Vísir - 26.01.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 26.01.1974, Blaðsíða 7
Vísir. Laugardagur 26. janúar 1974. 7 Kjóllinn til vinstri á þessari mynd er einnig úr mjög fingerðu efni, eins og flestir samkvæmiskjólarnir virðast vera. Hann er bleikur, grænblár og grænn, en sá til hægri er úr ljósgráu siikicrepe efni. Við eru svo bornir demantar eða annað til- heyrandi. Þesssir kjólar eru einnig frá Paris. Umsjón: Edda Andrésdóttir Þessar myndir hefðu ósköp vel getaö veriö I gömlum móðins- blöðuni frá þvi fyrr á árum, en svo er þó ekki. Þetta er það nýjasta i Paris. Kjóllinn til vinstri er blár og grænn úr þunnu og finu efni. Beltið er úr bláu satini. Takiö eftir öxlunum. Til hægri er blá og rauð dragt með rauðum litlum jersey-hatti. Hvað segja þeir um vor- og sumartízkuna'74? — Allir sammála um síddina, þó ýmsar hugmyndir komi fram A ítaliu, i Frakklandi og I þeim löndum, sem fremst standa i tizkufataframleiðslu, standa tizkusýningar nú sem hæst, þar sem sýnd er vor- og sumartizkan áriö 1974. Fréttir og myndir eru nú farnar að berast frá þessum tizku- sýningum og á meðfylgjandi myndum sjáum við það allra nýjasta, sem boðað er fyrir vorið og sumarið. Reyndar eru þess dæmi, að orkuskorturinn hafi sett sinn svip á tizkusýningarnar, t.d. á ttaliu. Þar ætlaði hönnuðurinn Tita Rossi að sýna framleiðslu sina fyrir nokkrum dögum I Róm, en ekki var hægt að sýna nærri þvi allt, þar sem fatn- aðurinn barst ekki á tilsettum tima. Hún og fleiri, sem lentu i svipuðum erfiðleikum, kenndu um samgöngum, og þá helzt vegna bensinskömmtunar. Mikið af framleiðslu hennar átti að koma frá Milan, um 600 kiló- metra norður af Róm, en frá þvi i byrjun desembermánaðar hafa bensinstöðvar haft lokað frá þvi á laugardagssiðdegi fram að sunnudagskvöldi. En aðrir eru heppnari og kannski fyrirhyggusamari, og tizkusýningarnar halda áfram, þó að tafizt hafi i þessu tilfelli. Á þessum tizkusýningum koma fram hinar furðulegustu og óliklegustu hugmyndir. En eittvirðistöllumbera saman.þaö er siddin á kjólunum. Kjólarnir verða aldrei styttri en um sjö sentimetra fyrir ofan hné. Vin- sælasta slddin virðist vera um hné, eða rétt fyrir neðan, en einnig er mikið um kálfasidd, og svo ætla skósiðu kjólarnir aldrei að detta úr tizku, enda glæsi- legir. Allmikið virðist ætla að verða um kjóla i sumar, og eru piisin þá yfirleitt við og kjólarnir úr léttum efnum. Siðu kjólarnir eru úr mjög léttum og yfirleitt dýrum efnum, svo sem silki og chiffon. Það getur orðið nokkuð dýrt að fá sér silkikjól, þvi aö á einni tizkusýningunni i Rómvar tilkynnt, að silki hefði hækkað um 50 dollara kilógrammið frá þvi i október, eða 80% frá siðasta ári. Buxnadragtir verða vinsæll hversdagsklæðnaður, einnig verða viðar buxur með stuttum jökkum vinsælar. Þar eru litirnir marin- og kóngsblár, grænn, hvítur og beige. Ann- ars er litaúrvalið sérstaklega mikið, og enginn einn litur virðist allsráðandi. Einn hönnuðurinn, sem sýndi kvöldklæðnað, var mjög hrifinn af jökkum úr efni, sem ofið var með silki- eða gullþráðum I. Fabini heitir sá, en silfur- og gullþræðirnir voru „áhrif frá músik” og gerðu mikla lukku. Hvað karlmannafatnað snertir, sem sums staðar hefur verið sýndur, virðasteinnig allir litir réttháir, og litirnir eru breytilegir, allt frá fölbláu að hnetubrúnu. Biki heitir ítalskur hönnuður. Hún sýndi mikið af fatnaði, sem orðið hefur fyrir áhrifum frá þjóðbúningum eða stil ýmissa landa, svo sem Rússlands, Þýzkalands, Frakklands, og svo Italiu. Karlmannafrakkar voru til dæmis með slám yfir öxlunum, og tvidbuxur voru mjög hátt á lista fyrir karl- manninn. Kjólar á kvenfólkið liktust nokkuð arabiskum búningum, og túrbanar úr jerseyefnum fylgdu sumum kjólunum, sem voru einkar litrikir. Aðrir eru hrifnari af ljósu litunum, t.d. sýndi einn að nafni Tiziani ein- göngu fatnað i hvitum og ljósum litum. —EA Nú greiða karlmenn hár sitt úr brillantíni — Og leitað er aftur í tímann í þeirra tízku eins og í kvenfatnaði Það er meira um nýjungar I karlmannufatnaöi en oft áður þetta áriö. Nu virðist allt stefna að þvi, að karlmaðurinn sé „elegant”, eins og þeir kalla það. Viðar buxur eru jafnvinsælar á karlmönnum sem kvenfólki og þá að sjálfsögðu með djúpum vösum á hliðum. Karlmenn greiða nú hár sitt með brillan- tini eða einhverri oliu, og það er gjarnan stutt. Hvað viðkemur karlmanna- tizkunni, þá er leitað aftur i timann, eins og gert er með kvenfatatizkuna núna hvað mest. Tvid-efni eru mjög vinsæl i karlmannaföt, og það gildir lika um kvenfatnaðinn. Þessi mynd sýnirfatnað eins og virðist hvað vinsælastur hjá tiskuhönnuðum þessa dagana. —EA Þessi kjóll er öllu sportlegri en hinir á siðunni. Það er hönnuður- inn Ted Lapidus, sem gert hefur þennan kjól, en þessi kemur einnig frá Paris. Efnið er bómull.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.