Vísir - 26.01.1974, Blaðsíða 8

Vísir - 26.01.1974, Blaðsíða 8
8 Vlsir. Laugardagur 26. janúar 1974. cyyienningarmál við dauðann Birgir Guðgeirsson skrifar um tónlist: Siðustu tórrleikar Sin- fóniuhljómsveitar ís- lands, fyrra misseri' hófust á öðrum og f jórCa sinfóniskra dansa eftir Edvard Hagerup Grieg, en sem kunnugt er var Grieg landi hljómsveit- arstjórans, Karsten Andersen. Sinfónisku dansarnir eru þokkafullar tónsmiöar. Mú segja, að þeir komi hlustendum i einkar notalega „stemmningu”, sér i lagi annar dansinn. Þurfa menn yfirleitt ekki aö hlusta á hann nema eínu sinni. Svo ljúfur er Einvígi hann, aö flestir kunna hann næst- um utanbókar þegar i staö. Grieg hefur oft veriö talinn vera undir áhrifum, sér i lagi af Schumann. En dansarnir eru norskir næst um i húð og hár, þannig aö af ber. — Andersen stjórnaöi þeim i sönnum og réttum anda, enda hæg heimatökin. Hljómsveitin lék þá af prýöi meö óvenju fáum mis- tökum. Mistök henda alltaf, jafn- vel hinar beztu hljómsveitir, svo naumast er um að sakast. Þvi næst flutti Sinfóniuhljóm- sveit Islands Sinfóniska ljóðið „Don Juan” eftir Richard Strauss (ekkert skyldur hinum austur- risku „valsa-kóngum”). Verk þetta ásamt öörum tónaljóðum Strauss ofbuöu bæöi gagnrýnend- um og áheyrendum þegar þau heyrðust fyrst. Bezti dómstóllinn Nú er sagan önnur. Richard Strauss var einhver bezti útsetj- ari fyrir hljómsveit, sem um getur. Auk þess eru verk hans flutt enn þann dag I dag og fastur liður hjá beztu hljómsveitum heims. Það segir nokkra sögu, þar eð.. hljómlistarunnendur eru, þegar til lengdar lætur, ef til vill hinn bezti „dómstóll”, jafnvel betri en hálærðir „músikfræðing- ar” o.s.frv. Tónlistarunnandi hlustar á tónsmiðar æ ofan I æ: Falli honum verkiö miður vel, rykfellur það og á það á hættu að falla i dvala og sofna „Þyrnirós- arsvefni”. En smekkurinn er allt- af að breytast. Hver veit hvenær? Richard Strauss samdi „Don Juan” árið 1888, þá tuttugu og fimm ára að aldri. — Enn þann dag I dag er tónaljóðið „Don Quijote talið hið bezta sinnar teg undar eftir Strauss. Og enn þann dag I dag er umdeilt, hvort Strauss hafi hnignað, er hann elt- ist. Sýnist sitt hverjum, þó að siö- ustu óperur hans vefjist talsvert fyrir sumum hvað gæði snertir. Hver getur vefengt seinustu ljóð- in, er hann samdi „Vier letzte Lieder”, sem samin eru um það bil ári áður en hann lézt. En Richard Strauss lézt árið 1949. Þótt miklu meira væri hægt að fjalla um æviferil R. Strauss, skal þess að lokum getið, að hann bjó i Garmisch-Partenkirchen. Ekki er það meiningin að fara náið um tónverkið „Don Juan”. Það yröi alltof margslungið, en hermitón- list er það. Taru Valjakka Betur kominn i iárn- smiðju Sjaldan, hvorki i tónleikasal né af hljóðritunum, hefi ég heyrt þessu verki stjórnað af slíkum hrottaskap. Þvi þá að flytja það? Sláttur Andersens minnir oft á það, að hann væri betur kominn I járnsmiðju. Ljósum punktum i taktslætti getur hann samt brugð- ið fyrir sig. Flutningurinn á „Don Juan” var að flestu leyti harður og óaðlaðandi, iðulega harka- legur i flutningi hljómsveitar- stjórans, næstum sem hann væri að „dauðhreinsa” þá mýkt og fegurö, sem i tónverkinu býr. Þetta hafði þau áhrif á hljóm- sveitina, að það næstum drap hana niður i eitt allsherjar fret og volæði. „Don Juan” var enginn engill, en verkinu lýkur þar, sem hann situr einn við útkulnaðan arineld, nema það væri einvigi við dauðann sjálfan. Gæfa að fá slika söngv- ara Að loknu hléi flutti Sinfóniu- hljómsveitin 14. sinfóniu Sjosta- kóvits. Verkið er i 11 þáttum. Söng þar bassabaritóninn — Kim Borg — og ætti að vera nánast óþarft að kynna hann, svo vel þekkjum við hann. Hann er eng- um likur. Skapgerð og túlkunar- máti með afburðum fagur. Við höfum einnig kynnzt söngkonunni Taru Valjakka hér. Ekki hefi ég rætt við nokkurn, sem á hana hefur hlýtt, án þess að beita hinum sterkustu lýsingarorðum um fágæti raddfegurðar Valjakka og þeim innri neista, sem hún hefur til brunns að bera. Gæfa okkar að fá þessa tvo afburða söngvara, er slik, að vart verður með orðum tjáð. Þessi 14. sinfónía Sjostakóvits er tileinkuð Benjamin Britten og er nánast sinfóniskur lagaflokkur, sé grannt að gáð. Hljóðfæraskip- an er þannig, að eingöngu eru HVÖSS OG SYNGJANDI MÝKT Laufey Sigurðardóttir lék burtfararpróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík23. janúar 1974 í Austurbæjarbíói fyrir þéttsetnum sal áheyr- enda. Laufey hefur valið sér fiðlu til náms, en meðleikari var Selma Guðmundsdóttir. Efnisskráin var þannig samsett, að flestir áheyrenda þekkja verkin vel. Bogatækni hennar var að mestu leyti örugg, nema hvað sizt á veikum tónum á efra sviöinu. Að öðru leyti naut hún sin hvað bezt á mið- og neðra sviði. Þetta eru samt hlutir, sem hún á örugg- lega eftir að yfirstiga með frekara námi og reynslu. 1 Siciliönu Geminani var tónninn mjúkur, en stundum ekki alveg nægilega hreinn á Chaconnu Bachs nutu sin hvað bezt þau blæbrigði, sem hún hefur yfir að ráða, hvöss og syngjandi mýkt. Ef til vill tókst henni hvað bezt i þvi verki. Þar lék hún án undir- leiks. Var það verk sennilega mesta þolraunin á efnisskránni. Baal Shem eftir Bloch er þokka- fullt verk, en intonation hefði mátt vera betri. Styrkleikhlut- föll voru góð. Mýkt og innileiki (affettuoso) góð, sérstaklega á mið- og neðra sviði. Að lokum lék Laufey Fiðlusónötu Cesars Francks, orgelleikarans fræga. Þar gilti reyndar hið sama og i fyrri verkum efnisskrárinnar. Þegar hún lék háa tóna, náði hún ekki þeirri fyllingu, sem með þarf. Næstum var, að boginn „skoppaði” á strengjunum. Með áframhald- andi lærdómi á Laufey örugg- lega eftir að yfirstiga framan- talda vankanta. Það er spá min að hljóti hún staðgóða fram- haldsmenntun, gætum við ef til vill eignazt fiðluleikara, sem yrði okkar Ginette Neveu. Hingað til höfum við enga átt. Kennari hennar, Björn Ölafs- son, má vera hreykinn af þessum nemanda sinum. Selma Guðmundsdóttir lék með, sjálf- sagt eins heiðarlega og henni var unnt. Mér skilst, að hún sé gift kona. Þær eru það nú margar I hinum ýmsu list- greinum. Pedalaspil sitt þyrfti hún að endurskoða. Meðleikur hennar var hvað slakastur i Sónötu Francks. Hefði hún nægan tima til æfinga, er mér ekki örgrannt um, að hún gæti tekið talsverðum framförum, þvi að þrátt fyrir ofangreindar athugasemdir kom oft i ljós, að hún er þó nokkuð efnilegur pianóleikari. — Að lokum leikur naumast vafi á þvi, að Laufey er mikil hæfileikamanneskja og ber hiklaust að halda áfram námi og það hjá góðum kennara. Það er trú min, að hún fái háa einkunn af hendi próf- nendar. Laufey Sigurðardóttir og Seima Guðmundsdóttir ERU FJÖLMIÐLAR FRJÁLSIR? Sjónvarp: Það var mikill fengur að sænsku myndinni, sem sýnd var á sunnu- dagskvöldið var og fjallaði um Nixon Bandarikjaforseta og samskipti hans við blöð og aðra fjölmiðla. Glögglega kom i ljós, hvilik guðsblessun það er fyrir þjóðlif i guðseginlandi, að þar skuli fjölmiðlar njóta næsta fullkomins frelsis. Frábær frammistaða blaðamanna við nokkur bandarisk stórblöð á siðasta ári varð til að fletta ofan af hverjum lyga- og blekkingarvefnum á fætur öðrum, og nú er svo komið, vegna áhrifakrafts hinna frjálsu fréttablaða, að jafnvel forseti landsins stendur negldur upp við vegg, og menn biðja hann að segja af sér. Gæti slikt gerzt hér á landi? Stundum, þegar stjórnmálamenn og skriffinnar eru að úthrópa ófrelsi og óáran i löndum, sem dýrka annars konar stjórnfyrirkomulag en við hér uppi, þá flýgur manni i hug, að menn séu alveg blindir gaghvart ástandinu hér heima. I gær birtust i Visi tvö viðtöl við frétta- menn. Eiður Guðnason hjá sjónvarpinu sagði, að þvi miður værum við, fréttamenn á tslandi, staðnaðir i vinnubrögðum okkar. Og Einar Kar! Haraldsson hjá hljóðvarpi vildi að verulegu leyti kenna þessa stöðnun einstrengingslegum hugsunar- hætti pólitisku dagblaðanna— svo og hinni miklu viðkvæmni stjórnmálamanna og annarra, þegar fjölmiðlar eru annars vegar. Dagblöð hér á landi eru ekki frjáls, ef tekið er mið af hinni frjálsu pressu i sumum vestrænum rikjum. Og sjálfur rikisfjölmiðillinn er undir ströngu eftirliti pólitisks ráðs. Otvarpsráð hér á landi er daglegur aðili að dagskrársköpuninni. Einar Karl benti á það i Visi i gær, að eðlilegra hlyti að vera, að útvarpsráðið fjallaði um dagskrá útvarpsins eftir á. Gerði sér þá grein fyrir, hvort útvarpið hefði verið hlutdrægt, og reyndi siðan að rétta hlut þess, sem illa hefði orðið úti. Kannski er það útilokað fyrir útvarps- ráð að taka upp slik vinnubrögð hér og nú. Og þar kemur til næsta augljós þrándur i götu: Flestir eða allir starfsmenn útvarpsins eru ráðnir pólitiskri ráðningu — og þess vegna mun það vera talið nauð- synlegt að hafa stöðugt vakandi auga með hverri þeirra breytni — annars verður allt vitlaust. Stóribróðir, sem úthlutar embættum, litur til með þeim stutta, sem bitlinginn fékk. Vestmannaeyjar Á ársafmæli eldgossins i Vestmanna- eyjum var dagskrá sjónvarpsins að veru- legu leyti helguð Vestmannaeyjum. t fréttatima var löng fréttamynd um ástandið, eins og það er nú i Eyjum, og verður ekkert nema gott sagt um þann fréttatima. Myndataka var góð, en mér leiddist svolitið mærðarfull skrúðmælgi fréttamannsins. Þótt miklir atburðir séu um garð gengnir og alít hafi farið vel að lokum — allir stóðu sig vel og voru ofsalega duglegir, þá er nú óhætt að halda vatni. Svo sýndu þeir myndina þeirra Ásgeirs Long, Páls Steingrimssonar og Ernst Kettlers. Sjónvarpið fékk þremenningana til að gera mynd um félagsleg vandamál Vest- mannaeyinga vegna gossins. Ég held, að myndin hafi misheppnazt að mestu leyti. Og henni var ekki einu sinni bjargað með texta eða myndatöku. Hver voru þau annars, þessi félagslegu vandamál? Attu ekki einhverjir i erfiðleikum með að finna sér húsnæði? Varð enginn fyrir fjárhagslegu tjóni? Hvernig fór með tilfinningalif heilla fjölskyldna, sem lentu á tvist og bast? Þessum spurningum varð ekki svarað i Eyjamynd þremenninganna, og ég hef það á tilfinningunni, að kvikmyndatöku- menn sjónvarpsins hefðu á skömmum tima getað klippt saman jafnlanga og betri mynd um Vestmannaeyinga á gostimabilinu. Og til hvers var endalaust verið að ræða við hann Helga Bergs um peninga- austur i eða úr Viðlagasjóði? Upplýsingarnar frá honum hafa eflaust legið vélritaðar á gömlu fréttahandriti á fréttastofu sjónvarps. Ég held, að þarna hafi farið forgörðum gott tækifæri til að kanna félagslegar aðstæður flóttafólks á Islandi. Bein lina út á land Hljóðvarp: Maður hefur það á til- finningunni, að hljóðvarpið sé enn hálf- dasaö eftir Olgu Guðrúnarmál. Þar slær Gunnar Gunnarsson skrifar um útvarp enginn i gegn þessa dagana, og það er helzt, að maður hlakki til þáttanna hans Gylfa Gislasonar um myndlist, og svo Beinu linunnar. Sá þáttur hefur reynzt mjög þarfur, og oft á tiðum er hann i senn fróðlegur, og fer aldrei hjá þvi, að slikur þáttur verði lifandi. Akureyringar hafa undanfarið verið að bera sig upp undan útvarpinu. Þeir vilja fá eigin útvarpsstöð til sinna þarfa, þar sem sveitarmálin væru rædd og reifuð. Hugmyndir um landshlutaútvarp eru forvitnilegar, og kannski liggur mikið á að gera eitthvað slikt. Ég held samt, að þeir norðanmenn hafi ekki hugsað málið nægilega vel. Miklu held ég væri skynsamlegra að efla þjónustu Rikisútvarpsins við lands- byggðina, t.d. með þvi að ráða fasta starfsmenn i hvert kjördæmi, eða jafnvel hverja sýslu. Ef starfsmaður væri til staðar i hverju kjördæmi, gæti sá hinn sami verið frétta- maður, dagskrármaður og kannski myndatökumaður i senn. Mér skilst, að útvarpið hafi nokkuð þéttriðið net fréttaritara út um landið, en þeir menn sinna störfum fyrir útvarpið, þegar þeir nenna eða geta fyrir brauð- striti. Og eins og ætið verður, þá eru flestir „útvarpsmennirnir” út um land óvirkir. En það verður allténd fróðlegt að fylgjast með framhaldi umræðu um landshlutaútvarpið, og vonandi verður engin pólilisk hrossalækning viðhöfð i þessu máli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.