Vísir - 31.01.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 31.01.1974, Blaðsíða 5
5 Vísir. Fimmtudagur 31. janúar 1974. AP/NTB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Gófu Nixon gott kkipp Fulltrúadeildarþingmenn gerðu góðan róm að móli Nixons í gœrkvöldí, en almenn viðbrögð misjöfn Viðbrögð manna við ræðu Nixons Bandarikja- forseta/ sem hann flutti í fulltrúadeild þingsins í gærkvöldi, voru mjög misjöfn, þótt þingmenn hefðu gert góðan róm að máli hans. Undir 45 mínútna ræðu forsetans höfðu þing- mennirnir margsinnis gefið honum gott klapp, og tvisvar risu margir sætum og af mikilli þeirra úr klöppuðu hrifningu. Nixon lofaði að sýna sam- vinnu við hugsanlegar rannsóknir og undirbúning þess, að hann yrði kallaður fyrir rikisrétt. — Hann sagðist hins vegar ráðinn i að vera áfram i embætti og sagði tima til kominn, að menn legðu nú Watergatemálið á hilluna eftir eitt ár á kafi i þvi. Forsetinn, stjórnin og þingið yrðu að snúa sér að þvi af fullum krafti að leysa ýmis aðsteðjandi vanda- mál innanlands sem utan. Bar hann enn af sér að hafa nokkuð verið við málið riðinn eða að hafa reynt að tálma rannsókn þess. Ýmsir þingmenn bæði demókrata og repúblikana gerðu góðan róm að þessum yfirlýsingum Nixons. — Sam Erwin, formaður Watergate- nefndar þingsins, sagði hins vegar að nefndin hefði lokið rannsóknum sinum fyrir löngu, ef forsetinn hefði ekki eytt svo miklum tima i að halda eftir upplýsingum. Benti hann á, að nefndin væri með fyrir rétti kröfu um að fá gögn úr Hvita húsinu. Sonur Liston týndist Tíu ára gamall sonur !Sonny heitins Listons, fyrrum heimsmeistara í hnefaleikum í þungavigt, fannst á laugardag, en hans hafði verið saknað að heiman og lýst eftir honum. Hann kom fram heilum sólar- hring eftir að hann hafði farið að heiman, en þá hafði lögreglan leitað hans drjúga stund. Sagðist hann hafa hlaupið að heiman, þegar móðir hans hafði hótað að hegna honum fyrir óknytti. Danny Liston skýrði lögregl- unni svo frá, að hann hefði hjólað lengi fram eftir degi, en siðan verið hjá nágrönnum. — Lögregl- an fann þó, að hann var marg- saga i framburði sinum, og var málið tekið til nánari könnunar. CASTRO HEIÐRAR BREZHNEV Leonid Brezhnev, leiðtogi kom múnistaflokks Sovét- rikjanna, sem þessa dagana er i opinberri heimsókn á Kúbu, var i gær sæmdur æðsta hciðursmerki Kúbumanna, Jose Marti-orðunni i morgun settust þeir að fundarborðinu, hann og Castro, en ekkert var látið uppi um, hvað þar mundi vera efst á baugi. Sleppa föngum úr eyjabardaga Kinversk stjórnvöld létu lausa morgun einn Bandarikjamann og sex Suður-Vietnama, sem teknir Minning 23 skóladrengja Um helgina fór fram i Iieusden í Belgiu minningarat- höfn, þegar fylgt var til grafar 23 skóladrengjum, sem fórust i skólabruna. Þeir voru á aldrinum 12-15 ára. höfðu verið fangar á Paraceleyjum i Suður-Kinahafi fyrir skömmu. Þeir komu yfir landamæra- brúna Lo Wu til Hongkong i morgun. Kinverjar hafa lofað að fleiri fangar þeirra muni á eftir koma. Núna i vikuna fundu japanskir fiskibátar nokkra vietnamska sjóliða á reki i Kinahafinu, en þeir voru úr áhöfn suður-vietnamsk flotaskips, sem Kinverjar sökktu við Paraceleyjar. „Viljo ekki jarðir Sýrlendinga — segja Israelsmenn sem kalla eftir ísraelskum stríðsföngum fró Sýrlandi „ísrael hefur ekki í heimsækja þá . „ « i „i^„f ,,Við höfum ástæðu til að ætla, huga að halda neinum af aj, þan(jariski utanrikisráð- landsvæðum Sýrlands, herrann og sovézka stjórnin hafi sem unnust i október- striðinu, en hefur hins vegar áhuga á samn- ingum um aðskilnað herja þessara landa”, sagði Golda Meir, for- sætisráðherra ísraels, i ræðu, sem hún flutti i Jerúsalem i gær. Golda Meir bætti þvi við, að ísrael mundi þó ekki ganga að samningaumleitunum við Sýr- land, fyrr en lagður hefði verið fram listi yfir ísraelska stríðs- fanga i Sýrlandi og fulltrúum al- þjóða Rauða krossins leyft að _ _ árangurslaust reynt að biðja Sýr- m U land að leggja slikan lista fram”, “ ” sagði Meir. Um leið minnti hún á, að Israel hefur um það bil 350 sýr- lenzka striðsfanga, sem sýr- lenzka stjórnin virðist ekki hirða um að leysa úr haldi Golda Meir lagði áherzlu á, að tsrael mundi ekki undir neinum kringumstæðum setjast að samn- ingaborði með hryðjuverkasam- tökum Araba, eins og hún nefndi það. Né heldur hafði ísrael tekið i mál, að þau ættu fulltrúa i við- ræðunum i Genf. Uppreisn bœld niður Iler Bóliviu bældi i gær niður uppreisn land- búnaðarverkamanna gegn hægri sinnaðri stjórn Hugo Bazers for- seta. — Norska frétta- stofan heldur þvi fram, að átta menn hafi verið drepnir. Upplýsingamálaráðherra, Guillermo Bulacia, sagði i gærkvöldi, að herinn hefði opnað aftur þrjá aðalvegina til bæjarins Cochabamba, en verkamennirnir höfðu sett upp tálmarnir á öllum aðliggjandi vegum til bæjarins. t bænum sjálfum var allt með kyrrum kjörum i nótt, en fréttir bárust annað veifið i nótt um. að einhverjir hinna upp- reisnargjörnu landbúnaðar- verkamanna haldi sig enn i flokkum við vegina. Talið er, að um 25 þúsund verkamenn hafi tekið þátt i þessari uppreisn. Orustuflugvélar flugu nokkrum sinnum yfir bæinn og næsta nágrenm i gær, en ekki hefur heyrzt, að þeim hafi verið beitt gegn verkamönnunum. Kenna stjórninni um kreppuna Meirihluti fólks á Norður-Englandi og í Wal- es visar á bug fullyrðing- um Heaths forsætisráð- herra um, að kolanámu- mönnum sé það að kenna, að taka varð upp 3ja daga vinnuviku. Skoðanakönnun, sem Liverpool Daily Post kunn- gerði í gær, sýnir, að hinir eru fleiri, sem telja, að stjórnin eigi mesta sök á vinnuóf riðnum. Samkvæmt skoðanakönnuninni eru 59% þeirrar skoðunar, að við stjórnina sé að sakast i þessum efnum. En aðeins 28% eru sam- mála forsætisráðherranum um, að um sé að kenna yfirvinnubanni kolanámumanna. Kolanámumenn ganga nú til at- kvæða i dag og á morgun um, hvort lýsa skuli yfir allsherj- arverkfalli hjá stéttinni til stuðn- ings kröfum hennar um hækkuð laun ( 30-35%). Verði það samþykkt, mundi það hefjast 10. febrúar, nema áður yrði samið. Brezka stjórnin hefur hins veg- ar tekið frumkvæðið i sáttaum- leitunum og gert námamönnum tilboð til að afstýra verkfallinu á siðustu stundu. Eítir 2 1/2 stundar langan fund i rikisstjórninni i gærkvöldi sendi Edward Heath leiðtogum landssamtaka launþega bréf og einnig iðnrek- endasambandinu. Þar stakk hann upp á, að allir aðilar vinnudeil- unnar kæmu saman til fundar. svo fljótt sem auðið yrði, og lét á sér skilja, að finna mætti leið út úr hnappheldunn'i. Heath lagði til, að gerðir yrðu nýir launasamningar við kolanámumenn, og mundu þeir grundvallast á þvi, að taka beri sérstakt tillit til verkamanna i lifsnauðsynlegum atvinnugrein- um-.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.