefnumóti, sem egypzkir, israelskir og liðs- foringjar frá gæzluliði Sameinuðu þjóðanna áttu á Súezveginum um 60 milur frá Kairó. Þvi var haldið leyndu i fyrstu, og Egyptar hafa ekki gefið neina skýringu á þvi, hvers vegna þeir slepptu liðsforingjanum, en héldu félögum hans niu. „Áður en þeir skiluðu mér yfir, fór egypzkur hershöfðingi með mig i búðarráp i Kairó”, sagði Avidan og át siðan upp eftir sjálfum sér, likt og tryði hann þvi ekki enn? „Hershöfðingi með mér, liðsforingja i búðarrápi....” Avidan keypti handtösku fyrir konu sina, frimerki og minjagripi fyrir börnin. — Þá fór arabiski hershöfðinginn með hann á kaffihús, skrafaði þar heilmikið við hann, ók síðan að alað- stöðvum Sameinuðu þjóðanna i Kairó en skildi hann eftir fyrir utan skrifstofurnar án gæzlu- manns, meðan hann fór sjálfur inn. „Hugsið ykkur Israelsmann einan á ferð -i Kairó”, skrikti A'vidan. „Það var sko skrýtin tilfinning”. Fangarnir fengu að vita af þvi, að nýtt strið væri byrjað, þegar yfirfangavörður þeirra sagði þeim frá þvi: „Bræður ykkar og bræður okkar eru teknir að berjast”. — Han fullvissaði þá um, að þeir hefðu ekkert að ■óttast. Flokkur israeiskra striðsfanga einhvers staöar i Sinai-eyði- mörkinni, meðan bardagar stóðu sem hæst. Mikil reiði er i lsraei vegna tregðu Araba til þess að hlíta þvi ákvæði Genfarsáttmálans um stríðsfanga að skiía iista með nöfnum fanga, sem á þeirra valdi eru. Ilér sést hópur fólks i inótmælastöðu við skrif- stofur alþjóða Rauða krossins i Tel Aviv. A spjöldunum stendur: „Hvar ertu núna?” — „Sleppið pabba!”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.