Vísir - 05.01.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 05.01.1974, Blaðsíða 1
64. árg. — Laugardagur 5. janlíar 1974. — 4. tbl. Þegar pillurnar dugðu efrfri, trímmaði hann sig til heilsu — bls. 3 FURÐU- PLAGG ÚRHEIMI ÍÞRÓTT- ANNA Eitthvað um hundrað manns, sem stundar iþróttir, hefur sent Timanum ,,opið bréf til Visis” vegna iþrótta- skrifa og skorar á blaðið að fá hxfan mann til að skrifa iþróttafréttir. Bréfið fékkst birt á þeirri forsendu, að Visir hefði neit- að að birta bréf þetta. Visir fékk þó aldrei bréfið, þrátt fyrir ósk biaðsins um að fá það og þrátt fyrir loforð iþróttamanna um að koma með bréfið. Nánar um hið furðulega piagg. — SJA BLS. 3. Tekið harðar ó reykingum I blO — boksíia Stöðvar olfu- hœkkun- ín skut- togarana — Baksíða • Víkingur og FH sigruðu Tveir leikir voru háöir I 1. deild tsiandsmótsins f hand- bolta i gærkvöldi I Laugar- dalshöllinni. Fyrst léku Armann og FH og sigruöu Hafnfirðingarnir nokkuð örugglega með 18-13. FH hefur 12 stig — unnið alia leiki sina. Sfðari leikurinn var milli Reykjavikurmeistara Fram og Víkings. Úrslit urðu heidur óvænt, þvi Víkingur sigraöi með 21-19. Vikingur hafði yfir 1-3 mörk mest allan leikinn, en spenna var mikil i lokin, þegar Fram tókst tvivegis að jafna. Víkingur hefur nú sex stig eftir 6 leiki — Fram 5 stig eftir sama leikjafjölda. RAFMAGNSBRUNAR VEGNA SKORTS Á EFTIRLITI ,,Ég lít á þetta sem viðurkenningu til Keflavíkurliðsins í heild", sagði Guðni Kjartansson, fyrirliði ÍBK og íslenzka landsliðsins í knattspyrnu, þegar hann var kjörinn ,, íþróttamaður ársins 1973" af íþróttaf réttamönnum. Kjörið var tilkynnt í gær, og er Guðni f yrsti knattspyrnumaðurinn, sem titilinn hlýtur. Sjá íþróttir bls. 10. — hroðaleg slys og brunar vegna spar- semi á fé til rafmagns- eftirlits, segir forstððumaður eftirlitsins „Bruna af völdum raf- magns má fyrst og fremst rekja til eftirlitsleysis með raflögnum og raftækjum i húsum. Eftirlit með slíku kostar peninga, og það er staðreynd, að rafveitur berjast á móti þvi að halda uppi eftirliti, því það kost- ar peninga," sagði Jón Á. Bjarnason, forstöðumaður Rafmagnseftirlits ríkisins i viðtali við Vísi i gær. t skýrslu, sem slökkviliðið i Ueykjavik hefur gefið út, er m.a. getið um orsakir eldsvoða. Af völdum raflagna og rafmagns- tækja urðu alls 65 brunar á Heykjavikursvæðinu árið 1973, sem eru rúm 20% af öllum brun- um. ,,Ef eftirlit væri eins og á er kveðið i reglugerð, þá er ég þess fullviss, að brunar af völdum raf- magns væru miklu færri. En það er bara ekki nægilegt eftirlit, vegna þess sem ég sagði áðan, að það er reynt að spara eins og mögulegt er allar fjárveitingar til rafmagnseftirlits, bæði i bæjum og til Hafmagnseftirlits rikisins,” sagði Jón ennfremur. t þeim gjöldum, sem rafmagns- notendur greiða, er innifalið eftir- litsgjald. Er það 1% af gjöldun- um. „Rafveiturnar eru mjög tregar til að láta þessa peninga af hendi i eftirlit, heldur nota þá yfirleitt i allt annað. T.d. er algengt, að ráðnir séu rafmagnseftirlits- menn, en þeir eru svo látnir vinna allt annað en að sinna fullkomnu eftirliti. Það er trassað að kynna hættur af rafmagni fyrir almenn- ingi og hreinlega allt talið eftir til þessara mála.” Að sögn Jóns eru brunar ekki það eina, sem hlýzt af þessum skorti á reglulegu og nægu eftir- liti. „Slys af völdum rafmagns eru miídu fleiri en nokkurn tima koma opinberlega i Ijós. Hroðaleg dauðaslys og ævilöng örkuml eru fleiri en komið hefur fram til þessa. En þetta er ekki hægt að koma i veg fyrir, ef vantar allt fé til kynningar og eftirlits og allan skilning á nauðsyn þess,” sagði Jón að lokum. —ÓH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.