Vísir - 26.01.1974, Blaðsíða 17

Vísir - 26.01.1974, Blaðsíða 17
Vlsir. Laugardagur 26. janúar 1974. Q □AG | D KVÖLD Q □AG | Spáin gildir fyrir sunnudaginn. 4- ♦ f 4- ♦ ♦ i t 4- t t ♦ t t -f -f -f -f -f -f -f t m m Nt Gestir hjá Ömari Valdimarssyni, Rögnvaldur Sigurjónsson, Baidvin Jónsson, Ómar og Guörún Á Simonar. Sjónvarp, sunnudag klukkan 20.35: GESTIR HJÁ ÓMARI Gestir koma til ómars Valdi- marssonar blaðamanns, sem staddur verður i sjónvarpssal á sunnudagskvöldið. Ómar og Elin Pálmadóttir skiptast á um að vera með þátt- inn, ,,Það eru komnir gestir”, i siónvarpinu hálfsmánaðarlega, og nú er röðin komin að Ómari. Hann fær i heimsókn þrjár mætar manneskjur á morgun. Fyrst skal frægan telja Rögn- vald Sigurjónsson pianóleikara. Rögnvaldur er ekki bara frægur á Islandi. Hann hefur farið i hljómleikaferðir viða um lönd — m.a. fór hann i langa ferð um Sovétrikin eigi alls fyrir löngu, og að sögn fékk hann þar frá- bærar viðtökur. Auk Röngvalds verða þau hjá Ómari Guðrún Á. Simonar sem ekki er sjónvarpsnotendum að öllu ókunn — er ekki ósennilegt, að Guðrún taki lagið við undir- leik Rögnvalds. briðji gesturinn á sunnudagskvöldið verður Baldvin Jónsson. Baldvin er ungur að árum, en hefur þó viða drepið niður fingri. Hann starf- ar á auglýsingadeild Morgun- blaðsins, en i fristundum gerir hann sitthvað, sem ábatavæn- legt telst. T.d. hefur hann verið umboðsmaður rokk-hljómsveit- ar. S«€ u Hljóðvarp, sunnudag klukkan J 4.00: Einar Ágústsson — verður dag- skrárstjóri i eina klukkustund á morgun Einar dagskrárstjórí Einar Ágústsson utanrikis- ráðherra fær að ráða dagskrá hljóðvarpsins i eina klukku- stund á sunnudaginn. Einar er vis til að velja eitt- hvað gott að hlusta á, og von- andi hefur hann getað gefið sér tima frá stjórnmálavafstri og stjórnarstörfum til að grúska vel og vandlega i' segulbands- safni Rikisútvarpsins. Kannski helgar Einar þátt sinn varnarmálunum, sem svo ofarlega eru á baugi núna? Og þó — það er frekar liklegt, að hann reyni að nota tækifærið til að fá landsmenn til að gleyma dægurþrasinu eitt andartak við að hlýða á góða tónlist eða lest- ur úr bók. —GG Hrúturinn,21. marz—20. april. Rólegur dagur.að minnsta kosti fram eftir, fréttir yfirleitt hag- stæðar. Óvænt og skemmtileg heimsókn, er á liður, mjög sennileg. Nautið, 21. april—21. mai. Það bendir allt til þess, að dagurinn verði skemmtilegur. Vafasamt er þó að sumt, sem þú reiknar með, verði á þann hátt, sem ráðgert var. Tviburarnir, 22. mai—21. júni. Allt bendir til þess, að dagurinn geti orðið þér hinn þægi- legasti Ekki er óliklegt, að sitthvað reynist málum blandið i lausafréttum. Krabbinn, 22. júni—23. júli. Það getur farið svo, að eitthvað, sem þú telur vel dulið, komist i hámæli fyrr en þú veizt orðið af. Gættu þess i þvi sambandi að fullyrða ekki um of. Ljónið, 24. júli—23. ágúst. Eitthvað, sem þú hefur undirbúið, rennur út i sandinn vegna óvæntra atburða. Samt sem áður getur dagurinn orðið allskemmtilegur i heild. Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Rólegur dagur, en sennilega ekkert sérstakt, sem gerist er ætla má að hafi áhrif til langframa. Orðrómur getur ef til vill valdiö þér áhyggjum. Vogin, 24. sept,—23. okt. Góður og rólegur dagur hjá þeim eldri, liklegt að fremur létt verði yfir honum meðal þeirra, sem yngri eru, sér i lagi, þegar kvölda tekur. Drekinn, 24. okt,— 22. nóv. Þú átt drjúgan spöl eftir aö marki, sem þú hefur sett þér, en sunnu- dagurinn ætti að tákna áfangaskipti. Farðu þér hægt og rólega. Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. des. Gamall kunnirigi þinn hefur að minnsta kosti samband við þig, heimsækir þig sennilega, en þó er það ekki vist. Góður dagur. Steingeitin, 22. des.—20. jan. Rólegur dagur, sem einkennast mun af harla hlýlegri framkomu ýmissa i þinn garð, jafnvel af hálfu fólks, sem þú þekkir sama sem ekki neitt. Vatnsberinn, 21. jan,—19. febr. Þótt sunnudagur sé, mun þér verða það vissara að gæta að peningum þinum og peningamálum, Verði um sameiginlega eyðslu að ræða, skaltu athuga það vel. Fiskarnir, 20. febr,—20. marz. Að mörgu leyti dagur við þitt hæfi, létt yfir öllu og öllum i kring- um þig, og allt á hreyfingu. Einkum mun kvöldið geta orðið ánægjulegt. SJONVARP Sunnudagur 27. janúar 1974 16.30 Endurtekið efni. Fim- leikahátið I Laugardalshöil. Sjónvarpsupptaka frá fjöl- mennri fimleikasýningu, sem haldin var seint á sið- asta ári. Aður á dagskrá 1. janúar siðastliðinn. 18.00 Stundin okkar. Synd verður norsk teiknimynd, sem nefnist ,,I búðinni” og er hún úr myndaflokknum „Þetta er reglulega órétt- látt”. Þar á eftir fer mynd um hunda og meðferð þeirra, og siðan syngur Halldór Kristinsson „Ingu- Dóruvisur”. Einnig er i stundinni mynd um Róbert bangsa og leikþáttur um Hatt og Fatt. Umsjónar- menn Sigriður Margrét Guðmundsdóttir og Her- mann Ragnar Stefánsson. 18.50 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Ert þetta þú? Fræðslu- og leiðbeiningaþáttur um bifreiðastöður og umferða- stjórn lögreglunnar. 20.35 Það eru komnir gestir. Umsjónarmaður Ómar Valdimarsson. Gestir þátt- arins eru Baldvin Jónsson, Guðrún Á. Simonar og Rögnvaldur Sigurjónsson. 21.10 Lýsistrata. Gamanleik- ur eftir griska leikskáldið Aristofanes. Sviðsetning Þjóðleikhússins. Leikstjóri Brynja Benediktsdóttir. Leikendur Margrét Guð- mundsdóttir, Bessi Bjarna- son, Erlingur Gislason, Herdis Þorvaldsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Sigurður Skúlason, Þóra Friðriks- dóttir og fleiri. Stjórn upp- töku Egill Eðvarðsson. Leikritið er talið samið árið 411 fyrir Krists burð og lýsir það tilraunum aþenskra kvenna til að draga úr áhuga eiginmannanna á vopnaburði og hernaði. 22.25 Kambódia. Dönsk fréttamynd um Kambódiu og áhrif loftárása Banda- rikjahers á land og þjóð. Þýðandiog þulur Jón O. Ed- wald. (Nordvision — Danska sjónvarpið) 23.05 Að kvöldi dags. Séra Þórir Stephensen flytur hugvekju. 23.15 Dagskrárlok UTVARP Sunnudagur 27. janúar 8.00 Morgunandakt Biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson, flytur ritningar- orð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög Leikin tónlistfrá brezka útvarpinu. 9.00 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir) a. Branden- borgarkonsert nr. 2 1 F-dúr eftir Bach. Filharmóniu- sveitin I Berlin leikur: Her- bert von Karajan stj, b. Pianósónata nr. 31 i E-dúr eftir Haydn. Artur Balsam leikur. c. Lagaflokkur eftir Bartók. Irmgard Seefried syngur. d. Konsertdansar eftir Stravinský. Enska kammerhljómsveitin leikur: Colin Davis stj. e. Pianókonsert nr. 2 op. 18 eftir Prokofjeff. Victoria Postnikova og Filharmóníu- sveitin i Leningrad leika: Gennadi Rozhdestvenský stj. 11.00 Messa i safnaðarheimili Langhoitssóknar Prestur: Séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Organleikari: Jón Stefánsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.15 Hugleiðingar um Hindúasið Séra Rögnvaldur Finnbogason flytur fyrra erindi sitt: Á krossgötum. 14.00 Dagskrárstjóri i eina klukkustund Einar Agústsson utanrikisráð- herra ræður dagskránni. 15.00 Miðdegistónleikar: a. Tilbrigði eftir Brahms um stef eftir Haydn. Filharmóniusveitin I Vin leikur: Sir John Barbirolli stj. b. Lög eftir Richard Strauss. Herman Prey syngur. Karl Engel leikur á pianó. c. Pianósónata i F- dúr op. 10 nr. 2 eftir Beet- hoven. Alfred Brendel leikur. d. Sinfónia nr. 40 i g-moll (K550) eftir Mozart. Enska kammerhljómsveitin leikur: Benjamin Britten stj. 16.25 Þjóðlagaþáttur i umsjá Kristinar ólafsdóttur 16.55 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 17.10 tltvarpssaga barnanna: „Smyglararnir i skerja- garðinum” eftir Jón Björnsson Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona byrjar lesturinn.. 17.30 Sunnudagslögin. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Úr segul- bandssafninu Guttormur J. Guttormsson skáld frá Vesturheimi fer með nokkur kvæði sin, og einnig tala Indriði Indriðason rit- höfundur og Páll Kolka læknir um Guttorm. (Aður útv. 1963, er skáldið dvaldi hérlendis). T | 4- 4- 4- -► -f 4- ■f -► -► -► -f -f -f -f -f -f -f -f -f ■f -f 4- -f -f -f -f 4- -f -f t 4- -f -f -f -f í 4- 4- I -f -f t -f 4- 4- 19.30 Barið að dyrum.Þórunn Sigurðardóttir fer i heim- sókn á elliheimilið Grund. 20.05 isienzk tónlist. Flutt verða verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson. a. „Hveralitir” Halldór Haraldsson leikur á pianó. b. „Sveiflur” fyrirflautu, selló og 21 ásláttarhljóðfæri. Sænskir hljóðfæraleikarar flytja. c. „Þú veizt ei neitt”, lag við ljóð eftir Stein Steinarr. Halldór Vil- helmsson syngur. Guðrún Kristinsdóttir leikur á pianó. d. „Söngvar dala- barnsins”, lag við ljóð eftir Sveinbjörn Beinteinsson. öldutúnsskólakórinn i Hafnarfirði syngur. Söng- stjóri Egill Friðleifsson. 20.30 Ljóð frá Álandseyjum Þóroddur Guðmundsson frá Sandi flytur eigin þýðingar með greinargerð um höfundana. 21.00 Sónata fyrir selló og pianó eftir Benjamin Britten. Daniel Sjafran og Anton Gisenberg leika. Frá tónlistarhátiðinni i Schwetz ingen i fyrra. 21.15 Tónlistarsaga Atli Ileimir Sveinsson skýrir hana með tóndæmum (12) 21.45 Um átrúnað Anna Sigurðardóttir talar um töluna niu i Eddunum. 22.00 F'réttir. 22.15 Veðurfregnir. islands- rnótið i handknattleik. Jón Asgeirsson lýsir. 22.45 Danslög. 23.25 Fréttir I. stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.