Vísir - 26.01.1974, Blaðsíða 16
16 ’’ Vlsir. Laugardagur 26. janúar 1974.
u □AG | Q KVÖLD | Q □AG | Q KVOLD | D □AG |
Sjónvarp, laugardag klukkan 21.55:
Glœponinn og presturinn
Óhreinir englar
heitir hún, sú aldraða
kvikmynd, sem sjón-
varpið ætlar að sýna i
kvöld.
Myndin var gerð ár-
ið 1938 i Hollywood, og
leika þeir aðalhlut-
verkin kapparnir
James Cagney og
Humphrey Bogart.
Hún heitir á enskunni „Angels
with dirty faces” og segir frá
tveimur drengjum, götustrák-
um i New York, sem alast upp
saman, en leiðir þeirra verða ó-
likar, þótt segja megi, að starfs-
greinar þær, sem þeir völdu sér,
séu um margt likar.
Annar þeirra, sá sem Cagney
leikur, varð þjófur, en hinn,
Humphrey, varð prestur.
Þessi kvikmynd þótti á ýmsan
hátt marka þáttaskil á leikferli
James Cagney. Hann var
reyndar frægastur sem bófinn
slóttugi, sem oft var illa til reika
og ævinlega varð undir i viður-
eign sinni við hið „siðprúða”
samfélag. Leikarinn Cagney hóf
feril sinn sem barnastjarna, og
þá þegar var ljóst, hver braut
hans yrði: Hann lék olnboga-
börn frá upphafi, og það var
ekki fyrr en á efri árum, að
hann fékk tækifæri til að leika
venjulega, heiðarlega kvenna- James Cagney og Humphrey Bogart I „Óhreinum englum”, sem sjónvarpið sýnir ikvöld.
bósa.
En kannski hefur skúrksferill
hans á hvita tjaldinu einmitt
orðið til að útvega honum pilsa-
veiðara hlutverk, þvi þessi
aumkunarlegi glæpon frá Holly-
wood olli margri ungri stúlku
ástarsorg.
Kannski amma gamla
skemmti sér vel i kvöld við að
horfa á átrúnaðargoðið?
—GG
SJÓNVARP •
LAUGARDAGUR
17.00 íþróttir. Meðal efnis i
þættinum verður umræöu-
þáttur um iþróttir og listir,
mynd frá tslandsmótinu I
handknattleik, og mynd úr
ensku knattspyrnunni. Um-
sjónarmaður ómar Ragn-
arsson.
19.15 Þingvikan. Þáttur um
störf Alþingis. Umsjónar-
menn Björn Teitsson og
Björn Þorsteinsson.
19.45 Hlé
20.00 Fréttir
20.20 Veður og auglýsingar
20.25 Söngelska fjölskyldan.
20.50 Vaka. Dagskrá um bók-
menntir og listir.
21.30 Alþýðulýðveldið Kina.
Breskur fræðslumynda-
flokkur um þjóðlif og menn-
ingu i Kinaveldi nútimans.
3. þáttur. Þýðandi og þulur
Gylfi Pálsson.
21.55 óhreinir englar. (Angels
With Dirty Faces). Banda-
risk biómynd frá árinu 1938.
Þýðandi Heba Júliusdóttir.
23.30 Dagskrárlok
Hljóðvarp,
laugardag klukkan
14.30 og sunnudag
klukkan 22.15:
Jón
lýsir
leik
Hann Jón Asgeirsson,
iþróttafréttamaður hljóð-
varpsins hefur eins og aðrir
iþróttafréttamenn mikið að
gera um helgar. Hann hefur
iþróttaþátt eftir hádegið I dag,
laugardag, og annan á sunnu-
dagskvöldið, skömmu fyrir
lok dagskrárinnar.
1 dag spjallar hann væntan-
lega um iþróttir og málefni
iþróttahreyfingarinnar I land-
inu vitt og breitt, en á sunnu
dagskvöldið lýsir Jón leik úr
Islandsmótinu i handknatt-
leik.
Laugardagsþáttur Jóns
hefst klukkan 14.30, en á
sunnudagskvöldið verður Jón
væntanlega kominn af stað
með lýsinguna klukkan 22.15.
—GG
Jón Asgeirsson I Laugardals-
höll að lýsa handboltaleik.
IÍTVARP #
Laugardagur
26. janúar
7.00 Morgunútvarp
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Óskalög sjúklinga
14.30 tþróttir Umsjónarmað-
ur: Jón Asgeirsson.
15.00 tslenzkt mál
15.20 Útvarpsleikrit barna og
unglinga: „Bláskjár”: fyrri
hluti Kristján Jónsson færði
samnefnda sögu eftir Franz
Hoffmann I leikritsform og
stjórnar flutningi. Aður útv.
fyrir 13 árum. Persónur og
leikendur: Sögumaður:
Ævar R. Kvaran. Bláskjár:
Halldór Karlsson. Ella: Iris
Blandon. Svarti Eirikur:
Haraldur Björnsson. Móa
gamla: Inga Blandon.
Valtýr greifasonur: örn
Blandon. Hinrik vinnumað-
ur: Jónas Jónasson. Ræn-
ingi: Kristján Jónsson.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir TIu á
toppnum örn Petersen sér
um dægurlagaþátt.
17.15 Framburðarkennsla i
þýzku
17.25 Tónleikar. Tilkynningar.
18.30 Fréttir. 18.45 Veður-
fregnir. 18.55 Tilkynningar.
19.00 Veðurspá Fréttaspegill
19.20 Framhaldsleikritið:
„Sherlock Holmes”eftir Sir
Arthur Conan Doyle og
Michael Hardwick (áöur
útv. 1963) Fimmti þáttur:
Vistmaður. Þýðandi og
leikstjóri: Flosi Ólafsson.
Persónur og leikendur:
Holmes: Baldvin Halldórs-
son. Watson: Rúrik
Haraldsson. Trevillian:
Lárus Pálsson. Blessington:
GIsli Halldórsson. Greifinn:
Gestur Pálsson. Ivan:
Bjarni Steingrimsson. Les-
trade: Þorsteinn ö.
Stephensen.
, 20.00 Þekkt hljómsveitarverk
Lou Whiteson og hljómsveit
hans leika.
20.30 Frá Norðurlöndum Sig-
mar B. Hauksson talar.
20.55 Langstökkið Jón
Ingvarsson les smásögu eft-
ir Tryggva Þorsteinsson
skólastjóra.
21.15 Hljómplöturabb Þor-
steinn Hannesson bregður
plötum á fóninn.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Þorradans
útvarpsins Meðal danslaga-
flutnings af hljómplctum
verður klukkustundarsy.-pa
með gömlum danslögum,
sem islenzkar hljómsveitir
leika. (23.55 Fréttir I stuttu
máli.)
01.00 Dagskrárlok.
Sjónvarp, sunnudag klukkan 21.10:
Kðld eru kvenno róð
Lýsistrata, leikrit, sem talið
er að hafi verið samið árið 411
fyrir Kristsburð, verður sýnt i
sjónvarpinu á sunnudagskvöld-
ið.
Það er sviðsetning Þjóðleik
hússins, sem sýnd verður, en
þetta fræga og vinsæla leikrit
hefur reyndar verið sýnt viðar
hér á landi en I Þjóðleikhúsinu.
Brynja Benediktsdóttir leik-
stýrir þessari uppfærslu Þjóð-
leikhússins, en Egill Eðvarðs-
son stjórnar upptökunni.
Flestum mun vist efni verks-
ins kunnugt, en það segir frá
viðbrögðum eiginkvenna og
annarra kvenna i einni griskri
borg, þegar þeim er ljóst, að
karlar þeirra vilja fátt gera
annað en striða.
Aristofanes, höfundur verks
ins, hefur gert sér góða grein
fyrir stöðu konunnar i þjóðfé-
laginu, og verður að teljast lik-
legt, að hann stæði framarlega i
hreyfingu rauðsokka, væri hann
uppi á okkar dögum.
Lýsistrata fékk góða aðsókn i
Þjóðleikhúsinu, og ekki er að
efa, að margur hyggur gott til
glóðarinnar aö sjá aftur á sunnu
dagskvöldið — eða bæta fyrir
brot sitt og sjá leikinn i fyrsta
sinn i sjónvarpinu.
Margir fræknir leikarar koma
fram i sýningunni, konur og
karlar, t.d. Sigurður Skúlason,
Margrét Guðmundsdóttir, Er-
lingur Gislason, Bessi Bjarna-
son, Kristbjörg Kjeld, Þóra
Friðriksdóttir og fleiri. —GG
Atriöi úr Lýsiströtu eftir Aristofanes
hússins.
sviðsetning Þjóðleik-