Vísir


Vísir - 26.01.1974, Qupperneq 1

Vísir - 26.01.1974, Qupperneq 1
64. árg. — Laugardagur 26. janúar 1974. — 22. tbl. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm BORGAR RÍKIÐ SUNNU RÚMAR 35 MILLJÓNIR? — sjá frétt á baksíðu Stjórnandinn betur kominn í járnsmiðju „Sláttur Andersens minnir oft á það, að hann væri betur kominn i járnsmiðju”, segir tónlistargagnrýnandi Visis um stjórnanda Sinfóniu- hljómsveitarinnar, og er hann ómyrkur i máli. Sjá bis. 8. Tveir holds- veikir ó íslandi — bls. 3 Statínistar koma upp á yfirborðið Likt og segull dregur stál- flisar upp á yfirborðið, hefur undirskriftasöfnun Varins lands dregið Stalinistana fram á yfirborð Þjóðviljans siðustu dagana. Hvernig sem á þvi stendur hafa nokkrir starfsmanna blaðsins gjör- samlega misst stjórn á skapi sínu vegna undirskriftanna. — Sjá forystugrein blaðsins i dag —■ Bls. 6. Tveir ásar, og kóngur — sjá bridgeþátt á bls. 9 Brillantín- stroknir herramenn Innsiða blaðsins gefur i dag meginlínuna fyrir þá karl- menn, sem ætla að fylgjast með þvi, sem talið er tizkan fyrir þá I ár. Þar kemur m.a. fram, að brillantinið er al'tur komið á sinn stað i koll herramanna úti í hinum stóra heimi. — Sjá bls. 7. Hverju svarar Hannibal — Bls. 2 TILRAUN TIL GRÓFRAR • • ------------------------------------------- — Páll Líndal borgarlögmaður ásakar einn stjárnanda sjónvarpsþáttar //I þessum þætti var slikur fjöldi af glósum, blekkingum og hreinlega lygi um listaverkakaup borgarinnar, að mér gjör- samleqa ofbauð og hef aldrei kynnzt öðru eins", sagði Páll Líndal borgar- lögmaður í viðtali við Vísi í gær. Tilefni viðtalsins var, að Páll telur Ólaf Kvaran, sem séð hefur um myndlistarhlutann i sjón varpsþættinum Vöku, hafa gert tilraun til að falsa og misfæra skoðanir sinar á listaverka- kaupum Reykjavikurborgar og stefnu hennar i þeim málum. Páll Lindal er formaður hús- stjórnar Kjarvalsstaða, auk þess sem hann hefur haft milligöngu um kaup borgarinnar á lista- verkum af ýmsu tagi. „Ég kom að utan um siðustu helgi, þegar ólafur Kvaran hafði samband við mig og óskaði eftir viðtali fyrir væntanlegan sjón- varpsþátt”, sagði Páll. „Að sjálf- sögðu tók ég vel i það, og siðan kom ég til upptöku að Kjarvals- stöðum i byrjun þessarar viku. Raunar kom mér á óvart við það tilefni, að umboðsmaður Ólafs Kvarans virtist ekki hafa neinn áhuga á sýningunni og lista- verkakaupum yfirleitt. Hann spurði mig aðeins tveggja spurninga — og að þvi mér fannst ómerkilegra og innihaldslitilla. Siðan ber ekki til tiðinda, fyrr en hringt er til min frá sjón- varpinu og ég spurður, hvort mér sé kunnugt i hvaða samhengi svör min hafi verið sett. Raunar áttu þessi svör að birtast i þættinum Vöku i kvöld, en að sjálfsögðu hef ég lagt bann við sliku. Texti þáttarins var lesinn fyrir mér i gegnum sima, og kom þá i ljós, að Ólafur Kvaran, stjórnandi þáttarins, hafði fellt þær tvær spurningar, sem beint hafði verið til min og svör min við þeim inn i texta, sem mér var algjörlega ókunnur. t samantekt ólafs Kvarans leit þetta þannig út, að ég hefði setið þögull og sneyptur undir alls kyns fullyrðingum og rang- færslum, auk óbeinna ærumeiðinga um sjálfan mig, sem skipta reyndar minnstu máli i þessu sambandi. — nnttu* txmxt* MTTA MÁ ÞAKKA HRINGNUM „Nei, þar er ekkert verra að framkvæma aðgerðir á ung- börnum”, sagði próf. Krist- björn Tryggvason yfirlæknir á Barnaspitala Hringsins, þegar Visismenn litu þar við i gærdag. Maður heföi kannski getað haldið það, en Kristbjörn sagði, að þau hcfðu ekki siðri mótstöðu en aðrir. Það væsir heldur ekki um börnin á spitalanum. Það var verið að gefa ungbörnunum að borða, þegar okkur bar að garði, en við heimsóttum spítal- ann i tilefni þess, að Kven- félagið Hringurinn er 70 ára i dag, en starf Hringskvenna gerði sjúkrahúsiö að veruleika. Kristbjörn sagði, að það skipti orðið tugum milljóna, sem kvenfélagið hefur safnað, og nú nýlega gaf það 100 þúsund króna tæki til Kæðingardeildar Landspitalans og Barna- spitalans sameiginlcga. Sjá bls. 2 Þorrinn hefur sínar björtu hliðar Þorrinn er genginn I garð, og eflaust eiga veður hans eftir að gera okkur gramt i geði eins og oftast. En þorrinn hefur sinar björtu hliðar eins og aðrir árstimar, þorrablót, árshátiöir og annað drepur timann, og hver dagur birtist fullur af fyrirheitum um hækkandi sól og hlýnandi veðurfar. Strákurinn á myndinni er raunar einn af „okkar mönnum” einn þeirra stráka seni hleypur léttstigur uin borgar- strætin með Visispokann, hvernig sem viðrar. Hann átti 11 ára afmæli i gær, og hann heitir Þorri, rétt eins og mánuðurinn heitir á gömlu timatali. Liklega hefur Þorri fengið nafn sitt af því, að hann fæddist fyrsta dag þorra fyrir 11 árum, en hann er sonur Jóhanns Hjáimarssonar rithöfundar og Ragnheiðar Stephenscn hjúkrunarkonu. Þau eiga einnig tvær dætur, sem ekki heita síður islenzkum nöfnum en Þorri, þ.e. Dalla og Jóra, bæði nöfnin úr fornsögunum. Ólafur hagaði þessu þannig, að hann hafði langt forspjall, þar sem farið var hörðum orðum um listaverkakaup Reykjavikur- borgar. Meðal annars var gefið i skyn. að allir peningar borgar- innar til listaverkakaupa hefðu farið til viðhalds og viðgerða. Þar er átt við kostnað við viðhald á húsum Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara og viðgerð á hinni geysidýrmætu myndgjöf Jó- hannesar Kjarval listmálara. Mátti af orðum Ólafs Kvarans skilja, að honum þætti slikt litils virði. Þetta er alrangt, þvi Reykja- vikurborg keypti ný verk fyrir á aðra milljón króna á siðastliðnu ári. Þessu ætlaði Ólafur Kvaran auðsjáanlega að stinga undir stól. Einnig vildi Ólafur þáttar- höfundur koma þvi á framfæri við sjónvarpsáhorfendur, að Reykja- vikurborg hefði sýnt Þorvaldi Skúlasyni listmálara sérstaka svivirðingu með þvi að á sýning- unni á Kjarvalsstöðum væri aðeins ein gömul mynda hans. Það er að visu rétt, að ekki er nema ein mynd eftir Þorvald þarna á sýningunni. En að Reykjavikurborg hafi sýnt Þorvaldi Skúlasyni nokkra niður lægingu er fjarstæða. Ég vil aðeins benda á, að fyrir þrem árum keypti borgin af honum eitt hans stærsta málverk, og tel ég mig hafa átt þar sæmilegan hlut að máli. Auk þess voru i handriti þáttarins alls kyns glósur og vitleysur, og eins og ég sagði, átti að gefa i skyn með uppröðun efnis, að ég hefði setið undir þessum flutningi án athuga- semda. Þessa vitleysu tókst aðeins að stöðva vegna þess, að starfsmenn sjónvarpsins trúðu þvi tæpast, að ég hefði setið undir slikum þvættingi mótmælalaust. Gerð þessa þáttar er einhver stórkostlegasta tilraun til fölsunar og blekkingar, sem ég hef kynnzt”, sagði Páll Líndal að lokum. „Einnig vil ég geta þess. að ég óskaði strax eftir þvi að fá tækifæri til að ræða þessi mál við Ólaf Kvaran i beinni útsendingu sjónvarps, en það var ekki talið fært af stjórnendum sjónvarps- ins”. —ÓG

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.