Vísir - 05.01.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 05.01.1974, Blaðsíða 6
6 Visir. Laugardagur 5. janúar 1974 VÍSIR CTgefandi:-Reykjapi:#nt hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétifrsson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgdtu 32. Simar 11660 86611 Afgreibsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611, "'Ritstjórn: Siftumúia 14. Simi 86611 (7.1fnur) Askriftargjald kr. 360 á mánuöi innanlands i lausasölu kr> 22.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Enn einn þyrnir frá Solsjenitsyn Fjör í borg Verkefni borgarstjórnar Reykjavikur eru ekki eingöngu þau að leggja malbikaðar götur heim til borgarbúa, kalt og heitt vatn og rafmagn i hús þeirra og sjá um ýmsa félagslega þjónustu. Þetta eru vissulega brýnustu verkefnin og þau, sem mest eru áberandi, þegar borgin er i sem örust- um vexti. Eftir þvi sem viðgangur borgarinnar eykst, fara ný verkefni að skjóta upp kollinum. Og það er einmitt þetta, sem hefur verið að gerast i Reykjavik á allra siðustu misserum. Fegrun borgarlandsins var fyrst á dagskrá og siðan ýms- ar aðgerðir til að gæða borgarlandið lifi. Dæmi um þetta er nýlega samþykkt tillaga frá borgarstjóra um skemmtanir og menningarstarf fyrir almenning á opnum svæðum borgarinnar, torgum hennar, göngugötum og görðum viðs veg- ar um bæinn. Þessi ráðagerð kostar tiltölulega litið fé i samanburði við aðra þjónustu borgarinn- ar, en gæti orðið til verulegrar upplyftingar. Ætlunin er að fá lúðrasveitir, svo og aðrar hljómsveitir og söngflokka til að gæða hin opnu svæði lifi, þegar Reykvikingar eiga fri um helgar. Einnig er i ráði að gefa ýmsum samtökum, eins og t.d. skátum, tækifæri til að kynna almenningi starf sitt á þessum opnu svæðum. Margt fleira kemur til greina, svo sem danssýningar, upp- færslur á atriðum úr revium og ýmiss konar upp- lestur. Miklatún er dæmi um opið svæði af þessu tagi. Þar er kominn hinn snyrtilegasti garður, sem þarf að gæða lifi með hljómleikum, tjaldbúðum skáta, leiktækjum og höggmyndasýningum, svo að örfá dæmi séu nefnd, en veitingaaðstaða er þegar fyrir hendi á Kjarvalsstöðum. Þjóðhátiðarárið gefur borginni gott tækifæri til að hefja þetta starf. Upphafsatriðið er álfadans- inn á Melaveliinum annað kvöld, en siðan er ráð- gert að láta hverja dagskrána reka aðra viðs veg- ar um borgina, einkum þegar sól er farin að hækka verulega á lofti. Ekki er ætlunin að láta staðar numið, þótt þjóðhátiðarárið liði, heldur gera þessar útidagskrár að föstum lið i borgarlif- inu. Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri hefur æði að göngugötum i miðborg- inni. Ákveðið hefur verið að stefna að þvi að koma upp göngusvæði, er nái ofan frá Hlemmi niður i Aðalstræti. Verður þegar i vetur hafizt handa við að breyta austur- hluta Austurstrætis i þetta horf, og á þeim hluta að ljúka þegar i vor. Margar fleiri áætlanir af þessu tagi eru á prjónunum hjá borginni. Verið er að skipuleggja góða að- stöðu fyrir smábáta, bæði trillur,róðrarbáta og seglbáta. Göngubrú frá Gufunesi út i Viðey er i undirbúningi. Og unnið er af fullum krafti að skipulagi viðtækra gróðurvinja út um alla borg, ekki eingöngu fyrir gras og tré, heldur einnig leiktæki og aðra þá aðstöðu, er laðað getur borgarbúa að. Hér er i uppsiglingu merkilegasta átakið i stjórn borgarinnar siðan malbikunar- og hita- veituáætlanirnar voru framkvæmdar. —JK i feld rússneska Þetta nýja 600 blað- siðna verk, sem kemur út á rússnesku, kallast ,,Gulag Archipelago” og fjallar um, eins og fram hefur komið hér i frétt- um i blaðinu, eiginlega refsivendi sovézkrar réttvisi á árunum frá 1918 til 1956. Það timabil dregur annars nafn af harðstjóranum Jósep Stalin. Skáldsögu þessa segja útgef- endur spegla „eigin reynslu höfundar,” kjarni hennar sé sögulegur, nánast brúkleg sem heimild. bjarnarins Það hefur vist ekki farið fram hjá mörgum, að ný bók kom út eftir sovézka rithöfundinn Alexander Solsjenitsyn milli jóla og nýársu Það gengur venjulega ekki hávaðalaust fyrir sig, ef sá góði maður lætur eitt- hvað frá sér fara á prenti orðið — svo óskaplega sem hann fer i taugarnar á yfirvöld- um sinum. Hin nýútkomna bók Solsjenitsyns, „Gulag Archipelago", sem fjaliar um hrylling fangabúðanna og piningar KGB-Iögreglunnar rússnesku á árunum 1918 til 1956. Solsjenitsyn, sem segist, eins og margsinnis hefur verið sagt frá, vera ofsóttur af sovézku öryggislögreglunni eftir sin fyrri skrif, býr i Moskvu. Hann hefur neitað að yfirgefa landið af ótta við að fá ekki að snúa þangað heim aftur. begar honum bauðst staða fyrirlesara við bandariskan háskóla um eins eða tveggja ára skeið, gat hann fengið leyfi til þess, en hins vegar fékk fjöl- skylda hans ekki að fara með honum, og ekkert varð úr. Útgefendurnir, YMCA-press útgáfufélagið i Paris, segja, að höfundurinn hafi geymt handritið að „Gulag Archipelago” i fimm ár til þess að hlifa manneskjum, sem nafngreindar eru i bókinni. „En i ágúst 1973 komst öryggis- lögregla rikisins yfir eintak, og höfundurinn afréð að draga ekki lengur útgáfu bókarinnar,” segir YMCA-press i fréttatilkynningu vegna útgáfunnar. — Félagið boðar, að þýzkar, franskar, ensk- ar og sænskar þýðingar á bókinni komi út snemma á þessu ári. Útgáfa bókarinnar i Paris verð- ur fyrsta eldskirn hins nýmynd- aða sovézka útgáfuráðs. Formað- ur þess. Boris D. Pankin, hefur lýst þvi yfir, að þetta rikisapparat muni gera ráðstafanir til að hindra útgáfu erlendis á bókum höfunda á borð við Solsjenitsyn. Rikið álitur þær andsovézkar. Illlllllllll Umsjón: Guðmundur Pétursson Útgáfuráðið miðar að þvi að koma á einokun i viðskiptum við erlend útgáfufélög, eins og Pan- kin sagði reyndar lika i viðtali i október i haust: „Utanrikisvið- skipti eru einokuð af rikinu i okk- ar landi.” — Hann notaði að visu annað orð en einokun. Siðan bætti hann við: „Þess vegna er öll sala á útgáfurétti til erlendra útgáfufyrirtækja, sem ekki fer fram fyrir milligöngu út- gáfuráðsins, einstaklingsfram- tak. sem stangast. á við kerfið." Pankin lét á sér skiija, að ráðið mundi sækja til saka hvert út- gáfufirma erlent, sem gengi fram hjá útgáfuráðinu. Hann hefur þó ekkert látið frá sér heyra varðandi þessa nýút- gefnu bók Solsjenitsyns. Solsjenitsyn, sem ekki fær gefnar út bækur i Sovétrikjunum, vegna þess að þær eru þar bannaðar, leyfði útgáfu erlendis á bók sinni „Agúst 1914”. Hann fór ekki i neinn launkofa með það i viðtali i sumar sem leið, að hann mundi halda áfram að láta vest- ræna útgefendur um að prenta bækur sinar, á meðan sovézkir vilja ekki gera það. Solsjenitsyn er einnig um þess- ar mundir að reyna á þolrifin i út- gáfuráðinu með öðrum hætti. Hann gefur út neðanjarðar tvo hingað til óbirta kafla úr „Fyrsta hringnum”. .— Hann segir, að fyrst Sovétrikin hafi nú fengið út- gáfuráð, þá geti hann dreift út meðal landa sinna fjölrituðum eða vélrituðum eintökum af „Samizdat", sem þýðir eiginút- gáfa, og samtimis þvi baktryggt sig gegn ásökunum um ólöglegar útgáfur erlendis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.