Vísir


Vísir - 05.01.1974, Qupperneq 7

Vísir - 05.01.1974, Qupperneq 7
Visir. Laugardagur 5. janúar 1974 cTVIenningarmál Gunnar Gunnarsson skrifar um útvarp: Stœlt oq stolið Sjónvarp: Áramótagrin sjónvarpsins var áreiðanlega alveg eins og til var ætlazt: slétt, fellt, sakleysislegt og þokkalega unnið. Stjórnendum þessa grinþáttar, sem sjónvarpsáhorfendur og aörir biða eftir og miöa sitt gamlárskvöld viö, hefur oft á liön um árum tekizt vel. Og það verður ekki annað sagt um þennan siðasta þátt en hann hafi tekizt vei: Hann var vel unninn, margt hönduglega gert og jafnvel fyndinn á köflum. En það vantaði broddinn. Það vantaði hið dulitið eitraða krydd, sem stundum hefur verið áður. Það var oftast hægt að brosa, en aldrei skellihlæja. Greinilega hafa stjórnendur grinþáttarins á gamlárskvöld farið i smiðju til Flosa Olafsson- ar — aðferð hans fr,á fyrri árum var stæld og gömlum hugmynd- um var brugðið upp. Það sakaði heldur ekki, en mér fannst samt heldur leiðinlegt að sjá þann fræga fir, Flosa, leika statista- hlutverk hjá lærisveinum sinum. Þegar raðað er saman ótal smá- um atriðum og atvikum og gerður af langur þáttur, þá verður öll skipting að vera hröð, þvi mjög miklar likur eru á, að brandari falli andvana til jarðar, og þá verður að bregða upp nýrri senu, svo mistökin gleymist. Þetta tókst vei á gamlárskvöld, og inn á milli flutu boðleg atriði, þannig að aðstandendur þáttarins geta sjálfsagt vel við unað. Hins vegar býst ég við, að þeir séu vand- fundnir, sem geta munað eitthvað af þvi, sem fyrir augun bar. Hinir makindalegu spekingar Þegar hátiðar nálgast fara for- ráðamenn þjóðarinnar, svo og stjórnendur útvarpsins, i spari- fötin og taka að berja saman notalega orðaða spekiræðu, sem siðan er útvarpað. Gamlárskvöld er sérlega vond- ur dagur að þessu leyti. Gegnum árin hefur orðið til sú venja. að forsætisráðherra ávarpi þjóðina i hljóðvarpi og sjónvarpi á gamlárskvöld. Nú er svo sem ekkert að þvi, að hin æruverða persóna, forsætis- ráðherrann, tali tii þjóðarinnar og það jafnvel á gamlárskvöldi. En nú vill yfirleitt svo til, að for- sætisráðherra landsins er ekkert sérstakt augnayndi. Og það, sem hann hefur að segja þjóð sinni, er yfirleitt ekkert sérstakt. Aðeins samsafn vandlega valinna skrúð- yrða. En látum svo vera — mér fyndist bara sjálfsögð tillitssemi, að sleppa ráðherranum við sjón- varpsávarpið, en koma honum þess i stað fyrir á góðum stað i dagskrá hljóðvarpsins. Þar er lika fyrir álitlegur hópur af hin- um makindalegu spekingum. Forsætisráðherra talaði i tuttugu minútur. Ávarp hans hófst klukkan átta. Undir miðnætti birtist svo hans hátign, útvarpsstjórinn. Og útvarpsstjór- inn talaði álika lengi og var ekki siður skrúðmáll og ekki siður spakur en landsfaðirinn. Og það er svo sem lika allt i lagi — nema hvað það má segja, að ávarp ráð- herrans sé svo litið skemmtileg venja, en hin venjan, útvarps- stjóravenjan, finnst mér bara fjandans ófögnuður. Eru ekki flestir orðnir hifaðir fyrir miðnætti? Og er þá til nokkurs að vera að flytja eins konar ,,Dag og veg'' i útvarpið og meira að segja i sparigallanum? En útvarpsstjóra, hver sem það nú er hverju sinni, finnst sitt embætti eflaust svo hátt, aö hann geti á hátiðlegum stundum komið fram i véfréttarstellingum og rætt málin. Svo geta menn velt þvi fyrir sér, til hvers það nú sé. Illjöðvarp: Eins og sjónvarpið, þá- var hljóðvarpið með sitt ára- mótagrin. Eflaust hefur sá þáttur verið ofsalega fyndinn og skemmtilegur — Jónas Jónasson stjórnaði honum — en ég las það i viðtali við Jónas nokkru fyrir áramót, að þáttur hans væri sko svoleiðis, að fólk ætti alveg að geta slitið sig frá útvarpstækinu á gamlárskvöld og farið að gera eitthvað annað, t.d. horfa út um gluggann. Og það var nú eigin- lega vegna þessa, sem ég kveikti ekki á tækinu á gamlárskvöld. Foreldravandamálið Nú hefur verið hafinn lestur nýrrar framhaldssögu. Þessi saga mun næsta ný af nálinni og er eftir ungan höfund, Þorstein Antonsson. Þorsteinn hefur gefið út nokkrar bækur og er vis til að skrifa athyglisverða sögu með þvi óvenjulega heiti, „Foreldra- vandamálið —- drög að skilgreiningu.” Fyrsti kaflinn Gylfi Gislason: Gerir myndiist- inni gagn. var fluttur á miðvikudagskvöldið og virðist ekki ætla að bregðast vonum. Ég vil eindregið hvetja fólk að hlusta á lestur Erlings Gislasonar. Þáttur Gylfa Gislasonar ,,1 skfmunni” hefur yfirleitt tekizt mætavel i vetur — og ekki var hann siztur á fimmtudaginn var. — Gylfi er greinilega mjög áhugasamur varðandi þátt sinn, og á mikið hrós skilið fyrir að fjalla á eftirminnilegan hátt um erfitt efni. Undanfarið hefur hann fjallað um ákvörðun borgarráðs, að fá reykviskum myndhöggvurum i hendur súrheysturnana á Korpúlfsstöðum, og af þvi tilefni fór Gylfi með segulbandið á fund I borgarstjórn og siðan á fund hjá félagi myndhöggvara. Það var mjög fróðlegt að heyra muninn á fundarhaldi og ræðum myndlistarmannanna og pólitikusanna hins vegar. Úr áramótagrini: Höfundar þáttarins beygöu sig fyrir vilja ráðamanna, og áramótagríniö varð sakleysislegt og mörg skritla var andvana fædd. ALLT í BÁL OG BRAND Hneyksli nokkurt varð á alþingi litlu fyrir jól sem ekki virðist hafa vakið mikla eftirtekt út i frá. En þá var i skjótri svipan og umræðulaust að sjá samþykkt að hækka opinberan fjár- styrk til blaðanna um 14 milljónir — úr 18 i 32 milljónir króna. Nú má það svo sem vel vera að vert sé að stuðla að og styrkja með opinberu fé blaðaútgáfu i landinu, pólitiskra málgagna til þess fallinna að viðhalda frekar en útbreiða málstaði flokkanna, ekki siður en aðra útgáfustarf- semi. Enda hefur fé verið lagt til þessara nota á fjárlögum nokkur undanfarin ár og hafa þær upp- hæðir vaxið ár frá ári þótt þessi siðasta hækkun sé langsamlega mest. Blöð á rikisframfæri? Hingað til mun hafa verið látið heita svo að þetta fé rynni til kaupa á blöðum sem rikið dreifði svo eftir þörfum þeirra til ýmissa opinberra stofnana. Getur nú hver og einn reiknað hversu mik- ið hið opinbera telur sig þurfa af blöðum i ár og i fyrra samkvæmt þessum fjárveitingum: dagblöðin kosta eins og kunnugt er 360 krón- ur i áskrift á mánuði, 4320 krónur á ári á núverandi verði. Fyrir þessar fúlgur, 18 og 32 milljónir, má óneitanlega fá æðimikið pappirsfjall saman i einn stað. En þess ber reyndar að geta að i ár eru felld niður orðin um „kaup á blöðum” úr þessari fjár- lagagrein. Má kannski ætla af þvi að nú eigi loks að stiga skrefið til fulls og taka upp beinan fram- færslustyrk til blaðanna — „sam- kvæmt nánari ákvörðun rikis- stjórnarinnar að fengnum tillög- um stjórnskipaðrar nefndar”, eins og segir þar. Eitt er það þótt ýmsar opinber- ar stofnanir sem telja sér þörf á þvi kaupi blöð til sinna nota og greiði fyrir það verð sem blöðin kosta. Það er i sjálfu sér enginn „styrkur” til blaðanna frekar en hitt, að opinberar stofnanir greiði fyrir þá þjónustu sem blöðin láta þeim raunverulega i té, með birt- ingu opinberra auglýsinga og þess háttar. En það er svo allt annað mál að taka upp beina eða óbeina framfærslu blaðanna, hvort heldur væri með stórkost- legum blaðakaupum umfram raunverulegar þarfir eða með hreinum og beinum framfærslu- styrkjum, greiðslum fyrir „þjón- ustu” sem engin er, eða öðrum fjárhagslegum sporslum og iviln- unum. Er nokkur sanngirni i að veita akkúrat dagblöðum slikan stuðning — nema þá að önnur út- gáfustarfsemi hljóti lika ein- hverja viðlika fyrirgreiðslu? Bókakaup og söluskattur Fyrir nokkrum árum var þeirri ráðagerð hreyft að rikið tæki upp þann stuðning við bókaútgáfu i landinu að festa kaup á tilteknu lágmarks-upplagi útgefinna is- lenskra bóka, allténd þeim sem næðu einhverju bókmenntalegu eða fræðilegu máli, og likast til úrvali þýðinga lika. Þá var talað um 500 eintök af bók sem rikið keypti og siðan yrði ráðstafað til bókasafna, skóla, sjúkrahúsa og ef til vill i fleiri staði. Er þetta ekki alveg sambærileg hugmynd við stórkostleg blaðakaup af opin- berri hálfu til styrktar blaðaút- gáfunni? En þegar til kom mun mönnum engan veginn hafa litist á þessa hugmynd i verki, og féll hún brátt niður án þess reynt væri að koma henni i kring i alvörunni, öfugt við blaðastyrkina. Þessi tillaga kom upphaflega fram á rithöfundaþingi, til þess ætluð að stuðla að bættum kjörum rithöfunda. En i- framhaldi af hinni fyrri hugmynd um stórkost- leg bókakaup fyrir rikisfé fékk brátt önnur tillaga byr undir vængi: um eftirgjöf söluskatts af bókum islenskra höfunda sem renrta skyldi til svonefndra við- bótar-ritlauna til rithöfunda og fræðimanna. Og i sama mund sem þingmenn voru að möndla hinar nýju 14 milljónir til blaða sinna fyrir jólin kom reyndar til úthlutunar fyrsta fjárveiting til rithöfunda i þessu skyni, 12 milljónir króna sem mér skilst að sé áætlaður hluti islenskra bóka af söluskattinum árið 1971 eða svo. Þess má geta að á fjárlögum I ár er enn gert ráð fyrir sömu upphæð, 12 milljónum, til sömu nota, og hefur ekki heyrst getið um tillögur til hækkunar hennar hvað sem liður söluskattshækkun prósentvis og i krónutölu eða öðr- um verðlagshækkunum. 1 ár reyndi i fyrsta sinn á út- hlutun þessa fjár: 54 höfundar hlutu 220.000 krónur hver i „við- bótarritlaun” fyrir verk útgefin árin 1970-1972, en 121 höfundur sótti um laun. Getur farið öðru- visi en svo að þeir 67 sem ekkert hlutu verði nú bálvondir, eða aðr- ir fyrir þeirra hönd? Og þá má byrja nýjan darraðardans i lik- ingu við fyrri rimmur um lista- mannalaun. Er það virkilega til- gangur þessarar fjárveitingar að stórauka hiö fyrra bitlinga- og ölmusukerfi? Eða á að reyna að nota féð til að gera bókmenntirn- ar fjárhagslega sjálfbjarga? Stofna nefnd, veita styrk! Eftirgjöf söluskatts af bókum er vitaskuld ekki beinn stuðning- ur við rithöfunda heldur rennur féð til útgefenda. Eigi skattféð að koma rithöfundum til góða verður \\\\\\ t DAGBOK eftir Ólaf Jónsson wwwwwvwwwwwww? að tryggja það með föstum við- miðunar-samningum þeirra og bókaútgefenda. En verði jafn- framt eftirgjöf söluskattsins tek- inn upp sá háttur að reikna rit- laun til jafnaðar 25% af útsölu- verði mundi það fé að visu nægja til að tryggja raunverulega fram- bærileg lágmarks-laun fyrir þær bækur sem seljast i meðalupp- lagi, svo sem 1500 eintök eða það- an af meir. Liggur ekki i augum uppi hversu stórfelld kjarabót fælist i slikum lágmarks- eða við- miðunarkjörum á bókamarkaðn- um —■ ekki fyrir einstaka rit- höfunda fyrst og fremst heldur fyrir bókmenntastarfsemina i heild? En það skrýtna er að þeir sem um þetta mál hafa fjallað af hálfu fjárveitingavalds og rithöfunda- samtaka virðast ekki hafa neinn áhuga á neinni slikri lausn máls- ins, reikningshætti sem i fyrsta lagi miðaðist við raunverulegt gengi bóka á markaði án tillits til annarra verðleika þeirra eða höf- undanna. Ekki má nefna annað en stofna nefnd, útdeila styrk. Og svo fer eins og fyrirfram var vit- að: allt i bál og brand út af nefnd- inni og styrkjunum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.