Vísir - 26.01.1974, Blaðsíða 10

Vísir - 26.01.1974, Blaðsíða 10
Sföasta skotiö I leiknum — en þaö geigaöi. Höröur Sigmarsson, sem skoraöi 10 mörk fyrir Hauka I gærkvöldí, reynír aö na bðOum stigunum fyrir liö sitt þremur sekúndum fyrir leikslok, en ÍR-vörnin var vel á veröi. Ljósmynd Bjarnleifur. HAUKAR KÖSTUÐU FRÁ SÉR STIGI GEGN ÍR-INGUM! — Jafntefli í Hafnarfirði í gœrkvöldi í 1. deild. Haukar — ÍR 21-21 Haukar voru miklir klaufar lokakafla leiksins viö ÍR i iþróttahúsinu I Hafnarfiröi í gær- kvöldi. Köstuöu beinlinis frá sér stigi — geröu sig seka um ein- földustu mistök. Þegar tiu mlnutur voru til leiksloka höföu Haukar fjögur mörk yfir 19-15 — og enn var þriggja marka munur liöinu i hag, þegar fjórar minútur voru eftir. En samt nægöu þær iR-ingum til aö jafna og voru þaö hinir leikreyndu menn ÍR-liösins Þórarinn Tyrf- ingsson og Gunnlaugur Hjálmarsson, sem sáu til þess. Þeir skoruöu sex af sjö siöustu mörkum ÍR — og liöin skildu jöfn 21-21. Þýöingarmikiö stig fyrir tR-inga, sem þokaöist af mesta hættusvæöinu I l.deildinni — hafa nú þremur stigum meira en Akureyrar-Þór, en ÍR hefur aö visu leikiö tveim leikjum meira. Þetta var leikur mikilla mis- taka — fjölmargar rangar send- ingar og annað eftir þvi, setti svip á leikinn. IR-liöiö mun lakara en á miövikudag, þegar þaö vann Val, og átti reyndar varla.skilið aö fá stig. Já, þaö var mikill klaufaskapur hjá Haukum að gefa frá sér annaö stigiö. IR-- ingar byrjuðu nokkuö vel i leiknum og voru komnir fjórum mörkum yfir eftir 12 min. Þær minútur voru miklar villur i leik Hauka — einkum voru Olafi Ólafssyni misiagöar 'néhuUr. En meö stórgóöum leik tókst Heröi Sigmarssyni aö koma Haukum á bragöiö — Höröur skoraði tiu mörk I leiknum, og var þó heldur óheppinn, þvi hann átti nokkur hörkuskot i stengur ÍR-marksins I einu tilfelli i báöar stengur marksins, og auk þess varði hinn ágæti markvörður ÍR, Guð- mundur Gunnarsson tvö vitaköst frá honum. Eftir 12 min, stóð 6-2 fyrir 1R— sex mlnútum siöar voru Haukar komnir yfir 7-6. Skoruöu sem sagt fimm mörk i röö án svars frá 1R- ingum. Eftir þaö var leikurinn mjög jafn fram aö leikhléinu. Þá stóð 11-11, og höföu liðin skipzt á um forustuna.Guðmundur varöi vlti frá Heröi nokkrum sekúndum fyrir hléiö — áöur hafði Höröur skoraö úr þremur vitum i hálf- leiknum. Haukar sigu fljótt fram úr i slö- ári náifieiknum — ög eftir aöeins ellefu minútur voru þeir komnir fjórum mörkum yfir. IR-liöiö heldur slappt i leik sinum og þeir leikmenn, sem átt höfðu svo mik- inn þátt I sigrinum gegn Val, Asgeir Eliasson og Gunnlaugur sáust varla — Gunnlaugur átti þó eftir aö bæta þaö upp aö nokkru. Vilhjálmur lék hins vegar vel i lR-liðinu og Agúst var ógnandi. En fátt virtist þó geta komið i veg fyrir Haukasigur. Liðið hélt yfirburöum sinum lengi vel — 18- 14 stóö eftir 16 min. og 19-15 eftir Staðan Einn leikur var háður i 1. deild islandsmótsins i hand- bolta i gærkvöldi i Hafnar- firði. Haukar og ÍR gerðu jafntefli 21-21. Eftir þann leik er staðan þannig: FH 7 7 0 0 155-109 14 Valur 8 5 0 3 161-147 10 Fram 8 3 3 2 161-153 9 Vikingur 8 4 0 4 170-168 8 Haukar 9 2 4 3 168-182 8 Armann 8 2 2 4 117-125 6 ÍR 9 2 2 5 168-185 6 Þór 7 115 118-149 3 Næstu leikir eru á sunnu- dagskvöld I Laugardalshöll- inni. Þá leika Valur-Vikingur og Armann-Fram. Þór kom ekki Akureyrarliöið Þór átti aö leika viö FII i 1. deildinni i handboltanum i gærkvöldi i iþróttahúsinu i Hafnarfiröi. Þór komst ekki til leiks vegna ófæröar siöari hluta dags — og er þetta i þriöja skipti á skömmum tima, sem fresta verður leikjum hjá Þór af þessum sökum. Mikiö vandræöaástand er aö skapast — leikur Armanns og Þórs, sem frestaö var ekki alls fyrir löngu, verður nk. fimmtudag. Hvenær leikur FH og Þórs kemst á er ekki gott aö segja eins þétt og leikkvöld eru næstu vikur. 20 minútur. En Þórarinn Tyrf- ingsson, sem lítiö hafði leikiö meö IR-liöinu, setti mörk sin á loka- kaflann — skoraöi þrivegis, Gunnlaugur einnig. IR-ingar fóru að vinna á og þegar þrjár minútur voru til leiksloka stóö 20-19. Gunnlaugur skoraði, en Stefán Jónsson svaraöi fyrir Hauka á sömu minútunni. 21-19 og tvær min. eftir. Þrumuskot Þórarins hafnaöi i marki Hauka — og ÍR- ingar náöu aftur knettinum eftir mistök Hauka, brunuöu upp og Gunnlaugur sendi knöttinn framhjá landsliösmarkveröi Hauka, Gunnari Einarssyni, sem oft varði vel i leiknum. Þaö ótrúlega hafði skeö — ÍR hafði jafnaö. Haukar áttu þó 40 sekúndur til aö ná sigri — en þaö tókst ekki. ÍR-vörnin tók siðustu skottilraun Hauka — gott skot Haröar Sigmarssonar. Það var ekki mikill handknatt- leikur, sem liðin sýndu — mistök- in voru oft yfirþyrmandi. En ýmislegt gott sást þó af og til. RÓle^ur leikur Hauka fyrir fra'man IR-vörnina, þar sem allt i einu var sett á fulla ferð, kom 1R úr jafnvægi, og þá mynduðust glufur i vörnina. Skemmtilegar fléttur Hauka. Leikur 1R byggðist hÍP.S vegar að mestu á einstakl- ingsframtaki leikmanna — hörkuskotum Vilhjálms, Agústs, Þórarins og Gunnlaugs — en litiö var um leikskipulag eöa leikflétt- ur. Mörk Hauka skoruðu Hörður 10 (4 vlti), Stefán Jónsson 4, Elias Jónasson 3, Arnór Guömundsson, Ólafur, Sigurður Jóakimsson og Guöm. Haraldsson eitt hver. Fyrir 1R skoruöu Vilhjálmur Sigurgeirsson 6 (3 viti), Agúst 5, Gunnlaugur 4, Þórarinn 3, Asgeir 2 og Hörður Hafliöason eitt. Dóm- arar leiksins, Gunnar Gunnars- son og Sigurður Hannesson dæmdu vel. Jakob í Upplýsinga þ/ónustunni hringdi Kemurðu með, / H* Greipur? © King Fealuret Syndicate, lnc. 1973. World Jæja, eigið þið í Upplýsinga- stofnuninni i l^^vandræðum? nv. . ævintyri Teits! Upplýsinga þjónustan: Vitneskja um alla heimsins glæpamenn og glæpi til reiðu fyrir lögreglu allra landa.... j Nei, bezt ' ég sé heima til að gæta bús og barna Já, ég get ekki sagt frá því gegnum sima, geturðu TEITUR TÖFRAMAÐUR Innan dyra i höf uðstöðvunum.... heimsins leynilegasta stað er hvert skret þitt undir eftiHiti. . Þakka þér fyrir að koma, Teitur. Okkar vanda- v. mál er þjófur hér. Þjófur hér? Oti lokað! Næsta vika. Foringinn,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.