Vísir - 05.01.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 05.01.1974, Blaðsíða 3
Visir. Laugardagur 5. janúar 1974 3 Búrfell komið í 170 megavött - og því œtti að vera í lagi að kynda undir sunnudagssteikinni PILLURNAR DUGÐU EKKI - TRIMMAÐI SIG TIL HEILSU — bakari lagaðist í baki á nokkrum mónuðum, eftir sjö óra veikindi ,,í heilt ár var ég búinn að vera mjög slæmur i bakinu og gat með naumindum stundað vinnuna. Ég fékk nóg af alls konar lyfjum, en þau dugðu lit- ið. Það var þá sem ég fór að stunda likamsrækt hjá Heilsu- ræktinni, svona upp á von og óvon. Arangurinn af þvi hefur svo verið sá, að eftir nokkurra mánaða heilsurækt finn ég varla til í bakinu og stunda vinnuna án nokkurra bak- verkja". Þetta sagði Angantýr Vil- hjálmsson bakari i viðtali við Visi. Angantýr á varla nógu sterk orð til að lýsa árangrinum af likamsræktinni. ,,Ég hafði verið slæmur i baki I ein 7 ár vegna smáóhapps, sem ég varð fyrir við vinnu mina. Þá tognaði ég i bakinu og fór að finna til eymsla. Ég stundaði saunaböð örlitið, og þau hjálp- uðu talsvert. En vegna þess hversu kvalinn ég var, fór ég i heilsuræktina, og það hefur svo sannarlega dugað til að losa mig við sársaukann. Ég náði lika af mér einum tiu kilóum, og það hefur gert allt svo miklu auð- veldara. Nú lyfti ég t.d. þungum mjölpokum og pottum, en það gat ég ómögulega gert áður," sagði Angantýr ennfremur. Að sögn hans, þá er hann enn ekki orðinn fullgóður i bakinu. en það lagast með hverjum deginum. Þegar Angantýr byrjaði i Heilsuræktinni, stundaði hann ýmsar jógaæfingar. Nú er hann farinn að geta stundað almenn- ar æfingar. ,,Ég slappaði aðeins af frá þessu um jólin, en fann þá strax, að maður verður að halda áfram og i raun og veru að stunda sem mesta likamsrækt. Ég sé bara mest eftir þvi að hafa ekki byrjað miklu fyrr," sagði Angantýr að lokum. Þeir eru kannski fleiri sem ganga um stynjandi af verkjum, þrátt fyrir allar pillur og bakstra. Þá væri kannski ráð að reyna trimmið. —ÓH Illákan að undanförnu hefur haft góð áhrif á vatnsrennsli við Búrfell, og þvi befur rafmagns- framleiðsla virkjunarinnar auk- izt talsvert. Nú afkastar virkjunin einum 150-170 megavöttum, sem verður að teljast gott, cf miða á við ástandið eins og það var, þeg- ar hvað lakast gekk. Ingólfur Agústsson hjá Lands- virkjun tjáði Visi i gærkvöldi, að talsveröur krapi væri enn á uppi- stööulóninu við Búrfell, og þvi væri rafmagnsframleiðslan ekki eins og hún mest getur orðið. „En þetta er fljótt að koma þcgar hlánar. Vatnið þarf ekki að ná nema 0,1 gráðu hita til að losna hratt við krapið, og þá cykst framleiðslan.” Og Veðurstofan spáir áfram- haldandi hláku, og ætti að vera i lagi að kynda duglega undir sunnudagssteikinni. —GG N'ú er það engin kúnst fyrir Angantý að setja 50 kilóa mjöl- poka upp á öxlina. Aður en hann fór í Heilsuræktina, gat hann varla lyft einu horni á slikum poka vegna eymsla i baki. Ljósm. Bragi. „Hundrað mestu íþróttamenn" landsins óvarpa Vísi í opnu bréfi í Tímanum: KRAFTAMENN BERA SORGIR SÍNAR Á TORG „Ilundrað mestu iþróttamenn landsins”,- eins og Finnur Karls- son, formaður Lyftingasambands tslands kallar þá, skrifa opið bréf til dagblaðsins Visis, sem birtist i Timanum (!) í dag. t bréfi þessu, sem Timanum og Morgunblað- inu var sent, er lýst yfir undrun á skrifum Ilalls Simonarsonar á lyftingamóti, sem fram fór fyrir nokkru i sjónvarpssal. Telja hundraðmenningarnir fræknu, að Visi beri að fá hæfari mann til iþróttaskrifa en Hall. Upphaf málsins er það, að Hall- ur Simonarson lýsti furðu sinni á sterkum lýsingarorðum Finns Karlssonar i lýsingu á keppninni, en þar sagði hann, að afrek Gústafs Agnarssonar, væri mesta iþróttaafrek Islendings, sem fæstir munu þó taka undir. Upp úr þessu spruttu talsvert heitar blaðadeilur á iþróttasiðu Visis milli Halls og , Finns. Fljótlega tóku Finnur og hans menn upp á þvi að fara með lista á milli iþróttamanna og fengu m.a. marga til að skrifa undir á einu veitingahúsi borgarinnar. Lista þennan sendu þeir siðan Mbl. og Timanum eins og fyrr greinir, — ekki Visi. Sögðu þeir félagar, að Visir hefði neitað að birta lista þennan og óskuðu eftir ásjá þessara blaða. Morgunblaðið varð ekki við ósk þeirra, en i morgun birti Timinn hann. Er hér um stórkostlegt fals að ræða af hálfu þeirra félaganna og það i hæsta máta óiþróttamanns- legt. Visi var semsé aldrei sent hið ,,opna bréf til Dagblaðsins Visir”, en hins vegar var mjög lagt að þeim félögum á miðviku- dagskvöldið að senda Visi listann til birtingar daginn eftir. Iþrótta- mennirnir Finnur Karlsson og Gústaf Agnarsson lofuðu þá að senda listann morguninn eftir, — i siðasta lagi klukkan 10. Dagurinn leið og sá næsti. Ekki kom listinn. Má augljóst vera, að lyftinga- mennirnireru nú farnir að stunda þá iþrótt að bera sorgir sinar á torg, og er það leitt. Það er lika leitt, að iþróttamenn skuli gangaljúgandi um meðal manna, eins og gerðist varðandi Morgun- blaðið. Það er lika leitt, að iþróttamenn skuli ekki standa við gefin loforð. Þetta fær mann til að efast um gildi iþrótta. A lista þeim, sem sendur er blöðunum vélritaður (er hann kannski að einhverju leyti falsað- ur eða upploginn?), eru engar undirskriftir einhverra hluta vegna. Nöfnin þekkja vist fæstir. Finnur Karlsson tjáöi undirrituð- um, að listinn mundi geyma hundrað nöfn beztu iþróttamanna Islands. Það er nú svo. Varðandi Hall Simonarson er þaö að segja, að hinir fjölmörgu aðdáendur iþróttaskrifa hans þurfa ekki að hafa minnstu áhyggjur, skrif hans munu halda áfram að birt- ast i Visi þrátt fyrir hinar „iþróttamannslegu” tilraunir til að bola honum úr starfi. Þá er það undarlegt að enginn þeirra iþróttamanna á listanum, sem undirritaður hefur rætt við, þ.e. Finnur Karlsson, Gústaf Agnarsson eða Erlendur Valdi- marsson, hafa þorað að viður- kenna að hafa haft frumkvæði i að safna íólki á þetta undarlega plagg, er var kynnt i ýmsum út- gáfum fyrir iþróttafólkinu. .lón Birgir Pétursson, fréttastjóri. EKKI ÖNNUR EINS AÐSÓKN I r ' ; ~\ — Uppselt fyrirfram á allt að fjórar sýningar „Leðurblökunnar". — Þrjú leikrit í uppsiglingu í Þjóðleikhúsinu MÖRG ÁR „Leðurblakan nýtur meiri aðsóknar en nokkurt annað leikhúsverk, sem við höfuni tekið til sýninga á undanförnum ár- um”, sagði Klemens Jónsson, blaðafulltrúi Þjóðleikhússins, i viötali við Visi i gær. „Biðraðirn- ar hafa verið óhemjulangar og jafnan verið uppselt á að minnsta kosti fjórar sýningar fyrirfram”. Og Klemens hélt áfram: „Það hefur skeð hvað eftir annað, að simar hússins hafa rofnað vegna álagsins, en slikt hefur ekki gerzt siðan við sýndum „Fiðlarann” og svo enn áður, þegar við vorum að sýna ,,My Fair Lady” og „Kardimommubæinn”. En það er rétt að taka það fram, að við tök- um ekki við pöntunum i sima”, bætti hann við. „Um þessar mundir er verið að æfa þrjú leikrit i Þjóðleikhúsinu”, sagði Klemens og sneri máli sínu þá fyrst að nýju barnaleikriti, sem á að frumsýna þann 18. þessa mánaðar. „Það heitir „Köttur úti mýri” og er eftir Andrés Ind- riöason, sem starfandi er hjá sjónvarpinu. Leikstjóri er Gisli Alfreðsson. Siðan verður frumsýnt leikrit eftir Odd Björns- son og heitir það „Dansleikur”. Þar er spunnið nútimalegt leikrit með hliðsjón af sögu Borgia- ættarinnar, frægrar spillingar- ættar fyrri tinia. Þessu leikriti leikstýrir Sveinn Einarsson leikhússtjóri. Þá verður loks sýnt leikrit eftir Harold Pinter, en það heitir „Lið- in tið” og er leikstýrt af Stefáni Baldurssyni. Pinter er m.a. þekktur hér fyrir leikrit sitt „Húsvörðurinn”. — ÞJM.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.