Vísir - 18.12.1973, Qupperneq 4

Vísir - 18.12.1973, Qupperneq 4
4 Vísir. Þriðjudagur 18. desember 1973. Umsóknir um styrk úr Finnska JC-sjóðnum Finnski JC-sjóðurinn er stofnaður af Junior Chamber Finnlandi og Junior Chamber Islandi með fé, sem safnað var í Finnlandi og Svíþjóð með sölu límmiða með íslenzka fánanum. Markmið sjóðsins er að styrkja skólanám unglinga frá Vestmannaeyjum á aldrinum 14—19 ára, utan Vestmannaeyja. Styrkveiting JC-sjóðsins nær til hverskonar náms, nema skyldunáms og háskólanáms. Umsækjendur geta verið aðstandendur styrkþega eða styrkþegi sjálfur. Ef styrkþegi nýtur fjárhagsaðstoðar frá fjölskyldu sinni, er styrkurinn greiddur til fjölskyldunnar. Stjóm sjóðsins skipa. Erkki Aho, Kouvola, Finnlandi, Jón E. Ragnarsson og Ólafur Stephensen, Reykjavík. Endurskoðendur eru: Rolf Zachariassen, Heilola, Finnlandi og Reynir Þorgrímsson, Kópavogi. Útfyllt umsóknareyðublöð skal senda til: Finnska JC-sjóðsins, pósthólf 579, Reykjavík. Eyðublöðin skulu hafa borist fyrir 31. Des. 1973 Skrifstofur bæjarstjórnar Vestmannaeyja í Vestmannaeyjum og í Hafnarbúðum afhenda umsóknareyðublöð og gefa jafnframt nánari upplýsingar. fFINNSKI JC-SJÓÐURINN PÓSTHÓLF 579 REYKJAVlK ORÐSENDING fró Skattstofu Yestmannaeyja Skattstofa Vestmannaeyja hefur flutt að- setur sitt úr Tollstöðinni, Tryggvagötu 19, að Skúlagötu 57, 4. hæð, i sama hús og skrifstofur rikisskattstjóra. Siminn er: 17490. P.t. Reykjavik 15. desember 1973 Skattstjórinn i Vestmannaeyjum. Fyrstur meó íþróttafréttir helgariimar VISIR í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Sömdu um mörk milli Kanada og Grœnlands Samningar hafa tekizt milli Danmerkurog Kanada um landamæri á landgrunn- inu milli Kanada og Græn- lands, og undirrituðu þeir það í gær, Mitchell Sharp utanríkisráðherra og danski ambassadorinn, Henning Hjort-Nielsen. — Þetta eru fyrstu samningar Kanada af því tagi. I samningunum eru ákveðin mörk i gegnum Nares-sund, Baffinsflóa og David-sund, þannig að svipuð fjarlægð sé frá Elles- mereeyju og Baffinseyju Kanada og svo Grænlandi. Hvort landið sem er má sam- kvæmt þessum samningum teygja yfirráð sin yfir nýtingu auðiinda á grunninu allt út að mörkunum. en þó i anda samþykktar Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1958. Su samþykkt gerir ráð fyrir rétti strandrikja til þess að nýta auð- lindir hafsbotnsins á landgrunninu út að ákveönu dýpi. — Á álunum milli Grænlands og Kanada er hvergi náð þessu ákveðna dýpi. fif® BBH Sjp-Wi i ml bkííBI mjmasm ' fr|H i lá 11 Þjóðverjar hafa tekið þarfasta þjóninn aftur i þjónustu sina, þegar ökubannið stendur yfir. Hefur mátt sjá hesta á sunnudögum bundna á bilastæðum við kaffihúsin, eins og þessi mynd frá Dusseldorf ber með scr. Öðruvísi ökubann Vestur-þýzka stjórnin hugleiðir nú að hætta við bannið á sunnudagaakstrin- um og taka upp heldur annars konar bensinsparn- aðaraðgerðir, þar sem Þjóð- verjum yröi bannað að snerta bila sína þrjá daga i mánuði. Þessi tillaga verður borin upp i rikisráðinu á morgun. en gert er ráð fyrir, að þetta nýju ökubann tæki gildi i febrúar. Þessi tillaga gerir ekki ráð fyrir, að allir bileig endur leggi bilum sinum i einu, heldur skiptist þeir á við það. Til þess að hafa reglu á þvi, væri mið- að við, að siðasta tala á skrásetn- ingarnúmeri bileigenda stjórnaði þvi, hvenær hann legði bilnum, Skrásetningarnúmer, sem endar á 6, á þá að vera látið óhreyft 6., 16. og 26. hvers mánaðar. I stjórn með yfir- gnœfandi minnihluta Flokkur Paul Hartling tapaði 8 þingsætum i kosningunum i Dan- mörku 4. des., en þó verður það hann, sem leysa mun stjórn Anker Jörgensens af hólmi. Með sin 22 þingsæti verður Hartling og flokk- ur hans, Vinstri, likt og blaktandi strá i ráðherra- sætunum og kemur til með að eiga allt sitt undir velvilja hinna 159 full- trúanna á þjóðþingi Dana. Margrét drottning fól Hartling að mynda minnihlutastjórn aö tillögu frammámanna.Hartlinghefur ekki gert kunnugt um ráöherralista sinn, en- þangað til mun Jörgenscr, fara áfram með forsætisráðherra- embættið. Hartling skýrði blaðamönnum frá þvi, að i viðræðum sinum við fulltrúa hinna fjögurra eldri flokk- anna, ihaldsflokksins, Sósial- Rœningjarnir slepptu Fíatforstjóranum Starfsmannastjóra Fiat- verksmiöjanna i Torino, Ettore Amerio, var sleppt úr haldi ræningja i morgun. Fimm dagar eru liðnir, siðan pólitískir skæruliðar rændu honum. Ræningjarnir slepptu honum um kl. 4 i morgun i nágrenni við heimili hans, að þvi er lögreglan i Torino segir. Hvorki Fiatverksmiðjurnar né heldur fjölskylda Amerio hefur viljað upplýsa, hvort greitt var nokkurt lausnarfé fyrir starfs- mannastjórann. Lögreglan hefur hins vegar áður sagt. að hugsan- lega stæði ránið i sambandi við vinnudeilur i Fiatverksmiðjunum i Torino. frjálslynda. Kristilega og Mió- demókrata. heföi hann fengi loforð fyrir því, að þeir mundu ekki standa gegn frjálslyndri eins flokks stjórn. Þessir flokkar ráða þó aðeins yfir 79 þingsætum, sem hrekkur engan veginn til meirihluta. Jörgensen hefur lýst þvi yfir, að flokkur hans, sóslal-demókratar muni að visu ekki styðja stjórnina, en á hinn bóginn þó leitast við að fylgja ábyrgri stefnu i stjórnarandstöð- unni. Paul Hartling

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.