Vísir - 28.11.1973, Síða 4
Vísir. Miðvikudagur 28. nóvember 1973.
Þann 25. 10. '73 voru gefin saman i
hjónaband i Akureyrarkirkju
ungfrú Sigurlaug Hinriksdóttir og
herra Sveinn Sveinsson. tleimili
þeirra verður að Grundargerði
30, Akureyri.
(Ljósmyndastofa Fáls, Akureyri)
Laugardaginn 0.10. voru gefin
saman i hjónaband i Bústaða-
kirkju af sr. rtlafi Skúlasyni
unglrú Ingveldur l>óra Kristó-
fersdóttir og hr. Helgi Már
Guðjó'nsson. lleimili þeirra
verður að Stóragerði 7, K.
(Ljósm.st. Gunnars Ingimars)
Þann 4.10 voru gefin saman i
hjónaband al'sr. Þorleifi K. Krist-
mundssyni ungfrú Asa Asmunds-
dóttir og hr. Sveinn Björnsson.
Heimili þeirra verður að Varma-
landi, Keykholti, Borgarfirði.
(Ljósm.st. Gunnars Ingimars)
Þann 20.10. voru gel'in saman i
hjónaband i Neskirkju af sr.
Frank M. Halldórssyni ungfrú
Hjördis Alexandersdóttir og hr.
Guðmundur Jon Jónsson. Heimili
þeirra verður aö Holtagerði 62, R.
(Ljósm.st. Gunnars Ingimars).
SYSTRABROÐKAUP.
Þann 6. október voru gefin saman I hjónaband i Njarðvlkurkirkju af
séra Birni Jónssyni Sólveig Björk Strang og Asgeir Kjartansson,
Leifsgötu 21, Rvlk, og Anna Margrét Strang og Karl Gunnarsson, Ból-
staðarhlið 6, Rvik.
(Ljósmyndastofa Suðurnesja).
Þann 0. 10 voru gefin saman i
hjónaband i Þjóökirkjunni i
llafnarfirði af séra Garðari Þor-
steinssyni ungfrú Sigrún G.S.
Arndal og herra Sveinn Pálsson.
Ileimili þeirra er að Bröttuhlið 5,
Hveragerði.
(Ljósmyndastofa Kristjáns)
Laugardaginn 6.10. voru gefin
saman i hjónaband i Dóm-
kirkjunni af sr. Óskari J. Þor-
lákssyni ungfrú Sigriður Siemsen
og hr. Guðjón Haraldsson.
Heimili þeirra verður að Blöndu-
bakka 26, K.
(Ljósm.st. Gunnars Ingimars)
Þann 20.10 voru gefin saman i
hjónaband i Bústaðakirkju af sr.
rtlafi Skúlasyni ungfrú Sigrún
Edda Karlsdóttir og hr. Guðlaug-
ur Þórðarson. Heimili þeirra
verður að Leirubakka 32. K.
(Ljósm.st. Gunnars Ingimars)
Þann 17. nóvember voru gefin
saman i hjónaband i Akurevrar-
kirkju ungfrú Valdis Maria
Friðgeirsdóttir og Jón Sigþór
Gunnarsson múraranemi.
Heimili þeirra verður að Norður-
götu 41, Akureyri.
(Ljósm.: Norðurmynd)
AP/IMTB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTl
Kysstu á vðndinn
Viðskiptamálaráðherra
Japans, Yasuhiro Naka-
sone, sagði í rnorgun, að
hannværi Arabaþjóðunum
þakklátur fyrir sameigin-
lega ákvörðun þeirra um
að undanskilja Japan i 5%
olíusamdrættinum, sem
hafði verið ráðgerður í
desember.
Á fundinum íAlsír höfðu
Arabar sagt, að þessi
ákvörðun þeirra byggðist á
þeirri viðurkenningu, sem
nýlegar yfirlýsingar
Japansstjórnar og reyndar
lika Filippseyja fælu í sér á
málstað Araba. i
umbunarskyni ætla Arabar
líka að undanskilja
Filippseyjar.
Marcos forseti Filippseyja lýsti
á sama hátt yfir þakklæti sinu til
Araba i morgun, vegna þessarar
nýju mildi Araba.
Þessu gagnkvæma þakklæti og
aðdáun oliukúgarans og hinna
oliukúguðu hvor til annars er ekki
deilt af öllum. Meira að segja i
Japan hafa raddir heyrzt, sem
látið hafa i ljós óánægju sina með
þessa undanlátssemi við
þvingunum Araba.
Abba Eban, utanrikisráðherra
tsrael, hefur sagt að yfirlýsing
Japansstjórnar jafngilti þvi, að
hún lýsti þvi yfir, að ísraelsmenn
hefðu ekki rétt til að bera hönd
fyrir höfuð sér, ef á þá væri ráð-
izt. Hefur tsraelsstjórn harmað
þessa breyttu afstöðu Japans,
sem hún segir, aðgeti leitt til þess
að samningar dragist meir á
langinn en ella hefði orðið.
Rikisráðsritarinn, Susumu Nikaido, lesandi upp yfirlýsingu Japans-
stjórnar, þar sem tekið var undir kröfur Araba um, aö Israelsmenn
skili aftur öllum hernumdum svæðum sex daga strlðsins.
Callas syngur
ó nýjan leik
„ Nú get ég haldið
áfram", hrópaði Maria
Callas, sem fékk hálfrar
klukkustundar stanzlaust
lófaklapp 3000 óperugesta,
þegar hún kom fram á
brezku leiksviði eftir átta
ára fjarveru.
Þá lá við, að áhorfendur kaf-
færðu hana i blómum i Royal
Festival Hall i London á mánu-
dagskvöld. — Áður hafði hún
komið fram opinberlega og sung-
ið i V-Þýzkalandi, en annars hef-
ur hún ekkert sungið opinberlega
i 8 ár.
Flestir brezkir gagnrýnendur
sögðust telja. að rödd hennar
hefði breytzt.
Callas sagðist hafa orðið að
taka á honum stóra sinum til að
fá i sig kjark og koma aftur
fram eftir svo langt hlé. ,,Og
munaði litlu að ég vogaði það
ekki”, sagði hún.
Hún mun endurtaka konsertinn
næstkomandi sunnudag á
fimmtugsafmælisdegi sinum, og
eru allir aðgöngumiðar fyrir
löngu uppseldir, nema þeir, sem
fáanlegir eru á svörtum markaði
fyrir allt að 20.000 krónur miðinn!
Söngkonan Maria Callas