Vísir - 26.01.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 26.01.1974, Blaðsíða 5
Vísir. Láugárdágur 26.'janiiar 1074. ERLEND MYNDSJÁ Umsjón Guðmundur Pétursson . j; - j i' z ' +■■ Mj&'M 'zÆ :' m V % r A myndinni hér aö ofan sjást starfsmenn sjónvarpsstöðvar einnar i New York leggja hönd að smiði módels af sovézkum fangabúðum, og eiga þessar cftirlikingar að vera mjög ná- kvæmar með gaddavir, tilheyr- andi varðturnum og hvað og hvað. — En bókin fjallar um, eins og komið hefur fram, fangabúðakerfi Sovét. Dvergur rétti Ali einn Muhammed Ali lendir hér á myndinni t.v. með kjammann beint i hægri handar sveiflu hjá Micho, dvergnum úr Barnum & Bailey-sirkusnum i New York. Ali var þá á leið á blaðamanná- fund og i afmælisveizlu, þvi að þeir Frazier og hann héldu upp á 32 ára afmæli Ali og þritugsaf mæli Joe i samciningu og spjöll- uðu saman. Þetta var auðvitað áður en þeim lenti saman i sjón- varpsþætti Howards Cosells, sem sjónvarpað verður i Banda- rikjunum i dag. Fangabúða- eftirlíking Bók Solzhenitsyns, Gulag Archipelago, hefur vakið mikið umtal, eins og auðvitað hefur ekki farið framhjá lesendum. Efnt hefur verið til viðræðu- þátta i útvarpi og sjónvarpi viða um heim. LÖGREGLAN KANNAR EYÐIMÖRKINA ALLA Á ÚLFÖLDUM SÍNUM Oliukreppa, bensinskammtanir eða hraðatakmarkanir há ekki þessum harðsnúna varðflokki lögreglunnar i Borswana, sem á myndinni hér viö hliðina sést vera að leggja af stað út á eyöi- mörkina, þar sem sólin sviður miskunnarlaust allt kvikt. A úlföldum sinum fara þessar lög- reglusveitir yfir 60.000 fermilna svæöi, öræfi og eyðimörk. Eldur um borð Slökkviliðsmenn sjást á myndinni hér fyrir neðan berjast við eld um borð i oliuskipinu ,,Key Trader” i ósum Missisippi-fljóts, ekki mjög fjarri milljónaborginni Los Angeles. Oliuskipið hafði rekizt á norskt flutningaskip i mynninu. Þarna varð mannskaði, og olia lak i fljótið og mengaði nánasta umhverfi. RAFEINDA GERVISJÓN Með þvi að græða glerauga, sem inniheldur mvndatökubúnað, og svo rafeindakerfi i hauskúpuna til þess að senda myndina til heilans, hefur visindamönnum við Utah-háskóla tekizt að vekja vonir um, að veita megiblindum sýn á nýjan leik. Þetta kom fram i timariti um rafeinda- tækni núna nýlega. — A teikningunni hér fyrir neðan er sýnd skissa, sem á að gefa nokkra hugmynd um, hvernig þessu yrði komið fyrir. Aftan i hnakkanum á að vera rafskaut, sem örvar þann hluta heilans, sem áður bar ábyrgð á sjóntaugunum, og núna i samræmi við Ijósið sem fyrir gleraugað ber.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.