Vísir - 31.01.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 31.01.1974, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 31. janúar 1974. Frœðslu- útvarp um ófengis- bölið Skólabörnum á islandi gefst i fyrramáiiö kostur á að hiýða á 25 minútna fræðsludagskrá um áfengismál i hljóðvarpinu. Bindindishreyfingin i landinu gengst fyrir þessari dagskrá i samráði við fræðsluyfirvöld og stjórnendur Rfkisútvarpsins. Dagskráin var unnin af sér- stökum vinnuhópi, mynduðum af mönnum frá Ríkisútvarpinu og bindindishrey fingunni. Ragnar Tómason lögfræðingur tjáði Visi i morgun, að dagskrár- liður þessi samanstæði af ávarpi og viðtölum, og hefst hann kl.10:30. „Þetta gæti verið byrjun á umræðum meðal nemenda i. framhaldsskólum landsins um áfengismálin,” sagði Ragnar, og við vildum lika bæta úr þeim skorti, sem hefur verið á fræðslu i islenzkum skólum um áfengis Rússarnir koma! Rússarnir koma! Með koníak handa Fríðrík vilja viðtal við Sœmund, lífvörð Bobby Fischer frá dógum heimsmeistaraeinvígisins Vasill Smyslov og Davlð Bronstein, sovézku stórmeistar- arnir I skák, koma til Reykja- vlkur klukkan 18 I kvöld. Á sunnudaginn hefst Alþjóðlega skákmótið,sem Skáksamband tslands gengst fyrir. Þeir Smyslov og Bronstein verða ásamt Friðrik Ólafssyni að teljast skrautrósirnar á væntanlegu móti, og liklegt verður að telja, að einhver þeirra verði i efstu sætum mótsins. Smyslov var heimsmeistari I skák 1957-1958, en Bronstein var nærri þvi að hreppa titilinn, þegar hann náði jöfnum vinningum við Botvinnik i ein- vigi 1951. Það einvigi endaði 12:12 og Botvinnik hélt titlinum. Koniak handa Friðrik Sovézkur fréttamaður átti viðtal viö þá skákfélagana frægu, áður en þeir lögðu upp til Islands, og sagöi Smyslov meðal annars: „Islenzkir skákmenn hafa áunnið sér góðan orðstir er- Smyslov — fyrrverandi heims- meistari I skák er væntanlegur I dag ásamt Bronstein, sem ekki er slður frægur af blöðum skák- listarinnar. lendis. Stórmeistarinn Friðrik Ólafsson er þekktur um allan heim. Ég hef heyrt mörg hrós- yrði um Guðmund Sigurjónsson og einnig um hinn unga Sævar Bjarnason, sem tók þátt i Unglingameistaramóti Evrópu \ Hollandi...Ég hlakka til að hitta Friðrik Ólafsson stórmeistara. Ég man eftir þvi, að Friðrik söng nokkur íslenzk þjóðlög I hófi, sem haldið var að loknu alþjóðamóti i Moskvu. Ég söng rússneskar rómönsur. Ef til vill getum við sungið tvisöng i Reykjavik.” Og Bronstein sagði m.a.: „Það er mikil ánægja að fara til Reykjavikur. Fyrir utan skákina þarf ég að sinna skyldum blaðamanns þar. Ég er skákfréttaritari dagblaðsins „Isvestija” og ætla að taka viðtal við lögreglumanninn, er var fylgdarmaður Fischers, meðan á einviginu stóð. Viðtalið ætla ég að kalla „Hvernig ég verndaði Bobby.” Eitthvað hef ég i fórum mlnum handa gömlum vini, Friðrik Ólafssyni. Einu sinni átti ég viðtal við hann I Moskvu. Þegar ég spurði hann, hvað væri öllu framar drukkið á íslandi, svaraði hann „koniak”. Ég býst ekki við, að flaska af góðu armensku koniaki spilli frammistöðu hans á mótinu...” Friðrik Ólafsson sagði Visi i morgun, að hann myndí taka á móti Rússunum i kvöld: „En þetta með koniakið, það er mis- skilningur Bronsteins. Hann spurði mig, hvort koniak væri drukkið hér á landi — og ég sagði, að það kæmi fyrir...” Auk Sovétmannanna tefla hér stórmeistararnir Welimirovic frá Júgóslaviu og Tringov frá Búlgariu, alþjóðlegu meistar- arnir Ciocaltea frá Rúmeniu og Forintos frá Ungverjalandi. Einnig Norðmaðurinn ögaard, auk íslendinganna, Friðriks, Guðmundar Sigurjónssonar, Magnúsar Sólmundssonar, Benónýs Benediktssonar, Ingvars Ásmundssonar, Kristjáns Guðmundssonar, Freysteins Þorbergssonar og Jóns Kristinssonar. —GG Hálfdán Eiriksson tekur við skattskýrslunum, sem drlfur aö og afhendir sérstök eyöublöö fyrir hina ýmsu framtalsliöi "" Ljósm.: Bj. Bj „Gjarna þeir sömu, sem biðja um skilafrest ár eftir ár" — Fresturinn til að skila skattskýrslunni rennur út á miðnœtti „Ég er vön að koma hingaö á skattstofuna með skattskýrsl- una og lofa þeim hér aö fylla skýrsluna mína út sjálfum. Þetta ætti þá allt saman aö vera hárrétt, skyldi maöur ætla.” Og Þyri Sóley Jónsdóttir, vöku- kona á Kleppsspítalanum, snaraöi sér inn um dyrnar hjá einum þeirra fjölmörgu skrif- stofumanna á Skattstofu Reykjavíkur, sem aðstoöa almenning viö aö gera skatt-' framtalinu skil. I dag eru slöustu forvöð til aö skila skattskýrslunni og ösin á skattstofunni I morgun var svo sannarlega til vitnis um það. Stöðugur straumur lá inn til þeirra skrifstofumanna, sem veittu upplýsingar og aðstoö. Einn og einn laumaðist lika inn til þeirra tveggja, sem gátu veitt skilafrest. „Þetta eru gjarnan sömu mennirnir, sem fara þarna inn ár eftir ár. Menn, sem hafa vanið sig á seinlæti. En svo eru lika margir endur- skoðendur, sem eru neyddir til að óska eftir fresti fyrir hluta af þeim framtölum, sem þeir hafa tekið að sér fyrir ýmsa aðila,” sagði einn starfsmanna skatt- stofunnar. Við innganginn sat Hálfdán Eiriksson og kepptist við að veita upplýsingar öllum þeim, sem til hans leituðu. Sumir voru bara að koma með skýrsluna sina, en aðrir voru að fá eyðu- blöð fyrir t.d. bllaskýrslur, landbúnaðarskýrslur, námsfrá- drátt og sjávarútveg. „Hér hjá mér eru yfir tuttugu mismunandi eyðublöö og uppi á fjórðu hæð eru sjálfsagt enn fleiri,” sagði Hálfdán. Hann sagði, að þaö hefðu þegar við opnun beðið nokkuð margir eftir að fá fyrirgreiðslu og leið- beiningar viö skattframtölin. „Það hefur verið stanzlaus straumur hingað siðustu tiu dagana, og það má búast við, að hann aukist, eftir þvi sem á daginn liður. Það eru svo marg- ir, sem biða fram á elleftu stundu,” sagði Hálfdán að lok- um. Á leiðinni út mættum við lög- regluþjóninum af horninu. Hann var að skjóta skattskýrslunni i póstkassa skattstofunnar fyrir einn hinna mörgu, sem ekki fundu stæði i grennd við skattstofuna.. — ÞJM „Treysti þeim hér bezt tii aö gera skýrsluna mína,” segir Þyri Sóley Jónsdóttir. Loðnan fryst á Stöðvarfirði Fryst voru 260 tonn úr Álftafellinu — heildarloðnuaflinn orðinn 90.350 tonn — brtela á miðum og engin veiði í nótt Loöna var fryst á Stöövarfiröi i gærdag. Álftafelliö kom til Stöövarfjaröar I gær meö 260 tonn og fór aflinn allur I frystingu. Fryst var á þremur stööum á Stöövarfiröi, þ.e. hjá Stöövarfiröi h.f., Breiödælingi h.f. og Steöja h.f. Alftafellið fékk þessa frystingarloðnu á fyrsta veiðisvæðinu vestur af Papey eða suður af Eystrahorni. Loðnan i þeirri göngu, sem er ganga númer tvö frá þvi veiðar hófust, er frystingarhæf, hrogna- magn hennar er 10-11 prósent, en hrognamagn loðnunnar, sem veiðzt hefur við Ingólfshöfða og Hrollaugseyjar upp á siðkastið, er um 7,5 prósent. Bræla var á loðnumiöum i nótt, sex eða sjö vindstig og svo til eng- inn afli. Aðeins tveir bátar höfðu tilkynnt afla I morgun eftir nótt- ina, en þeir voru Jón Finnsson, sem fei- með 300 tonn til Neskaup- staðar og Bergsá með 70 tonn til Grindavikur. Margir bátar munu vera I höfn núna, en þeir stærri halda kyrru fyrir á miðunum, þótt ekki þýði fyrir þá að kasta i þessu veðri. Spáð er kalsa og slyddu. I gær fengu einir fjórir bátar afla við Papey, og fór a.m.k. einn þeirra til Vopnafjarðar. Flutningastyrkir eru greiddir til Vopnafjarðar og Raufar- hafnar, en enn sem komið er hef- ur enginn bátur landað á Raufar- höfn. Heildaraflamagnið á þessari loðnuvertið var komið i 90.350 tonn um miðnættið I nótt. — GG „Mikil loðna, löng vertíð" — segir Hjálmar Vilhjálmsson „Þessi loðna hér við Hroll- augseyjar er aðeins örlitil ögn af þvi, sem koma skal. Ég reikna með að þessi loðnuvertið eigi eftir að standa i að minnsta kosti átta vikur,” sagði Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræöingur, sem Visir ræddi við i morgun. Hjálmar er nú staddur um borð I Arna Friðrikssyni, sem er við Hrollaugseyjar. Sagði Hjálmar að hann teldi vist, að vertiðin yrði löng núna, þótt ekki vildi hann spá um veiði, „þvi hún fer nú ekki alveg eftir loðnumagninu i sjónum, eins og menn vita. En mér liet mjög vel á þetta yfirleitt.” — GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.