Vísir - 26.01.1974, Blaðsíða 20

Vísir - 26.01.1974, Blaðsíða 20
VÍSIR Laugardagur 26. janúar 1974. Brúin til — en vantar veg að henni — vegurinn kemur strax og þíða kemur, segir vegagerðin „Þaö sem stendur i vegi fyrir frekari framkvæmdum er, að okkur vantar almennilegt veður. Þaö er ekki hægt að fylla upp undirstöðu fyrir veg i frosti, þegar vitað er að allt sigur strax og kemur þiða”. Þetta sagði Sigfús örn Sigfús- son, deildarverkfræðingur hjá Vegagerðinni Viö spuröum hann, hvað liöi gerð vegarins að brunni, sem stækkuð var yfir Vifilstaðalækinn við Engidal i Garðahreppi. Búiö er að breikka brúna fyrir alllöngu, en vantar að breikka veginn, til að brúin komi að notum. ,,Ef það hefði verið sæmileg þiða að undanförnu, værum við búnir að ganga frá þessu. En það er ekki hættandi á að gera þetta i frostum. Við munum aftur á móti breikka veginn þarna við fyrsta tækifæri”, sagði Sigfús. Eins og menn muna eflaust, var talsvert um þennan vegar- kafla rætt i haust, vegna hættu sem skapaðist fyrir umferð. Vegurinn við brúna var breikkaður, til að auðvelda beygju inn á bensinstöð og inn i ibúðarhverfi. Vegagerðin brást skjótt við og breikkaði brúna. Nú vantar ekkert upp á nema veginn að henni. —ÖH 26 þús. endur- skin í skamm- deginu Hinn mikli áróður fyrir endurskins- merkjum, sem verið hefur undanfarin ár, virðist nú vera farinn að bera rikulegan árangur. Aöur hefur Umferðarráð mest dreift 12 þúsund endurskins- merkjum á einum vetri. Hins vegar hefur 26 þúsund merkjum veriö dreift i vetur og þau selzt mjög vel. Urval endurskinsmerkja hefur aukizt mikið, og eru þau nú til fyrir börn, unglinga og fullorðna. Minna er um að fullorðnir noti þau heldur en börn og ung- íingar. Talvert ber á þvi að þeir, sem nota endurskinsmerki, næli þeim aftan á sig. Umferðarráð telur það ekki nóg, þvi oftast ganga menn á móti umferð. Þvi þyrfti að hafa merkin bæði aftan og framan, eða þá með hliðunum. ÓH Fœr Guðni í Sunnu 35,4 milljónir möglunarlaust — Matsmennirnir hafa skilað matsgerðinni — Fer ríkið fram á yfirmat? Þá er loksins lokiö yfir- heyrslum yfir þeim mats- mönnum, sem fjölluðu um kröfur ferðaskrifstofunnar Sunnu á hendur rikinu. Komust þeir að þeirri niðurstöðu, að tjón ferðaskrifstofunnar af völdum leyfissviptingar seinni hluta ársins 1970 megi meta á liðlega 35 milljónir króna með vöxtum frá 1. ágúst f fyrra, en þá var Sunnu heimilaö flug að "ýju. Annan kost sjá mats- mennirnir lika, en sá kostur er miöaður við það, að ráðuneytinu hafi veriðheimilt á sinum tima aö meina ferðaskrifstofunni að fljúga með innlenda farþega Sunnu, en gert rangt i að hindra Sunnu i að fljúga fyrir erlenda aðila. Samkvæmt þvi er tjónið metið á rúmlega 14 milljónir króna. Þeir tveir, sem fengnir voru til að meta tjónið, voru Guð- mundur Magnússon prófessor og Bárður Danielsson verk- fræðingur. Luku þeir i gær- morgun við að gera Bæjarþingi Reykjavikur grein fyrir mati slnu, en yfirheyrslurnar höfðu þá staðið um nokkuð langt skeið. Matið er ákaflega flókið og viöamikið og hefur enn ekki verið tekin ákvörðun um það af hálfu rikissjóðs, hvort yfirmats verði krafizt i málinu. Af mikilli röggsemi kom Vegagerðin upp brúarbita f viðbót við þá brú, sem fyrir var yfir Vffilstaða- lækinn. Nú vantar hins vegar vegarbita til aö brúin nýtist og hættan við að aka þarna um minnki Það verður gert við fyrsta tækifæri Ljósm. Visis,-Bjarnleifur „Þegar það liggur fyrir, á stefnandi svo eftir að taka ákvörðun um endanlega kröfu- gerð i málinu. Þvi að við þessa upphæð, sem matsmennirnir hafa nefnt, ætti að bætast við atriði, sem ekki er tekið með I matinu, eins og t.d. miskabætur vegna álitshnekks Sunnu”, sagöi Jón Finnsson, sem er lög- maður stefnanda, en lögmaður rikissjóðs, er Gylfi Thorlacius. Ef ekki verður farið fram á yfirmat, ætti mögulega að vera hægt að fella dóm i málinu fyrir vorið, en ef til yfirmats kemur, má ætla, að dómsúrskurður i málinu megi biða allt fram til næsta hausts. —ÞJM STÖÐUG AÐSÓKN í MYNDIR KJARVALS Akveönar eru sýningar út allt áriö á Kjarvalsstöðum. Hér stendur Alfreö Guðmundsson við Bleikdalsá Kjarvals. — Miklð um að vera á Kjarvalsstöðum í ár Það er stöðug aðsókn að myndum Kjarvals, þegar þær eru uppi á Kjarvalsstöðum, og stendur til dæmis yfir sýning fram til vors. Enn hefur ekki verið talið, hversu mörg Kjarvalsverk eru I eigu borgar- innar, að sögn Alfreðs Guö- mundssonar forstöðumanns, en enn er verið að taka upp myndir. önnur sýning stendur yfir á Kjarvalsstöðum, en þeirri lýkur nú á sunnudagskvöld. Það er sýning myndverka I eigu Lista- safns Reykjavíkurborgar. Mikið ætlar að verða á seyði á Kjarvalsstöðum I ár. í febrúar verður þar skákmót, Baltazar verður með sýningu i marz, og Hafsteinn Austmann og Vetur- liöi verða með sýningu siðari hluta marz. 1 april verða ættingjar Júliönu Sveinsdóttur með yfirlitssýningu á verkum hennar, og i april og mai verður sýning á högg- myndum og málverkum 20 lista- manna frá ýmsum þjóðflokkum i Afriku. Eggert Guðmundsson sýnir málverk i mai, siðari hlutann, og listahátíð stendur svo yfir frá júni til september. 1 september kemur svo félag myndlistar- manna með sýningu. Siðari hluta september og nóvember verður sögusýning þjóðhátiðarnefndar. 1 nóvember og desember verður svo loks Gutenbergsýning á upphafi prentlistar i veröldinni. —EA „ÓRÉTTLÁTT AÐ ÞETTA SKULI BITNA Á ÖLLUM" Nemendur Gagnfrœðask. Austurbœjar mótmœla hinni nýju reglugerð um dansleikjahald „Viö óskum eftir því, aö þessi nýja reglugerð um dansleikja- hald i skólum verði tekin til end- urskoðunar. Við teljum það órétt- látt, að þetta skuli bitna á öllum skólum borgarinnar, þar sem við teljum að óspektir við dansleikja- hald hafi verið mjög bundnar við tvo fjölmennustu skóla borgar- innar.” Þetta sagði Jörundur Guð- mundsson, formaður nemenda- ráðs Gagnfræðaskóla Austurbæj- ar, sem kom að málí við okkur i gær varðandi þessa nýju reglu- gerö um félagslif skólanna, og svo viðtal sem birtist við Björn Jóns- son skólastjóra Hagaskóla fyrir stuttu. Undirskriftarplagg frá nemum skólans veröur sent fræðsluráði innan tiðar. Jörundur sagði, að i Gagn- fræðaskóla Austurbæjar hefðu skemmtanir sem þessar farið vel fram á allan hátt, og tók hann sem dæmi siðasta dansleik sem haldinn var i skólanum. „Oftast er leitað að víni, en það var ekki gert i þetta sinn. A þessum dans- leik var heldur engin ölvun. Ég viðurkenni þaö, að ég hef fariö á dansleik i einum fjölmenn- asta skóla borgarinnar, og þar var ástandið slæmt. Eins og gengur, þá vill fólk sleppa inn með vin, og sumir hafa fengið sér áður. En viö teljum það óréttlátt, aðþettaskuli látiöyfir allaganga. Reglugerðin á að verða til þess, aö næturrölt unglinga minnki. En þó að dansleikjum eigi nú að verða lokið kl. 11.30, þá geta krakkarnir farið i partý á eftir eða þvælztum. Núna megum við halda eitt ball utan árshátiðar með diskóteki, en annars hefðu þau verið einu sinni i mánuði. En við megum halda skemmtanir þar sem meginundirstaðan er ekki dans. Timalengd dansleikjanna verður sú samahjá 3. og 4. bekk og hjá 1. og 2. bekk og það finnst okkur ekki rétt. Dansleikir voru áður til kl. 1 hjá 3. og 4. bekk. Það mátti reykja á skólaböllum fyrir þessa nýju reglugerð, en það má ekki lengur. Kennarar þeir, sem verið hafa við gæzlu i Austurbæjarskóla á dansleikjum, eru hissa og móðgaðir yfir þessari ákvörðun, eftir þvi sem okkur hefur verið sagt. En það er þó sérstáklega timaskerðingin sem á að forða krökkunum frá næturrölti, sem viö erum undrandi á. Og svo má geta þess, að nemendur i 1. og 2. bekk geta far- ið i Tónabæ, en fyrir nemendur á aldrinum 16-18 ára er enginn staður, nema þá menntaskóla- böllin. Leynivinsölu fyrir utan dansleiki hef ég ekki orðið var við.” —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.