Vísir - 13.11.1973, Page 7

Vísir - 13.11.1973, Page 7
Visir. Þriðjudagur 13. nóvember 1973. 7 mimimMGAR frostið bítur í:- jHvað fastasl... --l. - —— — Húfur sem hver og einn getur prjónað og heklað sjálfur Umsjón: Edda Andrésdóttir Veturinn hefur svo sannarlega heilsað með til- heyrandi veðráttu hér uppi á íslandi. Menn hafa dregið fram þykku vetrarfrakkana og kápurnar, treflarnir liggja ekki lengur uppi i skáp, og kuldaskórnir hafa verið dregnir fram i dags- ljósið á ný. Vetrarfatnaður er auglýstur og verzlanir fylla nú sinar hillur af fatn- aði sem hæfir frosti og snjó. Nú dugir litið sú tizka, sem vinsælust var i sumar á meðan bezt lét. Það er galla- buxnatizkan svokallaða. Ekki nema þá innan undir þykku kápunum og frökkunum. En ekki nægja þykkir sokkar, og skór og yfirfatnaður, við þurfum eitt- hvað á kollinn lika. Það er orðið nokkuð um liðið siðan kollhúfurnar komu fyrst á markaðinn, bæði hér á landi og erlendis. En þessar húfur halda svo sannar- lega velli, eins og bezt sést nú i vetur. Enn einu sinni er komiö fram með alls kyns gerðir af þessum þægilegu og skemmtilegu húfum, sem hver og einn getur prjónað eða heklað sér sjálfur. Svo er úrvalið nóg i verzlunum. En það sparar að vera iðinn sjálfur. Enda tekur það ekki langan tima að veröa sér úti um garn, jafnvel af- ganga, draga fram prjónana og byrja. Enda er á þann hátt hægt að velja um miklu meira úrval heldur en nokkurn tima i verzlun, þó aö sá mátinn sé kannski þægilegri. Hér á meðfylgjandi myndum sjáum við skemmtilegar hugmyndir um slikar húfur. Nokkrar þeirra ganga ekki siður á karlmenn, og þá kannski helzt stráka. Og nú er ekki seinna vænna, áður en eyrnaverkur og isköld eyru fara að hrjá okkur i nepjunni að taka i sig dug og hefjast handa. Mynd númer eitt: Þar sjáum við mosagrænan hatt með bleikri og ljósgrænni rönd. Garnið, sem notað er i þennan hatt, er tvöfalt hjartagarn, en hatturinn er heklaöur. 1 þennan hatt þarf fjórar hnotur af garni, en ein hnota er 40 g. Ekki þarf nema örlitið af garni i rend- urnar tvær. Mynd númer tvö: Hérerhekluðbarnahúfa fbláumlit. Garnið, sem þessi húfa er hekluð úr, heitir Patons Piccadilly og inniheldur 50 g hnotan. Gul rönd er fremst i húfunni, en hún og berin og blómin á hliðinni eru hekluð úr afgöngum. í stað berjanna má alveg eins hafa eina stóra rós eða annað slikt á hliðinni. Mynd númer þrjú: Húfa með bróderuðum blómum. Þessi húfa er skemmtileg og sérstök. Hún er prjónuö úr brúnu ullargarni og með sléttu prjóni. Brotið er upp á húf- una, eins og sés.t á myndinni og á upp- brotið eru bróderuð blóm og fjlöð. Munstrið er bróderað með flatsaumi og kontorsting, og i skrautið eru notað- ir garnafgangar. Mynd númer fjögur: Þykk húfa með uppbroti. Agætt er að prjóna húfu þessa á hringprjón, þann- ig að hægt sé að losna viö sauminn aft- an á. Tvær 50 g hnotur þarf af marin- bláu garni og eina hnotu af rústrauðu. Húfan er öll blá, en rendurnar, sem gefa henni mjög skemmtilegan svip, eru rústrauðar. Mynd númer fimm: Gul og rauðröndótt húfa. Þessi húfa er einnig með uppbroti og kemur það út eins og stroff. Húfan er prjónuð með sléttu og brugðnu. Mynd númer sex: Húfa, sem gengur jafnt á pilt og stúlku. Þessi húfa er sérkennileg og skemmtileg. Hún er prjónuð úr 100 g af ljósbrúnu garni og 50 g af dökkbrúnu garni. Á þessari húfu er einnig uppbrot og það er munstrað. Takið eftir koll- inum á húfunni. Og þá er ekki eftir neinu að biða.... —EA

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.