Vísir - 08.11.1973, Blaðsíða 17

Vísir - 08.11.1973, Blaðsíða 17
Visir. Fimmtudagur 8. nóvember 1973. □ □AG | Q KVÖLD Q □AG 17 Leikrit: Utvarp, kl. 20.35: MISSIR NIÐUR UM SIG NÆRBUXURNAR Á GÓTU, OG....! „Buxurnar” heitir fimmtu- dagsleikrit útvarpsins að þessu sinni. Leikritið er eftir Carl Sternheim. Þýðandi og leik- stjóri er Þrándur Thoroddsen, og er þetta i fyrsta skipti, sem Þrándur leikstýrir útvarps- leikriti, en hann hefur oft þýtt áður, bæði fyrir útvarp og sjón- varp. Leikrit þetta er borgaralegur gamanleikur, eins og höfund- urinn vill kalla það, en hann er þekktur þýzkur aldamóta- höfundur, og var upp á sitt bezta um aldamótin. Leikrit hans voru mikið leikin á árunum ’20-’30, en eftir að nasistar tóku við, voru leikrit hans bönnuð i Þýzkalandi. Carl Sternheim er einna þekktastur fyrir leikrit sin, og mest hefur hann samið af gaman- og ádeiluleikritum. Leikrit það, sem flutt verður i kvöld, er 1. hluti af þrileik, þar sem hver þáttur er þó alveg sjálfstæður. Ekki hefur verið ákveðið neitt um það hvenær eða hvort hinir tveir þættirnir verða fluttir i islenzka út- varpinu. Sternheim tekur fyrir sam- tima sinn, gerir grin að þjóð- ernisrembingi og tepruskap. Nafnið á leiknum verður til af þvi, að eiginkona manns, sem vandur er að virðingu sinni, Þrándur Thoroddsen leikstýrir sfnu fyrsta útvarpsleikriti i kvöld. Hér sjáum við hann annan til vinstri, ásamt Baldvin Halldórsyni, Þórhalli Sigurðssyni, Bríet Héðinsdóttur og Krist- björgu Kjeld. missir niður um sig nærbuxur sinar á almannafæri. Eiginmaðurinn veröur að sjálfsögðu öskureiður, en þarna eru ýmsir karlmenn, sem veröa vitni að þessu. Aður en langt um liðurberja ýmsir herramenn að dyrum þeirra hjóna og óska eftir herbergi til leigu. Ekki er rétt að segja neitt nánar frá leiknum, en þess má geta, að hlutverk eru nokkuð jöfn. Hjónin fyrrnefndu, Theobald Maske embættismann og Lusia Maske konu hans, leika þau Baldvin Halldórsson og Kristbjörg Kjeld. Vinkonu frúarinnar og pipar- mey ungfrú Deuter, leikur Briet Héðinsdóttir, Scarron aðaismann leikur Erlingur Gislason og Mandelstam rakara Þórhallur Sigurðsson. Leikritið hefst kl. 20.35. Útvarp, kl. 16.45: Barnatíminn: Það er meira í pokanum Barnatiminn I útvarpinu i dag eriumsjá Eiriks Stcfánssonar kennara. Barnatiminn er að þessu sinni kallaður: Það er mcira i pokanum. Eirikur sagði okkur, þegar við höfðum sam- band við hann, að þetta væri i beinu framhaldi af siðasta barnatima hans, sem hét: Hvað er i pokanum? ,,Það verður blandað efni i þættinum,” sagði Eirikur. „Meðal annars koma fram fjögur börn og fullorðin kona, Svava Fells, og flytja ýmiss konar efni. Flutt verður ævintýri, sem þýtt var úr sænsku fyrir mörg- um árum. Flutt verður þula, sem aldrei hefur verið prentuð á islenzka tungu. Þá verður farið með visur og öfugmælavisur, stutt saga úr Sólhvörfum verður flutt, og fleira mætti upp telja. Eirikur sá áður um barna- timann mánaðarlega, en hefur nú umsjón með honum þriðju hverja viku. ,,Ég byrjaði með þennan þátt upp úr áramótum og býst viðað endast út allt árið. En ég hef ekki hugmynd um hvað verður.” Barnatiminn er á dagskrá kl. 16.45. -EA. Útvarp, kl. 19.30: Ásmundur í skímunni í skimunni er meðal efnis á dagskrá útvarpsins i kvöld, en það er þáttur i umsjá Gylfa Gislasonar. „Þetta er þriðji þátturinn, sem fluttur er á þessum vetri, en þátturinn verðurá dagskrá i allan vetur,” sagði Gylfi, þegar við ræddum við hann. Hann sagði, að aðallega yrði fjallað um myndlist, en honum væri þó heimilt að taka hliðár- spor öðru hverju en þátturinn væri eingöngu menningarmál. Sjálfsagt muna flestir þáttinn Gluggann, sem var á dagskrá útvarpsins i fyrravetur en þar var Gylfi einn af umsjónar- mönnum. Hann er hins vegar einn með þennan þátt. Þáttur þessi er á dagskrá i hverri viku, á fimmtudags- kvöldum .Aðra vikuna er hann i 20minútur, en hina i 40 minútur. 1 kvöld er hann 40 minútur i flutningi. Að þessu sinni fjallar Gylfi um Asmund Sveinsson mynd- höggvara, sem þarfnast varla Asmundur Sveinsson kemur fram i þætti Gylfa Gislasonar, i skimunni, i kvöld. nánari kynningar. Gylfi ræðir við Asmund um hans lif og starf, og Ásmundur rekur feril sinn fyrir útvarpshlustendum. 1 sklmunni hefst klukkan 19.30. -EA. UTVARP Fimmtudagur 8. nóvember 13.00 A frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Jafnrétti — misrétti. IV. þáttur. 15.00 M iðdegistónleikar: Tónlist eftir bandarisk tón- skáld.Eugene List og East- man-Eochester hljómsveit- in leika Pianókonsert I F- dúr eftir George Gershwin, Howard Hanson stj. Fil- harmóniusveitin i New York leikur „Vor i Appalakiufjöll um” eftir Aaron Copland Leonard Bernstein stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið 16.45 Barnatími: Eirikur Stefánsson stjórnar. Það er meira I pokanum. Svava Fells og nokkur börn flytja ýmiskonar efni með Eiriki. 17.30 Framburðarkennsla i ensku. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Daglegt mál. Spáin gildir fyrir föstudaginn 9. nóv. Hrúturinn, 21 marz-20. april. Það litur út fyrir að þú þurfir nauðsynlega á einhverjum fresti að halda, en búðu þig undir, að það verði torsótt mál. !Pt m 4 ★ «• ★ ★ «- ★ «■ ★ «- >é «- ★ «- ★ «- ★ «- ★ «- ★ «- ★ «- 4 «- ★ «- «- >é ★ «- 4 «- 4 «- 4 «- 4 «- 4 «- 4 «- 4 «- 4 «- 4 «- 4 «- 4 «- 4 «- 4 «- 4 «- 4 «■ 4 «- 4 «- 4 «- 4 «- 4 «- 4 «- 4 «- 4 «- 4 «- 4 «- 4 «- 4 «- w jÉ Nautið,21. april- 21. mai. Þetta getur orðið nota- drjúgur dagur, en óneitanlega dálitið erfiður. Ef til vill fyrst og fremst fyrir samstarfsskort vissra aðila. Tviburarnir, 22. mai-21. júni. Það er ekki ólik- legt, að einhver af gagnstæða kyninu leiti til þin i dag, en sennilega verður vissara að taka mála- leitan hans með varúð. Krabbinn, 22. júni-23. júli. Þetta getur orðið einkar farsæll dagur, ef þú einungis gætir þess að fara hægt og rólega að vissum aðilum, sem mikils mega sin. Ljónið.24. júli-23. ágúst. Það litur út fyrir að þér berist óvænt og gagnleg aðstoð einhvers staðar að, og að hún komi þér dálitið einkennilega fyrir sjónir i fyrstu. Meyjan,24. ágúst-23. sept. Þetta geturorðið far- sæll happadagurog það á margan hátt, þó varla peningalega, nema þá óbeinlinis. Gagnstæða kynið mun koma við sögu. Vogin,24. sept.-23. okt. Það litur út l'yrir að þú megir ekki fyllilega treysta einhverjum lof- orðum, sem þú hefur þó tekið trúanleg, að minnsta kosti þá aðeins með frádrætti. Drckinn, 24. okt.-22. nóv. Þú hefur i mörgu að snúast, og hætt er við, að þú flaustrir þvi einhverju af þér til meins. Betra að gjalda var- huga við nýjum kunningjum. Bogmaðurinn, 23. nóv.-21. des. Það getur eitt- livað það gerzt i dag, sem hefur talsverð áhrif á framtiö þina i bili. Farðu að öllu með ihygli og gát. Steingeitin, 22. des.-20. jan. Kannski ekki beinlinis þinn dagur, en góöur dagur samt og margt sem rætist vonum l'ramar. En farðu gæti- lega i peningamálum. Vatnsbcrinn, 21. jan -19. febr. Þetta getur orðið mjög notadrjúgur dagur. Hafðu gát á gestum, það er ekki vist, að þeir séu allir hinir æski- legustu, sem koma i dag. Fiskarnir, 20. febr-,20. marz. Vertu vel á verði, þvi að sennilega verður þér sagt ósatt i einhverju máli, beinlinis i þvi skyni að þú hlaupir á þig. Helgi J. Halldórsson cand. mag. flytur þáttinn. 19.10 Bókaspjall Umsjónar- maður: Sigurður A. Magnússon. 19.30 i skimunni Myndlistarþáttur i umsjá Gylfa Gislasonar. 20.10 Gestur i útvarpssal: Agnes Walker frá Skotlandi leikurpianóverk eftir Liszt, Schumann og Gounod. 20.35 Leikrit: „Buxurnar” eft- ir Carl Sternheim. Þýðandi og leikstjóri: Þrándur Thor- oddsen. Persónur og leik- endur: Theobald Maske, embættismaður Baldvin llalldórsson. Lusia Maske, konahans Kristbjörg Kjeld. Ungfrú Deuter Briet Héð- insdóttir. Scarron Erlingur Gislason. Mandelstam rak- ari Þórhallur Sigurðsson. 21.30 Inngangur og allegro fyrir hörpu og hljómsveit eftir Ravel Nicamor Zaba- leta og útvarpshljómsveitin I Berlin leika, Feren.c Fricsay stj. 21.45 Leikiö á langspil. Hulda ltunólfsdóttir les úr fyrri ljóðabók Þórodds Guð- mundssonar frá Sandi. 20.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: Minningar Guðrúnar Borgfjörð. Jón Aðils leikari les. (4). 22.35 Manstu eftir þessu? Tónlistarþáttur i umsjá Guðmundar Jónssonar pianóleikara. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur 9. nóvember 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.515 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 <og forustugr. dagbl ), 9.00 og 10.00 Morgunhæn kl. 7.55. Morgnnstund barnanna kl. 8.45: Anna Snorradóttir les framhald sögunnar „Paddington kemur til hjálpar” eftir Michael Bond 8 1. M o r g u n I c i k f i m i (endurt.), kl. 9.20. Til- kynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Spjallað við bændur kl. 10.05: Morgun- popp kl. 10.25: Allan Clark syngur. Fréttir kl. 11.00. Morguntónlcikar: Sinfóniu- hljómsveitin i Bamberg leikur „Islamey” austur- lenzka lantasiu eftir Bala- kireff. / Filharmóniuhljóm- sveitin i Berlin leikur „Fingalshelli”, forleik eftir Mendelssohn. / Vronský og Babfn leika Fantasiu i f- moll op. 103 eftir Schubert. / Julius Katchen pianóleik- ari, kór og Sinfóniuhljóm- sveit Lundúna flytja Kóral- fantasiu op. 80 eftir Beet- hoven. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25. Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. / /■ / . j tttqt'R helg-ariimar M M M **ft*->***vr***'£r*'ír*'&*'ír*'£r*'£r*'**'£r***'ir*'fr*'**'****'**'ír**ír*ir*ir*-ir*-ír*'ir*'ir*-ir*-ir*'ir*'ir*'ir*'£r*'****'ír***'****'******'****'ír***'ír*-í:r*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.