Vísir - 05.01.1974, Blaðsíða 9

Vísir - 05.01.1974, Blaðsíða 9
Visir. Laugardagur 5. janúar 1974 9 Umsjón : Stefán Guójohnsen Vestur spilar út laufatvisti gegn sex laufum i suður. Suður drepur og spilar spaðaáttu. Ef vestur drepur á ásinn, þá getur sagnhafi friað hjarta og kastað einum tigli i spaðadrottningu og öðrum i hjarta. Ef vestur gefur, þá fær suður samt 12 slagi. Hann á þrjár innkomur heim til þess að fria hjartað og þá fjórðu til þess að taka fria hjartað og kasta spaðatvisti niöur. Siðan spilar hann tiguláttu, og það er eini slagurinn, sem vörnin fær. Á opnu borði virðist aðeins eitt útspil hnekkja slemmunni, hjartatvistur út. Suður hleypir að vfsu heim á áttuna, en hann er bara i vandræðum að kasta úr blindum. Prófið það. Ef tigli er kastað, þá gefur vestur, þegar spaða er spilað.en ef spaða er kastað, þá drepur vestur, þegar spaða er spilað. En það kemur alltaf einn öörum meiri. Segjum að vestur spili út hjartatvisti, tigull úr blindum og áttan heima. Þá er spaða spilað og vestur gefur. Siöan er farið tvisvar inn á tromp og hjarta trompað i bæði skiptin, og i sjö- unda slag fer suður inn á tromp. Nú er hjartadrottningu spilað, ásinn frá vestri og spaðatvistur úr blindum. Nú má vestur ekki spila spaða, þvi þá friast drottn- ingin og spili hann tigli, þá hverfur tigultapslagurinn. Verulega skemmtileg slemma. Hin árlega sveitakeppni Bridgefélags Reykjavikur hefst miðvikudaginn 9. janúar og er öll- um heimil þátttaka. Þátttöku- tilkvnningar verða að berast stjórn félagsins fyrir mánudags- kvöld 4 A-G-7-6 A-K-G-2 G-9 7-!l-2 J 4 10-5-4-:t * 7-6-5-4-3 ♦ D-6-3-2 ekkert 4 D-9-8 V D-10-9-8 ♦ A-K-8 4 A-9-8 HJALTI OG ÁSMUNDUR Furðuleg skammsýni við val ó landsliði í Olympíumót Félgar Bridgefélags Reykja- vikur ráku upp stór augu, þegar þeir lásu boðskap frá stjórn Bridgesambands íslands i nóvemberblaði Bridgeblaðsins. 1 skammdeginu taka menn gjarnan i slag. Nú fer i hönd aðalannatimi bridgefélaganna.-— I.jósin. Bjarnleifur. Það mun nú afráðiö, að ný- kjörnir Reykjavikurnieistarar i tvimenningskeppni, Asmundur Pálsson og Hjalti Eliasson frá Bridgefélagi Reykjavikur, fari til London i seinni hluta janúar og spili fyrir tslands hönd I Sunday Times parakeppninni. Keppni þessi er haldin einu sinni á ári og komast færri að en vilja. í fyrra spiluðu þeir félagar i keppninni og urðu i ellefta sæti af tuttugu og tveimur, sem var allgóður árangur og nægði til þess, aö þeir fengu boð um að spila aftur i ár. Ef að likum lætur spila, i Sunday Times i ár flest beztu pör i Evrópu, en ekki er kunnugt um þátttakendur ennþá. Bridgesamband Islands og Bridgefélag Reykjavikur hafa fjármagnað ferð þeirra félaga, en nánar verður skýrt frá henni sið- ar. Gat þar á að lita reglugerð um val landsliðs á Olympiumót i tvi- menning, en Island á rétt á sex sætum i opna ílokkinn. Úrslit Islandsmóts i tvimenn- ingi 1974 skal ákvarða pörin, en EKKI skai farið eftir árangri keppenda nema að litlu leyti. Þrjú efstu pörin fá mismunandi háa ferðastyrki, en fjórða par fær ekkert, hvorki sæti né styrk, ef það er svo óheppið að vera i sama bridgefélagi og einhver þriggja fyrir ofan. Sama vitleysan gildir fyrir tvö næstu sæti. Með þessu vill stjórn Bridgesambands tslands tryggja, að sem flest bridgefélög eigi fulltrúa á Olympiumóti i bridge. Þetta er furðuleg skammsýni LÁTTU GANGA LJÓÐASKRÁ í siðasta þætti voru eingöngu visur eftir Borgfirðinga. í þessum þætti hafa Þingeying- ar orðið. Einar Kristjánsson byrjar. í ferskeytlunni frægu mest finnst af gulli og stáli, og hún talar einna bezt alþýðunnar máli. Stökurnar hafa verið mæltar fram við ýmis tækifæri. Hér eru tvö, sem Baldvin Jónatansson yrkir um. Satan er í sóknum snar, sjá við honum færri. Þegar Grimur getinn var, guð var hvergi nærri. Græt ég aldrei gull né seim, gæfusnauöur maður. Bráðum fer ég heiman heim, hryggur bæöi og glaður. Egill Jónasson yrkir svo um Kvenna- kórinn. Þessi skræku hrundahljóð heimurinn vil ég banni. En þeirra rödd er þýð og góð, þegar þær hvisla að manni. Ætli þessi Staka Emeliu Sigurðardóttur gæti ekki átt við i dag. Nú án fylgdar fæstir sjást. Fólk sig parar saman, margt fyrir aura, minnst fyrir ást, mest fyrir stundargaman. Næsta staka er eftir Erling Jóhannsson. Kyngimögnuð muna frá mæla gögn i eyra. Stundum þögnin yndi á öllum sögnum meira. Þeir sem fengizt hafa við visnagerð geta sjálfsagt tekið undir með Friðjóni Jónassyni. Visnagerðin léttir lund, lifsins eyðir trega. llún hefir löngum stytt mér stund, stundum yndislega. Þá er Hringhenda eftir Heiðrek Guð- mundsson. Þegar vindur þyrlar snjá, þagna og blindast álar. Það er yndi að eiga þá auðar lindir sálar. Næstu visur eru eftir Indriða Þorkels- son og nefnast þær Oddur. Ekkert gott um Odd ég hermi, —eitt er samt: Sína lofar upp i ermi öllum jafnt. Ekkert gott sér Oddur temur —eitt cr samt: Engan svikur hann öðrum fremur, alla jafnt. Það er mikill sannleikur i næstu visu Indriða. Sé til barnlaus bær, breiskjast hjartarætur. Þungt, ef vantar þann, sem hlær, þyngra hinn, sem grætur. Tvær næstu stökur eru eftir Jóhannes Guðmundsson. Glóey kaldan kyssir hnjúk, kveður allt, sem lifir, fagurrauðan dregur dúk dimmblátt hvolfið yfir. Skýin blika, bærast ei, björtu vafin kveldi, skipta lit sem mjúklynd mey munar-snortin eldi. Ætli uppskera margra i janúarmánuði verði ekki oft svipuð og Jón Baldvinsson yrkir um i næstu visu. Orka þvi sem er og var Urðardómar huldir. Öllu ég sáði, upp ég skar ekkert nema skuldir. Hastaðu á snjóinn heitir næsta visa eftir Jón Þorsteinsson. Sýndu oss aftur almátt þinn, eins og fyrr við sjóinn, vak þú hjá oss, Ilerra minn, hastaðu nú — á snjóinn. Steingrimur Baldvinsson yrkir svo A fundi. Varla er fært upp úr vaðlinum hér vitinu höfuð að teygja. Algengust heimska i heiminum er, að hafa ekki vit á að þegja. Meydómurinn kallar Steingrimur næstu visu. Meydómurinn mesta þykir hnoss meðan hann er þetta kringum tvitugt. En verður æði mörgum kvalakross, ef kemst hann nokkuö teljandi yfir þritugt. Það hefur verið mikið ort af vetrarvis- um hér. Þannig yrkir Kristján Ólason um veturinn. Hrims og mjalla hvita lin hylur kalinn svörðinn. Ilún er að búa um sárin sin svona, blessuö jörðin. Þórarinn Sveinsson yrkir Eftirmæli. Skarðan drátt frá boröi bar, barn aö háttum glaður. Völl hann átti, en hann var enginn sláttumaður. Ætli það geti ekki margir verið sam- mála Leifi Eirikssyni er hann segir: Vaða flestir syndasjó, sina lesti bera. Oft eru verstir þeir, sem þó þykjast beztir vera. Þórður Jónsson hefur siðasta orðið i þættinum. Hann nefnir visuna Stuðlamál. Þó að leggi íslands ál, ekki slokknar gleði-bál, meðan landinn sinni sál svalað fær við stuðlamál. Ben.Ax. við ákvörðun þátttakenda i heimsmeistaramóti i bridge. Verður þvi ekki trúað að óreyndu, að stjórn BSl endurskoði ekki þessa reglugerð. Þessi óskapnaður kemur mjög illa við félaga Bridgefélags Reykjavikur, ef svo illa vildi til, að þeir ættu aðeins eitt af þremur efstu sætunum. Geta þeir þá ekki fengið fleiri sæti, jafnvel þótt þeir röðuðu sér i tiu næstu sæti. Sumir kunna að spyrja, hvort þetta bitni ekki jafnilla á hinum bridgefélögunum, en þvi er til að svara, að frá þvi að byrj- að var að keppa um tslandstitil i tvimenning, þá hefur Bridgefélag Reykjavikur ávallt unnið titilinn og einnig átt mikinn meirihluta af tiu efstu pörunum. Landslið Is- lands á Evrópu- og Olympiumót- um hafa einnig ávallt verið skip- uð spilurum frá Bridgefélagi Reykjavikur, og sé litið á sveita- keppni Islandsmótsins, þá hefur sveit frá Bridgefélagi Reykjavik- ur unnið hana frá upphafi. Aðgerðir þessar, ef þær ná lram að ganga, geta þvi orðið til þess að einhverjir félagsmanna BR flýi sitt félag og spili fyrir önnur veikari félög i tslandsmót- inu, til þess að sporna við rang- lætinu. Ilér er skemmlileg slemma: 4 K-2 V ekkert .♦ 10-7-5-4 SPILA í SUNDAY TIMES MÓTINU

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.