Vísir


Vísir - 26.01.1974, Qupperneq 6

Vísir - 26.01.1974, Qupperneq 6
6 Visir. Laugardagur 26. janúar 1974. VÍSIR (Jtgefandi: Heykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjóifsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson ,/ Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32 (Simi 86611) Ritstjórn: Stöumúla 14. Simi 86611 (7 linur) Áskriftargjald kr. 360 á mánuöi innanlands. t lausasölu kr. 22.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Þeir froðufella eins og Hitler Hin mikla þátttaka i undirskriftasöfnun ,,Var- ins lands” hefur haft athyglisverðar hliðarverk- anir. Hún hefur leyst úr læðingi gamalkunnugt hugarfar, sem lengi hefur ekki látið á sér bæra. Hún hefur dregið Stalinistana fram á yfirborð Þjóðviljans. Að minnsta kosti þrir starfsmenn ritstjórnar Þjóðviljans hafa gersamlega misst stjórn á sér. Ofsi þeirra og orðbragð minnir á Hitler, þegar hann froðufelldi sem mest. Ummæli þeirra eru gersamlega óprenthæf og þvi ekki eftir hafandi, en áhugamenn geta kynnt sér þau með þvi að lita i Þjóðviljann á bókasöfnum. Þvilikt orðbragð hefur ekki sézt á prenti hér á landi áratugum saman. Um langt skeið hefur Þjóðviljinn borið kápu borgaralegs sakleysis og afneitað fortið sinni. Þessi kápa hefur nú fallið og mengað hugarfarið komið i ljós. Þar getur að lita hinar afskræmdu hugsjónir, sem stöku sinnum verður vart meðal vanþroskaðra unglinga. Afskræmdar hugsjónir hafa sem betur fer ekki mótað þjóðfélag okkar. En við höfum reynsluna frá alræðisrikjunum til að miða við. Þar hafa hin- ar afskræmdu hugsjönir leitt til lögreglurikis og ógnarstjórnar, þrælkunarbúða og útrýmingar- búða, sem stundum eru kallaðar geðveikrahæli. Hinar afskræmdu hugsjónir hafa fætt af sér menn á borð við Stalin og Hitler. Þeir, sem lesa froðufellandi orðbragð Þjóðvilj- ans, gætu ihugað, hvernig ástandið mundi verða i landinu, ef höfundarnir réðu öllu einir. Hvað mundu þeir gera við þær þúsundir manna, sem hafa skrifað undir yfirlýsingu um „Varið land”? Samkvæmt orðbragði Þjóðviljans eru þetta ein- hver ómerkilegustu og ógeðslegustu kvikindi, sem um getur. Eiga þau heima i fangabúðum, á geðveikrahælum, i útlegð eða ber hreinlega að út- rýma þeim? Hatur á samborgurunum er meinsemd i þjóðfé- laginu. Ef til vill er skást, að það fái útrás i taum- lausu orðbragði á prenti, þar sem það gerir til- tölulega litið mein i samanburði við aðrar teg- undir útrásar. Auk þess hefur orðbragðið þau áhrif að vara það fólk við, sem hingað til hefur látið blekkjast af meinleysislegum skrifum i Þjóðviljanum. Ekki verður hins vegar litið framhjá þeirri staðreynd, að vanstillingarskrif Þjóðviljans varpa alvarlegum skugga á fjölmiðlun á íslandi. Þau draga úr möguleikum á skynsamlegum skoðanaskiptum á opinberum vettvangi. Þau spilla fyrir möguleikum fjölmiðlanna á að gegna hlutverki sinu gagnvart fólkinu i landinu og draga úr áliti og trausti þess á fjölmiðlunum. Aðrir fjölmiðlar verða að liða fyrir lágkúru eins. —JK Líf Aanews ríúkandi rústir einar Þær vonir, sem Spiro Agnew kann að hafa alið með sér um að öngla saman aurum fyrir endurminningar sinar, varaforsetans, sem fundinn var sekur um skattsvik, hljóta að hafa dvinað, þegar útgefand- inn, sem hann hafði sent handritið, neitaði að gefa það út. Þó var það margra hald, að hag Agnews hafi verið þannig komið, að hann hefði vel þörf fyrir aukatekjur ein- Meöan allt lék i lyndi. hverjar. Hann á yfir sér reikninga fyrir máls- varnarlaun, sem kunna að hlaupa upp á annað hundrað þúsundir Bandarikjadala, þvi að ekki er lokið málastapp- inu ennþá. Skattayfirvöld geta hvenær sem er sent honum bakreikninga fyrir vangreidda skatta, og yrðu þeir reikningar þá varla greiddir með mjólkurpeningunum einum saman. Fastar tekjur Agnews af starfi sfnu, sem hann öðlaðist sem ráðgjafi hjá kaupsýslufyrirtæki einu i Los Angeles, þegar allt snerist honum i mót, eru ekki svo öruggar, þegar allt kemur til alls, þvi óvist er, að hann haldi starf- inu svo lengi. Ekki svo að skilja að vara- forsetinn fyrrverandi sé alveg á flæðiskeri staddur. Hann hefur fengiö endurgreidd framlög sin til eftirlaunasjóða opinberra starfs- manna. Hann á von á snotrum gróða af sölu húss sins, sem hann keypti fyrir ári á 190 þúsund dali, en það hefur hann sett á sölulista og vill fá fyrir 325 þúsund dali. Þessi 135þúsunda dala mismunur liggur i 39,5 þúsunda dala ramm- gerðri girðingu, 12 þúsund dala aðkeyrslu og 9 þúsund dala ljósa- búnaði allt saman nokkuð sem leyniþjónustan krafðist á sinum tima, að yrði sett á húsiö og lóðina i öryggisskyni, þegar þeir gættu varaforseta Bandarikjanna. Að sjálfsögðu var allt greitt af opin- beru fé. — Og svo er alltaf vonin um, að einhver útgefandinn fáist til að kaupa endurminningarnar sanngjörnu verði. Það var þvi ekkert óbætanlegt áfall fyrir Agnew, þótt þessi fyrsti segði nei takk. Alvarlegra áfall var hitt, þegar þriggja manna dómnefnd i An- napolis I Maryland mælti með þvi að Agnew yrði sviptur málflutn- ingsréttindum i siðustu viku. Fóru þeir óvægum orðum um brothans og orðstir i skýrslu, sem nefndin skilaði af sér. Sögðu þeir, Agnew á ekki sjö dagana sæla. Illlllllllll Umsjón: Guðmundur Pétursson að skattsvik hans hefðu svo siðspillandi áhrif, hegðun hans hefði verið óheiðarleg, og hann sjálfur væri þannig maður, að hann væri óhæfur til þess að starfa við lögfræði”. Dómnefndin treysti sér ekki til þess að finna neinar mildandi kringumstæður til þess að draga úr hörku sinni. Með þessari umsögn dóm- nefndarinnar hvarf eiginlega mestallt, sem eftir hafði verið skilið af virðingu Agnews, þegar hann og fjölskylda hans lentu fyrr á milli tanna fólks, um leið og hann neyddist til að segja af sér embættinu og var sektaður fyrir skattsvik. Lögfræðingar hans og verj- endur righaída þó i siðustu leif- arnar. Afrýjunarréttur Maryland á enn eftir að segja siðasta orðið i málinu, áður en Agnew þarf að horfa á eftir málflutningsréttind- unum. Rétturinn mun að likind- um taka málið fyrir i febrúarlok. — Þó telja menn, að Agnew eigi litla von þar, þvi að á siðustu þrem árum, sem áfrýjunarrétt- urinn hefur fengið slik mál til meðferðar, hefur hann ekki I einu einasta af þeim 5.500 tilvikum, sem rikið hefur viljað siða lög- fræðinga til, breytt niðurstöðu dómnefndarinnar. Lögmannafélagið i Maryland riki hefur sótt mjög hart, að honum yrði vikið úr félaginu, sem yrði sjálfkrafa um leið og hann missti málflutningsréttindin. Eins og timaritið Newsweek hefur eftir einum lögmanni þar I fylki: „Maðurinn var stéttinni til háðungar. — Það eru margir þeirrar skoðunar, að hann eigi þetta skilið”. Hús Agnews, sem hann hyggst selja meö 135 þúsund dala hagnaöi. — Endurminningarnar eru lika á sölulista. ' t wm i fjlwEHjl j 1 'v:'«vW v ' '

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.