Vísir - 28.11.1973, Síða 20

Vísir - 28.11.1973, Síða 20
Miövikudagur 28. nóvember 1973. ^ÆtíT þéir gangi ekki út, ef minnzt verður SH og SÍS hœtta sam- starfi um loðnusöluna - Fulltrúar þriggja aðila í söluhugleiðingum á Japansmarkaði Samvinnu SÍS og Sölumiö- stöðvar hraöfrystihúsanna um sölu á frystri loðnu til Japan virðist nú lokið. Samtökin gerðu sameiginlega sölusamninga við Japani um sölu á þeirri loðnu, sem frystihús þeirra frystu á siöustu loðnuvertfð. Urðu það 17.300 lestir, sem seldar voru þá. Nú mun aftur á móti bregða svo við, að aðilar frá Samband- inu og Sölumiðstöðinni eru farn- ir sinn i hvoru lagi til Japan til að selja Japönum frysta loðnu. Fulltrúar frá Sölumiðstöðinni fóru héðan fyrir einni viku til viðræðna við japanska fyrirtæk- ið, sem keypti meginhluta þess magns, sem selt var á siðustu vertið. Er þvi haldið fram, að sölumiðstöövarmenn vilji sitja einir að samningum við þetta japanska fyrirtæki og jafnvel stofna ásamt þvi sérstakt félag til innflutnings á frystri loðnu til Japans. t gærmorgun fóru þeir Guðjón B. Ólafsson og Arni Benedikts- son frá sjávarafurðadeild Sam- bandsins áleiðis til Japan til við- ræðna við Japani um sölu á loðnu fyrir næstu vertið. t byrjun þessa árs, þegar loðnuvertið stóð sem hæst og hugur var sem mestur i mönn- um að frysta loðnu fyrir Japani, voru töluverð blaðaskrif um, hve mörgum ætti að veita út- flutningsleyfi á loðnunni til Jap- ans. Sótti einn aðili, Bjarni Magnússon. það fast að fá út- flutningsleyfi fyrir töluverðu magni á frystri loðnu til Japans og taldi sig hafa örugga sölu- samninga i höndunum. Þegar til kom varð heildar- magn það, sem Bjarni seldi, ekki nema um það bil 1500 lestir en hann taldi sig hafa verið af- skiptan varðandi frystingu á loðnu, vegna þess að frystihús- um innan Sölumiðstöðvarinnar og Sambandsins hefði verið bannað að frysta fyrir sölufyrir- tæki hans. t fjölmiðlum kom fram, að aðilar hinna „tveggja stóru” i útflutningi frystra sjávarafurða Sambandsins og Sölumið- stöðvarinnar töldu mjög vara- samt að margir aðilar sæju um útflutning á frystri loðnu til Jap- ans og þá sérstaklega i byrjun, þegar verið væri að byggja upp markaðinn þar. Einnig töldu þeir sölumögu- leikana til Japans og frysti- möguleika á tslandi ekki nema 10.000 lestir. Reynslan varð þó sú, að ts- lendingar seldu og frystu 17.300 lestir af loðnu fyrir Japani, sem keyptu samtals 47.000 lestir. Þær 30.000 lestir, sem umfram voru okkar framleiðslu keyptu þeir frá Noregi og Sovétrikjun- um. Margir gera sér miklar vonir um að auka megi mjög sölu á frystri loðnu til Japan á næstu vertið. — ÓG w a meniila- mál,# - menntskœlingar óánœgðir með samtök sín „TIu eða tólf siður af ólyktuuum seinasta landssambandsþings fjalla um þjóðmál. Svo eru þrjár' siður um mennlamál, en þar er mest fjallað um stöðu nemandans I borgaralegu þjóðfélagi. Við teljum ekki grundvöll fyrir starfsemi I.andssambands memita- skótanema með þessu. og þvi var tillaga um úrsögn úr þvi borin upp." Þetta sagði Benedikt Jóhannesson, nemandi i MR, enhannvar einnaf fulltrúum sins skóla á siðasta þingi Landssambands mennta- skólanema. „F’ulltrúar MR reyndu hváð eftir annað að beina umræðum á LtM þinginu að menntamál- um, en þá var bara hlegið aö okkur. Mér liggur i við að halda, að i framtiðinni gangi þingfulltrúar út i mótmæla- skyni, ef einhver skyldi voga sér að minnast á mennta- mál,” sagði Benedikt enn- íremur. Þeir fulltrúar MR, sem fóru á LtM þingið, báru upp tillögu á skólafundi hjá sér, um að MR segði sig úr LtM. Var sú tillaga samþykkt. „Það hefur verið rætt um að koma á fót stærri samtökum framhaldsskólanema, sem hefðu þá innan sinna vébanda alla framhaldsskólanema, en ég er ekki bjartsýnn á fram- vindu þess máls, þvi það sam- band er hugsaö sem sérstakt pólitiskt afl. Þarf varla að vera i erfiöleikum með að láta sér detta i hug, hvaða pólitik mun ráða þar rikjum,” sagði Benedikt einnig. A skólafundinum i MR var einnig samþykkt tillaga um, að tsland segði sig úr NATO og að herinn færi burt. Við spurðum Benedikt, hvort slik samþykkt væri ekki i mótsögn við fyrri samþykktina, þar sem lýst var yfir andúð á þjóðmálakukli LtM-þingsins. „Nei, vegna þess að þarna greiðir hver atkvæöi fyrir sjálfan sig, en fulltrúar á LIM- þingi eru ekki skoðana- fulltrúar nemenda,” sagöi Benedikt. -ÓH. Sjóiði allt þetta dót! Það er erfitt að vera lltill og með áhuga á öllu, inni I svona stórkostiegri dótabúö. Bara að maður gæti nú ákveöið sig hvað mann langar mest I. Sjáiði t.d. þennan vörubil, sem keyrir sjálfur ef takkanum á honum er snúið. Eöa sögina þarna, sem hægt er að nota til að laga húsgögnin heima. Og ungi maðurinn heldur áfram aö stara i leiðslu á allt þetta litrika dót I hillunum. Svo veit hann lika, að það er ekki mjög langt I að hann fái svona nokkuð I jólagjöf. Jólin eru nefnilega ekki svo langt undan. Nema kannski hjá þeim yngstu. Þaö er ennþá heil eillfö til jóianna hjá þeim. — óH/Ljósm.: Bragi. Vinnumálanefnd semji fyrir ríkisfyrirtœkin — Björgvin Sigurðsson, framkvœmdastjóri nefndarinnar Kikið hefur nú sett á stofn steins Geirssonar eftirtaldir vinnumólanefnd til að sjá um samninga við verkalýðsfélög i komandi kjarasamningum. Samkvæmt upplýsingum Þor- steins Geirssonar deildarstjóra launadeildar f jármálaráðu- neytisins var þessi nefnd skipuð fyrirsiðustu helgi. Henni er ætlað aö s.iá um samninga við starfs- mennþeirra rikisfyrirtækja, sem áður voru i Vinnuveitendasam- bandi tslands og unnið hafa eftir samningum þess og verkalýðs- félaganna. Er hér um að ræða fyrirtæki eins og Aburðarverksmiðju rikisins, Sementsverksmiðju rikisins, Skipaútgerð rikisins, Kisiliðjuna og Lagmetisiðjuna á Siglufirði. Þessi fyrirtæki hafa gengið eða eru að ganga úr Vinnuveitenda- sambandinu, samkvæmt ákvæð- um málefnasamnings rikis- stjórnarinnar. I nefndinni eru samkvæmt upplýsingum Þor- menn: Guðmundur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sementsverk- smiðjunnar, Guðmundur Karl Jónsson, fulltrúi i félagsmála- ráðúneytinu, Guðmundur Agústs- son, hagfræðingur starfsmaður Iðnþróunarnefndar, Björgvin Sigurðsson hrl. og Þorsteinn Geirsson deildarstjóri, sem er formaður nefndarinnar. Framkvæmdastjóri nefndar innar er einn nefndarmanna, Björgvin Sigurðsson, en hann gegndi um margra ára skeið framkvæmdastjórastarfi hjá Vinnuveitendasambandi tslands. Þorsteinn Geirsson sagði, að nefndin hefði ekki tekið fyrir nein viðamikil verkefni ennþá, enda ný af nálinni. Fyrsta verkefnið yrði vafalaust að kanna þær kröfur þeirra verkalýðsfélaga, sem semja þarf við, sem þau hefðu sett fram fyrir félagsmenn sina. -OG. LEYSA SJÁLFSALAR ÞJÓNA AF HÓLMI? - Geta selt vín, steikur, súpur o.s.frv. „Það er ekkert hægara en að selja vin úr sjálfsölum. Það kæmust að minnsta kosti fjórar vlntegundir i einn sjálfsaia, og það væri hægt að stilla styrk- leikann á hverri einstakri teg- und. Svo væri einnig hægt að fá gosdrykki úr sama sjálfsala, til að blanda út I vlnið, ef menn vilja það frekar þannig”. Þetta sagði starfsmaður hjá Sjálfsalanum i viðtali við Visi i morgun. Nú þegar þjónaverkfallið hef- ur stabið nokkurn tima, hafa menn farið að hugsa hvort ekki sé hægt að afgreiða vin og mat i veitingahúsum án þjóna. Það var þá, sem sú hugmynd kom upp að fá þetta úr sjálfsölum, enda hafa sjálfsalasölumenn sagt, að hægt sé að selja svo til allt úr þeim. „Þetta eru bara sömu sjálf- salarnir og selja kaffi, te, kakó og gosdrykki. Það er hægt að stilla magnið á hverjum vökva, eftir þvi hversu margir pening- ar eru settir i sjálfsalann. Vökvarnir myndu koma kældir út úr vélinni, en ef menn vilja is með, þá má hafa ismolafötu við hliðina á sjálfsalanum. Það mætti einnig nota viðeigandi glös fyrir hverja tegund”, sagði starfsmaðurinn ennfremur. Starfsmaðurinn gat þess, að nú væru um 300 sjálfsalar á ts- landi. En þá er Keflavikurflug- völlur ekki talinn með. Þar eru um 265 sjálfsalar. Það skyldi þó aldrei vera að sjálfsalar leystu þjónadeiluna? Það er nefnilega einnig hægt að selja súpur og steikur úr sjálf- sölum. —ÓH

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.