Vísir - 26.01.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 26.01.1974, Blaðsíða 3
Vísir. Laugardagur 26. janúar 1974. 3 Oryggi íslands og Noregs Samtök um vestræna sam- vinnu (SVS) og Varðberg, félag ungra áhugamanna um vest- ræna samvinnu, hafa ákveðið að halda sameiginlega ráðstefnu undir heitinu: tsland-Noregur, samstarf um öryggis- og al- þjöðamál, þar sem þátttakend- ur verða islenzkir og norskir áhuga- og áhrifamenn i þessum málum. Ráðstefna þessi verður haldin laugardaginn 2. og sunnudaginn 3. febrúar i Hótel Sögu, og verð- ur boðið sérstaklega til hennar. islenzkir framsögumenn á ráðstefnunni verða Geir Hall- grimsson, dr. Gylfi Þ. Gislason Hannibal Valdimarsson og Jón Skaftason, en Einar Ágústsson flytur ávarp við setningu. Framsögumenn Norðmanna verða Guttorm Hansen, forseti Stórþingsins, Tönne Huitfeldt, hershöfðingi og Johan Jörgen Holst, rannsóknarstjóri norsku utanrikismálastofnunarinnar. Fundarstjórar verða Benedikt Gröndal og Matthias Á. Mathiesen. —EA Eykur verð- - launasam- keppni áhuga barna á sparnaði? Verðlaunakeppni sú um spari- bauka, sem stendur nú yfir á vegum Verzlunarbankans, ætti ekki að minnka sparnaðaráhuga barnanna, sem virðist nú a 11- mikill fyrir, eftir þeim upplýsing- um, er við fengum i bankanum. Keppnin hófst um siðustu helgi, og þegar hafa að minnsta kosti 10 hugmyndir komið inn. Fyrst virtist þó vera að koma skriður á málið i gærdag. Keppendum er skipt i þrjá hópa, börn og unglinga, bekkjar- deildir og fjölskyldur. Skilafrest- ur er til 15. marz, en fyrir 15. april á að vera búið að skera úr um verðlaunaafhendingu. Fyrstu verðlaun eru 20 þúsund, önnur verðlaun 10 þúsund krónur, þriðju verðlaunum er svo skipt á flokkana þrjá, börn og unglinga, fjölskyldur og bekkjardeildir. Verðlaunað verður fyrir skemmtilegustu sparibaukana i hverjum flokki og eru verðlaunin 5000 krónur fyrir hvern. -EA. Fá Rauða kross- orðuna Forseti Island hefur að tillögum orðunefndar RKl ákveðið veitingu Rauða kross orðunnar til 5 manna vegna aðstoðar við starf i þágu Vestmannaeyja og Vestmannaeyinga. Hans Höegi yngri i Osló, fær orðuna úr gulli, er hann stýrir samtökunum Handslag til Island. Jon Erlien, stjórnarmaður i samtökunum fær silfurverðlaun, og það fá einnig þeir Einar Guttormsson, læknir úr Eyjum, Friðrik Gislason, skólastjóri Hótel- og veitinga- skólans og Róbert M. Pierpont, aðstoðarframkv.stjóri Aiþjóða Rauða krossins i neyðarhjálp. Orðunefnd RKl skipa þeir dr. Bjarni Jónsson, yfirlæknir, Pétur Thorsteinsson, ráðuneytisstjóri og Björn Tryggvason formaður RKt. Aðcins tveir holdveiki* sjúklingar eru nú á islandi, en þeir eru þó löngu læknaðir. Þeir dveljast á Kópavogshæli, en siðasta holdsveikistilfellið. seni upp kom hérlcndis, var árið 1957. Sjúkdómnum tókst að útrýma að mestu með tilkomu Laugarnes- spitala. Ekki er þó ástandið alls staðar svo gott, þvi að talið er, að rúm- lega 15 milljónir manna þjáist enn af holdsveiki i heiminum. Að- eins um 3 milljónir sjúkra njóta læknishjálpar og umönnunar. Sjúkdómur þessi er hvorki mjög smitandi né gengur hann i erfðir, en samt hefur hann vakið ótta manna i 4000 ár. Siðasti sunnudagur i janúar ár hvert er alþjóðadagur hjálpar og bænagerðar fyrir holdsveika, og hefur franska rikisstjórnin tekið að sér að hafa forgöngu um málið viða um lönd. Landsmenn eru hvattir til þess að styðja nú baráttuna við þennan sjúkdóm. Senda má tékka i pósti til allra af- greiðslustöðva Landsbankans. til Hjálparstofnunar kirkjunnar og Rauða kross tslands. Prestar rnunu veita viðtöku framlögum nk. sunnudag, og giróreikningur Landsbankans er nr. 455. — EA „Gott að losna við norðlenzku heiðarnar" ÚRSLIT í VERÐLAUNAGÁTU Verulegur hluti alls þess varnings, sem fer frá Reykjavik og út um land, fer með bifreið- um frá Vöruflutninga- miðstöðinni við Borgartún. Þungir flutningabilar eru daglega i förum landshorna á milli, en nú, þegar hringvegur- inn hefur opnazt, ganga þessir flutningar sýnu fljótar. Það munar t.d. miklu fyrir bílstjóra, sem jafnan ekur á Suðurfirðina fyrir austan, Stöðvarfjörð, Breiðdalsvik og Höfn i Hornafirði, að þurfa ekki að aka norður allar heiðar. Visismenn hittu Svavar Sigurðsson bilstjóra frá Egils- stöðum i Vöruflutningamið- stöðinni i gær. Svavar var þá i þann veginn að leggja upp með hlaðinn bil suðurleiðina til Egilsstaða. „Það munar kannski ekki svo miklu á vegalengdinni fyrir mig og okkur, sem á Egilsstaði ökum, að fara suðurleiðina, en Svavar Sigurðsson við sinn stóra Scania, sem flytur varn- ing frá Reykjavik til Egilsstaða. það er mun auðveldara. Heið- arnar fyrir norðan eru hábölvaðar, sérstaklega á þess- um árstima. Möðrudalsöræfin eru ekki fær nema annað slagið. Þau verða ófær um leið og eitt- hvað kular”. Svavar sagði, að hann væri yfirleitt um tvo sólarhringa á leiðinni, þegar hann færi suður- leiðina. „Reyndar er hún enn ekki orðin eins greiðfær og hún verð- ur vonandi. Suðurfirðirnir eru erfiðir stundum, einkum ef ein- hver snjór er.' Núna verður maður lengst af að fara sér hægt sökum hálkunnar. Sandarnir eru slæmir, sprungnir vegirnir yfir þá, ræsi i þeim og yfirleitt eru þeir varasamir”. Léttavara, sem þarf að kom- ast austur á land, er oft flutt með flugvélum, þungavara með skipum, en það sem þar er á milli fer með bilum. „Mér sýnist nú”, sagði Svavar Sigurðsson, „að i framtiðinni verði allur varning- ur til Egilsstaða fluttur land- leiðina. Við erum tveir sem keyrum að staðaldri. Og það er ekki erfiðasti hluti starfans að aka biiunum. Mesta masið er i kringum flutninginn, fermingu og affermingu. Það fer yfirleitt um vika i hvern túr suður, oftast um fimm dagar”. Nú, þegar Svavar leggur upp héðan og austur, verður fyrsti áfanginn Höfn i Hornafirði. ,,í þessari færð verð ég væntanlega tólf eða fjórtán tima á leiðinni þangað”. —GG Nú hefur verið dregið úr réttum lavsnum, sem bárust við verð- launakrossgátunni um jólin. Verðlaun hlutu. 1. Kr. 5.000.00 Ingimundur Arnason, Eskihlið 16, Reykjavik. 2. Kr. 3.000.00 Steinar Ólafsson, Gnoðarvogi 86, Reykjavik. 3. Kr. 2.000.00 Ásta Jónsdóttir, Gunnarsbraut 28, Reykjavik. liátt á annað hundrað tillögur um nafn á vísuna bárust. Þar er af mörgu að taka, t.d. nöfn eins ólik og „Æska" og „Elli” „Vorbirta" og „Skammdegismyrkur”, „Ljós" og „Skuggi", „Vorhugur” og „Vetrarkviöi, jafnvel „Draumur Magnúsar ráð- herra” (sent aö norðan, gátan sennilega ráöin viö kertaljós). Flcstir voru mcð „Skammdegi”, og þarnæst „Minning", og i þriðja sæti var nafn, sem mér finnst hæfa vel vísunni, „Vorþrá”. Fallegasta nafnið er „Endurskin” (of gott). Ein tillaga var svo sannarlega réttnefni, sem ekki er hægt að deila um, uefnilega „Ranka-Þankar”. Að lokuin vil ég svo þakka ykkur öllum inni- lega fyrir mikla þátttöku, mörgum hlý orð, og nokkrum jafnvel visur, sem bárust með lausnum, og hérna er svo þetta nafn-auð- uga visukorn: Það er gott að gle.vma sér með gömlu bernskuvori, þegar vetrar þunginn er þrándur i hverju spori. Kærar kveðjur. Ranki. 15 MILLJONIR HOLDSVEIKRA í HEIMINUM — Alþjóðadagur hjólpar holdsveikum á sunnudag

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.