Vísir - 05.01.1974, Blaðsíða 4

Vísir - 05.01.1974, Blaðsíða 4
4 Visir. Laugardagur 5. janúar 1974 KIRKJU- SÍÐAN FÆR FAGRA GJÖF Eftir jólin barst Kirkjusiðu VIsis gjöf frá hjónunum Ingi- björgu og Jens Guðjónssyni gullsmið á Laugavegi 60. Gjöf þessi var þakklætisvottur fyr- ir jólahugvekju Visis, sem bar yfirskriftina: Hin fegursta rós. Hún birtist laugardaginn 22. desember. Gjöfin var silfurskeið — jólaskeiðin 1973 — og er hinn fegursti gripur eins og myndin sýnir. A skaftinu er rós með stjörnum i kring og áletrun- inni: Jól 1973. En á blaðinu er upphaf sálmsins, sem lagt var út af I jólahugvekjunni: Hin fegursta rósin er fundin. Kirkjusiöan þakkar þessa fögru gjöf og sendir gefendum hugheilar nýárskveðjur. Mynd frá Hólum i Hjaltadal 20. júni 1965, er sira Ágúst var vigöur prestur. T.h. er vigslu- biskup, sira Sigurður Stefáns- son, sem vigði hann, en aö baki hans eru i kirkjudyrum þrir vigsluvottanna: Sira Björn Björnsson prófastur á Ilólum, sira Þorsteinn B. Gislason prófastur I Steinnesi og sira Ragnar Fjaiar Lárus- son á Siglufirði. Þetta var þriðja prestsvigslan I Hóla- dómkirkju á þessari öld. 1915 vigði sira Geir vigslubiskup Sæmundsson sira Hermann Hjartarson til Skútustaða og 1933 sira Iiálfdan Guðjónsson vigslubiskup sira Guömund Benediktsson til Barðs I Fljótum. Eftir að hinn siðasti Iióla- biskup lézt 1798 vigði sira Þorkell Ólafsson stiftpróf- astur á Hóluin 10 presta. Hinn siðasti þeirra var sira Páll Hjálmarsson rektor, sem 62 ára vigðist til Staðar á Reykjanesi. Enginn prestur var siðan vigöur I Hóladóm- kirkju I hundraö ár. ► KJAM O Umsjón: Gisli Brynjólfsson: Sr. Ágúst Sigurðsson: HUGSAÐ VIÐ VEGINN Svo mælti Drottinn: Nemið staðar við vegina og litizt um og spyrjið um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin, og farið hana, svo að þér finnið sálum yðar hvild. Það er miklu oftast, er tima- mót verða I llfi voru, þegar vér erum komin þar, sem leiðir skiljast eöa breyta verður um stefnu, aö vér sjáum aftur til þess, sem var, jafnvel enn frekar en vér horfum fram, þótt vér vitum, að þar bíði vor örlög og atburðir, sem færa oss gæfuna ef vel verða, en svipta oss svo mörgu og mikilsveröu, ef illa fer. Von vor er öll I þvl ókomna, á hinum nýja vegi. Hún er bundin þvl, sem hann leiðir oss til. Samt er það svo, að hugur eftirvæntingarinnar leitar aftur á farinn veg, horfir til baka. Þó aö ekkert, sem orðiö er geti tekiö nokkurri breytingu I liöinni raunveru, er þáttur þess alls næsta bundinn veröandinni. Það, sem geröist á oft skýringu sina — og svör viö gátunni fólgin — i framvindu hins ókomna. Og þá einnig það, sem gerist, að vér leitum ástæðu þess I liðinni göngu. Má hér taka dæmi mótunarahrifa uppeldis og umhverfis. Aö þeim er gjarna hugað, þegar ákvörðun er tekin, en reynt aö ráða I hversu fara muni. Traustið til framtiöar- innar er fólgið I reynslu fortlðarinnar. Timinn fram- undan er á þennan hátt bundinn þvi liöna. Vegna þess horfum vér aftur, þegar vér hugsum fram. Og vist vildum vér þá, að bjart væri þangað að sjá. En allir heilbrigðir menn munu greina nokkurn skugga við veg- inn, sem þeir fóru. Þess vegna eru vegamótin staður umþenk- ingar og hughvarfa, minninga og stefnumótunar. An þeirra brigöa, sem þau hljóta aö gera oss og röskunarinnar, sem þau valda, væri ólíklegt, að vér skyggndumst aftur I leit aö ljósi og skugga, sem stafaði I framtíö vora. 1 lifi hvers eins eru það að sönnu fleiri mót en hins gamla og nýja árs, er koma róti á hugann og snerta hjartað til viðkvæmni og eftirsjár. Þar er svo margt, sem kemur til, hinir ýmsu atburðir mikillar gleði og djúprar sorgar. Vér greinum þar, eins og i skuggsjá, hver var hamingjuleiöin og hvenær vilji vor og breytni færöi oss frið samvizkunnar, hvild hugans. Þegar vér litumst um hin fyrstu dægur árið 1974, verður oss ofarlega I huga, að hið nýja ár er hátlöarár meö Islendingum. öld er liöin á komandi sumri frá þvi, er konungsrikinu tslandi var sett stjórnarskráin, sem enn er stuðzt viö. Þau timamót, og mikil breytinga- og framfara- saga þjóöarinnar siðustu hundrað árin, eru vissulega nægt hátiöarefni, þvi aö hvað, sem er um hin ýmsu brigð meö þjóöinni þennan tima, vanda og átök, kefjar slikt ekki sigurgleði vora, er vér minnumst áfanga eins og 1904, er tslandsráöherr- ann fluttist heim, 1918, er full- veldiö var viðurkennt og svo 1944, þegar lýðveldi var stofnað á grundvelli menningar vorrar, fornrar og nýrri. Hitt er ekki eins auöséð hátiðarefni, að minnastskuli 1100 ára byggðar I landi, sem byggt var löngu fyrr. Hinn heimsfrægi visindamaður, Vilhjálmur Stefánsson, hefur gert þá grein fyrir byggð á tslandi fyrir 872, að naumast er við hæfi aö láta sem ókunnugt sé. Aörir merkir fræöimenn hafa einnig þótzt finna þess óyggjandi rök, að hér væri gróin byggð I landi, er Herúla-niðjar, burtreknir frá Noregi, réöust til landnáms á tslandi á ofanveröri 9. öld. En hér mun hafa farið sem endranær, að menning hins sigraða þjóöarbrots hefur siðbætt háttu hinna grófu komu- manna. Sennilegt er, að sviplegt væri að litast um, er vér spyrjum um gömlu göturnar, ef menning frumbyggjanna hefði eigi vaxið I sögu tslendinga I trúarlifi og bókvisi. Hamingju hinnar Islenzku þjóðar á fyrstu öldunum eftir innrásina er einmitt að finna I friðsamlegri kristnitöku, sem á enga skýringu aðra en gróna kristni I landinu. Og i ritlistinni, sem var á færi eyjarskeggja og sam- einaðist sögu- og skáldhneigð Herúlanna á þann veg, að tslendingar áunnu sér frægðar- orö og virðulegan sess með þjóðunum. — Bent hefur veriö á, að tslendingar hefðu tekið kristni, þótt með ósköpum yrði og litlu siðar en varö, þó aö ekki hefði verið fyrir með þjóöinni sterk kristin áhrif. Astæðan er ekki fyrst og fremst vopnað vald erlendrar trúboðsákeföar, heldur hitt, hve ófullkomin trúarbrögö ásaheiðni er. Þegar frumstæðir þjóðflokkar mennast, vaxa þeir upp úr forn- eskju sinni, af þvl að þeir verða viðsýnni og hugsunin kröfu- þyngri um hina djúpfundnu leyndardóma lifsins, þessa heims og annars. Það er svo margt, sem oss þykir þörf aö ræða, þegar vér nemum staöar við vegina og litumst um á gömlu götunum, en hin sagnfræðilegu úrlausnarefni skýrast e.t.v. nokkuð hátiöarárið, sem nú er hafið. En hér skulum vér snúa stafnhafinu til framtiöarferðar, áður kveöjumst, og inna oss sjálf eftir þvi, hver sé hamingjuleiöin. Enginn maður er ósnortinn af trega, þegar hann sér veginn elta skuggann, né þá af kennd öryggis og ábyrgðar, þegar fetin eru rakin fram hjá dimmu- stigum eöa stefnt beinustu leiö eftir geislum ljóssins, óbrotinn veg i birtuna. A sameiginlegum vegamótum vor allra hlýöum vér á orð hans, sem gaf oss lifsandann og lagði oss eiliföina i brjóst. Vegna hans erum vér. Þaö er ekki spurnin — en svarið. Og viljum vér grundvalla nútíð vora á þeim þroska, sem for- tfðin hefur aflað . oss til framtiðarinnar. Timi alls, sem er á þessari jörð, er óræður. Vitrir hugsuðir hafa fundið það þvi betur, sem þeir grunduðu meir samband liðandi stundar og þess liöna og hins ókomna. Staðreynd hins áþreifanlega andartaks verður aldrei prófuð, nema I uppruna þess, tlmanum á undán — og hún prófast ekki nema I þvi, sem óorðið er, tímanum, sem kemur. Lif vort allt er slungiö óteljandi jarðlifs- þáttum I eina undrunarlega heild daganna. Skapari þess einkennilega fyrirbæris, sem heimur vor er, hlýtur að vera oss leiðarljósiö gegnum þennan geim frá jörðu til himins, þvi fremur sem vér getum aldrei vitað, hvort vér lifum hinn næsta aftan eða nýjan dag I þessum veruleika. Þótt sú hugsun sé oss sjaldan nálæg, nema á stundum mikillar áhættu og I sjúkdómsstriði vor sjálfra eöa vina vorra og, þegar vérheyrum um slysin og sjáum blóma æskunnar fölnaðan á einni andrá og lit hennar bleikan og lffið búið I þessum tima, hlýtur ávallt hugsun áramótanna að kalla fram spurn um önnur jól. Þá er hún næst oss og fylgir oss svo fast eftir játningin fyrir dómi eigin samvizku og ábyrgðar um veginn, sem vér völdum oss að halda I liðandinni, sem nú er staða vor og stund. Þvi talar Drottinn til vor við upphaf hins nýja árs og boðar oss blessun þess að nema staðar og hugsa. Taka tiliit til reynslunnar, draga lærdóm af fyrri mistökum og velgengni, leita hamingjusporanna og stiga þau að nýju, svo að vér finnum sálum vorum hvlld. Guð gefi oss fundvisi á gæfunnar veg og friði um sálir vorar I mældum timanum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.