Vísir - 05.01.1974, Blaðsíða 20

Vísir - 05.01.1974, Blaðsíða 20
VÍSIR Laugardagur 5. janúar 1974 Stjörnubló, — var þar ncisti úr vindlingi orsökin? Spark- að út ef púað er í bíó Þcir sem crfitt eiga nieö aft hemja lóbakshungriö og þurfa hel/.l alltaf aö vera reykjandi, veröa liklega aö hætta blóferö- um I framtlöinni. Eftir brunann i Stjörnubiói komu Eldvarnaeftirlitið og bióstjórar saman og ákváðu að taka framvegis mun haröar á brotum gegn reykingabanni i sýningarsölum. Verður mönnum þá umsvifalaust vis- að út, ef þeir kveikja sér i sigarettu eöa vindli, áður en út úr sýningarsölum er komið, eða fara meðslikt með sér inn. Mikil eldhætta stafar af reykingum i áhorfendasölum og einnig óþægindi fyrir aðra gesti húsanna. Hefur bann við reykingum lengi verið i gildi i öllum kvikmyndahúsum. A siðari árum hefur það sifellt farið i vöxt, að reykt væri i áhorfendasölunum i hléum, eftir sýningar, eöa jafnvel á meðan sýningar standa. Nú á framvegis að gefa mönnum greinilega til kynna, að reykingar séu bannaðar i sýningarsölunum. A sýningar- tjaldinu verða i upphafi sýn- inga sýndar tilkynningar um, að harðbannað sé að reykja. Einnig verður það gert i hléi. —ÓH Stórhœkkun olíuverðsins leiðir til stöðvunar skuttogaranna rtt1 ,/Það er alveg Ijóst, að ef olíuverðið hækkar mikið — jafnvel þrefald- ast — þá verða þessir togarar ekki gerðir út til langframa," sagði Jón Páll Halldórsson fram- kvæmdastjóri á tsafirði í viðtali við Vísi i gær- kvöldi. ,,Oliukostnaður var 15% af heildarrekstrargjöldum skut- togaranna miðað við oliuverð i haust. Sjá allir, að ef sá kostnaður jafnvel þrefaldast miðað við óbreyttar aörar for- sendur, þá er ekkert annað að gera en að stöðva útgerð,” sagði Jón Páll ennfremur. ,,Eins og áður hefur komið fram er tap þessara minni tog- ara eins og Guðbjarts og Július- ar Geirmundssonar nálægt einni milljón á mánuði. Þá er meira að segja fjármagns- kostnaði jafnað niður á 20 ár, sem ég tel óeðlilega langan tima.” Nokkuð hefur veriö rætt um mjög góöa afkomu skipverja á þessum minni skuttogurum. Við spuröum Jón Pál, hvað hann hefði um það að segja. ,,Að minu áliti er það alveg ljóst, að ef við ætlum að stunda sjósókn Islendingar að ein- hverju marki, þá verðum við að tryggja sjómönnum okkar góð- ar tekjur,” sagði Jón Páll Halldórsson. „Hvar lækka á kostnaðinn til að mæta tapi á rekstri togar- anna er svo aftur annað mál. A að lækka oliuverðið eða ein- hverja aðra rekstrarliði er spurning, sem menn geta haft ýmsar skoðanir á.” Þó Isfirðingar eigi nú orðið fimm skuttogara, þá Július Geirmundsson, Guðbjart, Pál Pálsson, Bessa og Framnes, koma linubátarnir þó stöðugt með stærsta hluta aflans á land. Til dæmis má nefna, að i desember siðastliðnum var afli linubáta 2638 lestir, en skut- togaranna fimm 1538 lestir. .Gæftir hafa verið lélegar á Vestfjörðum siðan fyrir jól. —ÓG *« 9* ?,.f • m*- m ■ÉÉ&v • * Jk ♦: , Rúmur helmingur þeirra 25, sem létust af völdum umferðarslysa á liðnu ári, voru gangandi vegfar- endur, flest gamalt fólk eða börn að leik. GAMALT FÓLK OG BÖRN AÐ — hœttast í umferðinni Af þeim 25 manneskjum, sem létust í umferðarslysum á árinu 1973, voru 13 gangandi vegfarend- ur eða rúmiega helmingur, sam- kvæmt skýrslu Umfcrðarráðs um banaslys I umferö. „Þetta er hærra hlutfall gang- andi fólks en ég þekki nokkurs staðar annars staöar i heimin- um,” sagði Pétur Sveinbjarnar- son framkvæmdastjóri Umferöar ráös I viötali við Visi i gærkvöldi. „Meginhluti þeirra gangandi vegfarenda, sem látast i um- ferðarslysum, er gamalt fólk og börn að leik á götunni,” sagöi Pétur ennfremur. Hann sagði, að hér væru aftur á móti hlutfallslega fleiri farþegar og ökumenn, sem slasast i um- ferðarslysum heldur en i öörum löndum, og hefði þetta stöðugt aukizt siðustu ár. Af þessum 25 banaslysum i umferðinni á siðasta ári urðu 8 i Reykjavik, eða þrem fleiri en i fyrra, þegar banaslys á öllu land- inu urðu samtals 22. Aftur á móti hefði rúmlega helmingur allra umferðaróhappa á landinu orðið i Reykjavik undanfarin ár. A höfuðborgar- svæðinu er þetta hlutfall rúmlega 70%. Af þeim sem dóu i umferðar- slysum voru 3 ökumenn, 7 farþeg- ar, 1 á reiðhjóli og einn á bifhjóli og 13 gangandi vegfarendur eins og áður sagði. Banaslys i dreifbýli urðu 11, i Reykjavik 8 og i öðru þéttbýli 5. Af þeim sem létust voru 7 börn 14 ára og yngri. Flesturðu banaslysin i mai, eða fjögur talsins. Arið 1972 urðu þau flest i júlimánuöi, sjö. Er það mesti fjöldi banaslysa á einum mánuði, sem um getur á Islandi. —ÓG LEPPALÚÐI, GRYLA OG ALLIR HINIR Leppalúði, Grýla, álfakóngur og álfadrottning, jólasveinafans og margs konar aðrar furöuverur munu steðja inn á gamla Mela- völlinn á sunnudagskvöldið og skemmta þar börnum og fullorönum með söng, lcikfimi- fettum, blysför, skripalátum og flugeldasýningu. Það hefur löngum verið siöur i Reykjavik, að einhver aðili gangist fyrir þrettándabrennu i borginni og þá er álfakóngur ómissandi og drottning hans. Ólafur Magnússon frá Mosfelli veröur álfakóngur á Melavellin- um á sunnudaginn en skemmtunin þar er reyndar upphaf hátiðarhalda i Reykjavik á þessu þjóðhátiðarári. „Við byrjum á þvi að iparsera fram hjá áhorfendum, álfakóngur og álfadrottning i broddi en eftir okkur fylgir kór Hamrahliðar- skólans,” sagði Ólafur frá Mos- felli, er Visir ræddi við hann, ,,og með fram fylkingunni verða borin blys. 1 fylkingunni verður einnig fólk úr Þjóödansafélagi Reykjavikur.” Og siðan verður margt til skemmtunar. Lúörasveit verka- lýðsins mun koma fólki i hátiðar- stemmningu með hressilegum blæstri, kórinn syngur álfalög, og álfakóngurinn verður for- söngvari. „Ég hef verið álfakóngur ein- um sex sinnum, og i öll skiptin hefur hún Unnur Eyfells verið min álfadrottning,” sagöi Ólafur, „mig minnir, að þrettándabrenn- ur hafi verið haldnar fyrst i Reykjavik um eða upp úr striðsárunum. Siðan hafa margir orðið til að gangast fyrir þessum brennum, svo sem hestamanna- félög, skátar og aðrir — og um- fram allt: Hátiðin heitir þrettándabrenna en ekki álfa- brenna!” Og það er skiljanlegt, að sjálfur álfakóngurinn vilji ekki, að fólk tali um álfabrennur, og þvi rétt að verða við óskum hans. Ef veður verður skaplegt, er — Þjóðdansar, kórsöngur og leikfimi verða meðal skemmtiatriða ó þrettóndabrennunni annað kvöld viðbúið, aö fjöldi Reykvikinga steöji á þrettándabrennuna þar sem mikill eldur mun kyntur og skrautleg flugeldasýning veröur. -GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.