Vísir - 18.12.1973, Síða 5

Vísir - 18.12.1973, Síða 5
yisir. Þriðjudagur 18. desember 1973. 5- AP/NTB í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjón Guðmundur Pétursson Myrtu farþegano á báðar hendur Hótuðu að fleygja síðustu gislum úr flugvélinni á flugi og láta hana hrapa niður i Aþenu miðja Lufthansa-flugvélin, sem Palestinuskæruliðar höfðu á valdi sinu, hóf sig á loft af flugvellinum við Aþenu i morgun kl. hálf átta og tók stefnuna til óþekkts ákvörð- unarstaðar. Skæruliðarnir, sem hafa siðasta sólarhringinn skilið eftir sig blóð og lík á báöa bóga, fyrst á Rómarflug- vellinum og síðan i Aþenu, slepptu tveim gísla sinna á siðustu stundu, áður en f lug- vélin lagði upp. — Það voru tvær flugfreyjur. Kyrr i morgun höfðu skærulið- arnir hótað að fljúga af stað yfir Aþenuborg, varpa gislunum bundnum saman i eitt búnt fyrir borð og láta vélina hrapa niður i miðja höfuðborg Grikklands. En með slikum hótunum höfðu þeir gefið griskum yfirvöldum frest á frest ofan i nótt til þess að færa til flugvélarinnar tvo Palestinuaraba, sem sitja þar i haldi. Orðum sinum til frekari áherzlu höfðu morðingjarnir tekið þrjá gisla sinna af lifi i gær, einn af öðrum með nokkurra minútna millibili. Undir morguninn myrtu þeir cinnig aðstoðarflugmanninn. Flugstjórinn sárbændi i tal- stöðinni vfirvöld Grikklands að vepða við kröfum ræningjanna og sagði gislana alla i bráðum háska. — Voru Palestinuarabarnir tveir, sem morðingjarnir kröföust lausnar á. hafðir á flugvellinum, meðan yfirvöld þrefuðu við ræningjana um öryggi gislanna. — Þessir tveir Palestinuarabar voru handteknir, þegar þeir réðust til at- lögu á flugvellinum i Aþenu i ágúst siðastliönum. Uarmleikur þessi byrjaði á flug- vellinum við Hóm upp úr hádeginu i gær, þar sem Arabar voru látnir opna töskur sinar hjá öryggis- vörðunum. Þrifu þeir upp úr tösk- unum skotvopn og létu kúlna- hriðina rigna yfir afgreiðslusalinn, þar sem þúsundir manna voru. Huddu þeir sér leið út á flugvöllinn, vörpuðu handsprengju inn i banda- riska farþegaþotu. sem þar stóð með 70 manns innanborös og kveiktu þannig i henni. Alls urðu þeir þar 31 manni að bana, en 18-20 særðusl til viðbótar. Sumir hinna særðu eru svo illa. brenndir úr flugvélabrunanum. að þeim er vart hugað lif. Kftir þetta blóðbað rændu skæru- liðarnir I.ufthansaflugvél með 17 manns innanborðs. 2 flugmenn, 2 flugfreyjur, 5 italska öryggisverði og 7 farþega. Einn gislinn drápu þeir strax. þcgar hann reyndi að flvja. en flugstjórann neyddu þeir til þess að fljúga með þá til Aþenu. Tókst honum með naumindum að koma vélinni á loft af Hómarflug- vellinum. þvi að hún hal'ði skemmzt i skothrið morðingjanna. Her og lögrcgla i Aþenu lá i um- sátri um flugvélina. meðan dipló- matar scx arabiskra rikja, Italiu og V-Þýzkalands. auk griskra yfir- valda, rcyndu að scmja við skæru- liöana. Þrir skriðdrckar voru meira að segja til laks, cn það varð ekki af þvi, að látið væri til skarar skriða gegn ska'ruliðunum al' ótta um lif gislanna. Enginn vcit með vissu ennþá, hve marga af þessum 17 gislum skæru- liðarnir hafa mvrl. Þegar flugvélin var færð til á Áþcnuflugvellinum i morgun til þess að taka bensin, kom i Ijós eitt lik undan hjólunum. Hæningjarnir höfðu greinilega fleygt þvi út úr völinni. Hæningjarnir höfðu boðizt til herrarnir vildu þó ekki gefa kost á þess að taka l'jóra arabiska sendi- sér, nema skæruliðarnir lofuðu að herra i skiptum fyrir konur og láta alla gislana lausa. Varð ekki af börn. sem i flugvélinni voru. Sendi- þvi. i flugstöðinni á Kiuniicino-flugvelli viö Hóm: Lögreglumaöur beýgir sig yfir lijón, scin orðiö hafa fyrir skotum. Þau voru flutt á sjúkrahús og voru ekki talin I hættu. — Sfmamynd AP i morgun. Kissinger utanrfkisráðherra og Faisal konungur Saudi Arabiu sjást hér á rökstólum, meðan enn var óráðið, hvort af friðarráðstefnunni yrði eða ekki. Kissinger hafði tæpast lokið heimsókninni með loforð allra um þátttöku, þegar blóðbaðið varð i Róm. Skœruliðarnir for- dœmdir af Egyptum Egypzkir fjölmiðlar for- dæmdu í morgun hryðju verkiná flugvellinum í Róm i gær, og skrifuðu þeir, að sennilega væri tilgangurinn að spilla fyrir friðarráð- stefnunni, sem hef jast skal í Genf á föstudag. „Það er erfitt að imynda sér annan tilgang," skrifaði aðalmál- gagn stjórnarinnar i Kairó, blaðíð A1 Ahram. Það lýsir blóðbaðinu semalgjörubrjálæði og segir að þvi sé lsraelum rétt upp i hendurnar tylliástæða til þess að leggja steina i götu friðarviðleitninnar. „Það er erfitt að trúa þvi, að Arabar taki þátt i þcssum ómannúðlcgu aðgerðum. Þeir, sem myrða saklausl lólk, æltu heldur að beita vopnum sinum i baráttunni gcgn óvininum á hernumdu svæðunum," skrifar blaðið A1 Akhbar. Israelar, sem komnir cru til Genfar til undirbúnings friðarráð- sfel'nunni, telja, að þetta alvik muni kynda undir andstöðu Israelsst jórnar gegn þátltöku Palestinuaraba i friðarráðstefn- unni. Fékk tauga- áfall J. Paul Getty III liggur á sjúkrahúsi til meðferðar, eftir að ræningjarnir létu hann lausan fyrir citthvert hæsta lausnargjald, sem um getur. ffann hefur hlotið taugaáfall, og þolir t.d. ekki yfirheyrslur lögregl- unnar. Brestur hann jafnan i grát, ef talinu er vikiö að ræningjunum, sem hótuöu honum og fjölskyldu hans öllu illu, ef hann gæfi lögreglunni lýsingu á þeim. Faðir hans, J. Paul Getty, jr„ mun hafa tekið loforð af móður hans Gail Harris, sem einnig hefur orðið að leita læknishjálpar eftir álagið, að þau flytji vestur til Bandarikjanna. A myndinni hér til hliðar, sem tekin var daginn sem hann kom fram, sést hægri vangi piltsins, en hann missti hægra eyrað. Þaö er engu likara en ljósmyndarinn hafi náð mynd af jólatré Chicago-búa á þvi augnabliki, sem golan bylgjar það. Svo var þó i rauninni ckki, heldur hreyföi hann myndavélina til beggja hliða um leið og hann tók myndina. Hraðinn var 1/10úr sekúndu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.