Vísir - 18.12.1973, Page 7

Vísir - 18.12.1973, Page 7
Vísir. Þriðjudagur >8. desember 1973. 7 riiMNl | SIÐ A l\S J Umsjón: Edda Andrésdóttir Það er svo sannar- lega farið að styttast i jólin, en það er vist áreiðanlegt, að ekki nærri þvi allir hafa lokið við jólagjafainn- kaupin. Sumir hafa vart tima til þess að verzla fyrr en rétt á siðustu dögunum áður en hátiðin gengur i garð. Svo eru aftur aðrir, sem vilja helzt losna við að kaupa mikið inn af gjöfum og kjósa að búa gjafirnar til sjálfir. Liklega hefðu þeir og flestallir gaman af að búa til jafnstóra tuskudúkku og sjá má hér á meðfylgjandi mynd. Svo ekki sé nú talað um hve ánægt það barn yrði.sem fengi eina slíka i jóla- pakkanum. Ein dúkka er 80 cm löng, sem samsvarar hæð á 3ja til fjögurra ára gömlu barni. Ekki amaleg- ur leikfélagi það fyrir þann ald- ur. Dúkkuna má sauma til dæmis ur bómullarefni eða frotté-efni, sem getur verið skemmtilegt lika. Ef efnið er 90 sm breitt, þarf 1.80 m í dúkkuna. Klippt er fram- og afturstykki og þau saumuö saman þannig, að réttan á stykkjunum snýr saman. Dúkkan er siðan fyllt, með svampi, t.d. ^f dúkkan er saumuð úr dúnheldu efni þá er ágætt að fylla hana með dún úr gömlum kodda. 1. Teiknið upp snið eins og sýnt er á meðfylgjandi mynd hér á siðunni. Hver rúða er 10 x 10 cm stór, þegar búið er að teikna DÚKKA SEM ER JAFNSTÓR BARNINU SJÁLFUl — og það er auðvelt að sauma hana, þó hún sé 80 sm. há Hver rúða er 10 x 10 cm að stærð. Sundbolur er teiknaður á dúkkuna á sniðinu á þessari mynd meö feitum linum vinstra megin. Hægra megin er dregið upp snið af svuntu. Auðvitað er þó ekki nauðsynlegt aö teikna þaö með, og dúkkan er öll í heilu lagi. upp sniðið. Dúkkan er síðan teiknuð á rúðu-pappirinn. Dúkkan er ca. 80 sm löng, og þá er að klippa út sniðið. 2. Klippið fram- og afturstykki dúkkunnar úr efninu, sem hún á að vera gerð úr. Klippið siðan andlit. Gert er ráð fyrir saum- um i sniðinu. 3. Saumið augu, nef og munn á andlitið, eða málið það á. Saumið siðan andlitið fast á framstykki dúkkunnar. 1 sniðinu er gert ráð fyrir, að dúkkan sé i sundbol, en að sjálf- sögðu er það undir hverjum og einum komið, i hvað hún klæðist. Ef hún klæðist sundbol, er hann saumaður fastur við stykkin, áður en þau eru saumuð saman. 4. Nú má sauma fram- og altur- stykki saman, og það er gert með þvi að leggja saman réttu stykkjanna og siðan saumað. Skiljið eftir ca. 12 sm slórt gat á höfðinu. 5. Snúið dúkkunni við, og fyllið hana með tilheyrandi efni, vatti, dún , svampi eða öðru. 6. Þá er það hárið, sem ekki má vanta. Það getur verið sitt eða stutt og i hvaða lit, sem mönn- um deitur i hug.Það er saumað á með stoppunál og er úr garni. Bezt er að hafa garnið gróft. 7. Siðan er tilvalið að sauma föt á dúkkuná. 1 sniðinu hér á myndinni er gert ráð fyrir sundbol og svo litilli svuntu á hægri hlið. Annars er mjög auðvelt að sauma föl á slika dúkku, og svo passa gömul barnaföt, sem hætt er að nota, afbragðsvel. ORT Á ÖXI Ingimar Erlendur Sigurðsson er nafn, sem ekki hefur borið ýkja mikið á undanfarin ár á bóka- markaði. Hér kemur ljóðakver frá hans hendi, myndskreytt af honum sjálfum, ef frá er talin höfuðskreyting bókarinnar, for- siðumyndin eftir Gunnar S. Magnússon. Bókin er 85 siður i iitlu broti. PÉTUR OG ÚLFURINN Bókaútgáfan Saga gefur hér út laglega barnabók. Bókina þýddi Alda Ægis, en prentun fór fram i Austur-Þýzkalandi. Sagan er byggð á tónlist Sergei Prokofief um Pétur og úlfinn, sem alkunna er. AliLT TIL SICÍilAlflKiM ingar KÉÉ bind PACHSTEIN ÞRJÁR Æ VINTÝ RABÆKUR Þrjá litlar og ódýrar ævintýra- bækur hafa komið á jólabóka- markað barnanna, Ævintýrið um músabörnin i dýragarðinum, Ævintýrið um fiskinn og perlurn- ar og Ævintýrið um Klöru og hvitu gæsirnar. SKÍÐAVIÐGERÐIR - SKATA Sekin af /Ijálparsi'eil tkála Reykja vik i ASETNINGAR A BINDINGUM BViÞIN ^^)RUGG ÞJONUSTA.FRAMKVÆMD AF FAGMANNI BANKASTRÆTI 4. - SlMI 12048. SNORRABRAUT 58. - SlMI 12045.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.