Vísir - 28.11.1973, Blaðsíða 2
2
Visir. Miðvikudagur 28. nóvember 1973.
visi&sm:
Stundið þér vetrariþróttir?
Vigíús Helgason, verzlunar-
tnaður: — Nei, engar. Ég hef
reyndar litið gert að þvi alla mina
tiö. Það er helzt, að maöur reyni
að fara i gönguferðir, en það er
varla hægt fyrr en seinni hluta
vetrar vegna annrikis.
Ragnar Páll, listmálari:— Já, ég
fer mikið á skiði. Aö visu ekki eins
oft núna og áður fyrr, en ég er frá
Siglufirði, og þar gerir maður
ekkert nema stunda skiði frá
barnæsku. Annars finnst mér of
mikil áherzla lögð á alpagrein-
arnar hérna fyrir sunnan. Nor-
rænu skiðaiþróttirnar, eins og
ganga og stökk, eru ekki siðri.
Maria Baldursdóttir, afgreiðslu-
stúlka: — Nei, ekki geri ég það.
Þaðer svosem nóguráhugi.og ég
á bæði skauta og skiði. En það er
svo margt annað, sem þarf að
gera, aðallega að vinna. En ef ég
fengi ofsalegan áhuga, þá færi ég
sjálfsagt sem oftast.
Margrét Þorsteinsdóttir, ncm-
andi: — Já, ég fer á skauta. Ég
fer alltaf á Tjörnina, þegar tæki-
færi gefst til þess.
Margrét Hallgeirsdóttir, tækni-
teiknari: — Nei, engar vetrar-
iþróttir, enda á ég engar græjur
til þess. Það má svo sem vera, að
ég fái mér skiði einhvern tima.
Agúst Einarsson, viðskiptafræð-
ingur:— Nei, engar núna. Ég var
talsvert á skiðum fyrir nokkrum
árum, en hef ekki snert þau und-
anfarið. Ég held það sé tima-
skorturinn, sem veldur þvi fyrst
og fremst.
LESENDUR
HAFA
ORDIÐ
Lúðraþeytarar
í fullu formi
Guðjón Einarsson hafði sam-
band við dálkinn:
„Það er mikill misskilningur,
sem kom fram i iþróttadálkum
Visis á mánudag, að lúðrasveit-
irnar, þ.e. Lúðrasveit Reykja-
vikur og Svanurinn, væru ekki i
æfingu og gætu þar af leiðandi
ekki leikiö við landsleiki i
Laugardalshöll. Þvert á móti.
Hljómsveitirnar hafa æft af
kappi að undanförnu, meira að
segja haft samæfingar fyrir
væntanlegan konsert um miðjan
desember. Ég varð var við hálf-
gerð leiðindi margra félaganna
vegna þessarar klausu i Visi og
vildi gjarnan, að sannleikurinn
kæmi i ljós. Báðar hafa lúðra-
sveitirnar verið fúsar til að
leika, þegar landsleikir hafa
verið háðir hér, og sett hefur
veriðupp fyrir þetta algjört lág-
marksgjald, þ.e. rétt fyrir flutn-
ingi á hljóðfærum milli staða.”
Fimmtíu milljón króna árangur
,,Ég heyrði þvi fleygt, að eftir
aö Söiustofnun lagmetisiðnaðar-
ins var sett á stofn, hafi menn
gert sér vonir um, að nú
væru markaðsmál niðursuðu
iðnaðarins komin á traustan
grundvöll og á eina hönd, sem
undantekningarlaust áað vera til
hagsbóta og sparnaðar, en raunin
mun vist vera önnur.
Eins og allir vita, sem fylgjast
með framkvæmdum og afskipt-
um rikisvaldsins, þá verður að
vera vel byggt yfir fint nafn og vel
hlúð að þvi fjárhagslega, enda
mun svo vera með S.l. Eitt stykki
hús i Garðastrætinu i næsta ná-
grenni félaganna úr austri, vel
búið að vanda með öllum þeim
titlum, sem fint þykir og árlegur
sjóður, er mun nema nálægt
bú.000.000 FIMMTIU MILLJÓN-
UM króna og ætlaður er til að
standa straum af rekstri um-
rædds húss, markaðsleitun, sem
mér skilst að fari að miklu leyti
fram á ferðalögum út um heim og
laun til starfsfólks og kannski
eitthvað fleira, sem ég veit ekki
um. Allt þetta væri afsakanlegt
að vissu marki, ef árangur væri
af störfum umræddrar stofnunar,
en frá þvi hún var stofnuð, hefur
sala farið stigminnkandi á milli
ára á þeim vörutegundum, sem
svo mikið er lagt upp úr, sem á
framantöldu má sjá.
Virðingarfyllst, E.”
JONAS TROÐ INN, EN
MAGNÚS SKAR NIÐUR
,,Til að byrja með vil ég
þakka Magnúsi Torfa,
menntamálaráðherra, fyrir
að skera setuna niður við trog.
Þar voru engin vettlingatök á,
heldur gengið hreint og klárt
til verks, eins og vera bar. Ég
hélt nú satt að segja, að hún
hefði engum orðið harmdauði,
nema e.t.v. einstaka sérvitr-
ingi eða skrifborðsspekingi.
En viti menn. Á sjálfu
Alþingi er upp risinn
sjálfskipaður riddari set-
unnar. Það á ekki af Alþingi
að ganga. Ég taldi, að þeir
hefðu þar öðrum hnöppum að
hneppa, ekki sist núna, en að
vera að vekja upp drauga. Ég
man vel, þegar Jónas frá
Hriflu tróð setunni inn i is-
lenskt mál, svo að ekki varð
aftur snúið, a.m.k. i bili. Ég
held, að það hafi verið fáir,
sem fögnuðu henni. Hún hefur
átt sinn þátt i þvi að gera is-
lenska stafsetningu að þvi
torfi, sem flestir hafa haft
andúð á, enda hafa okkar
fremstu rithöfundar ekki virt
hana viðlits. Þeir sem unna
islenskri tungu binda miklar
vonir við starf þeirrar nefnd-
ar, sem kjörin hefur verið til
að athuga og endurskoða
islenska stafsetningu, enda
hefur hún farið vel af stað með
þvi að bannfæra setuna, sem
ekkert erindi átti i islenskt rit-
mál.
Ég tel mig tala fyrir mik-
inn meirihluta, þegar ég segi
að þjóðin „vænti þess að
Alþingi rifi þetta prjónverk”
Sverris Hermannssonar og
hans nóta, og hafi þar ekkert
hálfkák á.
Hafnarfirði 24. nóv. 1973
Garri.”
Misjafnir vagnstjórar
Þóra Björk skrifar:
„Fimmtudaginn 22. nóvember,
á 10 ára dánardegi Kennedys,
vöktu 2 strætisvagnstjórar at-
hygli mina. Annar, vagnstjóri nr.
54, ók á leið nr. 5.
Þegar vagninn var á móts við
Sundlaugarnar i Laugardal, biðu
hans þar 3 börn. Hár þeirra var
blautt, svo að likast til voru þau
að koma úr sundi. Mjög kalt var
og hálka mikil. I stað þess að
stöðva vagninn og hleypa börnun-
um inn, hægði vagnstjóri nr. 54
ferðina á vagninum. Hann ætlaði
börnunum að komast upp i
vagninn á ferð.
Burtséð frá þvi, hversu erfitt er
fyrir börn að komast i vagninn,
þegar þau þurfa að hlaupa með
honum um leið, þá var þetta mik-
ið glæfraspil vegna hálkunnar.
Gat börnunum auðveldlega skrik-
að fótur við að reyna að stökkva
upp i vagninn og þá allt eins runn-
ið undir hjólin.
Eitt barnanna komst ekki upp i
vagninn, sem hafði aukið hrað-
ann. Ekki stöðvaði 54 þá vagninn,
heldur jók enn hraðann og skildi
barnið eftir i kuldanum.
Það var tveim ólikum saman að
jafna, honum og svo hinum bil-
stjóranum, sem sömuleiðis ók
vagni nr. 5. Þvi miður náði ég þó
ekki númeri hans.
Um hádegisbilið (kl. 12) var ég
aðganga hjá Tjörninni áleiðis að
biðstöð vagns nr. 5. Kom þá vagn-
inn, áður en ég náði alla leið.
Rétti ég þá út höndina, og vagn-
stjóri stöðvaði og hleypti mér
með breiðu brosi inn. — Siðar,
þegar við komum að sömu biðstöð
og börnin höfðu verið fyrr um
morguninn, stanzaði hann og
hinkraði við eftir manni, sem
kom hlaupandi. Ekki lét hann i
ljós neina óþolinmæði með illsku-
svip, né heldur lét hann hlaupí
með vagninum, eins og sumii
hafa leikið. Þessi vagnstjóri beii
bara rólegur unz maðurinn vai
kominn upp i.
Þessum vagnstjóra vil ég færé
þakkir og óska honum þess, ai
hann eigi ekki eftir að falla
gryfju geðvonzku og illgirni, liki
og sumum starfsfélögum haní
hefur orðið á með lengri starfs
aldri.
Annars mættu farþegar lika
hafa hugfast, að sjálfsagt þykir
vagnstjórum jafnvænt um að sjí
framan i bros svona við og vif
hjá farþegunum.”